« Ritningarlesturinn 13. október 2006Ritningarlesturinn 12. október 2006 »

12.10.06

  06:53:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 508 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

5. Afstaða Páfastóls til útbreiðslu guðrækninnar á hinu Alhelga Hjarta Jesú

Það sem réði úrslitun hvað áhrærir útbreiðslu guðrækninnar á hinu Alhelga Hjarta var sú stuðningur sem páfarnir og fjölmargir biskupar veittu henni. Þeir páfanna sem beittu sér af mikilli festu og einurð í þessu sambandi voru:
Klemens páfi XII (1730-40): Hann var afar jákvæður í garð tilbeiðslunnar á hinu Alhelga Hjarta og er minnst í kirkjusögunni fyrir samkirkjulega viðleitni sína. Hann var einnig fyrstur páfanna til að vara við frímúrarahreyfingunni.
Píus páfi VI (1775-99): Það var hann sem heimilaði tilbeiðslu hins Alhelga Hjarta sem almennrar guðrækni kirkjunnar.
Leó páfi XIII (1878-1903): Samþykkti Litaníu hins Alhelga Hjarta árið 1879. Árið 1899 gaf hann úr hirðisbréfið Annum Sacrum þar sem hann hvatti hina trúuðu til að helga sig hinu Alhelga hjarta.
Píus páfi X (1903-1914): Hvatti eindregið til þess að styttur af hin Alhelga Hjarta skipuðu veglegan sess á öllum kaþólskum heimilum.
Píus páfi XII (1939-1958): Blés nýju lífi í tilbeiðsluna á hinu Alhelga Hjarta í hirðisbréfi sínu Haurietis Aquas sem kom út árið 1956.
Páll páfi VI (1963-1978): Í hirðisbréfi sínu Investigabiles Divitias Christi sem kom út árið 1965 hvatti hann biskupa til að styðja og útbreiða enn frekar guðræknina á hinu Alhelga Hjarta.
Jóhannes Páll páfi II (1978-2005): Hann gaf guðrækni hins Alhelga Hjarta nýja dýpt með því að leggja áherslu á samband hennar og samfélagslegs réttlætis.

Jóhannes Páll páfi lagði þannig áherslu á hið samfélaga gildi elsku Kristshjartans sem náungaelsku. Kjarni guðrækni hins Alhelga Hjarta er einmitt að gæða hina tvíþættu elsku kærleiksboðanna tveggja, að elska Guð og náunga okkar af öllu hjarta.

Kirkjan hefur jafnframt tjáð þessa elsku Kristshjartans með því að reisa sérstaka helgidóma til dýrðar hinu Alhelga Hjarta. Þetta er einmitt það sem Jesús bað heil. Margaret Marie Alacoque að gera, að reisa sér kapellu til dýrðar í Paray-le-Monial. Helstu helgidómarnir sem reistir hafa verið hinu Alhelga Hjarta til dýrðar eru eftirfarandi:

1.Sacre Ceur

Basilíka hins Alhelga Hjarta á Montmartrehæðinni í París sem reist var á árunum 1875-1919. Þar er stöðug og órofin tilbeiðsla allan sólahringinn á hinu Alhelga Hjarta í Evkaristíunni þar sem hver hinna trúuðu annast tilbeiðsluna klukkustund í senn.
Hinn alþjóðlegi helgidómur hins Alhelga hjarta í Róm sem byggður var á árunum 1880-1887.
Helgidómur hins Alhelga Hjarta í Bologna sem reistur var á árunum 1901-1912.
Þjóðarhelgidómur friðþægingarinnar í Barcelona sem reistur var á árunum 1902-1911.
Þjóðarhelgidómur hins Alhelga Hjarta í Makatí á Filippseyjunum sem reistur var á árunum 1968-1976.

BÆN:

Alhelga Hjarta Jesú. Gef í miskunnarríkri gæsku þinni að mitt bersynduga hjarta verði logandi í sama ástarfuna elskunnar og þitt eigið Hjarta. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og nýjan og stöðugan anda. Amen.

Næst. 6. Hið Flekklausa Hjarta Maríu Guðsmóður

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Segjum frekar Klemens (latína: Clemens) páfi fremur en Klement. (Orðið þýðir: mildur, hinn mildi.) Vissulega er þó t í stofni orðsins (eignarfall í lat.: Clementis), þess vegna er þetta nafn líka meðal margra þjóða skrifað Klemenz.

12.10.06 @ 08:42
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Basilíka hins Alhelga Hjarta á Montmartrehæðinni er einhver yndislegasti helgistaður sem ég hef komið til (við þurfum að birta hér – eða á sérstakri vefsíðu – mynd af þeirri kirkju, þegar við verðum komnir með skönnunartæknina í lag).

En: Guðrækni á hinu Alhelga Hjarta Jesú – er ekki betra (íslenzkara) að segja: Guðrækni við hið Alhelga Hjarta Jesú? (sbr.: skyldurækni við …) eða: guðrækileg tilbeiðsla hins Alhelga Hjarta Jesú?

12.10.06 @ 22:16
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Basilíka hins Alhelga Hjarta á Montmartrehæðinni er einhver yndislegasti helgistaður sem ég hef komið til (við þurfum að birta hér – eða á sérstakri vefsíðu – mynd af þeirri kirkju, þegar við verðum komnir með skönnunartæknina í lag).

Já, vissulega er hún fögur og nú er komin inn mynd af henni. Um þýðinguna á orðinu guðrækni legg ég frönskuna til grundvallar því að það var einmitt í Frakklandi þar sem nýju lífi var blásið í þessa guðrækni á sautjándu og átjándu öld. Guðrækni er þýðing á orðunum „Devotion“ eða „La spiritualité de la Sacre Ceur.“

Í rómönsku málunum hefur orðið „sacre“ fyllri merkingu heldur en á íslensku, ensku og í grísku. Þannig tala engilsaxneskir um „the Most Holy Heart.“ Ég fer hins vegar beint í grískuna og orðfærið eins og það er haft um hönd í litúrgíu heil. Jóhannesar Chrysostomosar í grískum orþodoxaklaustrum enn í daga. Þar er ávallt talað um „Panhagia „kardia, Theotokos eða Triades“ (Þrenning). Það þýði ég sem hið Alhelga.

Líklegast er réttast að tala um guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú. Þá er um víðtækustu merkinguna að ræða. Þannig eru kirkjur hluti guðrækni hins Alhelga Hjarta. Orðið „adoration“ eða sjálf tilbeiðsla hins Alhelga Hjarta hefur þrengri merkingu, eða einskorðast við sjálfa tilbeiðslu hins Alhelga Hjarta í Evkarístíunni, eins og við vitum að alltaf er höfð um hönd í Basilíku Krists konungs í Landakoti í klukkutíma eftir kvöldmessuna á fimmtudögum.

Í reynd ættu allir hinir trúuðu að mæta ávallt tímanlega í messu til að tilbiðja hið Alhelga Hjarta fyrir messuna. Það er hér sem Jesú byrjar að tala við okkur og sjálfur kvartar hann sáran yfir því að fólk gefi sér engan tíma til að gefa því af ríkidæmi náðargjafa sinna. Það stormi inn í messuna á síðustu stundu og æði síðan burt að henni lokinni. Þetta hefur hann sagt mér sjálfur.

Guðrækni hins Alhelga Hjarta kemur frá Jesú sjálfum og er því ekki einungis trú á eða tilbeiðsla á, heldur tilbeiðsla í hinu Alhelga Hjarta: „Án mín getið þér alls ekkert gjört.“

13.10.06 @ 08:35
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér þetta, Jón, góður var lesturinn.

13.10.06 @ 12:11