« Þátturinn "Bankað upp á" hjá Karmelsystrum í Hafnarfirði | Maríulegíónin og Frank Duff stofnandi hennar » |
Í nýrri alþjóðlegri Gallup könnun, "Global index of religion and atheism" kom í ljós að 57% íslendinga telja sig trúaða og hefur þetta hlutfall minnkað um 17% hérlendis síðan 2005. Þetta er 6. mesta minnkun á fjölda trúaðra á heimsvísu. Ísland kemur þar á eftir Víetnam, Írlandi, Frakklandi, Sviss og Suður-Afríku.
Á Írlandi er fækkun trúaðra 22% frá 2005. Erkibiskup Íra sagði að kaþólska kirkjan gæti ekki gert ráð fyrir því að trúin flyttist sjálfkrafa milli kynslóða og að könnunin minnti á nauðsyn öflugrar trúfræðslu í þessu sambandi. [1]
Könnunin á pdf sniði: http://redcresearch.ie/wp-content/uploads/2012/08/RED-C-press-release-Religion-and-Atheism-25-7-12.pdf
Athyglisverð samantekt, Ragnar, þótt ekki sé fréttin góð. Mikið er um heimsóknir á vefsíðuna, enda er vísað í hana sem heimild fréttar á Eyjunni: http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/08/10/truudum-faekkar-hratt-a-islandi-6-mesta-minnkun-a-heimsvisu/
Takk fyrir innlitið Jón. Já ekki er fréttin góð fyrir trúaða, en betra er að hafa skýra heildarmynd af landslaginu fremur en óskýra og því birti ég þetta hér.