« Þátturinn "Bankað upp á" hjá Karmelsystrum í HafnarfirðiMaríulegíónin og Frank Duff stofnandi hennar »

10.08.12

  17:37:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 87 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

57% Íslendinga telja sig trúaða, 17% fækkun síðan 2005

Í nýrri alþjóðlegri Gallup könnun, "Global index of religion and atheism" kom í ljós að 57% íslendinga telja sig trúaða og hefur þetta hlutfall minnkað um 17% hérlendis síðan 2005. Þetta er 6. mesta minnkun á fjölda trúaðra á heimsvísu. Ísland kemur þar á eftir Víetnam, Írlandi, Frakklandi, Sviss og Suður-Afríku.

Á Írlandi er fækkun trúaðra 22% frá 2005. Erkibiskup Íra sagði að kaþólska kirkjan gæti ekki gert ráð fyrir því að trúin flyttist sjálfkrafa milli kynslóða og að könnunin minnti á nauðsyn öflugrar trúfræðslu í þessu sambandi. [1]

Könnunin á pdf sniði: http://redcresearch.ie/wp-content/uploads/2012/08/RED-C-press-release-Religion-and-Atheism-25-7-12.pdf

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Athyglisverð samantekt, Ragnar, þótt ekki sé fréttin góð. Mikið er um heimsóknir á vefsíðuna, enda er vísað í hana sem heimild fréttar á Eyjunni: http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/08/10/truudum-faekkar-hratt-a-islandi-6-mesta-minnkun-a-heimsvisu/

17.09.14 @ 00:37
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón. Já ekki er fréttin góð fyrir trúaða, en betra er að hafa skýra heildarmynd af landslaginu fremur en óskýra og því birti ég þetta hér.

29.09.14 @ 20:04