« Benedikt frá Núrsía Allar syndir heimsins - Futon J. Sheen »

24.02.08

  19:23:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 178 orð  
Flokkur: Prédikanir

3. sunnudagur í föstu, textaröð A

Að sækja hið lifandi vatn

Guðspjallið greinir frá því að Jesús hafi stoppað við Jakobs brunn til að hvíla sig. Þegar hann kom þangað, fyrir 2,000 árum, hafði brunnurinn verið þarna mjög lengi. Þessi brunnur er til enn í dag………

………Mun lengur en í 2,000 ár hefur fólk komið að sækja sér vatn í Jakobsbrunn. Í tæplega 2,000 ár, hefur fólk komið í sunnudagsmessuna til að sækja hið lifandi vatn. Í sérhverri messu mætum við Jesú á sérstakan hátt. Það sem hann lofaði samversku konunni, gefur hann okkur í messunni, en það er hið lifandi vatn sem leiðir okkur til eilífs lífs.

Einmitt núna hittum við Jesú í þessari messu, í lestrunum og í altarissakramentinu. Hann biður okkur um að gera eitthvað varðandi hatrið, sem við verðum að rífa niður og fleygja frá okkur. Það er líka ósk hans að við lítum inn á við og athugum hvar við stöndum gagnvart Guði núna. Jesús vill lyfta okkur upp til æðri hluta………

No feedback yet