« Móðir Teresa og MúhameðstrúarmaðurinnHeilagur Antoníus frá Padúa »

15.03.08

  10:06:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 500 orð  
Flokkur: Prédikanir

25. sunnudagur almennur, textaröð A

Dæmisaga dagsins í dag segir okkur frá ömurlegum aðstæðum atvinnuleitandi manna á þeim tímum er Drottinn okkar lifði meðal mannanna. Þessir menn þurftu að bíða á mörkuðum borganna í von um að einhver myndi veita þeim atvinnu. Þeir gátu aldrei verið vissir um vinnu frá degi til dags. Að sumir þeirra biðu jafnvel til kl. 5 á daginn, sýnir okkur hve örvæntingarfullir þeir voru.

Þegar Jesús sagði fylgjendum sínum þessa dæmisögu, var hann með henni að kenna þeim ………

……… áríðandi lexíu. Þetta er einnig áríðandi lexía fyrir okkur. Þetta er ekki kennsla í því hvernig vinnumönnunum ætti að vera borgað. Og ekki heldur um réttindi verkalýðsins.

Heldur er Jesús að sýna okkur hve örlátur Guð er. Guð er örlátur - öfugt við mannlegar eftirvæntingar - vegna þess að hann hefur opnað himnahliðin fyrir öllum, og ekki bara fyrir einhverjum sérstökum hópum manna.

• Frelsun er ekki aðeins fyrir Gyðinga.
Gyðingar voru þeir fyrstu sem voru útvaldir, í frelsunaráformum Guðs. En Guð bauð einnig þeim er ekki voru af þjóðflokki Gyðinga og syndurum sáluhjálp sína. ………

………• Frelsun er ekki aðeins fyrir postulana.
Þeir voru þeir fyrstu til þess að verða kristnir. En það þýðir ekki að þeir hafi sérstakan stað í konungsríkinu, einungis vegna þess að þeir voru þeir fyrstu til að fylgja Jesú. Að þeir voru þeir fyrstu, gefur þeim ekkert forskot yfir þá sem seinna komu.

• Frelsun er ekki aðeins fyrir kristna menn.
Þeir er leita Guðs af öllu hjarta og með hjálp Guðsnáðar, sem reyna að gera Guðsvilja, eftir því sem þeir best vita, en hafi ekki heyrt um Guðspjöllin, Jesús Krist eða kirkju hans; geta einnig hlotið eilífa frelsun.

Það gæti komið fyrir að við yrðum gröm, að sá sem hefði lifað allt líf sitt í synd, og myndi biðja Guð fyrirgefningar á dánarbeði sínu og verða frelsaður, á meðan við höfum reynt að biðja á hverjum degi og farið í messu eins oft og við getum og haldið boðorðin. ………

……… Þessi dæmisaga segir okkur meðal annars, hve örlátur, miskunnsamur og sáttfús, Guð er, einkum fyrir þá er iðrast einlæglega. ………

……… Við getum fundið fólk í Guðspjöllunum sem flokkast undir þá er seint komu. Til dæmis, vitringarnir þrír. ………

……… Hvað með góða þjófinn á krossinum, sem var að deyja við hliðina á Jesú á föstudaginn langa? Hann lét afturhvarf sitt bíða til hinstu stundar. Hann sagði: "Jesús, mundu eftir mér þegar þú kemur í konungsríki þitt." ……… ………Jesús svaraði honum: "Á þessum degi skalt þú verða með mér í Paradís."

Svo kærleikur Guðs hefur engin takmörk fyrir þá sem meðtaka hann. Við skulum þakka honum fyrir það.

No feedback yet