« Samkynhneigðir vanhæfari en aðrir til barnauppeldisYfirlýsing 20 trúfélaga og 20 einstaklinga vegna stjórnarfrumvarps um málefni samkynhneigðra »

19.02.06

  02:50:55, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 393 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina

16 ára piltur kveður skopmyndir af Múhameð ástæðu þess að hann drap kaþólskan prest

samkvæmt tyrkneskum sjónvarpsfréttum um þann sem liggur undir grun

ANKARA, Tyrklandi, 7. febr. 2006 (Zenit.org). – Táningur, sem ákærður er fyrir drápið á ítölskum trúboðspresti, hefur viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglunni að nýbirtar skopmyndir af Múhameð hafi verið ástæðan fyrir gjörðum hans, segir í fregn tyrknesku sjónvarpsstöðvarinnar NTV.

Pilturinn, sem er aðeins 16 ára, var handtekinn í sambandi við morðið á séra Andrea Santoro, sextugum presti, sunnudaginn 5. febrúar, í hafnarborginni Trabzon [hinni fornfrægu Trabizont] við Svartahaf. Presturinn var á bæn í sóknarkirkju sinni, þegar hann var skotinn.

Ráðgerð er heimsókn Benedikts XVI til Tyrklands í nóvember, en þangað var honum boðið af orþódoxa patríarkanum í Konstantínópel, Bartholomeusi I, og er markmiðið að efla samkirkjulegar viðræður.

Ríkisstjórn Receps Tayyips Erdogan, sem fordæmdi morð prestsins án tafar og hét því að koma höndum yfir morðingjann, hafði meðalgöngu um heimboð patríarkans til páfans.

Morðið á sr. Santoro kom í kjölfar birtingar skopmynda í vestrænum fjölmiðlum, en mörgum múslimum þykja þær guðlast við spámanninn Múhameð.

En "það er einhver skipuleggjandi á bak við það allt," sagði sendifulltrúi (nuncio) páfa í Tyrklandi, Antonio Lucibello erkibiskup, skv. AsiaNews 7. febrúar.

"Í hinu spennuþrungna andrúmslofti, sem birting þessara skopmynda hefur leitt af sér, er augljóst að fólk getur líka verið drepið," sagði erkibiskupinn. "Samt er ég þess fullviss, að einhver skipuleggjandi á bak við það."

Sendifulltrúinn kvað viðbrögð tyrkneskra yfirvalda mjög fullnlgjandi. Hann vitnaði til yfirlýsinga aðstoðarráðherra trúarmálefna, Mehmets Gormez, sem fordæmdi drápið á sr. Santoro.

Lucibello erkibiskup bætti því við, að fjölmargir hef'ðu auðsýnt samúð sína vegna atburðarins og vakti sérstaka athygli á ummælum ýmissa ungra múslima, sem sögðu að þeir "skömmuðust sín fyrir það sem gerzt hefur."

Samt sem áður halda mótmæli og kröfugöngur áfram að skekja hinn islamska heim, og sjítar í Írak hafa beðið trúarleiðtoga sína að gefa út fatwa til að heimila dráp þeirra sem teiknuðu skopmyndirnar.

ZE06020605 (í Zenit-pósti 11. febr. 2006).

2 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Öll þessi ofbeldisverk eru afar dapurleg, og nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að um algerar öfgar er að ræða sem þorri múslima fordæmir. En dæmin um nýlegar árásir eru því miður fleiri. Á sunnanverðum Filippseyjum, nánar tiltekið á eyjunum Mindanao og Jolo, hafa uppreisnarmenn múslima látið til sín taka á síðastliðnum árum. Á Mindanao eru það samtök innfæddra “Moro Islamic Liberation Front (MILF)”, sem á í friðarviðræðum við stjórnvöld og einnig Moro National Liberation Front (MNLF), sem samdi um frið 1996. Á eyjunni Jolo sem er suðvestur af Mindanao hefur hinn illskeytti hryðjuverkaflokkur islamista Abu Sayef látið til sín taka síðastliðin ár með mannránum og drápum eins og kunnugt er af fréttum. Líklegt er talið að Abu Sayef flokkurinn sé tengslum við Al Qaeda og að vígamenn Abu Sayef séu ekki innfæddir Filipseyingar heldur erlendir. Upp á síðkastið er þó talið að brot úr MILF hópnum hafi sameinast hryðjuverkamönnunum.

Að morgni 3. febrúar sl. gerðist það t.d. á eyjunni Sulu (nálægt Jolo) í þorpinu Patikul, að ráðist var á bændabýli. Fórnarlömbin voru greinilega valin með tilliti til trúar, þótt ekki sé hægt að sýna fram á að um bein tengsl við skopmyndaólguna sé að ræða. Fyrst birtust byssumenn sem spurðu fólkið á bænum hverrar trúar það væri. Það sagðist vera kristið. Skömmu síðar komu mennirnir aftur og skutu á fólkið. 5 létu lífið, þar af eitt 9 mánaða gamalt barn. Undanfarið hafði ástandið þó verið frekar að lagast vegna aðgerða stjórnarhersins. Í kjölfar þessarar árásar fylgdu svo þrjár sprengjuárásir. Að þessu sinni var lagt til atlögu í borgunum General Santos og Davao á Mindanao og svo í sjálfri höfuðborginni Manila. 11 lágu í valnum og 150 eru sárir. Á Jolo hefur skærustríð brotist út í kjölfar árásarinnar. Talið er að 22.000 manns séu þegar á flótta til að komast hjá því að lenda í skotlínu uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi skyndilega náð að höfða til brota af MILF flokknum með boðskap sínum og geti því látið til sín taka á þennan hátt. Nánari upplýsingar um þetta er að finna hér:

http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=5288
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=5372
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=4964
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=2583

19.02.06 @ 18:46
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér fyrir þessar fróðlegu upplýsingar, Ragnar.

20.02.06 @ 02:32
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blogging tool