« Beinar útsendingar frá messum í St. Jósefskirkju HafnarfirðiMessur og helgiathafnir á netinu »

30.03.20

  12:24:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 126 orð  
Flokkur: Bænir

Stella Caeli - 14. aldar bæn gegn farsótt

Stella Caeli  - 14. aldar bæn gegn farsótt
14. aldar bæn gegn farsótt

Erindin í þessari fallegu 14. aldar bæn gegn farsótt eru úr jólapredikun hl. Peter Damascene sem var biskup í Damaskus á 8. öld. Samkvæmt frásögn var texti bænarinnar fluttur af heilögum Bartólómeusi þegar hann vitraðist nunnum af Reglu hl. Klöru í Coimbra í Portúgal þegar borgin var þjökuð af plágunni 1317. 

Frá Coimbra breiddist bænin út til Vesturlanda. Venjulega er bænin sungin með andstefjum og bænum til hl. Roch og hl. Sebastíans sem helst er leitað til á tímum farsótta. 

Á YouTube myndskeiðinu hér að framan má sjá nunnurnar úr klaustri Maríu meyjar af Aysen syngja erindið eins og þær gera dag hvern á eftir messu og ákalla sérstaklega miskunn Guðs og huggun hins flekklausa hjarta Maríu til handa þeim sem þjást. 

Heimild: http://www.infocatolica.com/blog/schola.php/2003271051-suplica-a-la-estrella-del-cie

No feedback yet