« Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú – Saga og iðkunRitningarlesturinn 23. október 2006 »

23.10.06

  12:31:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 315 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

13. Bænaband hins Alhelga Hjarta Jesú

chaplet

Bænaband hins Alhelga Hjarta er gert úr 33 litlum perlum, 6 stærri perlum, meni af hinu Alhelga Hjarta og róðukrossi. Þrjár litlar perlur eru á milli hverra stóru perlanna, en fjöldi þeirra skírskotar til þeirra 33 ára sem Drottinn lifði á jörðinni. Annað afbrigði hans er með fimm litlum perlum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hann er beðinn með eftirfarandi hætti. Við róðukrossinn er farið með Sál Krists (Amina Christi):

Sál Kristí, helga þú mig. Hold Kristí, frelsa þú mig. Blóð Kristí, örfa þú mig. Vatnið úr síðu Kristí, lauga þú mig. Písl Kristí, styrk þú mig. Góði Jesús, bænheyr þú mig. Fel þú mig í undum þínum. Lát þú ekki skilja með okkur. Vernda mig fyrir valdi óvinarins. Kalla þú mig á dauðastundinni, og lát mig koma heim til þín, svo að ég geti lofað þig og vegsamað að eilífu með öllum helgum mönnum þínum. Amen.

(a) Við næstu perlu eftir róðukrossinn: Faðirvorið.
(b) Á næstu þremur perlunum: Heil sért þú María
(c) Á þeirri fjórðu: Dýrðarbænina.

Við hjartað á bænabandinu er sagt: Megi Hjarta Jesú í hinu blessaða sakramenti vera blessað, vegsamað og elskað af mikilli ástúð á sérhverju andartaki í öllum Guðslíkamahúsum heimsins nú og að eilífu. Amen.

Á stærri perlunum er sagt: Alhelga Hjarta Jesú! Ég sárbæni þig um að elska þig stöðugt meira.

Á minni perlunum: Alhelga Hjarta Jesú! Þú ert mitt traust.

Við lok hverrar perluraðar er sagt: Alhelga Hjarta Jesú! Vertu hjálpræði mitt.

Þegar hringnum er lokað er aftur sagt: Megi Hjarta Jesú í hinu blessaða sakramenti vera blessað, vegsamað og elskað af mikilli ástúð á sérhverju andartaki í öllum Guðslíkamahúsum heimsins nú og að eilífu. Amen.

Næst: 14. Faustína Kowalska og Hjarta hinnar guðlegu miskunnar

No feedback yet