« Sagan um "Kallana" tvoHvenær dey ég? »

06.03.08

  19:31:44, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 391 orð  
Flokkur: Prédikanir

12. sunnudagur almennur, textaröð C

VON

……… Það eru til tvær stórar syndir á móti vonardyggðinni.

Önnur þeirra er að vona fáfengilega og treysta því að fyrst Guð sé náðarríkur og miskunnsamur þá sé hættulaust að óhlýðnast boðum hans og hin, að vona án fyllsta trausts eða missa alla von. Með öðrum örðum; tilætlunarsemi og örvænting. Þær eru bannaðar með fyrsta boðorðinu sem er:
"Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa."

Synd tilætlunarseminnar er hægt að skipta niður í tvo flokka.

(1. a) Hin fyrsta tegund synda tilætlunarseminnar er framin af fólki sem ………

……… ákveður að láta Guð gera allt til þess að þeir komist í himnaríki en gera sjálfir ekki neitt til þess. Svona fólk vonast eftir því að verða fyrirgefið jafnvel þó að það reyni ekkert til þess að hætta að syndga og snúa sér að trúnni. En staðreyndin er sú að ef við vinnum ekki með náð Guðs, getum við ekki ætlast til þess að hann hjálpi okkur.

(1. b) Hin tegund synda tilætlunarseminnar er þegar manneskja hafnar hjálp Guðs vegna þess að hún trúir að hún sjálf geti bjargað sér með sínum eigin krafti.

(2.) Hin syndin gegn vonardyggðinni er örvænting. Örvæntingin er andstæð tilætlunarseminni. Þar sem tilætlunarsemin ætlast of mikils af Guði, ætlast örvæntingin of litlu. Þegar um örvæntingu er að ræða, hættir maðurinn að vonast eftir björgun Guðs, hjálpar til að bjargast og fyrirgefningu synda sinna. Örvæntingin er andstæða við góðvilja Guðs, réttlæti og miskunnsemi. Hin sígilda fyrirmynd örvæntingar syndarinnar fyrirfinnst í manneskju sem segir:
"Ég hef verið stórsyndari allt mitt líf og ég get ekki ætlast til þess að Guð geti fyrirgefið mér núna."
Manneskja sem segir þetta er í raun að móðga Guð, vegna þess að hún gefur í skyn að Guð geti ekki fyrirgefið.

Við vitum auðvita að Guð getur alltaf fyrirgefið, ef að manneskjan vill verða fyrirgefið.

Það eina sem getur stöðvað fyrirgefningu Guðs, er ef að við erum ekki fús til að taka á móti fyrirgefningu.

No feedback yet