« „Logi elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu“ kominn á íslensku.Ritningarlesturinn 20. október 2006 »

20.10.06

  07:24:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 532 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

11. Hin tólf heiti okkar frammi fyrir hinu Alhelga Hjarta Jesú í Guðslíkamahúsinu.

Monstran

1. Knúinn áfram af krafti Heilags Anda vil ég leitast við að elska hið Alhelga Hjarta Jesú af öllu hjarta, af allri sálu og af öllum mætti alla daga lífs míns og staðfesta elsku mína með því að virða kenningar hans.

2. Ég vil gera all sem í mínu valdi stendur til að taka mér elsku Jesú á Guði Föður til fyrirmyndar auk elskuríkrar gæsku hans og örlætis gagnvart bræðrum mínum og systrum, einkum þeim þeirra sem erfitt er að líta á með velvild og elsku.

3. Ég vil taka þátt í helgisiðagjörð Evkaristíunnar af fyllstu guðrækni og meðtaka útdeilinguna af hreinu hjarta og fyllsta þakklæti og iðrun eins og Jesús þráir.

4. Ég vil elska kirkjuna sem andlega móður mína og gera allt af fremsta megni sem stuðlar að vexti hennar og helgun með persónubundinni helgun minni og öllu öðru sem stendur til boða.

5. Ég vil gera mitt besta til að vaxa í þekkingu á inntaki minnar kaþólsku trúar og deila henni af gleði með öðrum og bera henni vitni af hugrekki í mínu daglega lífi.

6. Undir leiðsögn Heilags Anda og til að bregðast við bæn Jesú um að allir verði eitt mun ég styðja samkirkjuhreyfinguna, jafnhliða því að forðast öll þau orð og athafnir sem stuðlað geta að frekari klofningi meðal kristinna manna.

7. Ég skuldbind sjálfan mig til að boða réttlæti í þjóðfélaginu með því að auðsýna öðrum ávallt sanngirni og samstöðu mína með þeim sem eru fórnardýr óréttlætis og samfélagið hafnar.

8. Ég vil vera friðarboði og stuðla að friði, samræðum og virðingu í garð annarra á þeim stað þar sem ég dvel.

9. Ég vil virða fegurð og helgi náttúrunnar, stuðla að virðingu gagnvart samsemd hennar og berjast gegn alls kyns grófri misnotkun á gæðum hennar og umhverfisspjöllum.

10. Ég vil stuðla að virðingu fyrir og standa vörð um hið mennska líf og vernda það gegn allri viðleitni, athöfnum og lagasetningum sem miðast við að draga úr gildi þess eða að tortíma því.

11. Ég vil virða og standa vörð um helgi fjölskyldunnar og verja hana gegn öllum tilraunum til að uppræta einingu hennar, frjótt lífi og helgi sem órjúfanlegs sáttmála milli eins karls og konu.

12. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að keppa eftir og glæða menningu lífs og elsku alls staðar í heiminum sem tákn og ummerki um komu Konungsríkis Guðs mitt á meðal okkar.

BÆN:
Alhelga Hjarta Jesú! Þú sem varst lítillátur af Hjarta og sjálf aumýktin holdi klædd. Gef í gæskuríkri miskunn náðar þinnar að mitt bersynduga hjarta verði gagntekið sama ástarfuna elsku til okkar himneska Föður og alls mannkynsins eins og þitt eigið Hjarta.

Næst: 12. Fyrstu föstudagarnir

No feedback yet