Blaðsíður: << 1 2 3 4 5 ...6 ...7 8 9 10 11 12 ... 46 >>
Írlandsdeild EWTN sjónvarpsstöðvarinnar hefur hafið Novena (=níu daga) bænaátak til stuðnings lífsverndarhreyfingunni á Írlandi. Írska stjórnin er með frumvarp í undirbúningi sem lífsvernarsinnar óttast að muni lögleiða frjálsar fósturdeyðingar. Sjá nánar hér.
Í nýrri Kilju Egils Helgasonar, endursýndri í gær, átti hann mjög gott viðtal við dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing, sem staðið hefur fyrir víðtækum uppgreftri rústa Skriðuklausturs á Austurlandi, fyrsta heildar-uppgreftri klausturs á Norðurlöndum. Vegna þess að klaustrinu og hjúkrunar-húsnæði þess var einfaldlega lokað með siðaskiptunum og ábúendur á jörðinni (oft sýslumenn) tóku sér búsetu í bæjarhúsunum þar, þá hefur húsaskipan þarna, þótt grotnað hafi niður, varðveitzt í óbreyttri mynd að öðru leyti en því, hvernig náttúran braut þetta niður.
Konungur lagði undir sig þessa klausturjörð eins og allar aðrar, ...
Héraðsblaðið Dagskráin á Selfossi greinir frá því að bæjarráð Árborgar hafi falið skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni að Austurvegi 37, svokölluðu sýslumannstúni, til Kaþólsku kirkjunnar þegar deiliskipulag liggur fyrir. Sjá nánar hér.
Síðastliðin ár hefur starfsemi kirkjunnar á svæðinu farið fram í gamla sumardvalarheimilinu að Riftúni í Ölfusi, en nú er sú eign til sölu.
Eftir hádegi 19. jan. hófst 4. vika saltara með fyrra aftansöng sunnudags sem er 2. sd. alm. í kirkjuári. Ritningarletrar og kirkjuhátíðir vikunnar eru:
Fagráð Kaþólsku kirkjunnar um kynferðisbrot birti í dag tilkynningu á heimasíðu sinni catholica.is, í Fréttablaðinu og í Morgunblaðinu þar sem kröfur eða kvartanir vegna kynferðisbrota eru innkallaðar. Í tilkynningunni kemur eftirfarandi fram:
Með birtingu á innköllun þessari er þeim, sem telja sig eiga kröfu eða vilja leggja fram kvörtun á hendur kaþólsku kirkjunni á Íslandi vegna hvers kyns ofbeldis eða misgjörða af hálfu kirkjunnar, hér með gefinn kostur á að lýsa þeim misgjörðum fyrir fagráði kirkjunnar og eftir atvikum gera kröfu vegna þessa.
Útvarpsmessa sunnudaginn 30. desember 2012
Dómkirkja Krists konungs
Séra Jakob Rolland
Kæru bræður og systur í Kristi,
góðir hlustendur nær og fjær.
Á þessum síðasta sunnudegi ársins er okkur ljúft að dveljast um hríð
við jötu Frelsarans í fjárhúsinu í Betlehem. Við höldum jólahátíð ekki
eingöngu á einum degi heldur í tvær vikur. Það er eins og heilög
kirkja sé hugfangin af öllu því sem gerðist kringum fæðingu Drottins
og hún veltir fyrir sér aftur og aftur þeim atburðum sem breyttu rás
sögunnar og færðu mannheimi nýja von. Oss er Frelsari fæddur. Nafn
hans er Immanúel, Guð með oss.
Tom Monaghan byrjaði með tvær hendur tómar en er orðinn einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna. Hann stundar líkamsrækt á hverjum degi, fær sér eftirrétt aðeins 11 sinnum á ári og fjármagnaði byggingu Ave Maria háskólans. Um þetta má lesa í nýrri þýðingu Reynis K. Guðmundssonar á greininni "Leiðin til árangurs" sem finna má á vefsetrinu catholica.is, sjá hér: http://www.catholica.is/POLGR.html#LeidinTilArangurs
Á eftirfarandi YouTube myndskeiði má sjá athyglisvert viðtal við Tom þar sem hann lýsir því hvernig líf hans umbreyttist eftir lestur á bók eftir C.S. Lewis:
Í dag, sunnudaginn 30. desember 2012 á hátíð hinnar heilögu fjölskyldu var útvarpað heilagri messu frá Dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Upptöku af útvarpsmessunni má finna á vef Ríkisútvarpsins hérna: http://www.ruv.is/sarpurinn/gudsthjonusta-i-domkirkju-krists-konungs-landakotskirkju/30122012-0
Hl. Thomas Becket (f. 1118) var erkibiskup Kantaraborgar frá 1162 til dauðadags, 29. desember 1170. Hann er dýrlingur og píslarvottur Rómversk-kaþólsku kirkjunnar sem og Anglíkönsku kirkjunnar. Hann var mikill vinur Hinriks II. konungs Englands en eftir að Thomas varð biskup spruttu upp deilur milli þeirra.
Bandarískir biskupar hafa gefið út yfirlýsingar þar sem þeir ákalla löggjafavaldið um að herða skotvopnalöggjöfina þar í landi sem og að auka heilsugæslu fyrir fólk með geðræna erfiðleika. Zenit greinir frá þessu hér: http://www.zenit.org/article-36243?l=english
Tengill á greinina er hér: http://www.zenit.org/article-36219?l=english
Enska sálmaskáldið William Chatterton Dix (1837-1898) er talsvert þekktur í hinum enskumælandi heimi, kannski fyrst og fremst vegna sálms sem hann orti og sunginn hefur verið við hið þekkta lag Greensleeves. Sálminn orti Dix í kjölfar mikilla veikinda árið 1865 þegar hann var 29 ára gamall. Sálmurinn ber heitið What Child is This? og er hann einkum sunginn um jólaleytið, enda fjallar textinn um fæðingu Jesú Krists, englasöng og fjárhirða sem koma að hylla hið nýfædda barn og konung.
Jólamessutímana í kaþólsku kirkjunum má finna á vef kirkjunnar hér: http://www.catholica.is/STimes.html
Boðskapur páfa fyrir heimsfriðardaginn 1. janúar 2013 var gerður opinber á Maríumessu, 8. desember sl. og er hann að finna á þessari vefsíðu.
Ástralskur La Salle munkur Max Sculley, hefur skrifað bók með titlinum "Yoga, Tai Chi, Reiki: A Guide for Christians". Í bókinni færir hann rök fyrir því að þessar leiðir geti verið varasamar því breytt stig meðvitundar geti opnað á undirliggjandi veilur og einnig fyrir hættum andaheimsins. Sjá frétt Zenit um bókina hér: http://www.zenit.org/article-36066?l=english og einnig ávarp bróður Sculley á vefsetrinu YouTube hér:
[youtube]htK2lg-E6Rk[/youtube]
Beinn tengill: http://www.youtube.com/watch?v=htK2lg-E6Rk
Bókin er gefin út af Connor Court Publishing og hægt er að kaupa hana á vefsetrinu http://www.mustardseed.org.au. Á eftirfarandi tengli er hægt að sjá yfirlýsingu bandarískra biskupa um reiki: http://old.usccb.org/doctrine/Evaluation_Guidelines_finaltext_2009-03.pdf
Mikil umræða hefur átt sér stað á Írlandi og víðar undanfarna daga vegna dauða ófrískrar konu Savita Halappanavar sem lést að sögn vegna þess að henni var neitað um fósturdeyðingu. The Irish Times greindi fyrst frá þessu máli í frétt 14. nóv. sl. Síðan þá hefur fréttin vakið mikil viðbrögð eins og sjá má hér. Írskir biskupar gáfu út yfirlýsingu vegna málsins þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram : "Kaþólska kirkjan hefur aldrei kennt að líf fósturs eigi að vera rétthærra en móðurinnar. Vegna mennsku sinnar njóta bæði móðir og ófætt barn hennar helgi og hafa jafnan rétt til lífs". Búið er að fyrirskipa rannsókn í málinu og beðið er niðurstaðna rannsóknarskýrslunnar.
Í síðasta mánuði var Hildegard frá Bingen formlega tekin í tölu heilagra og útnefnd kirkjufræðari af Benedikt páfa XVI. Finna má þýðingu af ávarpinu sem hann flutti við það tækifæri hér. Á eftirfarandi YouTube tengli er myndskeið þar sem Jillian LaDage syngur eigið lag við sálm Hildegard Caritas Abundat:
[youtube]4fBv6_WlP_I[/youtube]
Beinn tengill: http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=4fBv6_WlP_I
Hér eru nokkrir athyglisverðir vitnisburðir fólks sem hefur reynslu af fósturdeyðingum. Þetta eru persónulegar og áhrifamiklar frásagnir sem enginn sem hefur áhuga á þessu málefni ætti að láta framhjá sér fara. Sjá myndskeiðið:
[youtube]q4zRz4IJK3A[/youtube]
Bein vefslóð á YouTube: http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=q4zRz4IJK3A
Vefslóð samtakanna „Þögnin rofin“ (e. Silent no more): http://www.silentnomoreawareness.org
Áðan fylgdist ég með athyglisverðum þætti á EWTN sjónvarpsstöðinni en þar sagði bloggarinn og fyrrum gyðingurinn Dawn Eden frá leið sinni til Kaþólsku kirkjunnar. Hún sagði einnig frá bók sem hún hefur skrifað um
andlega hjálp fyrir fullorðna sem hafa upplifað kynferðisníð í æsku eða aðra illa meðferð. Bókin heitir My Peace I Give You: Healing Sexual Wounds with the Help of the Saints og er fáanleg hjá bókaversluninni Amazon, en á vef Amazon er þessi umsögn um bók hennar sem hljóðar svo í lauslegri þýðingu:
Pétur Bürcher biskup hefur skipað fagráð sem á m.a. að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem gefin var út í fyrradag 5. nóv.
Slóðin á fréttatilkynninguna er: http://www.kirkju.net/media/Fr.pdf.
Í fagráðinu sitja Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík en hann gegnir formennsku í ráðinu, April Frigge mannfræðingur og Skúli Guðmundsson lögfræðingur.
Fagráðið á einnig að koma með tillögur um hvernig kirkjan geti breytt starfsháttum sínum í ljósi nýútkominnar skýrslu Rannsóknarnefndar kirkjunnar.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Kaþólsku kirkjunnar er komin á netið og hægt er að nálgast hana hér á þessum tengli: http://kirkju.net/media/Skyrsla.pdf
Vefur kirkjunnar var óvirkur vegna bilunar og ég bauð vefumsjónarmanninum að birta hana hér til að hún gæti komið fyrir almennings sjónir.
Eftirfarandi pistill inniheldur óstytta yfirlýsingu Péturs Bürcher biskups kaþólsku kirkjunnar í tilefni af birtingu rannsóknarskýrslunnar og efni hennar:
--
"Skýrsla íslenskrar rannsóknarnefndar Kaþólsku kirkjunnar, sem Reykjavíkurbiskup stofnaði 29. ágúst 2011, í samræmi við verklagsreglur að tillögu Róberts Spanó prófessors, var birt í dag.
Greint hefur verið frá því í dag í fjölmiðlum að Rannsóknarnefnd Kaþólsku kirkjunnar sem skipuð var á síðasta ári hafi haldið blaðamannafund í dag kl. 10.30 og kynnt niðurstöður rannsókna sinna í skýrslu. Þar sem skýrslan var ekki birt á rafrænu formi og er ekki komin á netið eru hér tíndir til nokkrir tenglar þar sem greint er frá efni skýrslunnar:
Í dag, sunnudaginn 21. október 2012 verður Hildegard frá Bingen tekin í tölu heilagra. Af þessu tilefni er viðeigandi að minnast hennar með einhverju móti. Páfi útnefndi hana kirkjufræðara hinn 7. okt. síðastliðinn og flutti þá erindi þar sem hann fór yfir störf hennar. Hér á eftir fer útdráttur úr erindi Páfa þar sem helstu atriðin eru tekin saman.
Laugardaginn 8. september sl. var kaþólsk kapella við Hafnarbraut 40, Höfn í Hornafirði vígð. Myndir frá undirbúningnum sem og vígslunni sjálfri þar sem herra Pétur Burcher biskup leiðir athöfnina má finna á vefsetri Þorlákssóknar www.thorlakur.com, smellt er á "Myndir". Einnig er hægt að komast á myndasíðuna með því að smella á eftirfarandi tengil:
http://www.thorlakur.com/src/themes/classic/galhorf.html
Þessar fréttir og myndir frá Höfn eru gleðilegar og ég nota tækifærið og sendi kaþólskum á svæðinu hamingjuóskir með nýju kapelluna.
RGB.
Þátturinn "Bankað upp á" á RÚV Rás 1 á þriðjudaginn var, 21. ágúst sl. var að þessu sinni helgaður heimsókn í Karmelklaustrið í Hafnarfirði. Í pistli sem ber heitið Köllunin er forsendan segir svo á vef RÚV:
Köllunin er forsenda þess að ganga í klaustur og hana eiga Karmelsystur sameiginlega. Þær biðja fyrir fólki og margir hafa samband við þær og biðja systurnar um að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að binda. Í þættinum Bankað upp á heimsækir Erla Tryggvadóttir [..] vinnustaði af ýmsum stærðum og gerðum.
Þar kemur einnig fram að þátturinn verður endurfluttur á mánudaginn kemur. Upptöku af þættinum má finna á eftirfarandi vefslóð:
Í nýrri alþjóðlegri Gallup könnun, "Global index of religion and atheism" kom í ljós að 57% íslendinga telja sig trúaða og hefur þetta hlutfall minnkað um 17% hérlendis síðan 2005. Þetta er 6. mesta minnkun á fjölda trúaðra á heimsvísu. Ísland kemur þar á eftir Víetnam, Írlandi, Frakklandi, Sviss og Suður-Afríku.
Á Írlandi er fækkun trúaðra 22% frá 2005. Erkibiskup Íra sagði að kaþólska kirkjan gæti ekki gert ráð fyrir því að trúin flyttist sjálfkrafa milli kynslóða og að könnunin minnti á nauðsyn öflugrar trúfræðslu í þessu sambandi. [1]
Könnunin á pdf sniði: http://redcresearch.ie/wp-content/uploads/2012/08/RED-C-press-release-Religion-and-Atheism-25-7-12.pdf
Áðan horfði ég á fróðlegt viðtal á EWTN sjónvarpsstöðinni við andlegan leiðtoga Maríulegíónarinnar sem er heiti samtaka sem störfuðu hérlendis, fyrst á 6. áratugnum líklega og svo aftur á 8.-10. áratugnum. Í síðara skiptið var helsta verkefni samtakanna að aðstoða föður Róbert Bradshaw og þá einkum við uppbyggingu Maríukirkjusóknar í Breiðholti en það starf náði hámarki um og eftir miðjan 9. áratuginn.
Fjórða ágúst er minning hl. Jóhanns María Vianney prests en hann er verndardýrlingur sóknarpresta. Í því tilefni er hér endurbirtur pistill sem birtist áður þennan dag árið 2006:
I
Jóhann María Vianney fæddist í Dardilly nálægt Lyon árið 1786, sonur fátæks bónda. Prestsnám hans spannaði árin 1806 til 1815 að vísu með fjórtán mánaða hléi þegar hann fyrir mistök var eftirlýstur fyrir liðhlaup og varð að fara í felur. Oft lá nærri að hann næðist. Einu sinni faldi hann sig í heybing og sverðsoddur leitarmanns stakkst á milli rifja hans. Þetta mál komst á hreint og hann gat haldið áfram að læra. Námið sóttist honum mjög seint. Hann var ómögulegur í latínu og því fékk hann ekki inngöngu í prestaskólann í Lyon, en gamall sóknarprestur tók hann í einkakennslu, því guðsótti og góðmennska Jóhanns sannfærði gamla prestinn um hæfileika hans til prestsskapar.
Ég var að renna yfir helstu fyrirsagnir hjá kaþólsku kirkjunni í Noregi og þaðan er helst að frétta að nú er talið að fjöldi kaþólskra þar sé um 200 þúsund, sjá þennan tengil.
Einnig rakst ég á athyglisvert blogg frá manni sem heitir Helge Erik Solberg sem er þriðjureglu dóminíkani og fyrrverandi læknir. Hann bloggar m.a. um tíðabænirnar sem hann les reglulega. Sjá hér: http://somietspeil.wordpress.com/category/2-hjerte/2-7-tidebonner/
Tengill á blogg Helge Erik er kominn á aðalsíðuna á kirkju.net undir liðnum "Erlend blogg".
Kæru bræður og systur í Kristi,
Þar sem ég hef nú notið þeirra sérstöku forréttinda að bera um háls mér táknmynd Maríu um sérstaka móðurást og vernd hennar, eða svonefnt skapúlar í hartnær 30 ár, þá fór systir Agnes þess á leit við mig að ég miðlaði eilítið af mínum eigin forsendum fyrir þeirri trúfestu sem auðsýnd er Maríu Mey með því að bera herklæði hennar. En fyrst langar mig til að rifja aðeins upp forsögu Karmelreglunnar og skapúlarsins, hvernig það er til komið og um leið að skyggnast eilítið inn í táknrænt gildi skapúlarsins.
Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?
“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)
10. Er trú kaþólskra biblíuleg?
Trú kaþólskra á sér stoð jafnt í Biblíunni sem og í erfikenningu þeirri sem kaþólska frumkirkjan hlaut í arf á þeim tíma sem ekkert heildarrit, sem nefnist Biblía var til. Munnlegar heimildir voru hins vegar skráðar af svokölluðum kirkjufeðrum sem uppi voru frá 1. til 5. aldar. En slíkar heimildir munnlegar sem skriflegar nefnast erfikenningar (teknar að erfðum) og hefur kaþólska kirkjan ávallt hliðsjón af þeirri þekkingararfleifð í túlkun sinni á Heilagri Ritningu.
Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?
“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)
9. Hvers vegna hlýða kaþólskir kennivaldi Páfa?
Kaþólskir trúa á „eina heilaga kaþólska kirkju,” sem lýtur kennivaldi Páfa eins og boðað er í Biblíunni og segir fyrir um í hinni postullegu Trúarjátningu, sem postularnir sömdu og skráð er í Didache (Kenningar postulanna tólf, veitir innsæi og þekkingu á hefðum frumkirkjunnar þar á meðal hinu allra helgasta altarissakramenti. Ritað 65-80 e.Kr. og í hávegum haft af Kirkjufeðrunum). Kaþólska kirkjan rekur uppruna sinn, kennivald og sögu til þeirrar kirkju sem Jesús Kristur stofnaði og áskildi forystu Péturs, sem fyrirliða postulanna: „Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.” ( Mt 16:18-20).