Blaðsíður: 1 ... 16 17 18 ...19 ... 21 ...23 ...24 25 26 ... 46

22.05.07

  18:14:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1997 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Eldur sannleikans og Kjalnesingagoðinn

Það er mikið skrafað á Íslandi í dag, svo mikið, að við getum kallað fjölmiðlamenninguna skrafskjóðumenningu. Einn ávöxtur hennar var borinn á borð fyrir landsmenn á Rúv 2 fyrir tveimur dögum í síðdegisþættinum (eftir kaffitímann). Þetta var viðtal við Jóhönnu Harðardóttir Kjalnesingagoða. Þar lofsöng hún hin heiðnu goð, einkum Þór, vegna þess að hann veitir henni svo mikinn styrk í erilsömu starfi sem blaðamaður! Hún tók fram að fyrir nokkrum árum síðan hefði hún hugað á djáknanám, reynt að lesa Biblíuna, en hún hefði verið henni sem lokuð bók. Hins vegar hefði hún fundið hinn sanna kærleika í ásatrúnni fornu, en ekki í Hvíta-Kristi. Tja, það er nú svo.

Read more »

19.05.07

  11:45:58, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 805 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Konráð frá Parzham

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í apríl 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Konráð frá Parzham (21. apríl)
Hinn 22. desember 1818 fæddist í Parzham drengur sem nefndur var Jóhann Birndorfer og átti eftir að verða dyravörður í hl. Önnu- klaustrinu í Altötting í Suður-Þýskalandi. Fyrir honum lá að taka við myndarlegum búgarði í Rottal en hann hneigðist til þjónustu við Guð. Altarissakramentið var uppsprettulind og miðpunktur guðrækni hans. Hann gekk langa leið, eins þótt illa viðraði, til þess að geta tekið þátt í messu.

Read more »

17.05.07

  14:25:42, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 697 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Verður kyngreining ófæddra til að fjölga fósturdeyðingum?

Þær fréttir berast utan úr heimi, að fundnar hafi verið upp aðferðir, sem með 98% vissu geti greint kynferði 6 vikna fósturs í móðurkviði. Sjá þessa grein á Vísir.is og í Fréttablaðinu í dag: Kyn fóstra greint eftir sex vikur. Vitað er, að fóstur hafa oft verið deydd á grundvelli þess, að vitað var um kyn þeirra, en nú er hætt við, að slíkt færist mjög í aukana með þessari aðferð til að þefa uppi kynferðið. Efnishyggjan gengur vísast á lagið til að hafa sitt fram, það getur hún í þessari föllnu veröld, en okkur ber að sporna gegn því með öllum sæmilegum ráðum sem á okkar færi eru. Mikilvægt atriði í því efni er að upplýsa um eðli fóstursins, útlit þess og hæfileika. Hér ber t.d. að benda á, að þrátt fyrir að fóstrið á myndinni á Vísis-vefsíðunni virðist ekki ýkja þroskað, er geysihraður þroskaferill í gangi á þeim vikum, og 8 vikna er það með afar mennskt útlit á allan hátt. Hér er því ástæða til að vísa til stærri mynda og betri á vefsíðu Lífsverndar. Hér sjást 7–12 vikna fóstur sýnd á litmyndum, sem segja sína miklu sögu, og síðan fleiri myndir, allt að sex mánaða aldri fósturs.

Read more »

  10:12:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 59 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Himnaför heilagra mæðgina

Vakin er athygli á útvarpsþætti sem verður á Rás 1 í dag - uppstigningardag kl. 15. Í dagskrárkynningu á vef Rúv segir: „Í þættinum Himnaför heilagra mæðgina er skoðað með hvaða hætti myndlistarmenn hafa í gegnum aldirnar freistað þess að túlka þennan óvenulega og stórfenglega viðburð í verkum sínum, Uppstigningu Jesú Krists.“ Sjá kynningu hér [1].

15.05.07

  17:51:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 467 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Frjálst val - val um hvað?

Því hefur verið haldið fram að fósturdeyðingar séu nauðsynlegar til að tryggja réttindi kvenna, en allt eins má halda því fram að þær, eða hlutfallslega mikill fjöldi þeirra séu einmitt staðfesting hins gagnstæða, þ.e. að pottur sé brotinn hvað varðar kvenréttindi. Þegar talað er um frjálst val þá hlýtur að mega spyrja; val um hvað?

Read more »

14.05.07

  22:58:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 103 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

Frumvarp um meðhöndlun trúvillinga fyrir nefnd í Pakistan

9.5.2007. Asianews.it - Frumvarp um meðhöndlun trúvillinga sem sex flokka bandalag islamskra flokka hefur lagt fram á pakistanska þinginu er nú til umfjöllunar í nefnd. Múslimskir karlar sem falla frá trúnni eiga dauðarefsingu yfir höfði sér en múslimskar konur ævilanga fangelsisvist. Eignaupptaka fylgir í kjölfarið og sömuleiðis forræðismissir yfir börnum. Vitnisburður tveggja einstaklinga er nægur til sönnunar á trúvillu. Á sama þingfundi hafnaði þingið frumvarpi minnihlutaflokks um leiðréttingu á guðlastslögunum, en dauðadómur liggur við guðlasti í Pakistan. Sjá hér: [1] og hér [2].

  22:47:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 67 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“

13.5.2007 Asianews.it - „Ef þjóðfélagið fylgir ekki Guði þá getur það ekki unnið mannkyni til góðs“. Þetta sagði Benedikt páfi XVI í ávarpi sínu til biskupa Rómönsku Ameríku sem hann flutti í Aparecida í Brasilíu. Í ávarpinu kom einnig fram að boðun trúarinnar og vitnisburður um Jesú Krist verði að vera takmark alla kristinna manna. Sjá hér: [1]

12.05.07

  08:51:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1048 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Ef heimurinn hatar yður, þá vitið, að hann hefur hatað mig fyrr en yður.“

Í dag er runninn upp kjördagur. Nú gefst okkur öllum gott tækifæri til að bera krossi Krists vitni: Öllum þeim sem á annað borð telja sig kristna. Mín eigin afstaða liggur ljós fyrir, afstaða sem ég hef endurtekið hvað eftir annað hér á kirkju.net og geri enn og aftur: Sem kristinn maður get ég ekki veitt þeim stjórnmálaflokkum brautargengi sem fótumtroða kristna mannhelgi í reynd, þrátt fyrir allan fagurgala um annað. Það eru verkin sem tala á kjördag og bera sjálfum sér vitni.

Í hugleiðingunni sem fylgir með guðspjalli dagsins er gripið til orða þeirra sem Jóhannes Páll II páfi viðhafði hinn 7. maí árið 2000 á Samkirkjulegri minningarathöfn um votta trúarinnar á tuttugustu öldinni.

Read more »

11.05.07

  23:27:13, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 414 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Kristindómur og stjórnmál

Rætt um kristin gildi og áherzlur í aðdraganda kosninga

Afar tær rödd lífsverndarhyggju í innleggi konu nokkurrar, sem Anna heitir, heyrðist á Útvarpi Sögu í dag (en eitthvað átti útvarpsstjórinn þar erfitt með að meðtaka boðskapinn). Í viðtalinu komu fram hjá Önnu þessari skýr dæmi um misbeitingu starfsmanna heilbrigðiskerfisins og hörmulega framkvæmd fósturdeyðingalaganna. Sá þáttur er endurfluttur um kl. 23.50 í kvöld (og líklega aftur seinnipartinn á sunnudaginn).

Allnokkuð hefur verið rætt og skrifað í vefpistlum um atriði sem snerta kristindóm og stjórnmál upp á síðkastið, og hef ég sjálfur tekið þátt í því.

Read more »

  19:58:21, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 109 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Sönn bylting kemur aðeins frá Guði“

11.5.2007. Asianews.it og Catholicnews.com „Sönn bylting kemur aðeins frá Guði, hin eina leið til að breyta heiminum.“ Svo mælti Benedikt XVI páfi í messu í São Paulo í Brasilíu þar sem yfir milljón manns voru saman komin. Í messunni tók páfi fyrsta Brasilíumanninn í tölu heilagra. „Altarissakramentið sem sameinar manninn Guði gerir kaþólikka að „flytjendum þess friðar sem heimurinn getur ekki gefið“ sagði hann. Það hjálpar fólki að ná áttum og býður heiminum „gegnsæja tilveru, tærar sálir, hreina huga sem hafna því að láta líta á sig sem hlutgervingu nautnar. [1][2]

06.05.07

  18:33:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 299 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Nicholas Sarkozy forseti Frakklands!

Þau ánægjulegu tíðindi liggja nú fyrir að Nicholas Sarkozy er sigurvegari frönsku forsetakosninganna. Kosningabaráttunni hefur verið lýst sem styrjöld um sál Frakklands vegna þess að frambjóðendurnir eru á öndverðum meiði í afstöðunni til lífsverndar og fjölskyldunnar.

Meðan Royal hefur heitið því að lögleiða „hjónabönd“ samkynhneigðs fólks og rétt samkynhneigðra til að ættleiða börn, hefur Sarkozy haldið fram fjölskylduvernd. „Fyrirmynd okkar,“ segir hann, „verður að halda áfram að vera fjölskylda gagnkynhneigðra: Börn þarfnast föður og móður.“

Sarkozy sem er núverandi innanríkisráðherra hefur jafnvel hvatt Frakka til að snúa baki við andúð og fordómum gagnvart trúnni og horfa að nýju til jákvæðra samskipta kirkju og ríkis. Í bók sinni La République, les religions, l'espérance [Lýðveldið, trúin, vonin] sem kom út á síðasta ári gagnrýndi hann harðlega „fyrri kynslóðir“ sem hafa hæðst að, fyrirlitið og gert lítið úr prestum.“

Auk þess setti hann fram þá kröfu að kirkjum yrði gert kleift að fá opinbera fjárhagsaðstoð til kærleiksþjónustu. Jafnframt því að viðurkenna að kirkjan glæði von, veitir fólki í neyð hjálp og sé almennt séð jákvætt þjóðfélagsafl, þá gagnrýndi hann þá „sem telja það eðlilegt að ríkisvaldið fjármagni fótboltavelli, söfn, leikhús og barnaheimili, en jafnskjótt og kæmi að því að reisa kirkjur legði ríkið ekki fram svo mikið sem eyrisvirði.“

Þetta eru mikil tíðindi sem eiga eftir að hafa áhrif um alla Evrópu í nánustu framtíð. „Vive la France religieuse!“

05.05.07

  23:52:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Prestvígsla kvenna felur í sér vanvirðingu gagnvart konum“

Þetta sagði dr. Pia de Solenni á ráðstefnu í háskóla í Róm. „Kona verður aldrei brúðgumi á neinn hátt“ sagði hún. Það að vígja konu væri því fullkomin vanvirðing gagnvart því að hún er kona - brúður.“ Hún sagði að umræðan um vígslu kvenna í kirkjunni leggi ofuráherslu á hið karlmannlega. Konur þurfi að eiga sína rödd í kirkjunni en það verði að vera raunveruleg rödd en ekki rödd sem þurfi að hljóma eins og rödd karlmanns. Sjá hér: [1]

03.05.07

  22:06:51, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 134 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

BBC vinnur verðlaun fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina

ICN London. Breska ríkisútvarpið BBC vann nýverið til verðlauna fyrir bestu trúarlegu sjónvarpsþættina í bresku sjónvarpi. Það voru þættirnir The Convent, Greater Love Hath No Man og Art & Soul sem unnu til verðlaunanna. Sjá nánar hér: [1]. The Convent greinir frá lífi fjögurra kvenna sem dveljast sex vikur í klaustri Klörusystra í Arundel. Verðlaunaveitingin kemur sér vel fyrir BBC því í lok síðasta mánaðar gagnrýndu tveir biskupar, einn kaþólskur og einn anglíkanskur útvarpsrás 1 hjá BBC fyrir skort á trúarlegri umfjöllun. Biskuparnir sögðu að rásir 2, 3 og 4 uppfylltu þær skyldur sem eru lagðar á útvarpið þar í landi að endurspegla samfélagið en rás 1 gerði það ekki. Sjá nánar hér: [2]

  10:43:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 761 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég, vinur minn og bíllinn

Ég og vinur minn er um afar einhuga menn í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Þannig veittum við því athygli fyrir um það bil 12 árum að bíll var á bílastæðinu hjá okkur sem fór ekki í gang. Við tókum þegar að ræða það okkar á milli að óhjákvæmilegt væri að koma honum aftur í gang. Þar sem við erum afar yfirvegaðir menn tókum við þegar að velta því fyrir okkur hvernig best væri staðið að þessu (að ýta bílnum í gang aftur). Þetta höfum við gert reglulega síðan og einnig notið aðstoðar ráðhollra manna hvað áhrærir framkvæmdina vegna þess að flan er aldrei til fagnaðar.

Í sannleika sagt hefur afar einarður hópur manna og kvenna slegist í lið með okkur sem styður okkur með ráðum og dáð. Úr þessu hafa í reynd myndast stjórnmálasamtök með listabókstafnum X-BD (Byrjum að drífa í þessu). Þannig sjáum við það í hendi okkar að brátt muni líða að því að bílnum verður (ef til vill) ýtt í gang.

Read more »

02.05.07

  22:30:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 128 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Filippseyskir biskupar biðja fyrir kosningum

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í fyrradag að biskuparáð kaþólskra biskupa Filippseyja hefði hvatt fólk til tíu daga bæna fyrir kosningum sem fram fara í landinu 14. þ.m. Mikið hefur verið um árásir á frambjóðendur í aðdraganda kosninganna og í síðustu viku lést borgarstjóri San Carlos í kjölfar árásar. Sjá nánar um málið hér: [1]. Í marsmánuði ásakaði Rosales erkibiskup í Manila bæði uppreisnarmenn kommúnista sem og stjórnarherinn um að bera ábyrgð á ofbeldinu. Sjá hér: [2]. Síðasta morðið var framið í dag þegar frambjóðandi í Santa Fè var skotinn til bana af tveim byssumönnum. Tala látinna frambjóðenda er því komin í 26 [3]. Þetta er þó heldur minna en tala fallinna í forsetakosningunum 2004 en þá féllu 148.

  22:11:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 69 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskur pakistani sætir pyntingum vegna meints guðlasts

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í síðustu viku að kaþólskur Pakistani hefði verið pyntaður af æstum múg vegna meintra móðgandi orða um spámanninn Múhameð. Lögreglan skarst í leikinn, færði manninn í fangelsi en reyndi þá að þvinga fram játningu. Í Pakistan eru þyngstu viðurlög við guðlasti dauðadómur. Sjá nánar um málið hér: [1]

01.05.07

  11:11:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 598 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Eiginmaður Maríu, smiðurinn.

Leó páfi XIII komst svo að orði: „Jósef sem átti ættir sínar að rekja til konunga, varð eitt með henni sem er heilögust allra kvenna í hjónabandinu. En þessi útvaldi faðir Guðsonarins varði öllu sínu lífi til að vinna og með iðjusemi sinni og hæfileikum aflaði hann viðurværis fyrir fjölskyldu sína.“ [1] „Starf handverksmannsins er fjarri því að vera lítilsiglt heldur andhverfa þessa þegar það helst i hendur við dyggðirnar og þá verður það göfgandi.“ [2] Jesús, Guðsonurinn, og sjálfur Guð vildi að litið yrði á sig og hugsað um sig sem handverksmann og gekk enn lengra: „Hann vék sér ekki undan því að stunda handverksiðju mestan hluta lífs síns.“ [3] Sögðu þeir ekki, samferðamenn hans hér á jörðinni: „Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu?“ (Mk 6. 3). Og enn og aftur spurðu þeir: „Hvaðan kemur honum þá öll þessi speki? „Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans?“ (Mk 6. 2).

Read more »

30.04.07

  21:47:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 43 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels í nýjum búningi

vefrit_ karmels

Undanfarið hef ég unnið að því að uppfæra Vefrit Karmels og svo að segja klæða vefsíðuna í sumarbúning. Nú liggur árangurinn fyrir. Vefsvæðið hefur einnig verið
fært yfir á kirkju.net,

Slóðin er nú:

http://vefrit-karmels.kirkju.net

27.04.07

  11:26:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 587 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Hvítklædda konan í Tien-Tsin í Kína árið 1901

Áður hef ég vikið að franska prestinum föður Yves Hamon hér á Kirkjunetinu. Eins og þar kom fram starfaði hann á Fáskrúðsfirði frá 1901-1906 á vegum franska Sjómannatrúboðsins. Vart var hann kominn heim frá miðunum við Nýfundnaland þegar yfirboðarar hans báðu hann um að fara til Kína. Þar geisaði Boxarauppreisnin aldrei sem fyrr og Frakkar ákváðu að senda spítalaskipið Notre-Dame de Salud á vettvang. Hlutverk skipsins átti að felast í því að flytja særða franska hermenn frá Kína til Japan.

Skipið var hlaðið vistum ætluðum Frökkum sem innilokaðir voru í Kína. Það lagði upp frá Marseille þann 10, ágúst 1901 og auk hjúkrunarfólks og presta flutti það 54 yfirmenn hersins og 454 undirmenn og óbreytta hermenn auk 218 hesta. Farið var sem leið lá um Rauðahafið og stefnt til Aden. Faðir Hamon minnist þess í minningum sínum hversu mjög ferðin um Rauðahafið tók á menn þar sem hitinn fór iðulega upp í 45 stig og menn urðu að hafast við ofanþilja og fjölmargir hestar létu lífið vegna óbærilegs hitans.

Read more »

26.04.07

  09:21:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 425 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Athugasemdir við skrif Kristins Hauks Guðnasonar sagnfræðings.

Maður nokkur er nefndur Kristinn Haukur Guðnason og er sagnfræðingur að mennt. Hann er ekki alveg ókunnur okkur hér á Kirkjunetinu vegna þess að fyrir nokkrum misserum skrifaði hann hér á vefsíðunni og þá svo stóryrtur og með guðlasti, að lokað var á hann. Hann fór geyst á Moggablogginu í einni hinna ágætu greina Jóns Vals Jenssonar: Giftingartillaga 41 prests gengur gegn kristinni kenningu. Ég ætlaði mér alltaf að svara rangfærslum hans þar, en vannst ekki tími til þess áður en tímamörkin til athugasemda runnu út.

Read more »

25.04.07

  13:54:39, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 41 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju, Biblíufræði

"Sleppum Biblíunni – notumst við nútímamódelin"!

Merkilegt er, hvernig tvöfaldur doktor í guðfræði, sérstakur Lúthers-sérfræðingur, Sigurjón Árni Eyjólfsson, getur haldið Prestastefnu-erindi, Þjóðkirkjan og staðfest samvist, án þess að vitna nokkurn tímann í eitt einasta vers í Biblíunni!

23.04.07

  23:35:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 84 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Nú vill 41 Þjóðkirkjuprestur bylta kristinni kenningu með því að gifta kynhverfa!

Fyrir liggur tillaga 41 prests á Prestastefnu Íslands, sem hefst á morgun, um að Þjóðkirkjan afli sér "heimildar" frá hinu veraldlega valdi til að gifta samkynhneigða! Um þetta er fjallað í grein minni á Moggablogginu í kvöld – sjá einnig fleiri greinar þar (með því að skoða niður síðuna og síðan smella á: Næsta síða – eða með því að smella á línur í listanum yfir "nýlegar greinar" í dálkinum vinstra megin; sá listi nær þó aðeins yfir 15 nýjustu pistlana).

22.04.07

  20:58:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 481 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Enn um staðfestingu sambúðar samkynhneigðra

Eftir Pjetur Hafstein Lárusson.

Í gær varpaði ég fram þeirri spurningu á spjallsíðu minni, hvort einhvert trúarsamfélag hefði farið fram á, að fá að staðfesta sambúð samkynhneigðra. Spurningin var sett fram vegna samþykktar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.

All nokkur viðbrögð hafa orðið við þessari spurningu minni og er ég þakklátur fyrir þau, enda þótt þau svari ekki spurningu minni. En það er nú svo, að þegar maður veltir snjóbolta niður fjallshlíð, veit maður svo sem harla lítið um það, hvar hann lendir.

Read more »

  20:55:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 70 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Sjálfstæðismenn álykta um staðfasta sambúð samkynhneigðra.

Eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Nýafstaðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun þess efnis, að heimila skuli trúfélögum að staðfesta sambúð samkynhneigðra. Í þessu sambandi hlýtur ein grundvallarspurning að vakna, fyrst af öllum, þ.e.a.s.: Hefur eitthvað trúarsamfélag farið fram á slíka heimild? Fróðlegt væri að fá svar við þessari spurningu.

(Áður birt á http://hafstein.blog.is)

  13:51:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1003 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinn algildi sannleikur – kærleiki elskunnar

Kristin trú er opinberunartrú og það var Drottinn Jesús sem opinberaði okkur eðli Guðs Föður fyrir tvö þúsund árum sem elsku. Það er elskan sem er hinn algildi sannleikur, eða með orðum Jóhannesar guðspjallamanns:

Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent Einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi Son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.

Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef vér elskum hver annan, þá er Guð stöðugur í oss og kærleikur hans er fullkomnaður í oss. Vér þekkjum, að vér erum stöðugir í honum og hann í oss, af því að hann hefur gefið oss af sínum Anda. Vér höfum séð og vitnum, að Faðirinn hefur sent Soninn til að vera Frelsari heimsins. Hver sem játar, að Jesús sé Guðs Sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði. Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann.

Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er. Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.

Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði. Ef einhver segir: „Ég elska Guð,“ og hatar bróður sinn, sá er lygari. Því að sá sem elskar ekki bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð. Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn“ (1Jh 7-21).

Read more »

21.04.07

  10:48:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 721 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Bjargið alda, borgin mín

Því ber að fagna hvernig forráðamenn bloggsíðu Morgunblaðsins hafa brugðist við vaxandi ágangi nafnlausra níðskrifara, skrifum einstaklinga sem „þora“ ekki að koma fram undur réttu nafni og vega að fólki og samtökum með níðskrifum sínum. Einnig er ljóst að sumir þessara níðskrifara grípa til fleiri nafna en eins í taumlausu hatri sínu á mönnum og málefnum.

Eitt eiga margir þeirra sameiginlegt: Hamslaust hatur á kristindóminum og kirkjunni. Sumir þeirra hafa sér það til afsökunar að vera nýheiðingjar sem eru alls fáfróðir um málefni kirkjunnar. Iðulega er átakanlegt að sjá hvernig þeir opinbera þessa fáfræði sína og því leita þeir skjóls í nafnleyndinni svo að þeim verði ekki núið slíkt um nasir.

Read more »

19.04.07

  11:31:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 964 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um kveifska menn, arga og sannleikann

Nú má sjá ávexti afkristnunnar þjóðarinnar á bloggsíðunum á netinu. Þetta er annarrar kynslóðar nýheiðingjar sem aldir eru upp af foreldrunum af fyrstu kynslóð guðsafneitunarinnar. Þetta eru einstaklingar sem hafa flosnað svo gjörsamlega upp úr arfleifð sinni að kristindómurinn er þeim framandi, ef ekki með öllu ókunnur. Þetta lýsir sér meðal annars í orðbragði þessa fólks þar sem blótsyrðin vella fram af sama þunga og stórflóð lýsingarorða auglýsingastóriðju neyslusamfélagsins. Í hugum kristinna manna er þetta einungis enn önnur staðfestingin á orðum Frelsarans:

Read more »

15.04.07

Landsfundur Sjálfstæðismanna leggur á ráðin um grófa ríkisíhlutun í innri málefni kirkjunnar

Sú frétt var að berast af landsfundi stærsta stjórnmálaflokksins, að þar hafi verið samþykkt sú ályktun, að "forstöðumönnum trúfélaga skuli gert heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra." Hér er hlutazt til um kenningarleg málefni kirkjunnar, reynt að veita prestum veraldlega "heimild" til að gera það, sem Heilög Ritning fyrirbýður öllum kristnum mönnum að ljá máls á. Með þessu, ef hrint verður í framkvæmd á Alþingi, rýfur ríkisvaldið grið á kirkjunni, ryðst inn á hið andlega svið með kröfur veraldarhyggjunnar, leggur þrýsting á kirkjur landsins og gefur í skyn, að "forstöðumenn trúfélaga" hafi vald til að gera eitthvað, sem þau sem trúarsamfélög hafa aldrei samþykkt að taka í mál og ekki samrýmist grundvelli kristinnar trúar.

Read more »

14.04.07

  14:35:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 192 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Ný útgáfa: Ljóð andans á html flettiriti

espiritual

+ Jesús, María

Kæru kristssystkini. Mig langar að vekja athygli ykkar á nýju verki á Vefrit Karmels, en hér er um íkonur að ræða sem Karmelsysturnar í Harassa í Líbanon gerðu í tilefni 400 ára árstíðar hl. Jóhannesar af Krossi. Verkið heitir: Frá myrkrinu til Ljóssins (De las tienieblas a la luz) og er á íslensku.

TENGILL

Hið andlega brúðkaup Krists og kirkjunnar og sérhverrar sálar sem gengur veg helgunarinnar hefur ávallt verið kjarni dulúðar kaþólsku jafnt sem lútersku kirkjunnar. Minnumst þess að það var Guðbrandur byskup Þorláksson sem lét þýða verk Martins Möllers – Mysterium magnum – og gefa út árið 1615 eða; Sá mikli leyndardómur um það himneska brullaup og andlega samtenging vors herra Jesú Krists og hans brúðar kristilegrar kirkju.

Það er einmitt þetta sem heil. Jóhannes af Krossi fjallar um í Ljóði andans (Cantico espiritual) sem einnig má finna á Vefrit Karmels.

Þetta er okkur öllum þörf áminning nú þegar veraldarhyggjan (secularism) gerir svo harða atlögu að helgi kristins hjónabands. Í íkonuskrifum Karmelsystranna í Harassa verður þetta að miklu listaverki. Njótið heil.

13.04.07

  22:18:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Önnur trúarbrögð

„Islamismi er veikleiki hins islamska heims“

Jesúítinn Samir Khalil Samir hefur birt nýjan pistil um islam á AsiaNews.it. Hann segir að bókstafleg útlegging á Kóraninum komi fram þegar islam sé í vanda og að þessar útleggingar séu rætur hins öfgafulla ofbeldis. Sumir Imamanna ýti undir þessa túlkun. Hvetja verði múslima til að hafna þessari afstöðu. [1]

  21:55:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 84 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Ný bók eftir páfa kemur út 16. apríl

13.04. 2007 (CWNews.com) - Ný bók eftir Benedikt XVI páfa, Jesús frá Nasaret mun koma í sölu í Evrópulöndum 16. apríl á 80 ára afmæli hans. Ensk þýðing bókarinnar mun verða fáanleg í næsta mánuði. Ítalski útgefandinn sagði í fréttatilkynningu í dag að „páfi væri ekki hræddur að segja heiminum að með því að útiloka Guð og ríghalda í efnislegan raunveruleika þá hættum við á sjálfseyðingu í sálfselskri eftirsókn eftir al- efnislegri velferð.“ [1]

  21:50:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 46 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

„Skortur á meinlætaaga orsakaði trúarlega hnignun“

13.4.2007 (CWNews.com) - Misnotkunarmálin innan kaþólsku kirkjunnar orsökuðust aðallega af skorti á meinlætaaga, sérstaklega innan klerkastéttarinnar. Þetta er niðurstaða höfunda nýrrar bókar um málin þar sem niðurstöður rannsókna eru dregnar saman: [1]

  21:40:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Móðgandi myndatexti um Píus páfa XII á ísraelsku safni

12.04.2007 (CWNews.com og AsiaNews.it) - Mynd af Píusi XII páfa í safni í Ísrael hefur valdið spennu í samskiptum Páfagarðs og Ísraels því búið er að koma texta fyrir undir myndinni sem gefur til kynna að páfinn hafi látið sig þjáningar gyðinga í helförinni litlu varða. Sendifulltrúi Páfagarðs hefur ritað forstöðumanni safnsins bréf og mótmælt þessu. Hann segir að sögulegar rannsóknir hafi sýnt að páfinn hafi unnið ötullega að því að vernda gyðinga fyrir nazistum. [1] og [2]

11.04.07

  09:23:57, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 628 orð  
Flokkur: Tekinn púls á fjölmiðlum, Kristindómur og menning

Spaugstofumenn þurfa – og fá – gagnrýni

Það er engum blöðum um að fletta, að Spaugstofumenn hafa með þáttum sínum í Sjónvarpinu aflað sér ástsældar meðal þjóðar sinnar. Þeim mun óþægilegra er að verða vitni að því, þegar þeir ganga yfir mörk velsæmis. Það gerðu þeir nýlega í meðferð sinni á þjóðsöngnum, sem snúið var upp á Alcan í stað Guðs ! Ekki var það í fyrsta sinn sem þeir hafa umgengizt heilagleikann óvirðulega, eins og menn minnast vegna eins þáttar þeirra fyrir fáeinum árum um páska. Einnig nú tókst þeim að skopast að útdeilingu sakramentisins, og var lágt risið á því "gríni". Birgir G. Albertsson kennari gerði þetta að góðu umræðuefni í Velvakanda Mbl. í gær:

Read more »

10.04.07

  10:45:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1491 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um kirkju Krists og veraldarhyggjuna

Drottinn er upprisinn og krossfesti dauðann á Fórnarhæð krossins með því að úthella sínu eigin blóði til að frelsa okkur undan valdi dauðans. Þetta er kjarni friðþægingarinnar og boðunar kirkjunnar frá upphafi vegferðar hennar á jörðinni: SJÁLFUR LEYNDARDÓMUR PÁSKANNA!

Eitt sinn sagði vinur minn – kaþólskur prestur sem nú er genginn inn í fögnuð dýrðarinnar: „Jón, það er ekki alltaf auðvelt að boða kross Krists, þann kross sem við meðtókum fyrir 2000 árum. Það er ekki ávallt auðvelt að boða nútímamanninum kross Krists!“ Hann mælti þessi orð af reynslu úr boðunarstarfi sínu.

Read more »

1 ... 16 17 18 ...19 ... 21 ...23 ...24 25 26 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog engine