Blaðsíður: 1 ... 15 16 17 ...18 ... 20 ...22 ...23 24 25 ... 46

31.07.07

  09:37:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1197 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Svar til Grétars Einarssonar.

Ég tel nú útséð um að Grétar Einarsson rökstyðji ummæli þau sem hann hafði um páfa þegar hann komst svo að orði „að mér þykir ásjóna páfa vera sem helgríma karlægrar hómófóbískrar gagnkynhneigðarrembu.“ Ekki svo að skilja að ég vænti þess. Án þess að þekkja til téðs Grétars er ljóst af ummælum hans að hann tilheyrir þeim hópi fólks sem grípur til digurmæla, án þess að sýna þá lágmarks háttvísi að rökstyðja mál sitt eða færa fyrir því rök. Þannig hefur þessi hópur fólks farið „hátt“ á bloggsíðum með slíkum orðhengilshætti. Því er gleðilegt að sjá að hópur þeirra bloggara sem heldur uppi vörnum fyrir kristindóminn fer ört vaxandi. Þetta bendir eindregið í þá átt að kristnu fólki í landinu blöskri þetta atferli. Í reynd er framkoma þessa fólks í samhljóðan við hið svokallaða „Lúkasarmál“ þar sem móðursýki og hópsefjun réð ferðinni.

Read more »

29.07.07

  18:26:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 262 orð  
Flokkur: Bænalífið

SANNLEIKSBÆN HEIL. KATRÍNAR FRÁ SIENA

Sannleikur þinn kenndi okkur að hrópa og að okkur yrði svarað; að knýja á og að lokið yrði upp, að biðja og við myndum öðlast. Ó, eilífi Faðir! Þjónar þínir hrópa á miskunn þína og biðja. Svara okkur því. Ég veit að miskunnsemin er óaðskiljanlegur hluti verundar þinnar. Því getur þú ekki neitað okkur um hana eða vísað þeim á bug sem biðja um hana. Þjónar þínir knýja á dyr sannleika þíns vegna þess að í sannleika eingetins Sonar þíns (Jh 14. 6) þekkja þeir þá ómælanlegu elsku sem þú berð í brjósti til mannkynsins. Þannig getur eldur elsku þinnar ekki neitað að ljúka upp fyrir þeim sem knýja á af þolgæði.

Ljúk því dyrunum upp og brjót á bak aftur harðneskju hjartna mannanna sem þú hefur skapað – ef ekki sökum þeirra sem ekki knýja á – þá vegna óumræðilegrar elsku þinnar og elsku á þeim þjónum þinna sem knýja á. Eilífi Faðir! Verð við bænum þeirra sem þú sérð að standa við dyr sannleika þíns og biðja. . . Ljúk upp dyrum ómælanlegrar elsku þinnar sem þú hefur gefið okkur með dyrum Orðs þíns. Ég veit að þú lýkur upp jafnvel áður en við getum knúið á vegna þess að það er í þeirri elsku sem þú hefur gefið þjónum þínum sem þeir knýja á og hrópa til þín sjálfum þeir til vegsemdar og sálunum til hjálpræðis. Gefðu þeim brauð lífsins, það er að segja ávöxt blóðs eingetins Sonar þíns.

  12:16:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 997 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um helgrímu dauðamenningar veraldarhyggjunnar og sannleika Orðs Guðs

Aðsent bréf Grétars Einarssonar hér að neðan krefst nánari umfjöllunar. Í uppafi segir hann: „Þetta er nú alveg hárrétt; að þrenninguna á að skrifa með stórum staf,“ sem hann skrifar síðan með litlum staf!!! Hann segir síðan: „Þá verð ég að viðurkenna að mér þykir ásjóna páfa vera sem helgríma karlægrar hómófóbískrar gagnkynhneigðarrembu.“ Ég vænti þess að hann rökstyðji þessa afstöðu sína nánar, ef taka á hann alvarlega. Vafalaust höfum við félagarnir nú þegar svarað þessum fullyrðingum að stórum hluta hér á Kirkjunetinu.

Read more »

25.07.07

  09:42:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 804 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Eru konur ekki líka menn?

Svo hefur hlutast til á undanförnum árum að ég hef þurft að hafa töluverð samskipti við lúterskar konur í sambandi við útgáfustarfsemi. Þetta er tilefni spurningar minnar hér að ofan. Vissulega eru allar konur líka menn. Við erum öll sköpuð í „líkingu og mynd“ Guðs (1M 1. 26), en þetta felur í sér að öll berum við Guðsímyndina hulda hið innra eftir skírnina.

Lúterskar konur á Íslandi (og fjölmargar kaþólskar) eru helsýktar af þeim ofsafengna femínisma sem rekja má til þeirra Friedrichs Engels og frú Margrétar Sanger í Bandaríkjunum. Þetta er hugmyndafræði sem er komin beint úr herbúðum hins fallna verndarkerúba – Satans, og gengur þvert á boðskap heilagrar Ritningar.

Read more »

24.07.07

  20:39:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Írland: Umræða um hjónabandið nauðsynleg

Í kaþólska mánaðarritinu Alive sem er stærsta fríblað Írlands er forsíðufrétt júlí-ágúst tölublaðsins tilvitnun í David Quinn hjá Iona Institute þar sem hann segir að umræða um hjónabandið sé nauðsynleg. Hann segir að fjölskyldulíf á Írlandi sé í hættu. Á síðastliðnum 20 árum hafi orðið 530% aukning í hjónaskilnuðum og að tíðni óvígðrar sambúðar sé hærri en í Bandaríkjunum. Fréttin er í heild sinni á forsíðu blaðsins á pdf formi sem finna má hér: [1]

15.07.07

  18:49:38, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2886 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Heilagir konungar Norðurlanda

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júlí 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Eiríkur Svíakonungur, Knútur Danakonungur, Ólafur Noregskonungur
- 10. júlí

Við minnumst 10. júlí hinna miklu verndardýrlinga Norðurlandaþjóðanna. Þeir hafa hlotið sama messudag í dagatalinu. Vegna tengsla okkar við þessi lönd hafa dýrlingar þeirra líka verið skráðir í dýrlingatal okkar.

Read more »

  11:45:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 176 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Tveir nýir prestar til starfa í Reykjavíkurbiskupsdæmi

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að tveir nýir prestar muni bætast við hið kaþólska Reykjavíkurbiskupsdæmi á þessu ári. Það eru þeir Jakub Budkiewics og kapúsíninn Krispin Vladimir Nociar. Jakub Budkiewics var vígður 7. júlí í kaþólsku dómkirkjunni í Reykjavík. Hann syngur fyrstu messur sínar 29. júlí í Maríukirkju Breiðholti og í kaþólsku dómkirkjunni. Að því loknu tekur hann við starfi sem aðstoðarprestur í Maríukirkjusókn.

Read more »

14.07.07

  21:44:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 322 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 2. hluti

Miskunnarrósakransinn má biðja í kirkjum fyrsta sunnudag eftir páska og bænunum á að fylgja sérstök náð. Utan þess tíma er einnig hvatt til þessara bæna. Í bæklingi Maríukirkju stendur: „Drottinn Jesús sjálfur las fyrir systur Faustínu bæn sem á íslensku mætti kalla: „Miskunnar rósakransinn“ (The Chaplet of Divine Mercy). Þetta skyldi vera bæn um friðþægingu. Þeir sem biðja þessa bæn fórna Guði, Föðurnum, „líkama og blóði, sálu og guðdómi“ Jesú Krists til fyrirgefningar synda sinna, synda ættingja sinna og alls heimsins.“ [1]

Read more »

11.07.07

  19:31:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 336 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Vitranir, Bænir

Miskunnarrósakransinn - 1. hluti

Þó það að biðja Trúarjátningu, Faðir vor og Maríubænir sé algengusta og hefðbundin notkun talnabandsins er alveg ný notkun þess sprottin upp frá vitrunum pólskrar nunnu sem Jóhannes Páll II páfi tók í tölu heilagra 30. apríl árið 2000. Þetta er hinn svokallaði miskunnarrósakrans. Jón Rafn Jóhannsson skrifaði grein hér á kirkju.net um miskunnarrósakransinn og er tengill á hana hér: [1]. Í bæklingi sem hefur legið frammi í Maríukirkju í Breiðholti er að finna eftirfarandi texta um hl. Fástínu og miskunnarrósakransinn:

Read more »

  19:27:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 596 orð  
Flokkur: Bænir

Rósakransinn

Margir þekkja þá kaþólsku venju að biðja rósakransbæn eða talnabandsbæn eins og hún er líka kölluð. Til aðstoðar við bænagerðina er notað talnaband sem samanstendur af kúlum þræddum upp á band. Við bandið er fest krossmark. Hefðbundin notkun talnabandsins byggist á því að biðja Trúarjátningu, Faðir vor og Maríubænina sem hefst á orðunum: „Heil sért þú María..“ eins og bænin er skrifuð í ritum kirkjunnar. Halldór Kiljan Laxness skrifaði reyndar „Heill þér María ...“ á einum stað en sú útgáfa er ekki notuð.

Read more »

08.07.07

  15:05:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 487 orð  
Flokkur: Bænir

Blessun vinnunnar - margföldun tímans

Í hugskoti mínu fann ég minningarbrot um lestur á hugleiðingum einhvers heilags manns, það gæti verið haft eftir hl. Montfort um gildi þess að blessa vinnuna og gefa Guði verkið. Hann hafði fyrir sið að biðjast fyrir áður en hann hóf vinnu sína og taldi að við það afkastaði hann meiru heldur en ef hann hefði ekki beðist fyrir. Ég minnist þess einnig að hafa heyrt haft eftir einhverjum sjáendanna í Meðugorje að fólk hefði engan tíma til nokkurs hlutar af því það bæðist ekki nóg fyrir.

Read more »

30.06.07

  11:35:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 977 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 16. kafli

30. júní. Föstudagur.

Sr. Jakob messaði í sóknarkirkjunni í Montrot. Þar er annars messað einu sinni á ári. Sóknarpresturinn þar var á níræðisaldri og þjónaði mörgum fjölmennum sóknum sem töldu þúsundir manna. Við þáðum morgunverð hjá hjónunum, kvöddum þau með þökkum og lögðum síðan af stað eftir morgunverð til Reims. Komum þangað um hálf tvö leytið. Skoðuðum Reimadómkirkju. Þar í kirkjunni tók heilög Jóhanna af Örk á móti okkur í fullum herklæðum, en stytta hennar stendur til hægri við kórinn.

Read more »

29.06.07

  09:43:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1637 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 15. kafli

29. júní. Fimmtudagur.

Við lögðum af stað um 10 leytið og héldum til Ars, þar sem nítjándu aldar presturinn hl. Jóhann María Vianney, verndardýrlingur sóknarpresta þjónaði. Saga þessa franska sveitaprests frá 19. öldinni er fyrir margra hluta sakir athyglisverð.

Read more »

28.06.07

  09:43:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 948 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 14. kafli

28. júní. Miðvikudagur.

Þau okkar sem vöknuðu í tíma voru viðstödd morgunbænir og messu munkanna sem fór fram í lítilli hvelfingu undir húsinu sem innréttuð hafði verið sem kapella. Þar niðri mátti skynja nið aldanna berast frá margvísum og þungum burðarsteinum hússins. Þó að þetta væri í kjallarahvelfingu var þar bjart, hlýtt, þurrt og hreint. Munkarnir héldu messu, sungu tíðasöng sinn og gengu svo til morgunverðar.

Read more »

27.06.07

  07:42:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1253 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 13. kafli

27. júní. Þriðjudagur.

Lögðum af stað um fimmleytið um morguninn. Keyrðum í áttina til Ljubljana. Lentum í umferðartappa þegar við fórum framhjá Ljubljana og töfðumst í um hálfa klst. Við komum inn í Ítalíu hjá Sezana og Trieste um 10 leytið. Við landamærin var löng biðröð bíla. En allt gekk vandræðalaust.

Read more »

  01:04:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 99 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Meðugorje

Svipmyndir frá Meðugorje

Á þessu stutta myndskeiði sem fengið er frá YouTube má sjá og heyra stutt viðtal við tvo sjáendur í Meðugorje sem og svipmyndir frá staðnum. Tekið skal fram að það sem fer fram í Meðugorje nýtur ekki viðurkenningar kaþólsku kirkjunnar því hinar meintu vitranir eiga að sögn sér stað enn þann dag í dag og hafa gert allar götur frá 1981. Aðeins vitranir sem eru hættar og hægt hefur verið að rannsaka í heild sinni njóta slíkrar viðurkenningar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Read more »

26.06.07

  09:31:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 314 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 12. kafli

26. júní. Mánudagur.

Við vöknuðum eldsnemma næsta morgun og lögðum af stað um sexleytið frá Meðugorje. Keyrðum upp miðja Júgóslavíu, gegnum Mostar, Prozor og Banja Luka. Borðuðum á veitingahúsi. Þetta er falleg leið. Á einum stað, í dalverpi nokkru var þó svo mikil mengun að skyggnið var ekki nema um 50 metrar, það hefur sennilega verið brúnkolareykur. Eitt sinn ókum við fram á heyvagn sem mjakaðist löturhægt áfram. Framundir vagninum sást á fætur á stórgrip, þegar farið var framúr kom í ljós að þetta var uxaeyki! Þarna lötraði uxinn áfram á malbikinu, hægt en örugglega.

Read more »

25.06.07

  10:33:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 945 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 11. kafli

25. júní. Sunnudagur.

Ég og Gunnar Lund vöknuðum snemma um morguninn og löbbuðum niður í plássið og þaðan stíginn sem lá upp á Krossfjallið (Krisevac). Við lögðum af stað um klukkan sjö. Þykkt rakamistur grúfði yfir sjóndeildarhringnum og trjánum. Duglegustu hanarnir höfðu byrjað að gala fyrir sólarupprás og þeir lötustu létu heyra í sér um það leiti sem við lögðum af stað.

Read more »

24.06.07

  11:02:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 514 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 10. kafli

24. júní. Laugardagur.

Morguninn eftir voru allir þreyttir og sváfu út. Flest okkar fóru í ensku messuna kl. 12 á hádegi. þennan dag voru 8 ár síðan birtingarnar hófust. Amerískur prestur predikaði fyrir stórum hópi amerískra pílagríma og annarra enskumælandi. Hann sagði að ekkert kraftaverk hefði orðið í pílagrímsgöngunni upp á Krossfjallið kvöldið áður, nema það að allir komust óbrotnir niður aftur í myrkrinu og rigningunni.

Read more »

23.06.07

  10:38:11, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1980 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 9. kafli

23. júní. Föstudagur.

Lögðum upp um 8.30. Keyrðum eftir ströndinni framhjá Zadar og Split. Síðan var beygt til vinstri inn til landsins. Við þræddum ása og lág fjöll. Milli þeirra voru þorp og bæir. Moskur múhameðstrúarmanna voru áberandi í þorpunum. Við vorum kominn inn á það landssvæði sem tyrkjasoldán réði yfir fram á 20. öldina. Loks síðdegis beygðum við til hægri í norðurátt yfir lítið fjall, eyðilegt, beygðum aftur til vinstri, ókum í gegnum bæinn Citluk, og héldum út úr honum í suðvesturátt, þá búin að taka heilan krók.

Read more »

22.06.07

  08:39:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1085 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 8. kafli

22. júní. Fimmtudagur.
Í Júgóslavíu — Gull og grjót.

Við lögðum af stað um 7 leytið til Trieste. Sólin fór strax að skína. Leituðum lengi að sundlaug en þegar hún loks fannst þá var hún lokuð. Versluðum í stórmarkaði. Fórum inn í Júgóslavíu milli kl. 12 og 13. Þetta var í fyrsta skipti sem við urðum að fara í gegnum stranga vegabréfaskoðun. Í varðstöð vöppuðu íbyggnir júgóslavneskir landamæraverðir með byssur í hulstrum og hendur krosslagðar á brjósti í hitanum.

Read more »

21.06.07

  09:20:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2255 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 7. kafli

21. júní. Miðvikudagur.
Á Ítalíu.

Við vöknuðum um fimmleytið í fjalladalnum í Sviss. Smáfuglar kváðust á af svissneskri nákvæmni. Söngur þeirra var silfurtær og samhæfður, líkt og slegið væri taktfast með silfurhömrum á litla silfursteðja. Með sjálfum mér kallaði ég þá smiðjufugla. Lögðum af stað um stundarfjórðung fyrir 6 til Ítalíu. Séra Jakob keyrði okkur yfir Nüfenenpass sem er í um 2400 m. hæð. Mjög fallegt að sjá yfir Alpana í morgunsólinni. Komum til Ítalíu um 10 leytið. Það gekk hægt að keyra framhjá Mílanó því þar var mikil umferð. Stoppuðum í Desenzano á leiðinni til Padúa. Þar hittum við af tilviljun á höfuðstöðvar Úrsúlínanna sem hl. Angela Merici stofnaði.

Read more »

19.06.07

  09:53:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 510 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 6. kafli

19. júní. Mánudagur.

Fórum snemma til Flüeli og byrjuðum á að skoða hús hl. Nikulásar, þar sem hann bjó með konu sinni og 10 börnum áður en hann gerðist einsetumaður. Húsið er fallegt timburhús og vel við haldið. Síðan skoðuðum við einsetumannskofa hans rétt þar hjá sem er áfastur kapellu. Þar messaði sr. Jakob. Næst var haldið til kirkju hl. Nikulásar í Flüeli þar sem leifar dýrlingsins eru varðveittar og kufl hans.

Read more »

18.06.07

  07:15:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 270 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 5. kafli

18. júní. Sunnudagur.

Samhæfða súkkulaðilandið Sviss.

Við vöknuðum um stundarfjórðung fyrir sjö. Tókum upp tjöldin og ókum til Freiburg þar sem við vorum við hámessu í dómkirkjunni sem séra Jakob var vígður til prests í. Fengum okkur ís, keyptum póstkort og keyrðum síðan til Sviss. Ókum framhjá Basel og Luzern til Sachseln, sem er í hjarta Sviss, fallegum dal í fjallasal. Í hugann komu sögur tengdar Sviss og Alpalandinu, svo sem sagan af Heiðu, lög eins og „Það búa litlir dvergar“ og „Söngur dýranna í Týról“.

Read more »

17.06.07

  11:38:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 727 orð  
Flokkur: Bænalífið

Bergingarbæn – í tilefni stórhátiðar hins Alhelga Hjarta Jesú

Alhelga Hjarta Jesú, líknarríkt náðardjúp
loga lifandi elsku. Miskunna þú mér
syndugum manni, eins og þú líknaðir
lærisveininum í óumræðilegri elsku þinni,
þeim sem hallaði sér að brjósti þínu við
kvöldmáltíðina.

Í íkonuarfleifð kirkjunnar er til undurfögur íkona af því atviki þegar Jóhannes guðspjallamaður hallaði sér að brjósti Jesú. Í reynd er þetta leyndardómur
Evkaristíunnar. Í heilagri bergingu hvílum við í faðmi Drottins og hlustum á
hjartaslátt hins Alhelga Hjarta hans.

Read more »

  11:24:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 289 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 4. kafli

17. júní. Laugardagur.

Í Svartaskógi.

Við ferðalangarnir vöknuðum rétt fyrir klukkan 8. Tókum upp tjöldin og ókum til Fellenring og kvöddum fjölskyldu sr. Jakobs. Á eftir fóru allir í sund nema við Gunnar sem skrifuðum á póstkort. Þessu næst keyrðum við til Mülhouse þar sem við borðuðum miðdegisverð hjá Jósef, bróður séra Jakobs. Hann hafði varið morgninum til að elda fyrir okkur. Við borðuðum pizzur og ís á eftir með rommrúsínum. Eftir matinn fögnuðum við 17. júní og veifuðum íslenska fánanum.

Read more »

  11:18:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2977 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 3. kafli

16. júní. Föstudagur.

Hjá jarli Guðs í húsi Remys

Við fórum á fætur kl. 6 um morguninn. Yngri ferðafélagarnir vildu ólm leggja af stað sem fyrst. Við tókum tjöldin saman, borðuðum morgunverð og lögðum af stað til borgarinnar. (Luxemborgar) Þaðan tókum við þjóðleiðina suður á bóginn, og eftir um það bil klukkutíma akstur var komið til Frakklands. Ferðinni var heitið til Domremi, fæðingarstaðar hl. Jóhönnu af Örk.

Read more »

16.06.07

  12:04:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 733 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Marxismi lífsins eða marxismi dauðamenningarinnar? – Hugleiðing í tilefni sextíu ára prestvígsluafmælis föður Paul Marx, O.S.B.

POSTULI LÍFSINS
Þessi grein er skrifðuð af Stephan Mosher, framkvæmdastjóra Population Research Institute:

Ég stend í mikilli þakkarskuld við föður Marx. Hann hjálpaði mér til að ganga inn í hreyfingu lífsverndarsinna, mikilvægustu samfélagshreyfinguna í heiminum í dag. Hann hjálpaði mér til að nálgast Krist og leiddi mig til kaþólskrar trúar – þannig að ég skynja að ég á honum mikið að þakka í sál minni. Hann kenndi mér að sjá samhengið á milli getnaðarvarna og fósturdeyðinga, þannig að í vissum skilningi get ég einnig þakkað honum fyrir börn mín. Hann stofnaði Population Research Institute árið 1989 og bað mig um að stjórna samtökunum árið 1995, þannig að ég get þakkað honum postulega viðleitni mína. Og enn, 87 ára gamall, biður hann fyrir starfi okkar daglega.

Read more »

15.06.07

  21:01:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 660 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 2. kafli

15. júní. Fimmtudagur.

Um morguninn var sólskin, hlýtt og gott veður. Fuglakórinn í trjánum söng þýsk úrvalslög af miklu fjöri. Heldur voru þetta kraftmeiri fuglar en þrestirnir heima. Söngur þeirra var ein samfelld hljómkviða kveðin af ótrúlegum þrótti og mikilli sönggleði. Ég hafði á tilfinningunni að þeir þendu sig af ofurkappi og voru því ekki eins lýrískir og íslensku fuglarnir, meira lagt upp úr kraftinum. Ég þóttist sjá að þaðan hefðu þrautþjálfaðir stórsöngvarar í óperum fyrirmyndir sínar að sprengiaríunum.

Read more »

14.06.07

  19:12:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 781 orð  
Flokkur: Pílagrimsferðir, Meðugorje

Pílagrímsferðin til Meðugorje 1989 - 1. kafli

Ferðasaga þessi í dagbókarformi greinir frá pílagrímsferð hóps Íslendinga sem farin var árið 1989 til Meðugorje í Bosníu Herzegovinu. Söguna samdi ég að mestu sumarið 1992. Ég studdist við handskrifaða punkta auk minnis. Drög að þessari ferðasögu hafa verið á netinu síðan frá því fyrir aldamót og hér kemur hún í lítillega breyttri mynd

Read more »

10.06.07

  10:08:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 119 orð  
Flokkur: Bænalífið

Bæn heil. Efraíms hins sýrlenska (306-373)

Ó heilaga Frú, Guðsmóðir, full náðar, þú sem ert dýrð eðlis okkar, farvegur allra gæða, Drottning alls sem stendur Heilagri Þrenningu næst; Meðalganga alls heimsins á eftir Meðalgangaranum. Þú, hin leyndardómsfulla brúður sem samtengir jörðina hinu himneska, lykilinn sem lýkur Paradís upp fyrir okkur. Fyrirbiðjandi okkar og Meðalgangari! Horfðu til trúar minnar, horfðu til brennandi guðrækni minnar og minnst máttar þíns og miskunnar. Móðir hins Eina sem er hin sanna miskunn og gæska. Umvef hjarta mitt í eymd þess með fyrirbænum þínum og gerðu mig þess verðan að dvelja Syni þínum til hægri handar. Amen.

08.06.07

  20:32:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1505 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Norbert frá Magdeburg

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júní 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Norbert frá Magdeburg (6. júní)
Norbert, stofnandi Premonstratensareglunnar, fæddist á tímabilinu 1080-85 í Gennep (Hollandi), annar sonur foreldra sinna. Fjölskylda hans tilheyrði aðlinum og hún sá honum fyrir kórsbróðurstöðu við kapítula heilags Viktors í Xanten. Tekjurnar sem hann hafði af þeirri stöðu tryggðu honum að geta lifað því lífi sem aðalsmanni sæmdi. Hann var jafnan velkominn gestur við hirð Friðriks I, erkibiskups í Köln.

Read more »

04.06.07

  12:12:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 132 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels koma út í kiljum

Nú er fyrsta Vefrit Karmels komið út í kilju, það er að segja Hin myrka nótt sálarinnar eftir hl. Jóhannes af Krossi. Framfarirnar hafa verið örar í útgáfu rafrænna bóka og það er bandaríska fyrirtækið Lulu Publishing sem gerir þetta kleift með því að bjóða afar hagstætt verð og skilmála. Þannig er þetta fyrsta rit boðið lesendum á ríflega 16 evrur (um 1400 krónur) komið heim að dyrum með Íslandspósti. Ætlunin er að gefa öll Vefrit Karmels út með þessum hætti í komandi framtíð – eina kilju mánaðarlega, eins konar bók mánaðarins. Næsta kiljan í ritröðinni verður síðan Uppgangan á Karmelfjall og koll af kolli, þar til öll ritin verða tiltæk íslenskum lesendum.
TENGILL

28.05.07

  08:42:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 317 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Hægrimenn sigra í spænsku sveitastjórnarkosningunum

Rétt eins og komið hefur fram hér á Kirkjunetinu var barist um „sál Frakklands“ í forsetakosningunum sem lauk með sigri Sarkozys. Í almennum fréttaskýringum kemur ekki fram að hér hefur verið tekist á um grundvallarafstöðuna til ýmissa baráttumála lífsverndarsinna, líkt og til „giftingar“ samkynhneigðra og fjölskyldugilda og vernd fjölskyldunnar. Í Frakklandi lauk þessum átökum með sigri hægrimanna og þar með kristinna lífsgilda.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum af hversu miklu offorsi spænskir sósíalistar hafa fótumtroðið öll lífsverndarsjónarmið síðan þeir komust óvænt til valda árið 2004. Spænsku sveitarstjórnarkosningarnar hafa verið prófsteinn á stefnu Jose Luis Rodriguez Zapatero, en þingkosninagar fara fram á Spáni á næsta ári (2008).

Read more »

27.05.07

  05:47:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 298 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Brúður Heilags Anda – eftir hl. Lous Grignion de Montfort

Þegar María hefur fest rætur í sálinni glæðir hún með henni undursamlega náð sem einungis hún ein er umkomin að glæða. Það er hún ein sem er hin ávaxtaríka Mey sem hefur aldrei og mun aldrei eiga sér jafningja í hreinleika og frjósemi. Ásamt Heilögum Anda ól María þann mesta ávöxt sem nokkru sinni mun sjá dagsins ljós: Guðmennið. Þar af leiðandi mun hún glæða þau stórmerki sem birtast munu við enda tímanna. Það er henni sem er falið að móta og uppfræða hina miklu og heilögu sem koma munu við enda veraldarinnar vegna þess að einungis þessi einstæða og undursamlega Mey getur glætt einstæða og mikla hluti í einingu Heilags Anda.

Þegar Heilagur Andi og Brúðgumi hennar finnur Maríu í einhverri sál hraðar hann sér á vettvang og gerir sér bústað í henni. Hann gefst þessari sál fúslega með hliðsjón af þeim sess sem hún hefur gefið brúði hans. Ein af meginástæðunum sem býr því að baki að Heilagur Andi gerir ekki undursamleg stórmerki í sálunum er sú, að hann finnur ekki í þeim nægilega mikla sameiningu við trúfasta og óaðskiljanlega brúði sína. Ég segi „óaðskiljanlega brúði“ vegna þess að frá því andartaki sem eðlislæg elska Föðurins og Sonarins varð eitt með Maríu til að mynda Jesú, höfuð hinna útvöldu og Jesús í hinum útvöldu, hefur hann aldrei hafnað henni vegna þess að hún hefur ávallt verið trúföst og frjósöm. [1]

[1]. Umfjöllun um sanna guðrækni á hinni blessuðu Mey, 35-36. 
 

1 ... 15 16 17 ...18 ... 20 ...22 ...23 24 25 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog engine