Blaðsíður: 1 ... 14 15 16 ...17 ... 19 ...21 ...22 23 24 ... 46

24.10.07

  12:33:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 8157 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 13

UM HEILÖG FJÖLL OG PÝRAMÍDA.

Sjá myndir 13. Lesandanum skal bent á að best er að hlaða myndskrá á skjáborð og hafa tiltæka við lestur kaflans því að hér er um þungar pdf skrár að ræða

Í síðustu grein var fjallað um hinn súmerska Meskiagkashker eða Kús Biblíunnar og son Kams sem „hvarf til sjávar og komst til fjallanna.“ Hér er átt við Súdan og Eþíópíu og allt fram á 5. öld e. Kr. héldu afkomendur hans áfram að reisa pýramída í grafarborgum sínum. Annar sona Kams eða Pút hélt til Líbýu [1], sá þriðji til Kanaanslands og sá fjórði eða Mísraím (1M 10. 6) til Egyptalands. Enn í dag nefnist Egyptaland Al Masr á arabísku. Nafnið er dregið af fornegypsku forsetningunni „m“ eða frá og a-s-r eru aser eða æsirnir, sheptiu eða hinir öldnu. Hér er um viðurnefni að ræða sem þýðir frá eða „tilheyrir aser.“ Á konungslista prestsins Manaþeó í Bók Síríusar er Mísraím talin vera fyrsti faraó Egyptalands sem einnig er nefndur Men.es (bókstaflega hin smurða kóróna á súmersku). Hebreska nafnið er þannig m-isr með fleirtöluendingunni „im“ eða fylgjendur „isr.“ Assýringar sem töluðu einnig semískt mál nefndu Egyptaland Mushri. Þannig sjáum við að Masr (arabíska), Misr (hebreska) og Musri (akkadíska) er viðurnefni fyrsta her-ur konungsins í Egyptalandi, þess sem lét draga sefskipin frá Rauðahafinu til Nílar og vikið var að hér að framan. Í akkadísku er endingin „i“ jafngildi forsetningarinnar „af“ (af Musr).

Read more »

21.10.07

  02:57:11, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 962 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju, Siðferði og samfélag, Biblíufræði

Samkynhneigðramál í brennidepli á nýhöfnu Kirkjuþingi

Lúthersk Þjóðkirkja heldur nú sitt Kirkjuþing, frá laugardegi til næstu helgar, og þar gætu úrslit ráðizt um afstöðuna til kröfugerðar um hjónavígslu eða staðfestingu samvistar samkynhneigðra frammi fyrir ölturum þeirrar kirkju. Ýmislegt hefur birzt í fjölmiðlum þar að lútandi, fréttir, viðtöl og greinar, og vil ég sérstaklega nefna ágæta Morgunblaðsgrein Steinunnar Jóhannesdóttur rithöfundar og innlegg hennar í Silfri Egils og kvöldfréttum Rúv í gær. Þá hef ég sjálfur skrifað allnokkuð um þessi mál síðustu daga á Moggabloggi mínu, þ.e. pistlana: "Samvizkufrelsi presta virt" – en hve lengi? 19. okt., Rangt þýdd vers í nýrri Biblíuútgáfu (þ.e. í ritum Páls postula, þar sem hann leggur blátt bann við samkynja kynmökum), Samkynhneigð o.fl. henni tengt: yfirlit fræðsluefnis, rannsókna, hugvekja og umræðna á Kirkju.net, og nýjast: Á að fordæma 'kynvillu' eða taka þátt í útvötnun boðskapar Biblíunnar eða einfaldlega halda sér við rétta merkingu hennar?

Hér er tengill beint inn á hljóðupptöku á fyrri umræðu Kirkjuþings í dag um tillögu biskups Íslands um samkynhneigðramálin, með framsögu hans fyrst (smellið á bláu línuna!) o.s.frv.

Read more »

20.10.07

  22:17:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 929 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Um friðarboðskap kristninnar - II. hluti - höfnun reiðinnar

Ef horft er á hvernig einstaklingar geta fært nánasta umhverfi sínu hinn kristna frið þá er það fyrst og fremst með innri sátt við sjálfan sig, Guð og heiminn, þ.e. alla tilveruna með tilliti til þessa heims og hins komandi. En þó þessi innri sátt sé til staðar þarf líka að leggja stund á ýmsar dyggðir því í hita og þunga daganna geta hæglega gerst atvik sem verða til að spilla friðnum ef ekki er höfð nægileg aðgát. Þar er komið að hinum kristnu dyggðum, t.d. þolinmæði og þeirri afstöðu að að reiði sé synd og brot á 5. boðorðinu.

Read more »

17.10.07

  19:39:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 232 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Kristsboðinn á austurhimnum

Alltaf hlýnar mér um hjartaræturnar um miðbik októbermánaðar þegar Kristsboðinn birtist á himinhvolfinu. Hér á ég við Konungsstjörnuna (Regúlus) í Ljónsmerkinu. Fögur var hún í morgun þegar hún ljómaði yfir Reykjavík í heiðskýrunni rétt fyrir dagmál.

Read more »

14.10.07

  14:14:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1155 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Skírnin

Um friðarboðskap kristninnar - I. hluti

Friðarsúla Yoko Ono [1] til minningar um John Lennon er þarft framtak og er áskorun til allra góðviljaðra manna um að kjósa friðinn fremur en ófriðinn. Hún hvetur fólk til að velta fyrir sér hvað felst í hugtakinu 'friður' og hvernig er hægt að stuðla að innri og ytri friði og hvað einstaklingar geti gert til að stuðla að friði í sínu nánasta umhverfi, samfélaginu í heild og í samfélagi þjóðanna. Það fer sennilega eftir lífsafstöðu hvers og eins hvernig þessum spurningum er svarað en hér langar mig til að gera tilraun til að skoða lauslega nokkra punkta sem snerta afstöðu kristninnar til þessara spurninga.

Read more »

13.10.07

  11:54:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 7478 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 12

BORG SHEPTIU (HINNA ÖLDNU), EYJA HINNA BLESSUÐU OG GRAFARHAUGAR ÁRFEÐRANNA.

Þegar hinn merki málvísindamaður Max Müller leitaðist við að kanna frumgerð og þróun hins indóevrópska samfélags sem varð til í Zagros og Elbrusfjöllunum og dreifðist þaðan út til til Mesopótamíu, Indlands og um Evrópu, þá gerði hann sér lista yfir margvísleg lykilorð líkt og„plógur;“ „hjól;“ „hús;“ „járn;“ „brons;“ „naut;“ „geit;“ „hestur“ og „vagn“ svo að dæmi sé tekið. Þannig leitaðist hann við að rekja þróun samfélagsgerðarinnar í ljósi málssögunnar. Ef við grípum til sömu aðferðarfræðinnar hvað áhrærir trúarafstöðu Súmera má kynnast ýmsum þáttum hennar.

Read more »

04.10.07

  16:49:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 8739 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 11

ORKUSNERTINGAR VINDA ELDS OG LOFGJÖRÐAR

Ég hef kosið að nefna prestkonunga Adamskynslóðarinnar Syni réttlætissólarinnar og það ekki að ástæðulausu. Í hugarheimi eingyðistrúarinnar var það sólin sem var hin sýnilega mynd hins ósýnilega Guðs. Á tímum árfeðra Biblíunnar hafði Guð ekki enn opinberað hina endanlegu mynd sína á jörðu eða með orðum hl. Péturs Chrysológusar (406-450):

Elskan getur ekki sætt sig við að sjá ekki takmark elsku sinnar. Er það ekki sannleikanum samkvæmt hvað varðar öll hin heilögu, að þau mátu allt lítils sem þau öðluðust meðan þau gátu ekki séð Guð? . . . Þetta er það sem Móses hafði hugrekki til að segja: „Lát mig þá sjá dýrð þína!“ (2M 33. 18). Og sálmaskáldið segir: „Guð, snú oss til þín aftur og lát ásjónu þína lýsa“ (Sl 80. 4). Er þetta ekki ástæðan sem bjó því að baki að heiðingjarnir gerðu sér skurðgoð? Í villu sinni sáu þeir það með augum sínum sem þeir tilbáðu. Guð þekkti dauðlega menn sem voru sárþjakaðir af þrá eftir að sjá sig. Það sem hann kaus til að gera sig sýnilegan var mikið á jörðu ekki síður en á himnum vegna þess að það sem Guð samlíkti sjálfum sér við á jörðu getur ekki verið án vegsemdar á himnum: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss“ (1M 1. 26) . . . Megi því enginn hugsa sem svo að Guði hafi skjátlast þegar hann kom til mannanna sem maður. Hann holdgaðist meðal okkar svo að við gætum séð hann. [1]

Read more »

02.10.07

  11:18:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 6578 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 10

MÓTUNARSKEIÐ NÝRRAR HEIMSMYNDUNARFRÆÐI Í SAMHLJÓMAN VIÐ BOÐSKAP PRESTKONUNGA ADAMSKYNSLÓÐARINNAR

Margir minnast þess að hafa séð kort miðaldamanna af heiminum, líkt og kort Þjóðverjans Heinrichs Bünting sem birtist í „Itinerarium Sacrae Scripturae: Die gantze Welt in ein Kleberblatt.“ Hér er það heimsmyndunarfræðin sem ræður ferðinni í stað vísindalegrar hugsunar varpana (projections). Hér er það Jerúsalem sem er heimsmiðjan þar sem krossinn, tré lífsins, skipar öndvegið: „Stat crux, dum volvitur orbis“ (alheimurinn snýst umhverfis hinn stöðuga kross). Í Sköpunarsögu Biblíunnnar er það tré lífsins sem stóð í miðju garðsins. Tréð var miðja alls veruleika og sá heimsás sem tengir himinn og jörð. Súmerar tjáðu þetta þegar þeir sögðu dur-an-ki (himininn á jörðu). Eridu var elst slíkrar heimsmiðja þar sem kiskanutréð stóð, eins og vikið var að í síðustu grein. Mikilvægasti „nafli“ heimsins í Súmer var musterið í Nippur og í hinu allra helgasta musterisins voru töflur örlaganna eða me-töflurnar varðveittar. Súmverskir kortagerðarmenn staðsettu það því af mikilli nákvæmni líkt og starfsbræður þeirra í nútímanum. (Mynd 10. 1).

Read more »

30.09.07

  18:42:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 782 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Af ummælum erkibiskupsins í Mósambik

Nýleg ummæli erkibiskupsins í Mósambik Francisco Chimoio um að sumar verjur framleiddar í Evrópu séu smitaðar með HIV veirunni hafa valdið hörðum viðbrögðum í Mósambik og þegar bloggarar landsins sáu þessa frétt á mbl.is voru þeir fljótir til athugasemda. Sjá hér: [Tengill] Umræða um afstöðu kaþólsku kirkjunnar til þessara mála hefur verið töluvert í kastljósinu hérlendis frá andláti Jóhannesar Páls II páfa á vordögum 2005. Ljóst er að ef rétt er eftir erkibiskupinum haft og á þessari stundu bendir ekkert til annars þá hefur hann farið langt yfir strikið með þessum ummælum.

Read more »

23.09.07

  16:23:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 5596 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 9

HELGISIÐAHRINGUR PRESTKONUNGSINS ENOKS: BOÐSKAPUR IÐRUNAR, FYRIRGEFNINGAR OG LOFGJÖRÐAR

Í riti sínu „Traditionwanderungen: Euphrat-Rhein“ lýsir sænski samanburðartrúfræðingurinn Waldemar Liungmann því hvernig mannfórnir þróuðust með svo nefndri Amratíamenningu í Fornegyptalandi þegar hún tók að leggja stund á jarðrækt um það bil 5000 f. Kr. Fórnardýrið var vafið inn í sefhólk og síðan var höfuðið skorið af. Líkaminn var síðan limaður í sundur, kynfærunum varpað í vatn en líkamspartarnir grafnir í akurlendið. Fórn þessi fór fram í lok uppskerutímans í miðjum maímánuði, en vatn Nílar tók aftur að rísa þann 17. júní.

Read more »

  14:31:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1001 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Trúarpælingar

Kristindómurinn hafnar fíkninni ákveðið og alfarið

Fregnir af því þegar yfirvöld náðu að stöðva stórfellt fíkniefnasmygl í skútu til landins í vikunni hafa skiljanlega valdið umtali og umhugsun. Magnið sem gert var upptækt sýnir svo ekki verður um villst að markaður fyrir eitrið er orðinn allt of stór hér á landi. Hvað veldur? Er þessi fíkn eitthvað nýtilkomin? Hefur fíknin ekki alltaf verið vandamál? Nútímasamfélagið er flókið fyrirbæri en þó á því megi sjá galla þá hefur það líka marga kosti. Margbrotið og kröfuhart lífið í því getur þó líklega verið erfitt fyrir suma að höndla og þá er að grafast fyrir um ástæður.

Read more »

18.09.07

  19:08:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 5746 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 8

BOÐSKAPUR PRESTKONUNGANNA UM MAA OG HREINLEIKA HJARTANS

Nútímamanninum hættir ávallt til að vanmeta forfeður sína. Þegar veldi kommúnista í Austurþýskalandi leið undir lok gafst fræðimönnum kostur að nýta sér tæki Stasi, leyniþjónustunnar, til vísindarannsókna. Þegar forn egypsk papýrushandrit voru könnuð með innfrárauðrum myndatökum kom í ljós, að þau höfðu verið endurnýtt. Endurvinnsla er því ekki eitthvað sem er nýkomið til sögunnar. Þá kom í ljós að upphaflega var hér um innflutningsskýrslur egypsku tollþjónustunnar að ræða. Erlendar skipakomur voru færðar af mikilli samviskusemi og það sem kom fræðimönnum á óvart var að áætlunarsiglingar að vetrarlagi voru stundaðar með reglubundnum hætti, svo reglubundnum, að nöfn sömu skipstjórnarmannanna mátti sjá sífellt endurtekin. Áður höfðu fræðimenn talið að vetrarsiglingar hefðu verið með öllu útilokaðar á þessum tíma. Sjálfur hef ég siglt í vondum veðrum í Norðuratlantashafi og við Íslandsstrendur, en í eina skiptið sem ég lenti í hafsnauð var á Miðjarðarhafinu. „Sirocco-vindurinn“ skellur á alls óvænt án þess að gera boð á undan sér og ef sæfarendur eru ekki viðbúnir steðjar mikil hætta að höndum. Í okkar tilviki voru lestar skipsins opnar í blíðviðrinu vegna þess að við höfðum verið að kalka þær.

Read more »

16.09.07

  10:36:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1221 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Lífið er ekki mannsins að gefa né taka

Á bloggsíðu Höllu Rutar hafa spunnist athyglisverðar umræður í kjölfar færslu sem hún ritaði 1.9. sl. um fósturdeyðingu. Það sem er þó einna athyglisverðast er að í dag 16. september þegar þetta er skrifað eru athugasemdirnar við færsluna orðnar 813. Slóðin á færsluna ásamt athugasemdum er hér: [Tengill]. Í athugasemdunum kennir margra grasa og þar hafa komið fram ýmis athyglisverð sjónarhorn sem vert er að skoða betur ef tími vinnst til. Þar heldur Jón Valur Jensson uppi málstað lífsvernarinnar og á hann hrós og heiður skilinn fyrir dugnað sinn og elju. Jón er rökfastur og tekur vanstillingu sumra málefnaandstæðinga sinna ávallt af ljúfmennsku og skilningi.

Read more »

15.09.07

  12:27:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3986 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 7

EINGYÐISTRÚIN MEÐAL FORNEGYPTA

(Sjá Myndir 7).

Eina þeirra fjölmörgu tilvísana um eingyðistrú sem finna má meðal Fornegypta má sá í fornu papýrsushandriti, svo kölluðu Pétursborgarhandriti 1116A sem Dr. Alan H. Gardiner birti eftirfarandi þýðingu á í „The Journal of Egyptian Archeology (Vol. I, bls. 34, 1920):

Guð . . . skapaði himinn og jörð . . . Hann setti ágangi vatnsins mörk og skapaði loftið til að glæða líf sem hann blés þeim í nasir. Þeir eru hans eigin ímynd og gerðir úr hans eigin holdi . . . Hann eyddi óvinum sínum og tortímdi sínum eigin börnum vegna þess að þau hugðust rísa upp gegn honum.

Í athugasemdum við þennan texta kemst Gardiner svo að orði: „Þessi texti sem skírskotar til eingyðistrúar . . . er ótvíræð tilvísun til hinnar kunnu goðsagnar um tortímingu mannsins sem hefur þannig borist okkur í hendur úr gröf Setesar I.“

Textinn skírskotar til sömu atburðarásarinnar og lesa má um í Sköpunarsögu Biblíunnar um sköpun heimsins og flóðið mikla. Hann leiðir okkur fyrir sjónir að Fornegyptum var alls ekki ókunnugt um hinn eina og sanna Guð. Það að textinn skuli finnast í gröf Setesar I faraós (1290-1279 f. Kr.) af nítjándi konungsættinni greinir okkur frá því að arfleifðin um hinn eina Guð lifði meðal Fornegypta frá upphafi vega.

Read more »

12.09.07

  08:04:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 72 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Síðasta sjö orð Jesú Krists á krossinum

(14. september er upphafning hins heilaga kross)

1 "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra." Lk 23:34

2 "Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Lk 23:43

3 "Kona, nú er hann sonur þinn." "Nú er hún móðir þín." Jn 19:26

4 "Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" Mk 15:34

5 "Mig þyrstir." Jn 19:28

6 "Það er fullkomnað." Jn 19:30

7 "Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!" Lk 23:46

09.09.07

  13:01:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1069 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Er eitthvað athugavert við símauglýsinguna?

Nýleg auglýsing Símans þar sem síðasta kvöldmáltíð Jesú Krists er notuð til að auglýsa farsíma hefur skiljanlega vakið umtal og athygli. Haft var eftir biskupi Þjóðkirkjunnar að hann teldi auglýsinguna 'smekklausa'. Gunnar í Krossinum í spjalli sínu á Útvarpi Sögu tók undir með Jóni Gnarr höfundi auglýsingarinnar þar sem hann sagði í Kastljósviðtali að í rauninni sé hún nútímalegt trúboð. Í stuttri athugasemd í einu blaðanna var haft eftir sr. Jakobi Rolland kanslara kaþólsku kirkjunnar að hann teldi ekki viðeigandi að nota þennan heilaga atburð til að selja síma. Í bloggheimum hafa komið upp margskonar skoðanir og sumir kristnir bloggarar eru ánægðir með auglýsinguna.

Read more »

  11:11:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3108 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 6

GOÐ KANAANÍTA OG BARNAFÓRNIRNAR

(Sjá myndir 6)

Trúarbrögðin í borginni Ebla í Sýrlandi var sambland af kanaanískum og súmerskum goðum um 2300 f. Kr. Eblabúar tilbáðu súmersku goðin Enki og Nidakul. Dagón var sérstakur verndarguð borgarinnar, en yfirguðinn El eða hinn súmerski Anú (Ea í Akkad). Kanaanísk goð eins og Baal, Hadad, Balatu og gyðjan Astarte voru áberandi, en borgarbúar tilbáðu einnig goð Húrríta. Í Úgarít eru hin kanaanísku áhrif enn meira áberandi. Ljóst er að sú sálmaarfleifð sem kemur fram á úgarísku leirtöflunum er ævaforn menningararfleifð. Leiða má af því líkum að hún hafi varðveist í munnmælum í Súmer þar til tekið var að færa hana í letur með tilkomu ritlistarinnar um 3300 f. Kr. Í Úgarít er þessari arfleifð snúið upp á hin heiðnu goð. Þegar við lesum brotið úr sálminum sem birt var í grein þrjú og gæti í fljótu bragði séð verið komin úr Davíðssálmum Biblíunnar, verður að hafa í huga er hér er verið að tilbiðja höfuðgoð borgarinnar:

Drottinn himins og jarðar,jörðin var ekki, þú skapaðir hana.Ljós dagsins var ekki, þú skapaðir það,morgunljósið sem enn var ekki skapaðir þú.

Read more »

06.09.07

  15:28:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2954 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 5

FJÖLGYÐISTRÚIN SIGRAR Í SÚMER

(Sjá einnig myndir 5)

Þegar við virðum fyrir okkur það trúarmynstur sem ríkjandi var í borginni Ebla á úttmörkum súmerska ríkisins, þá sjáum við þar greinileg ummerki bæði um svo kallaðan „henotheism“ og fjölgyðistrú. Orðið „henotheism“ er myndað úr grísku orðunum „eis“ eða frá og „enos“ eða einn. Orðið felur í sér að játa einn guð sem yfirguð auk annarra guða. Það er þetta mynstur sem við sjáum með áþreifanlegum hætti í Súmer og Akkad þegar þessi samfélög taka að þróast í átt til fjölgyðistrúar. Hér er það Anu (Súmer) og Ea (Akkad) sem eru yfirguðirnir eða höfuðguðirnir. Í upphafi var það Anu, karlguðinn, og gyðjan Ki eða jörðin sem gátu guðinn Enlil samkvæmt súmerskri goðafræði. Þeirrar þróunar gætir ávallt í landbúnaðarsamfélögum að kvenfrjósemisgyðjan komi til sögunnar. Eftir því sem samfélagið þróaðist fjölgaði goðunum sem tilheyrðu fjölskyldu guðanna og nefndir voru „anunaki (anu=himinn; na= og; ki= jörð). Það er alþekkt fyrirbrigði innan trúarbragðafræðinnar að meðal fjölgyðistrúarbragða er hinni æðstu Verund þokað smám saman til hliðar og í Súmer var hætt að líta á Anu sem Guð og hann gerður að sjálfu himinhvolfinu (og ljóst er að það gerir engar siðrænar kröfur til manna).

Read more »

05.09.07

  09:04:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3418 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 4

FRUMTRÚIN Á HINA ÆÐSTU VERUND UM ALLAN HEIM MEÐAL FRUMBYGGJASAMFÉLAGA (NATÜRVÖLKER)

(Sjá Myndir 4)

Í fjórða og fimmta kafla Sköpunarsögunnar er okkur greint frá því hvernig málin þróuðust meðal mannkynsins á jörðinni á ákveðnum stað og tíma eða í Gan Eden. Biblían kallar hinn fallna kynstofn Adams syni Kains, en syni ljóssins afkomendur Sets. Hér er vikið að árfeðrunum tíu eða „Sarku.“ Biblían er fáorð þegar hún víkur að syni Sets eða Enos: „En Set fæddist og sonur, og nefndi hann Enos. Þá hófu menn að ákalla nafn Drottins“ (1M 4. 26). Þetta eru hinir smurðu prestkonungur sem rísa hæst með Enok (En-me-en-duranna?) sem „gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt“ (1M 5. 24). Þetta er fyrsta dæmið um uppnumningu í Biblíunni og við sjáum það endurtaka sig þrisvar sinnum síðar. Elía var numinn upp í „eldlegum vagni (2K 2. 11) og síðan var það Jesús. Kirkjan trúir því einnig að Guð hafi numið Maríu Guðsmóður burt. Þetta er mikilvægt vegna þess að þetta bíður allra hinna trúuðu sem virða boðorð Guðs. Biblían er ávallt markviss í boðskap sínum til mannanna barna eins og trúarkenningarnar (dogma).

Read more »

03.09.07

  11:10:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2141 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 3

3. ÚTBREIÐSLA NAFNS GUÐS FRÁ SÚMER OG AKKAD TIL SÝRLANDS
OG KANAANLANDS

Sjá myndir 3. Lesandanum skal bent á að best er að hlaða myndskrá á skjáborð og hafa tiltæka við lestur kaflans því að hér er um þungar pdf skrár að ræða

Þessi kafli hefur verið aukinn og endurbættur bæði hvað varðar texta og myndræna framsetningu.

Súmerar nefndu hinn hæsta Guð annað hvort „Anú“ eða „Êlû.“ [1] Fyrra heitið skírskotar til hins himneska, þess sem er á himnum eða An: Hins fremsta eða æðsta. Við rekumst auk þess á orðið í ýmsum samsettum orðum líkt og é.an.na (hús Guðs, musteri); gal.an.zu (almáttugur, alvitur); ku.li.an.na (vinur hins himneska); men.an.uras.a (kóróna himins); an.se.il (að lyfta höfði til himins); u.an.na (hið himneska ljós). Orðið „Êlû“ er sömu merkingar og við sjáum jöfnum höndum einnig orðin „el“ (skínandi), el.lû (hreinn) og el.elû (ljúfleiki). Þannig nefndu Súmerar paradísargarð Biblíunnar (1M 2. 15) annað hvort „an.ed.in“ eða „êlû-ed.in,“ hinn himneska garð. Þeir gripu einnig til orðsins din.gir sem myndað er úr „di“ (að vilja eða ætla sér) og „gar“ (að frelsa). Sjá Mynd 3. 1.

Read more »

31.08.07

  19:58:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 266 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fjórði Íslendingurinn gengur í reglu Mölturiddara

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að formaður Félags kaþólskra leikmanna Gunnar Örn Ólafsson hafi verið tekinn upp í reglu Mölturiddara við messu í Kristskirkju hinn 11. ágúst síðastliðinn en dagana 10.-12. ágúst funduðu Mölturiddarar Norðurlanda á Íslandi. Gunnar er fjórði Íslendingurinn sem gengur í reglu Mölturiddara. Samkvæmt fornri hefð var Gunnar sleginn til riddara en áður vann hann heit um að standa vörð um trú og kirkju og láta sér umhugað um bágstadda skv. kjörorði reglunnar: "tuitio fidei et obsequium pauperum".

Read more »

30.08.07

  19:08:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 202 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúin og menningin

Merki krossins 1. hefti 2007 er komið út

1. hefti þessa árs af Merki krossins er komið út. Meðal efnis er ávarp Chrisophs Schönborn kardínála og erkibiskups í Vínarborg þann 13. apríl 2007 í Vatíkaninu, í tilefni af nýrri bók páfa um Jesú frá Nasaret, tvær greinar eftir Örn Bjarnason, Róm og Rómarvegir og Áfangastaðir Nikulásar ábóta í Róm. Síðari greinin er framhald af grein Arnar sem birtist í 1. h. Merkis krossins 2004, þar sem sagði frá viðkomustöðum ábóta á leið hans suður Evrópu. Einnig er og grein eftir Gunnar F. Guðmundsson Nonni og Manni - Helgisaga um bræður tvo.

Read more »

28.08.07

  18:32:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 328 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um stjarnanna dýrð

Jafnskjótt og tekur að hausta tekur stjörnuhvelið að draga til sín athygli fjölmargra áhugasamra leikmanna. Í gærkveldi var það Tunglið sem skartaði sínu fegursta á suðausturhimninum í um 11° hæð yfir sjóndeildarhringnum um tíu leytið (Azimuth 138°). Skammt frá Tunglinu má nú sjá Úranus í Vatnsberamerkinu og Neptúnus í Einhyrningnum.

Eftir að Google Earth bætti himinhvolfinu (Sky) við hið stórmerkilega forrit sitt opnast loks möguleikar til að sjá frábærar myndir sem Hubble hefur tekið á síðustu árum. Milli Vatnsberans og Einhyrningsins má sjá mikla „Helix Nebula,“ NGC 7293. Ég ráðlegg fólki að nálgast hina nýju útgáfu af Google Earth ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Ég hvet alla foreldra til að opna undraheim himinhvolfsins upp fyrir börnum sínum með því að gefa sér tíma til að sitja með þeim fyrir framan tölvuskjáinn.

Read more »

25.08.07

  12:33:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2478 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 2

KYNSTOFN LJÓSSINS OG FJÓRVERUTÁKNIÐ

Sjá myndir 2. Lesandanum skal bent á að best er að hlaða myndskrá á skjáborð og hafa tiltæka við lestur kaflans því að hér er um þungar pdf skrár að ræða

Þessi kafli hefur verið aukinn og endurbættur bæði hvað varðar texta og myndræna framsetningu.

Í fornum kaldeiskum frásögnum af sköpun heimsins er vikið að „Zalmat-qagadi“ eða hinum fallna kynstofni sem nefndur var „Ad-mi“ eða „Ad-ami“ og „Sarku“ eða kynstofni ljóssins. Það eru þessir afkomendur Adams sem Biblían nefnir syni Sets (1M 5. 3) og ég vík að sem sonum Réttlætissólarinnar eða prestkonungum Adamskynslóðarinnar.

Við skulum beina athygli okkar að Set og afkomendum hans eða kynstofni ljóssins vegna þess að þeir skírskotar til hinna tíu prestkonungaætta sem Biblían víkur að og minnst var á hér að framan. Sem afkomendur Adamskynslóðarinnar virtu þeir það réttlæti og fyrirhugun sem Guð hafði opinberað hinum fyrsta andlega manni, Adam. Ljóst er af orðum Biblíunnar að þeir liðu fyrir syndafallið í Edensgarðinum eins og allt dauðlegt hold:

„Andi minn skal ekki ævinlega búa í manninum, með því að hann er einnig hold. Veri dagar hans 120 ár“ (1M 6. 3).

Read more »

21.08.07

  09:59:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 275 orð  
Flokkur: Bænalífið

Hátíð Maríu af hinu gullna hjarta

Í dag þann 21. ágúst minnist kirkjan opinberana hinnar blessuðu Meyjar í Knock á Írlandi (1879) og í Beuaraing í Belgíu 1933. Í Beuaraing opinberaðist hún skömmu áður en Hitler var kjörinn ríkiskanslari í Þýskalandi til að hugga börn sín. Í Knock á Írlandi var það í miðri hungursneyð. Þannig leiðir hún okkur fyrir sjónir að hún umvefur okkur stöðugt með vernd sinni meðan pílagrímsganga okkar á jörðu stendur yfir.

Engin hungursneyð er þó jafn átakanleg eins og sú sem rekja má til óvinar hjálpræðis okkar: Hins fallna verndarkerúba. Milljónir manna munu þannig hverfa til þess staðar þar sem grátur og gnístan tanna ríkir að eilífu. Enginn harðstjóri er jafn miskunnarlaus og höfðingi þessa heims sem leiðir sálirnar á kvalastaðinn.

Read more »

19.08.07

  09:35:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 203 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Ljósið í hjörtum mannanna er eldur guðdómlegrar elsku – Denis karþúsi (1408-1471)

„Ég er kominn að varpa eldi á jörðu.“ Ég kom úr hæðum upphimnanna og í leyndardómi holdtekju minnar opinberaði ég mig mönnunum til að kveikja eld hinnar guðdómlegu elsku í mannshjörtunum. „Hversu vildi ég, að hann væri þegar kveiktur!,“ það er að segja að hann verði ríkjandi í krafti Heilags Anda og glæði ótalin kærleiksverk!? ?

Read more »

18.08.07

  11:20:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 5336 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 1

I. UM ARATTA GAN EDEN (URAR(A)TU) EÐA PARADÍSARGARÐINN

Sjá myndir 1. Lesandanum skal bent á að best er að hlaða myndskrá á skjáborð og hafa tiltæka við lestur kaflans því að hér er um þungar pdf skrár að ræða

Þessi kafli hefur verið aukinn og endurbættur bæði hvað varðar texta og myndræna framsetningu.

Í ævafornri súmerskri frásögn sem varðveist hefur á fleygrúnatöflu og er frá því um 2900 f. Kr sem fannst í jörðu er greint frá því að prestkonungurinn Enmerkar í Úruk í Súmer gerði út sendimann til landsins Aratta á Edensléttunni sem Súmerar töldu land hamingjunnar. (Mynd 1. 1) Frásögnin nefnist „Enmerkar og konungur Aratta.“ Sendimanninum var ætlað að ná í gull og eðalsteina (lapis lazuli) til að skreyta hið nýja musteri gyðjunnar Inanna sem Enmerkar var að reisa henni til dýrðar í borginni. Aratta var staðsett hátt upp í Zagrosfjöllunum á vatnaskilum milli Evrópu, Asíu og Austurlanda nær. (Mynd 1. 2) Það er þetta sama landsvæði sem við sjáum að Biblían nefnir Araratland (2K 19. 37) þegar hún víkur að Sanheríb Assýríukonungi og örlögum hans. Vikið verður nánar að þessu síðar (í grein 16) vegna þess að nafn hans tengist þeim stað þar sem örk Nóa hafnaði eftir flóðið mikla, eða á fjallinu Judi Dagh í Kúrdistan sem evrópskir ferðalangar á miðöldum ákváðu illu heilli að kenna við annað fjall mun norðar, það er að segja fjallið Ararat í Armeníu, þvert á ríkjandi arfleifð. Fjallað verður nánar um þetta í grein 16.

Read more »

  10:09:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 378 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

„Leyfið börnunum að koma til mín.“

Úr ávarpi Benedikts páfi XVI á Fimmta heimsdegi fjölskyldunnar í Valencía á Spáni, 8. júlí 2006:

Faðir og móðir hafa sagt fullkomið „já“ frammi fyrir ásjónu Guðs sem felur í sér kjarna sakramentisins sem sameinar þau. Hvað lýtur að innri sambandi fjölskyldunnar og fullkomleika þess, þá verða þau einnig að segja „já“ og samþykkja þau börn sem þau hafa fætt eða ættleitt sem öll bera sín persónulegu einkenni. Með þessum hætti munu börnin alast upp í andrúmslofti viðurkenningar og ástúðar og þegar þau hafa komist til nægilegs þroska þráð að segja „já“ gagnvart þeim sem gáfu þeim lífið . . .

Kristur hefur ætíð leitt okkur fyrir sjónir háleitasta takmark lífs okkar og þar með fjölskyldulífsins: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína“ (Jh 15. 12-13). Elsku Guðs hefur verið úthellt yfir okkur sjálf í skírninni. Þar af leiðandi hafa fjölskyldurnar meðtekið þá köllun að leggja rækt við þessa sömu elsku vegna þess að Drottinn gerir okkur kleift í krafti mennskrar elsku okkar að vera næm, ástrík og miskunnsöm eins og Kristur.

Read more »

17.08.07

  10:37:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 351 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

Sköpuð í elsku til að elska

Úr ávarpi Benedikts páfi XVI á Fimmta heimsdegi fjölskyldunnar í Valencía á Spáni, 8. júlí 2006:

„Guð sem er elska og sem skapaði manninn og konuna í elsku hefur kallað þau til að elska. Með sköpun mannsins og konunnar kallaði hann þau til að lifa í elskuríku samfélagi í hjónabandinu. „Þannig eru þau ekki lengur tvö heldur eitt hold“ (Trúfræðsluritið, 337). Þetta er sá sannleikur sem kirkjan boðar heiminum stöðugt. Hjartfólginn forveri minn, Jóhannes Páll páfi II sagði „að maðurinn hefði verið skapaður í líkingu Guðs“ (1M 1. 27) ekki einungis sem mennskur einstaklingur, heldur einnig í því persónulega sambandi sem karlinn og konan hafa lifað í frá upphafi.  Þau verða að ímynd Guðs með fyllri hætti í samfélagi sínu fremur en sem einstaklingar (14. nóvember 1979) . . .

Read more »

16.08.07

  10:17:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 389 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Miskunnarbæn Heil. Faustína Kowalska (1905-1938).

„Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum,
eins og ég miskunnaði þér?“

Ó Guð minn, Háheilaga Þrenning. Ég þrái að tilbiðja miskunn þína með sérhverjum andardrætti mínum, sérhverju hjartaslagi, sérhverjum slætti púlsins. Ég þrái að ummyndast að fullu og öllu í miskunn þína og verða þannig að lifandi endurspeglun þinni, Drottinn. Megi háleitasti eiginleika þinna, óræðisdjúpi miskunnarinnar, verða úthellt yfir náunga mína um sál mína og hjarta.

Read more »

14.08.07

  10:30:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 612 orð  
Flokkur: Bænalífið

Heilög Teresa frá Avíla um hina innri bæn

Hinir heilögu hafa greint frá þeirri gæsku sem sá verður aðnjótandi sem leggur rækt við bænina, ég á við hina innri bæn. Dýrð sé Guði fyrir þessa gæsku! Ef þessi gæska væri ekki fyrir hendi dirfðist ég ekki í stærilæti mínu að minnast á hina innri bæn, jafn áfátt og mér er hvað varðar auðmýktina. Ég get greint frá reynslu minni af henni. Hún felst í því að þrátt fyrir að sá sem leggur rækt við hana verði eitthvað á, má hann ekki leggja árar í bát vegna þess að það er í krafti hennar sem hann getur bætt ráð sitt. Það yrði mun erfiðara að bæta fyrir slíkt án bænarinnar. Megi honum verða forðað frá því að djöfullinn freisti hans eins og mín, svo að hann hætta ekki að biðja sökum falsk­rar auðmýktar. Megi hann trúa því að orð Guðs geta ekki brugðist. Ef við iðrumst í raun og veru og ásetjum okkur að misbjóða ekki Guði, mun hann glæða fyrri vináttubönd sín að nýju og gefa okkur hlutdeild í þeim náðargjöfum sem hann hefur þegar veitt, og stundum auka þær að mun ef iðrunin er borin fram af fyllstu einlægni.

Read more »

08.08.07

  11:26:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1537 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Við gerum ekkert án trúar

Að fróðra manna sögn tekur það um 20 sjómílur að stöðva risaolíuflutningaskip á „fullu“ skriði. Skriðþunginn er þetta mikill vegna þyngsla farmsins. Ef skipstjórinn trúir því að ógn steðji að skipi hans vega fyrstu viðbrögð hans þungt fyrir sjórétti. Dæmi eru jafnvel um að skipstjóri hafi verið sýknaður fyrir sjórétti vegna þess að hann varð að taka ákvörðun sína í flýti. Sjóréttardómararnir vega slíkt og meta í ljósi sérþekkingar sinnar.

Við getum í vissum skilningi líkt heilu þjóðríki við slíkt risaolíuflutningaskip. Í stjórnmálum er um „skammtíma“ og „langtímaákvarðanir að ræða. Við skulum taka sem dæmi fólksfjölgunina. Þar er um langtímaákvarðanatöku að ræða. Ákvörðum sem tekin er í dag liggur þannig ekki á borðinu fyrr en eftir svo sem sjötíu ár þegar árangurinn kemur í ljós. Við verðum þannig að trúa því að við höfum tekið rétta ákvörðun. Hér er þróunin ekki stöðvuð í einni skyndingu fremur en ákvörðun skipstjórans í brúnni verði þess valdandi að skipið stöðvist „á punktinum.“

Read more »

05.08.07

  10:16:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 760 orð  
Flokkur: Getnaðarverjasamfélagið

Nýr umhverfisvávaldur: Eituúrgangur frá getnaðarvarnalyfjum – eftir Colin Mason [1]

Þetta er grein sem ég fékk senda frá Population Research Intitute í s.l. viku og fyllsta ástæða þykir til að þýða.

Kæru félagar!

Það þykir ekki æskilegt að við fyllum líkami okkar af hormónasterum. En að dreifa slíkum hormónum út í náttúruna er jafnvel sínu alvarlegra.

Steve Mosher. [1]

EITRIÐ FRÁ GETNAÐARVARNALYFJUNUM

Umhverfissaga ársins blasir nú við sjónum manna, en þessi „óþægilegu sannindi“ – svo að gripið sé til orða Al Gore – virðast vera meiri en svo, að flestir umhverfissinnar geti horfst í augu við þau.

Árið 2005 gerðu líffræðingarnir John Wooding og David Norris rannsókn á fiskum í Colorado Boulder Creek. Niðurstöður þeirra voru afar alvarlegar. Eins og greint er frá þeim í Denever Post var um alvarlega kynröskun að ræða hjá 123 fiskum, einkum silungi, sem veiddur var með tilviljanaúrtaki. 101 fiskanna voru kvenkyns, 12 karlkyns og 10 þeirra furðuleg samblanda karlfiska og kvenfiska og það svo mjög, að vísindamennirnir treystu sér ekki til að kyngreina þá.

Read more »

03.08.07

  10:38:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1152 orð  
Flokkur: Hugleiðingar, Bænalífið

„Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra“ (Mt 13. 58)

Fyrirsögnin hér að ofan er komin úr guðspjalli dagsins (3. ágúst). Þar er greint frá því að Jesú predikaði í samkunduhúsinu í ættborg sinni. Og menn undruðust speki hans og vald jafnframt því sem þeir trúðu honum ekki. Svo er enn í dag. Við getum sagt að nú sé það kirkjan sem sé ættborg Jesú og að menn þekki til tilvistar hans, en trúi ekki á orð hans og boðskap. Þetta er sökum stærilætis hjartna þeirra sem er uppspretta allra synda og afneitunar á Guði. Orðið synd þýðir sundrung, að sundra samfélaginu við Guð og þar með Jesú sem er Guð. Og sjálfur sagði hann: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu“ (Mt 28. 18).

Einn þáttur í þessu valdi hans er að fyrirgefa syndir og hann fól kirkju sinni þetta vald á hendur: Sannlega segi ég yður: Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni“ (Mt 18. 18). Þetta er skriftavaldið sem kaþólskir prestar hafa til að fyrirgefa syndirnar í skriftum. Ef skriftabarnið meðtekur „fyrsta orðið“ sem kemur af vörum skriftaföðurins eins og það sé komið frá Guði sjálfum, liggur vilji hans ljóst fyrir.

Read more »

01.08.07

  08:44:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 590 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Það er í Kristselskunni sem Ritningarnar ljúkast upp fyrir okkur í Heilögum Anda

Nafni minn Jón Valur þótti ég taka of djúpt í árina þegar ég komst svo að orði: „Að öðrum kosti köfnum við í stækju Satans.“ Hér vék ég að mætti hinnar sönnu eða hreinu bænar. Kristselskan er forsenda hennar og þetta sjáum við opinberað okkur með áþreifanlegum hætti þegar lærisveinarnir voru á leiðinni til Emmaus, eins og greint er frá þessu atviki í Lúkasarguðspjallinu. Lærisveinarnir sögðu: „Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur Ritningunum?“ (Lk 24. 32).

Það er Heilagur Andi sem opinberar okkur Kristselskuna og þá brennur mannshjartað í elsku til Drottins og allra manna, já, jafnvel skordýra! Við getum ekki borið kennsl á hann eða lært að þekkja hann nema í náð Heilags Anda. Og það er einungis með þessum hætti sem sannleikur Ritninganna lýkst upp fyrir okkur. Að öðrum kosti eru þær einungis lesnar með hyggjuviti mennskra hugsmíða og slík afstaða er röng. Í heilagri Ritningu er fjársjóðurinn fólginn í jörðu sem Jesú benti okkur á: Perlan dýrmæta sem er dýrmætari öllu öðru í alheiminum.

Read more »

1 ... 14 15 16 ...17 ... 19 ...21 ...22 23 24 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog engine