Blaðsíður: 1 ... 12 13 14 ...15 ... 17 ...19 ...20 21 22 ... 46

26.02.08

  16:37:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 52 orð  
Flokkur: Við brosum!

Í skriftir í fyrsta sinn

Lítil stúlka hafði farið í skriftir í fyrsta sinn og kom grátandi út úr skriftastólnum.

"Hvað er að, elskan mín?" spurði mamma hennar sem beið í kirkjunni.

"Presturinn sagði að ég ætti að biðja þrjú Heil sért þú, María, og ég kann ekki nema eitt."

25.02.08

  20:32:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 464 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Benedikt frá Núrsía

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Benedikt er kallaður faðir klaustranna á Vesturlöndum. Ekki af því að hann hafi verið fyrsti munkurinn þar, heldur af því að hann skipulagði klausturlífið með reglum þeim er hann samdi. Fyrir hans atbeina urðu klaustrin stöðugt atkvæðameiri í kirkjulífinu.

Benedikt fæddist í Núrsía kringum 480. Hann var sendur til náms í Róm, en honum fannst Drottinn kalla sig til að verða munkur. Hann yfirgaf allt - vini sína, fjölskyldu og nám. Síðan settist hann að á eyðistað, Subiaco, milli ………

Read more »

  17:26:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 495 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Ítarlegri umfjöllun um Kristsrósakrans hins Alhelga Hjarta Jesú

SJÁ SKÝRINGARMYNDIR.

Mig langar að víkja enn frekar að Kristsrósakransi hins Alhelga Hjarta Jesú jafn blessunarrík og áhrif hans eru á mannssálina. Ég greindi örlítið frá honum hér að framan (Tengill) en ætla nú að greina frá því hvernig ég bið hann sjálfur. Á meðfylgjandi skýringarmynd má sjá þetta enn frekar.

(a) Dýrðarbænin (Við signum okkur fimm sinnum til að minnast hinna fimm heilögu sára).

(b) Faðirvorið

(c) Á perlunum þremur:

Alhelga Hjarta Jesú, líknarríkt náðardjúp loga lifandi elsku. Miskunna þú mér syndugum manni svo að mitt bersynduga hjarta megni að samlíkjast þér í náðinni í logum þinnar brennandi elsku. Amen

Read more »

24.02.08

  20:23:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 178 orð  
Flokkur: Prédikanir

3. sunnudagur í föstu, textaröð A

Að sækja hið lifandi vatn

Guðspjallið greinir frá því að Jesús hafi stoppað við Jakobs brunn til að hvíla sig. Þegar hann kom þangað, fyrir 2,000 árum, hafði brunnurinn verið þarna mjög lengi. Þessi brunnur er til enn í dag………

………Mun lengur en í 2,000 ár hefur fólk komið að sækja sér vatn í Jakobsbrunn. Í tæplega 2,000 ár, hefur fólk komið í sunnudagsmessuna til að sækja hið lifandi vatn. Í sérhverri messu mætum við Jesú á sérstakan hátt. Það sem hann lofaði samversku konunni, gefur hann okkur í messunni, en það er hið lifandi vatn sem leiðir okkur til eilífs lífs.

Einmitt núna hittum við Jesú í þessari messu, í lestrunum og í altarissakramentinu. Hann biður okkur um að gera eitthvað varðandi hatrið, sem við verðum að rífa niður og fleygja frá okkur. Það er líka ósk hans að við lítum inn á við og athugum hvar við stöndum gagnvart Guði núna. Jesús vill lyfta okkur upp til æðri hluta………

  09:49:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 316 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Þorsti hins Alhelga Hjarta Jesú eftir mannssálunum – úr Andlegri erfðaskrá blessaðrar Teresu frá Kalkútta (1910-1997)

„Gef mér að drekka“

Orð Jesú „Mig þyrstir“ (Jh 19. 28) sem rituð eru á veggi kapella okkar eru ekki eitthvað úr fortíðinni heldur lifandi boðskapur – hér og nú – og þeim er beint til ykkar. Trúið þið þessu? Ef þið gerið það skiljið þið og skynjið nærveru hans. Látið hann vera jafn áþreifanlegan hið innra með ykkur eins og hvað varðar mig: Þetta er sú mesta gleði sem þið getið veitt mér. Ég mun leitast við að hjálpa ykkur til að skilja þetta, en Jesús er sá eini sem getur sagt við ykkur: „Mig þyrstir!“ Hlustið á ykkar eigið nafn. Og það ekki einu sinni. Á hverjum degi. Ef þið hlustið í hjörtum ykkar munið þið skilja þetta.

Read more »

23.02.08

  09:59:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 361 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Allar syndir heimsins - Futon J. Sheen

Eftir að hafa etið síðustu kvöldmáltíðina með postulum sínum,
fóru Jesús og hinir ellefu til Getsemane garðsins. Jesús kraup og baðst fyrir. Á meðan hann baðst fyrir lögðust allar syndir heimsins, fortíðar, nútíðar og framtíðar, á herðar hans og íþyngdu honum.

•Fyrsta syndin, synd Adams og Evu var þarna.
•Synd Kain, sem drap bróður sinn var þarna.
•Viðurstyggð Sódómu og Gómorru.
•Bölvun heiðingjanna.
•Syndir Guðs útvöldu.

•Allar syndir voru þarna og krömdu Jesú, svo að hann sveittist blóði.

•Syndir drýgðar í sveitum, sem fá alla ………

Read more »

22.02.08

  21:06:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 121 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Frans Xaver

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Frans Xaver, vini og reglubróður Ignatíusar frá Loyola, var falið það hlutverk af Portúgalskonungi að fara til Indlands árið 1540. Hann boðaði fagnaðarerindið þar í 10 ár. Hann barðist líka við hungur og fátækt og annaðist sjúklinga. Sagt er að hann hafi snúið 30.000 manns til kristinnar trúar. Síðar hélt hann áfram ferðinni til Japan. Þar kom hann á fót kristnu trúboði. Hann ætlaði líka að fara til Kína en dó á leiðinni. Frans Xaver er talinn vera mestur allra kristniboða eftir daga Páls postula. Hann er fyrirmynd allra trúboða.

21.02.08

  15:20:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1323 orð  
Flokkur: Bænalífið

Um aðstreymi vatns náðarinnar til mannssálarinnar

Himnasmiðurinn mikil, Arkitekt og Skapari allrar tilurðar, grípur iðulega til samlíkinga úr náttúrlegri sköpun sinni til að varpa ljósi á hina yfirskilvitlegu tilhögun náðarinnar. Vatnið gegnir mikilvægu hlutverki í þessu sambandi sem skírskotun til náðarinnar. Drottinn gaf samversku konunni að bergja af þessu vatni við brunninn forðum. Meistari Eckhart sagði eitt sinn að það streymdi ávallt niður á við og að María Guðsmóðir hefði verið slíkt ker við boðunina – sæmdarker náðar – vegna þess að hún lægði sig fyrir Guði og því hafi hún verið hafin svo hátt upp í lífi náðarinnar.

Read more »

  07:18:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 125 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Sá sem auðmýkir sjálfan sig mun upp hafinn verða

Dag nokkurn var Makaríos ábóti á leið aftur í klefa sinn með fáeinar pálmagreinar sem hann hafði sótt í votlendið. Á leiðinni mætti hann djöflinum. Hann bar sigð og reyndi að slá til ábótans með henni en tókst ekki.

Þá sagði djöfullinn við hann:
"Makaríos, ég lið hræðilegar kvalir þín vegna, því ég get ekki sigrað þig. Og samt geri ég allt eins og þú."

"Þú fastar - og ég borða aldrei."

"Þú vakir - og mér kemur ekki dúr á auga."

"En þú sigrar mig aðeins á einu sviði."

"Og hvert er það?" spurði Makaríos."

"Það er auðmýkt þín sem kemur í veg fyrir að ég sigri þig."

Úr ummælum eyðimerkurfeðranna.

20.02.08

  21:18:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 297 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Kafli úr föstuboðskap páfa á fagnaðarárinu 2000

……… 2. Við vorum dauð fyrir syndina (sbr. Ef 2. 5). Þannig lýsir Páll postuli stöðu mannsins án Krists. Það var þess vegna sem Sonur Guðs vildi sameinast mannlegu eðli til þess að leysa það frá þrældómi syndar og dauða.

Andspænis myrkri syndarinnar og getuleysi mannanna til þess að frelsa sjálfa sig af eigin rammleik, birtist hjálpræðisverk Krists í allri sinni dýrð: "Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt" (Rm 3. 25). Kristur er lambið ………

Read more »

19.02.08

  22:35:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 739 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Dom Helder Camara, erkibiskup.

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Hatur og ofbeldi valda eyðileggingu.

Það er fyrri hluti sunnuda í milljónaborginni Recife í Norðaustur-Brasilíu. Smáhópar manna sitja hingað og þangað um göturnar í fátækrahverfunum. Það eru nokkrir atvinnuleysingjanna 400.000 sem eiga heima í borginni. Berfættir í gatslitnum, reimalausum skóm. Eða alveg skólausir. Fötin eru slitin og tötraleg. Þeir talast ekki við. Hvað eru þeir að gera úti á götu fyrir hádegi á sunnudag?

Sá sem gengur nær þeim kemst á snoðir um að þeir sitja hringinn í kringum útvarpstæki! Þeir hlusta niðursokknir. Það er guðsþjónusta fyrir fátæklinga sem …

Read more »

18.02.08

  13:53:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 398 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Harmaljóð - notað á föstudaginn langa

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

1 Af því að ég hef leitt þig út af Egyptalandi, hefur þú búið frelsara þínum kross. Af því að í fjörutíu ár hef ég leitt þig gegnum eyðimörkina og fætt þig á manna og leitt þig inn í harla gott land, hefur þú búið frelsara þínum kross.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

2 Heilagi Guð, heilagi Guð. Heilagi sterki, heilagi sterki. Heilagi, ódauðlegi, miskunna þú oss.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

3 Hvað hefði ég átt að gjöra frekar fyrir þig, sem ég gjörði ekki? Ég hef gróðursett þig sem fegursta úrvalsvínvið minn en þú ert orðinn mér afar beiskur; því að þú hefur svalað þorsta mínum með ediki og níst síðu Frelsara þíns með spjóti. Þín vegna hef ég hirt Egypta ásamt frumburðum þeirra, en þú hefur ofurselt mig til húðstrýkingar.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

4 Ég hef leitt þig út úr Egyptalandi og sökkt Faraó í Rauðahafið; en þú hefur ofurselt mig æðstu prestunum. Ég hef opnað fyrir þér hafið; en þú hefur opnað síðu mína með spjóti. Ég hef gengið á undan þér í skýstólpa; en þú hefur leitt mig fyrir dómstól Pílatusar.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

5 Ég hef fætt þig á manna í eyðimörkinni; en þú hefur slegið mig í andlitið og húðstrýkt mig. Ég hef gefið þér heilnæmt vatn úr kletti að drekka; en þú hefur gefið mér að drekka gall og edik.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

6 Þín vegna hef ég slegið konunga Kanaanslands; en þú hefur slegið mig í höfuðið með reyrstaf. Ég hef gefið þér veldissprota konungs; en þú hefur látið þyrnikórónu á höfuð mitt. Ég hef upphafið þig af miklum mætti; en þú hefur hengt mig á krosstréð.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

17.02.08

  21:43:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 300 orð  
Flokkur: Prédikanir

Páskavakan, textaröð ABC

……… Páskavakan byrjar með því að kveikt er á páskaeldinum. Við erum minnt á að í upphafi skapaði Guð ljósið. Upphaf páskavöku er táknræn fyrir dögun hinnar nýju sköpunar sem hófst með upprisu Jesú.
Síðan leiðir páskakertið okkur í helgigöngu inn kirkjuna. Þetta minnir okkur á eldinn sem vísaði Ísraelsmönnum veginn í eyðimörkinni. Þessi eldur leiddi þá frá okinu í Egyptalandi til fyrirheitna landsins. Núna leiðir Kristur, ljós heimsins, okkur frá fjötrum syndarinnar, með dauða sínum og upprisu, til ………

Read more »

  09:14:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1445 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Sjónvarpsstöðin Ómega boðar ómengaðan gyðingdóm

Nú í vikunni hefur útvarpsstöðin Ómega sent út reglulega boðskap bandarískra rabbía. Þeir grípa til hinnar hefðbundnu fölsunar Gyðinga á heilögum Ritningum sem ég hef vikið hvað eftir annað að hér í skrifum mínum á kirkju.net. Hún felst í því að í masóríska textanum hefur tímatal textans verið aðlagað gyðingdóminum til að sanna að Kristur geti ekki verið hinn „rétti“ Messías. Þessarar fölsunar tímatala gætir hvorki í Septuagintutexta kirkjunnar né í samversku Biblíunni. Samkvæmt þessari tímatalsfölsun eru 1400 ár klippt í burtu: Afmáð!

Erfitt er að sjá hvers vegna sjónvarpsstöð sem telur sig kristna gerir slíkt nema því aðeins til að „spilla boðskap Krists.“

Read more »

16.02.08

  21:24:23, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 547 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Jóhannes XXIII páfi

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Jóhannes XXIII páfi var ekki hálærður maður, en honum var annt um alla menn. Þegar hann dó fannst mörgum að þeir hefðu misst vin sinn.

Einu sinni spurði hann mennina sem unnu í garðinum hjá honum, hvað þeir hefðu í laun. Hann var mjög undrandi þegar hann heyrði hversu lítið það var og sagði að fjölskylda gæti ekki lifað af svo litlu. Hann ákvað því að hækka launin við þá. Þegar einhverjir starfsmenn kirkjunnar kvörtuðu yfir því og sögðu að þá yrði minna eftir til góðgerðastarfsemi, þá sagði páfinn: "Fyrst réttlæti, síðan kærleika."

Í annað sinn sagði hann að sem páfi væri hann mjög stoltur af því að vera sonur óbreytts og heiðarlegs verkamanns.

Og eitt sinn sagði hann, þegar hann heimsótti fanga í einu af fangelsum Rómar: "Fyrst þið getið ekki komið til mín, þá verð ég víst að koma til ykkar."

Stórglæpamaður einn spurði hann einu sinni, hvort hann gæti líka vænst einhvers, og Jóhannes páfi svaraði með því að faðma hann innilega að sé.

Tíu ára drengur skrifaði einu sinni Jóhannesi XXIII og sagði að hann vissi ekki, hvort hann vildi heldur verða, páfi eða lögregluþjónn. Páfinn svarði honum og sagði að það væri líklega best að hann lærði og yrði lögregluþjónn, því að páfar gætu allir orðið. "En ef þú kemur einhvern tíma til Rómar, þá líttu inn til mín og við skulum ræða málið," lauk hann bréfi sínu til drengsins.

Jóhannes páfi sagði einu sinni við trúlausan mann: "Og hvað er það svo, þegar öllu er á botninn hvolft, sem aðskilur okkur? Kannske hugmyndir okkar? En þær eru nú ekki svo mikilvægar, þar verðum við að viðurkenna."

Jóhannes XXIII var áreiðanlega ekki gallalaus maður og ekki heldur syndlaus, en við munum varla eftir neinu, sem honum var á vant, því hann var svo góður maður.

Hann var einn af hetjum okkar tíma og hann var ekki sá eini. Á hverju einasta skeiði kirkjusögunnar hefur kirkjan átt sínar hetjur. Um sumar þeirra hefur því verið lýst yfir opinberlega að þeir eða þær hefi verið dýrlingar. Það merkir m.a. að nöfn þeirra hafa verið skráð í dýrlingatal kirkjunnar. Um leið er þeim hverjum um sig úthlutað ákvenum messudegi innan kirkjuársins, og þann dag minnist fólkið þeirra í guðsþjónustunni. Um aðra er því ekki lýst yfir hátíðlega að þeir hafi verið helgir menn þótt þeir hafi lifað lífi sem er öllum öðrum fyrirmynd. Við getum kallað þá kristin mikilmenni. Dýrlingar, eða helgir menn, og kristin mikilmenni eiga það sameiginlegt að hafa lifað lífi sem sýnir að þeir hafa reynt bæði í orðum og athöfnum að feta í fótspor Krists.

15.02.08

  21:30:52, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 341 orð  
Flokkur: Prédikanir

Föstudagurinn langi, textaröð ABC

Hvílíkur dagur!

……… Allir þeir sem skoða það sem gerðist síðustu klukkustundirnar sem Jesús lifði myndu telja að hann hefði upplifað "slæman" dag:

• Allt byrjaði það er Júdas yfirgaf síðustu kvöldmáltíðina til að svíkja hann - vissulega helsta hneyksli kristindómsins.
• Þrisvar leiddu sofandi lærisveinar hans hann hjá sér.
• Hann var tekinn til fanga og lærisveinarnir komu sér undan.
• Hann var ………

Read more »

14.02.08

  21:24:08, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 107 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Von um hjálpræði

64. Fyrir tilstilli spámannanna mótar Guð þjóð sína í voninni um hjálpræði, í eftirvæntingu um nýjan og ævarandi sáttmála fyrir alla menn, sáttmála sem ritaður er í hjarta þeirra. Spámennirnir kunngera gagngera endurlausn fyrir þjóð Guðs, hreinsun á allri ótryggð þeirra, hjálpræði sem muni ná til allra þjóða. Umfram allt munu hinir fátæku og auðmjúku Drottins bera þessa von. Slíkar heilagar konur sem Sara, Rebekka, Rakel, Mirjam, Debóra, Hanna, Júdít og Ester héldu lífi í voninni um hjálpræðið. Hreinust þeirra allra var María.

13.02.08

  21:52:02, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 821 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Hetjan á Molokai

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Hawai-eyjar eru í miðju Kyrrahafinu. Í ferðaskrifstofubæklingum er þeim lýst sem Paradís á jörðu. Þar vaxa hitabeltisblóm um allt, pálmarnir vagga fyrir léttum blænum og bláar bylgjur Kyrrahafsins gjálfra við hvítar strendurnar. Ein þessara eyja heitir Molokai og hún var frá því endur fyrir löngu kölluð "Dauðaeyjan". Í lok 19. aldar voru þessi orð skrifuð í blað um hana: "Allir þeir, sem fara fram hjá klettaströnd Molokai, ættu að hneigja sig djúpt." Og blaðið segir hvers vegna menn ættu að gera það:

Eyjan hafði frá fornu fari verið dvalarstaður fyrir ………

Read more »

12.02.08

  20:28:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 147 orð  
Flokkur: Helgir menn, Trúin og menningin

Um helgimyndir

„Það er staðreynd að jafnvel elstu katakomburnar (neðanjarðarhvelfingar), þar sem kristnir menn komu saman, voru skreyttar myndum af Kristi og helgum mönnum. Sá siður hefur verið við líði allt frá dögum frummanna að gera myndir af þeim sem þeim þótti vænt um og þeir mátu mikils, einkum látum mönnum. Svokallaðir 'myndbrjótar' vitna ævinlega í Gamla testamentið, sem banni slíka myndagerð. En í því sambandi gleymist þeim að lögmál Gamla testamentisins um guðsdýrkun féll úr gildi þegar hinn nýi sáttmáli kom til sögunnar...

Read more »

  15:27:45, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 775 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Bernadetta í Lourdes

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Við rætur Pýrenea-fjallanna frakklandsmegin er alkunn borg sem heitir Lourdes. Sagan um Bernadettu hefst 1844, en þá var borgin hennar síður en svo merkileg. Það var Soubirous-fjölskyldan ekki heldur, hvorki í augum nágrannanna né eigin augum. Ef einhver hefði þá sagt foreldrunum að í framtíðinni yrðu börn í fjölmörgum löndum látin heita eftir dóttur þeirra, hefðu þeir hrist höfuðin og sagt: "Eftir henni Bernadettu? Nei, það getur ekki verið!"

Fjölskyldan bjó í ………

Read more »

11.02.08

  20:44:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 550 orð  
Flokkur: Messan

Sunnudagsmessan er heimsókn okkar til Guðs.

Grein eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993).

Guð skapaði okkur í þeim sérstaka tilgangi, að við getum lært að þekkja og elska hann og þjóna honum hér á jörðinni, svo að við fáum eftir dauðann að sjá hann og njóta návistar hans um alla eilífð á himnum. Að því kemur, að við deyjum. Það verður ekki umflúið. Og þá verðum við dæmd. Hvernig varði hvert og eitt okkar lífinu, sem Guð gaf okkur? Á þessum dómi veltur það, hvar okkur er búinn staður um alla eilífð.

Getum við verið þess fullviss að fara til himna? Jesús var spurður þessarar spurningar, og hann svaraði ………

Read more »

10.02.08

  21:13:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 896 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Himnaríki

Ef sum alvarlegustu orð Biblíunnar varða helvíti, þá fjalla líka sum þeirra yndislegustu um himnaríki. Þar er sýnt fram á, að himnaríki er hin sönnu heimkynni okkar og sá staður þar sem Guð óskar þess, að við dveljum með sér í eilífðinni. Augu kristins manns ættu að beinast staðfastlega að himnaríki, en ekki hvika undan, til þess að reyna að forðast hugsunina um helvíti.

Guð vill, að við frelsumst, og þess vegna sendi hann ………

Read more »

  11:23:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 511 orð  
Flokkur: Trúarpælingar, Fasta og yfirbót, Fastan

Hinar þrjár freistingar Krists í eyðimörkinni

Í upphafi 4. kafla Mattheusarguðspjalls er greint frá því þegar Kristur hélt út í eyðimörkina og fastaði þar í 40 daga og nætur og 'var þá orðinn hungraður'. Þegar þar var komið sögu vitjaði djöfullinn hans og freistaði hans þrisvar sinnum. Hin fyrsta freisting var sú að hann skyldi breyta brauði í steina, önnur freistingin var sú að hann skyldi kasta sér af brún musterisins og koma niður óskaddaður, borinn af englum. Þriðja freistingin var sú að djöfullinn lofaði að gefa honum öll ríki jarðarinnar ef hann félli fram og tilbæði sig.

Read more »

09.02.08

  18:57:39, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 261 orð  
Flokkur: Lífsvernd

……… að búa við villimennsku ………

Kafli úr Evangelium Vitae

14. ……… "Forburðarskoðun hefur ekki í för með sér neinar siðferðilegar mótbárur ef hún er gerð til að kanna hvort lækningar sé þörf á fyrir barnið í móðurkviði. Hún verður hins vegar allt of oft tilefni þess að ýta undir og framkvæma fóstureyðingu. Þetta er þannig fóstureyðing sem gerð er til að bæta erfðaeiginleika. Þetta réttlætir almenningsálitið á grundvelli hugarfars sem af misskilningi

Read more »

08.02.08

  20:53:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 269 orð  
Flokkur: Prédikanir

2. sunnudagur í föstu, textaröð C

Smásynd og dauðasynd

……… Á föstunni gerum við okkar besta til að uppfylla það sem Guð ætlast til af okkur. Hann biður okkur að taka sinnaskiptum og að snúa baki við syndinni. Og hann styrkir okkur til að svo megi verða.

Skilja má syndina sem móðgun við Guð. En syndin er ekki alltaf sama eðlis. Syndin er mismunandi eftir því hversu alvarleg hún er; hún getur verið dauðasynd eða smásynd.

Read more »

  09:19:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1178 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð, Tjaldbúð Móse sem forgildi heilagrar kirkju

1. Fastan: Vegur til hins sanna frelsis

SJÁ MEÐFYLGJANDI MYND

Í fyrsta hirðisbréfi sínu kemst hr. Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup svo að orði: „Og hvar er þá hina sönnu hamingju að finna? Hvar er hún? Hamingjan er auðvitað aðeins fullkomin í Paradís. En á þessari stundu bendir Jesús á sjálfan sig í guðspjalli dagsins: „Sælir eru friðflytjendur .... sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu...“ Þetta eru orð hins sama Jesú er sagði í Nasaret: „Andi Drottins er yfir mér.“ Og þessi andi er sannarlega styrkur, ljós, gleði og friður. Leitið hans því ekki annars staðar: Hann er hið innra með ykkur, í hjarta ykkar.“

Vafalaust vefst það fyrir mörgum hversu mjög fastan er samofin sæluboðum Drottins í Fjallræðunni. Þegar blessaður Guerric frá Igny (1080-1157) vék að inntaki sæluboðanna komst hann svo að orði:

Það er ljóst að allt snýst þetta um upprisu hjartans og vöxt í verðskuldun á hinum átta þrepum dyggðanna sem beina mönnum í stigvaxandi mæli frá lægsta til hæsta stigs fullkomleika Fagnaðarerindisins. Með þessum hætti munu þeir að minnsta kosti nálgast og sjá Guð guðanna á Síon (Sl 84. 8) í þessu musteri sem spámaðurinn kemst svo að orði um: „Forsalur þess var átta álnir“ (Esk 40. 37). 

Read more »

07.02.08

  22:19:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 296 orð  
Flokkur: Prédikanir

2. sunnudagur í föstu, textaröð A

Ummyndun Jesú

……… Pétur, Jakob og Jóhannes urðu þess heiðurs aðnjótandi að sjá Jesú ummyndast. Guð, Faðirinn, talar frá himnum og segir:

"Þessi er minn elskaði sonur,
sem ég hef velþóknun á.
Hlýðið á hann!"

Þessi orð föðurins sýna glögglega

Read more »

  19:36:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 276 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Fastan

Fastan - hin andlega eyðimerkurferð

Sá bankareikningur sem einungis er tekið út af tæmist að lokum. Sú veisla sem engan enda tekur verður á endanum óbærileg. Við höldum upp á bolludag og troðum okkur út af bollum og svo á eftir kemur sprengidagur og þá borðum við eins mikið af kjöti og við getum. En hvað svo? Jú síðar koma páskarnir og þá er hægt að láta eins mikið af súkkulaði í sig og maginn leyfir en hvað svo. Jú svo kemur hvítasunnan, og svo verslunarmannahelgin og svo aftur jólin. Vissulega eru þessi veisluhöld sjálfsögð og góð og þau eiga sinn tíma. En það á líka fastan.

Read more »

06.02.08

  22:23:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 163 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Fastan

Öskudagur - öskudagsmessa og öskukross

Á öskudag hefst 40 daga fasta kristinna manna og hún stendur fram á páskadag. Í kaþólsku kirkjunni er til siðs að fara í messu á öskudag og í lok messunnar gerir presturinn krossmark úr ösku á enni kirkjugesta og mælir um leið þessi orð: "Minnstu þess maður að þú ert mold og að moldu muntu aftur verða". Þetta minnir fólk á hverfulleika lífsins og fallvölt gæði þessa heims.

Read more »

  09:26:44, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Guð einn fyrirgefur syndir

1441. Guð einn fyrirgefur syndir. Jesús er Sonur Guðs og því segir hann um sjálfan sig: “Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu”; hann fer með þetta guðdómlega vald: “Syndir þínar eru fyrirgefnar”. Í krafti guðdómlegs myndugleika síns gefur hann mönnum þetta vald til að fara með í hans nafni.

1442. Vilji Krists er sá að í bænum, lífi og athöfnum sínum sé öll kirkjan tákn og verkfæri þeirrar fyrirgefningar og sátta sem hann ávann okkur með blóði sínu. Og hann treysti hinni postullegu hirðisþjónustu fyrir því að veita syndaaflausn. Hún hefur með höndum “þjónustu sáttargjörðarinnar”. Postulinn er sendur út sem “erindreki Krists” og fyrir hann er það “Guð sem áminnir” okkur og hvetur: “Látið sættast við Guð.”

  07:28:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 337 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Heil. Jóhannes af Krossi: Um vöku Drottins í mannshjartanu

Hversu mildilega og elskuríkt
vakir þú ekki í hjarta mínu,
þar sem þú dvelur einn í leynum!
Í sætum andblæ þínum
þrungnum gæsku og dýrð,
hversu elskar þú ekki í ljúfleika þínum!

Hér ávarpar sálin Brúðguma sinn í djúpstæðri elsku og ber lof á hann og þakkar honum fyrir tvö undursamleg áhrif sem hann glæðir stundum í þessari sameiningu og tekur jafnframt fram, hvernig hvort þeirra út af fyrir sig ná fram að ganga, auk annarra þeirra áhrifa sem úthellt er yfir hana í þessari sameiningu.

Þau fyrstu felast í því þegar Guð vaknar til lífs í sálinni sem gerist í mikilli blíðu og mildri elsku.
Önnur áhrifin er andardráttur Guð hið innra með henni og þetta gerist í þeirri gæsku og dýrð sem henni er miðlað með þessum andardrætti. Og það sem er úthellt í henni er mildur og blíður innblástur elskunnar.

Read more »

05.02.08

  22:28:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 142 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Mannshjartað er þungt og forhert

1432. Mannshjartað er þungt og forhert.

Guð verður að gefa manninum nýtt hjarta.

Afturhvarf er fyrst og fremst verk náðar Guðs sem snýr hjarta okkar til hans: “Snú þú oss til þín, Drottinn, þá snúum vér við.”

Guð gefur okkur styrk til að byrja upp á nýtt.

Þegar við komumst að raun um hversu kærleikur Guðs er mikill skelfur hjarta okkar yfir andstyggð og byrði syndarinnar og tekur að óttast að misbjóða Guði með synd og verða viðskila við hann.

Mannshjartað leitar afturhvarfs þegar það horfir á hann sem syndir okkar hafa gegnumstungið: Beinum huganum að blóði Krists.

Hugleiðum hversu dýrmætt þetta blóð er í augum Föður hans því að úthelling þess var okkur til hjálpræðis og hefur opnað öllum mönnum leið til iðrunar.

03.02.08

  14:04:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 449 orð  
Flokkur: Bænalífið

Kristsrósakransinn – náðarrík hjálp í samlíkingunni við hið Alhelga Hjarta Jesú

Rósakransinn er hafinn með hefðbundnum hætti með Dýrðarbæninni, Faðirvorinu og Heil sért þú . . . á hinum þremur hefðbundnu perlum. Það sem er sérkenni hans er hið Alhelga Hjarta Drottins.

Á fyrstu deildinni er beðið (10 x):

Alhelga Hjarta Jesú. Líknarríkt náðardjúp loga lifandi elsku. Miskunna þú mér syndugum manni svo að mitt bersynduga hjarta samlíkist þér í náðinni í brennandi logum elsku þinnar. Amen.

Á stóru perlunni er síðan beðið:

Blíða og flekklausa Hjarta Maríu. Umvef okkur í hjúpi verndar þinnar eins og Juan Diego á Tepeyachæðinni í Mexíkó forðum.

Heilagur Jósef og ástvinur hins Alhelga Hjarta Jesú og hins Flekklausa Hjarta Maríu. Bið þú fyrir mér syndugum manni svo að ég öðlist náð til að sjá hið Óskapaða ljós í hreinleika hjartans.

Read more »

01.02.08

  17:38:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 237 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Bragi - Óðfræðivefur - merkilegt framtak til miðlunar menningararfsins

Eins og kunnugt er eiga Íslendingar ekki aðgengilegar útgáfur af bestum trúarlegum skáldskap íslenskum fram að Hallgrími Péturssyni en þó hafa Norðmenn gefið sum þessara kvæða út í myndskreyttum hátíðarútgáfum í þýðingum, en nú hillir undir bragarbót í þessum málum. Undanfarin ár hefur Kristján Eiríksson verkefnisstjóri á handritasviði hjá Árnastofnun unnið að óðfræðivef á netinu. Ein eining vefjarins ber heitið 'Ljóðasafn' og er meiningin að safna smám saman í hana sem flestum ljóðum íslenskum sem ort hafa verið fyrir 1800. Slóðin á vefinn er http://tgapc05.am.hi.is/bragi/. Best er að byrja á að fara inn á "Bragþing" á neðri línu í haus og síðan inn á einstakar einingar.

Read more »

31.01.08

  23:15:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 872 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Heilög Gianna Beretta Molla (1922-1962)

Gianna Beretta fæddist í Magenta, Mílanó, á Ítalíu 4. október árið 1922.

Strax sem ung stúlka tók hún á móti gjöf trúarinnar af fúsum vilja, svo og hinni ágætu kristnu fræðslu sem hún hlaut hjá sinum góðu foreldrum. Þetta átti sinn þátt í því að Gianna leit á lífið sem einstaka gjöf frá Guði. Þá leiddi þetta til þess að hún öðlaðist sterka trú á guðlega forsjón og varð sannfærð um nauðsyn og áhrifamátt bænarinnar.

Read more »

1 ... 12 13 14 ...15 ... 17 ...19 ...20 21 22 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog engine