Blaðsíður: 1 ... 11 12 13 ...14 ... 16 ...18 ...19 20 21 ... 46

23.03.08

  22:16:21, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 242 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Jesús lifir. Hann er með okkur.

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"Mig langar til að segja frá atviki sem sýnir gæði sambands sem er bundið í Drottni. Það hafði djúp áhrif á bæði Föður Kevin og mig sjálfa, og gerði okkur mjög meðvituð um stöðuga nærveru Krists.

Við vorum að borða máltíð á veitingastað í Dublin og Faðir Kevin var andspænis mér. Hann kallaði á okkur að biðja borðbæn og sagði, "Biðjum Jesú að heimsækja okkur nú eins og hann gerði á leiðinni til Emmaus."

Á því augnabliki, þegar hann sagði þessi orð, beygði ég höfuðið og beið eftir að hann héldi áfram með bænina, en hann sagði ekki neitt. Ég leit upp til að sjá hvað tefði hann. Og sitjandi í auða stólnum – ég er viss um að það var í anda mínum, en ég sá greinilega – var falleg ímynd af Jesú að brosa til mín. Á þess að segja orð sendi hann þessi orð til mín, "Ég er alltaf þar sem ég er elskaður, virtur og velkominn." Svo hvarf ímyndin.

Faðir Kevin leit á mig. Ég gat séð að hann var snortinn.
Hann sagði, "Mér fannst einhver sitja við hliðina á mér."

Tilfinning hans staðfesti það sem ég hafði séð."

http://www.sisterbriege.com/

22.03.08

  09:20:21, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 121 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Allt ber að sjá í ljósi leyndardóma jóla og páska

512. Trúarjátningin nefnir ekkert annað í lífi Krists en leyndardóma holdtekjunnar (getnað og fæðingu) og páskaleyndardóminn (píslargönguna, krossfestinguna, dauðann, greftrunina, niðurstigninguna til heljar, upprisuna og uppstigninguna). Hún segir ekkert skýrum orðum um leyndardóma leynds lífs Jesú eða opinbert líf hans en trúaratriðin um holdtekjuna og píslargönguna varpa ljósi á allt líf hans á jörðu. “Allt sem Jesús gjörði og kenndi frá upphafi, allt til þess dags er hann… varð upp numinn”, ber að sjá í ljósi leyndardóma jóla og páska.

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

21.03.08

  08:42:35, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 554 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Föstudagurinn langi

Við höldum hátíðlega í dag þjáningar og dauði Jesú ……… á föstudaginn langa fyrir tvö þúsund árum.

Í guðþjónustunni í dag tökum við okkur tíma til að hugsa og biðja um hið saklausa lamb Guðs sem var fórnað vegna synda okkar. Saklausa lambið sem var drepið í staðinn fyrir syndugar geitur! Þetta er dagurinn sem við sýnum sérstaka virðingu fyrir krossinum og við biðjum fyrir öllum heiminum, vegna þess að Jesús dó á krossinum fyrir alla.

Föstudagurinn langi er dagur föstu og bindindis, dagur sem við verðum að gera iðrun. Hann er sérstakur dagur til bæna "Krossferillinn", bæn sem notar ………

Read more »

20.03.08

  10:28:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 493 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Abba Móse var að rjúfa föstuna

Á fyrstu öldum kristninnar sneru þúsundir manna baki við heiminum og fóru út í eyðimörkina til að vera nær Guði. Þeir vildu helga líf sitt Guði, elska hann og þjóna honum. Í eyðimörkinni lifðu þeir mjög einföldu lífi. Þeir föstuðu oft og báðust fyrir. Þeir höfðu reglur til að koma á skipulagi og aga í lífi sínu. Við getum fundið ljóslífandi dæmi um þetta í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.

Nú á meðal þessa fólks var munkur sem var kallaður Abba Móse. Hann hafði mikið orð á sér fyrir heilagleika. Það gerðist einu sinni að munkarnir sem bjuggu á sama svæði og Abba Móse, ákváðu að þeir skyldu allir fasta viku fyrir páska til þess að ………

Read more »

19.03.08

  10:58:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 331 orð  
Flokkur: Prédikanir

Trúboðssunnudagur

……… Árið 1927, eða einungis tveimur árum áður en dómkirkjan í Landakoti var vígð, gaf þáverandi páfi út mjög einkennilega yfirlýsingu. Að minnsta kosti virtist hún einkennileg við fyrstu sýn. Páfi lýsti því yfir að heilög Teresa frá Lisieux — karmelnunna sem hafði varið öllum fullorðinsárum sínum í klaustri — væri himneskur verndari alls trúboðsstarfs í framandi löndum ásamt með heilögum Francis Xavier.

Heilagur Francis Xavier var að sjálfsögðu augljós kostur þess að vera himneskur verndari allrar trúboðsstarfsemi í framandi löndum, því hann fór til Austurlanda fjær og vann mikið og gott starf í trúboðslöndum. En það sama var ekki hægt að segja um heilaga Teresu frá Lisieux.

Lengsta ferðalag sem Teresa fór um ævina var pílagrímsferð til Rómar. Hvernig gat því hún sem var lokuð inni í klaustri öll sín fullorðinsár og kom aldrei til trúboðslanda, verið verndardýrlingur trúboðanna?

Það er ekki nema von að þessi yfirlýsing páfa hafi virst mjög einkennileg við fyrstu sýn. En þeir sem höfðu einhvern skilning á leiðum Guðs voru fljótir að átta sig.

Sem karmelsystir hafði heilög Teresa sýnt fram á, að það var hægt að vinna í þágu trúboðanna án þess að fara til þeirra staða þar sem þau voru stunduð. Það var þetta sem páfinn var að leggja áherslu á.

Starf sitt fyrir trúboðin innti heilög Teresa af hendi með sínum mörgu bænum og fórnum sem hún færði Guði í þágu starfsemi þeirra. Þetta sýnir okkur fram á, að jafnvel þótt við getum ekki farið til annarra landa til að breiða út fagnaðarerindið, þá getum við vissulega beðið fyrir starfsemi trúboðanna og fært fórnir í þeirra þágu. ………

18.03.08

  11:19:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 76 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Ég gerði nokkuð!

Einu sinni var maður sem fór til fátæks lands sem trúboði.

En þegar hann sá hina sáru fátækt fólksins varð honum mjög brugðið og spurði Guð hví hann gerði ekki eitthvað til að létta á fátæktinni.

Fljótlega svaraði Guð honum djúpt í hjarta hans:

"Ég gerði nokkuð, ég skapaði þig!"

Og Guð hefur einnig skapað okkur!

17.03.08

  14:02:19, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 217 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Alltaf að bíða eftir okkur

Einkasonur móður sinnar, sem var ekkja, hafði lagt leið sína úr foreldrahúsinu. Áður en hann fór hafði hann sagt: „Nú fer ég og leita hamingjunnar, mamma mín. Þá kem ég heim aftur.“

En nú voru níu ár liðin og engar fregnir hafa borist af syninum, sem fór að heiman.

Það hefur verið ófrávíkjanlegt, að hægt hefur verið að sjá konu nokkra mæta í hvert sinn sem járnbrautarlest kom, síðustu níu árin. Þessi kona er móðirin. Hún stendur alltaf á brautarpallinum og bíður. Þegar járnbrautarlestin nemur staðar, flýtir móðirin sér að skyggnast inn í klefana, horfir á þá sem fara úr lestinni með athygli og tautar:
„Ætli hann sé nú ekki með lestinni í dag?“
En það reynist svo, að hann sé ekki með. Þá hristir hún höfuðið og hvíslar dapurlega:
„Hvenær skyldi hann koma, blessaður drengurinn?“

Hún starir á eftir járnbrautarlestinni, þangað til hún er komin úr augsýn. Þá gengur hún hægt heim til sín. Næsta dag endurtekur þetta sig og þannig mun hún halda áfram.

Það er aldrei of seint að snúa aftur til Guðs, því hann er alltaf að bíða eftir okkur.

16.03.08

  21:35:39, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 170 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Móðir Teresa og Múhameðstrúarmaðurinn

Móðir Teresa frá Kalkútta átti það til að segja eftirfarandi sögu:
„Múhameðstrúarmaður stóð við hlið mér og horfði á eina af okkur systur binda um sár holdsveiks manns, sem hún gerði af mikilli umhyggju og ást. Systirin sagði ekki orð við holdsveika manninn en hún gerði honum mikið gagn.

Múhameðstrúarmaðurinn sneri sér að mér og sagði:
„Öll þessi ár hef ég trúað því að Jesús Kristur væri spámaður; einungis það, ekkert annað. En í dag hef ég komist að því að hann er Guð. Hann hefur látið ómælandi kærleika flæða um hjarta og hendur þessarar systur.““

Móðir Teresa bætti ávallt við eftir að hafa sagt þessa sögu:
„Enn þann dag í dag, veit þessi systir ekki að með hinni góða þjónustu sinni við holdsveika manninn bar hún Jesúm inn í líf Múhameðstrúarmanns.“

15.03.08

  21:30:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 331 orð  
Flokkur: Kenning kirkjunnar

Misskilningur fjölmiðla í viðtalinu við Girotti erkisbiskup

Nýlegar furðufregnir um að Páfagarður hafi skilgreint sjö nýjar dauðasyndir sem annað hvort áttu að bætast við þær hefðbundnu sjö sem fyrir voru eða skipta þeim alveg út voru byggðar á viðtali við Girotti erkibiskup sem birtist í málgagni Páfagarðs. Það sem fjölmiðlamenn misskildu í málinu var að halda að embættismaður í Páfagarði gæti gefið út nýjar kenningar fyrir kirkjuna. Almennur lesandi þessara fregna hefði því getað haldið að synd í kaþólskum skilningi væri ekkert annað en brot á reglum sem hópur manna í Páfagarði hefði samið. Í anda þess misskilnings væri synd háð duttlungum þeirra manna sem þar réðu hverju sinni. Sjá má glöggt dæmi þess misskilnings hér: [1]

Read more »

  11:06:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 500 orð  
Flokkur: Prédikanir

25. sunnudagur almennur, textaröð A

Dæmisaga dagsins í dag segir okkur frá ömurlegum aðstæðum atvinnuleitandi manna á þeim tímum er Drottinn okkar lifði meðal mannanna. Þessir menn þurftu að bíða á mörkuðum borganna í von um að einhver myndi veita þeim atvinnu. Þeir gátu aldrei verið vissir um vinnu frá degi til dags. Að sumir þeirra biðu jafnvel til kl. 5 á daginn, sýnir okkur hve örvæntingarfullir þeir voru.

Þegar Jesús sagði fylgjendum sínum þessa dæmisögu, var hann með henni að kenna þeim ………

Read more »

14.03.08

  14:26:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 116 orð  
Flokkur: Við brosum!

Heilagur Antoníus frá Padúa

Útskýring: Það er siður í mörgum löndum að biðja til heilags Antoníusar frá Padúa, ef eitthvað hefur glatast.

----------

Eitt sinn týndi kona nokkur skópari.

Hún snéri sér til heilags Antoníusar og bað hann um hjálp við að finna skóna.

Hún hét því að láta hundrað krónur í ílátið við helgiskrín hans næst þegar hún kæmi til kirkju.

Seinna er konan stödd í kirkjunni en þá ákveður hún að setja aðeins fimmtíu krónur í ílátið, í stað eitt hundrað króna.

Þegar hún kom aftur heim, fann hún
einn
skó!

13.03.08

  22:05:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 520 orð  
Flokkur: Prédikanir

23. sunnudagur almennur, textaröð B

Veikindi og þjáningar hafa alltaf verið meðal stærstu vandamála, sem fólk hefur orðið að horfast í augu við í lífinu. Þegar við erum alvarlega veik, verðum við fljótt vanmáttug og auðsæranleg. Við verðum hrædd. Og þegar við erum veik, finnum við stundum fyrir návist dauðans.

Vanheilsa getur gert okkur reið, þunglynd og bitur. Stundum snúumst við gegn Guði þegar við erum veik, vegna þess að við sökum hann.

En vanheilsa getur líka haft gagnstæð áhrif. Hún getur hjálpað okkur til að þroskast, svo að við sjáum skýrar hvað er mikilvægt og hvað ekki í lífi okkar. Mjög oft getur vanheilsan hvatt okkur til að ………

Read more »

  16:25:53, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 194 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Dellufrétt um nýjar dauðasyndir flýgur um heimsbyggðina

Sú fregn hefur flogið um heimsbyggðina að Kaþólska kirkjan sé búin að skilgreina nýjar dauðasyndir. Hér á Íslandi hafa menn einnig látið blekkjast af þessum furðufregnum og ekki hirt um að kanna málið frekar eða skoða heimildir sínar með gagnrýnum hætti. Fyrstir til að láta blekkjast hérlendis virðast hafa verið hinn góðkunni fjölmiðlamaður Jónas Kristjánsson á vefritinu jonas.is sem og ritstjórn vefritsins vantru.is sem vísar í pistil Jónasar. Þessi missögn er byggð á útúrsnúningi á orðum Gianfranco Girotti erkibiskups í viðtali við málgagn páfagarðs L'Osservatore Romano og virðist breska dagblaðið The Daily Telegraph eiga hinn vafasama heiður að verða fyrst með dellufréttina sem sjá má hér. „Eitt af því sem Girotti erkibiskup hélt fram var að nútíminn skildi ekki eðli syndarinnar. Þessi fjölmiðlauppákoma virðist því óvart hafa undirstrikað það sem erkibiskupinn hélt fram" sagði í vefritinu Catholic World News í umfjöllun um málið sem lesa má hér.

12.03.08

  21:50:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 431 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

SMURNING SJÚKRA EÐA SAKRAMENTI SJÚKRA

Á jarðvistardögum sínum ausýndi Jesús sjúkum mikla umhuggju og hluttekningu. Svo mjög bar hann hag þeirra fyrir brjósti, að hann mælti fyrir um sérstakt sakramenti þeim til handa. Það er nefnt "smurning sjúkra". Þetta sakramenti ætti hver sá (sem er kaþólskur) að meðtaka er þjáist af alvarlegum sjúkdómi eða er í lífshættu af völdum slyss eða þjáist af öldrunarsjúkdómum.…………

………… Áhrif þess sakramentis eru óviðjafnanleg:
1. Það færir sálinni þrek á þessari mikilvægu stund í lífi hvers manns.
2. Það veitir aflausn hinna smærri synda og jafnvel dauðasynda ef hinn sjúki hefur iðrast en er ekki fær um að skrifta - t. d. þegar hann er meðvitundarlaus.
3. Það hreinsar og fegrar sálina með hinni helgandi náð.
4. Stundum veitir hún jafnvel fullan bata, þegar það er sál hins sjúka til velferðar.
5. Það veitir hinum sjúka styrk til að bera vel þjáningar sínar, einnig kjark og hughreystingu í dauðastríðinu og frammi fyrir dómi Guðs almáttugs.

Presturinn smyr enni og hendur hins sjúka með vígðri olíu. Hin vígða olía er tákn styrks og lækningar.…………

…………Ef dauða einhvers ber bráðan að skal engu að síður sent eftir presti, þar eð óvíst er á hvaða augnabliki sálin yfirgefur líkamann. Læknavísindin fræða okkur um að stundum lifir maðurinn eftir að hjarta hans hefir stöðvast. Því mun presturinn veita sakramentið í þeirri von að maðurinn sé enn á lífi.

Vitanlega ættu aldraðir og sjúkir, þó ekki séu þeir í lífshættu, að senda eftir presti svo að hann geti fært þeim heilagt altarissakramenti.………

…………Við vitum hvorki þá stund né stað er Drottinn kallar okkur til dóms. "Betra er að forðast syndina en að óttast dauðann. Verið því ávallt viðbúin og hagið lífi yðar þann veg að dauðinn komi yður ekki að óvörum". (Tómas á Kempis).

"Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjóstast inn og stela. En safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. " (Matt 6: 19-21)

  18:37:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 6113 orð  
Flokkur: Synir Réttlætissólarinnar – Af prestkonungum Adamskynslóðarinnar

INNGANGUR – að Prestkonungum Adamskynslóðarinnar

Sjá myndir. Lesandanum skal bent á að best er að hlaða myndskrá á skjáborð og hafa tiltæka við lestur kaflans því að hér er um þungar pdf skrár að ræða

Það hefur vakið undrun mannfræðinga að þar sem ritlistin hefur ekki skotið rótum varðveitast munnlegar arfsagnir einstaklega vel þar sem þjálfun minnisins gegnir lykilhlutverki. Til að mynda skráðu trúboðar arfsagnir Iroquisindíána í norðanverðum Bandaríkjunum í „fríríkjum“ (relations) Jesúíta. Þegar Franz Boas rannsakaði þessar sömu arfsagnir 300 árum síðar höfðu indíánarnir varðveitt þær frá orði til orðs þrátt fyrir gjörbreytt menningarumhverfi. Sovéskir mannfræðingar komust að raun um að shamar (töfralæknar) í Miðasíu gátu þulið hindrunarlaust arfsagnir ættbálka sinna svo þúsundum skipti í bundnu máli. Ástralskir mannfræðingar hafa bent á þá staðreynd að munnlegar arfsagnir frumbyggjanna eru umgjörð um mikilvæga þætti í lífsafkomu þeirra: Hafa að geyma lífsnauðsynlegar upplýsingar um vatnsból, fjarlægðir, veiðilendur og græðandi jurtir svo að eitthvað sé nefnt. Arfsagnir frumbyggjasamfélaga gegndu þannig mikilvægu hlutverki til forna hvað laut beinlínis að sjálfri lífsafkomu þeirra og tilvist.

Read more »

  11:48:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 837 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Nýjasti hjartaknosari Danaveldis – ung kona með downseinkenni

Hversu miklu fegurri er hún ekki í mínum augum unga konan með downseinkennin sem heillað hefur dönsku þjóðina með lífskrafti sínum og gleði á undanförnum misserum og ég sá á DR1 um daginn, fremur en þessar . . . bib, bib, bib . . . sem gengið hafa inn í tröllaheima afskræmdra lífsgilda Hollywoodfársins og kallast „kvikmyndadísir,“ jafn ankannalega og slíkt lætur í eyra. Mér láðist að leggja nafn hennar á minnið en vafalaust eigum við eftir að heyra meira af henni hérna á klakanum vegna þess að hún er á góðri leið með að verða „heimsfræg“ um alla Skandinavíu. Væntanlega gefa dagskrárstjórar íslenska sjónvarpsins okkur tækifæri til að sjá hana „á skjánum.“ Þessi unga kona hefur flutt frumsamda einþáttungu og tvíþáttunga sem hrifið hafa hjörtu dönsku þjóðarinnar og er lifandi sönnum þess að mannauðurinn leynist víðar en á kaupþingum verðbréfastrákanna.

Read more »

11.03.08

  23:01:55, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 146 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Þeir lærðu þessa lexíu

Einu sinni voru líkamshlutarnir mjög gramir út í magann. Þeim gramdist að þeir urðu að finna og undirbúa matinn og síðan færa maganum hann. Á meðan gerði maginn sjálfur ekkert nema að háma í sig matinn.

Svo að þeir ákváðu að þeir skyldu ekki framar færa maganum mat. Hendurnar ætluðu ekki að lyfta matnum upp að munninum. Tennurnar ætluðu ekki að tyggja matinn og hálsinn ætlaði ekki að kyngja honum. Þeir ætluðu að neyða magann til þess að gera eitthvað.

En allt sem þeir komu til leiðar var að gera líkamann svo veikan og máttvana að dauðinn ógnaði þeim öllum.

Svo að lokum lærðu þeir þessa lexíu: Með því að hjálpa hver öðrum voru þeir sannarlega að vinna að sinni eigin velferð.

10.03.08

  16:41:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 127 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Þetta er storkur!

Til er saga um heimsókn manns til vinar síns.

Vinur hans átti óvenjulega stóran uppstoppaðan fugl inni í stofu hjá sér.

Maðurinn var yfir sig hrifinn af fuglinum og skoðaði hann í langan tíma.

Að lokum spurði hann vin sinn hverskonar fugl þetta væri.

"Þetta," svaraði vinur hans, "er storkur."

"Hah," svaraði maðurinn, "þetta er ekki mín hugmynd um stork."

"Svaraði vinur hans þá; "En það lítur út fyrir að þetta sé hugmynd Guðs um hann."

Svo að við höfum okkar hugmyndir um hluti og Guð hefur sínar.
Við heyrum marga segja; "Ég hef mína trú,"
og við verðum að svara til baka; "Já og Guð sína."

09.03.08

  22:46:56, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 179 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Páskar í öðrum löndum

Kafli úr trúfræðslubókinni KOMIÐ OG SJÁIÐ.

Í kaþólsku kirkjunum á Íslandi komum við kristnir menn saman frammi fyrir páskakertinu, sem er tákn hins upprisna Krists. Við hyllum Krist sem sigraðist á dauðanum. Á páskanóttina syngjum við: "Kristur er upprisinn, hallelúja." Síðan höldum við messuna hátíðlega með gleði í hjörtum okkar.

Í Grikklandi, Rússlandi og mörgum nágrannalöndum þeirra er kirkjuklukkunum hringt allan laugardaginn fyrir páska og það er páskaskraut í verslunum. Á miðnætti gengur presturinn út um kirkjudyrnar og boðar þrisvar sinnum: "Kristur er upprisinn." Síðan er kveikt á páskakertunum og þau ganga frá manni til manns í kveðjuskyni.

Alla vikuna eftir páska heilsa menn með orðunum: "Kristur er upprisinn." Og svarið við því er: "Já, hann er sannarlega upprisinn." Síðan fara menn hús úr húsi og heilsa upp á fólkið. Það gefur hvert öðru gjafir, sérstakelga lituð páskaegg. Þau eru tákn hins n‡ja lífs sem blómgast á páskunum.

08.03.08

  15:48:23, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 141 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Hvað ætlar þú að gera við líf þitt?

Hér eru samræður sem áttu sér stað milli föðurs og sonar.

Faðirinn spurði soninn hvað hann ætlaði að gera við líf sitt.

"Ég ætla að læra einhverja iðn."

"Og síðan hvað?", spurði faðirinn.

"Ég ætla að stofna mitt eigið fyrirtæki."

"Og síðan hvað?."

"Ég ætla að vera duglegur að vinna og verða ríkur", sagði sonurinn.

"Og síðan hvað?"

"Þegar ég verð gamall mun ég lifa á peningunum mínum."

"Og síðan hvað?", spurði faðirinn.

"Ég bíst við að einhvern daginn muni ég svo deyja", sagði sonurinn.

"Og síðan hvað?", spurði faðirinn.

En þá varð aðeins hljóð.

Sonurinn hafði ekki enn lært að líta framhjá sjálfum sér og þessu lífi.

  11:33:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 100 orð  
Flokkur: About our website. Kirkju.net, Bænamál, Miðaldasaga og kirkjan, Skólaspekin

Bæn heil. Tómasar frá Aquino

Sit, Jesu dulcissime, sacratissimum corpus tuum et sanguis dulcedo et suavitas animae, salus et sanctitas in omni tentatione, gaudium et pax in omni tribulatione, lumen et virtus in omni verbo et operatione, et finalis tutela in morte.
Megi hinn alhelgi líkami þinn og sætleiki blóðs þíns, blíðasti Jesú, vera yndi sálar minnar, hjálpræði og heilagleiki í sérhverri freisting, fögnuður og friður í sérhverri raun, ljós og styrkur í hverju orði og verki og hinzta vernd mín á dauðastundinni.

Tekið af vefsetrinu Corpusthomisticum.org, sem inniheldur verk Thómasar.
  10:54:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1135 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Stúdíur“ jafnaðarmannaforingjans Jóns Baldvins Hannibalssonar í Guðs voluðum heimi.

Þegar við bræðurnir vorum pattar (á Sigló voru smástrákar alltaf kallaðir pattar í gamla daga) voru bíóferðirnar á sunnudögum óaðskiljanlegur þáttur tilverunnar. Bíómyndirnar sjálfar snérust iðulega um eitt þema: Góða kalla og vonda kalla. Vondu kallarnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að „skemma allt“ fyrir góðu köllunum. Stundum fengum við bræðurnir gæsahúð af hryllingi þegar við sáum háttalag vondu kallanna og í einlægni sagt féllu stundum tár í laumi. Þetta var einföld lífssýn þar sem atburðarásin var sett fram í svörtu og hvítu. Svo er Guði fyrir að þakka að þroskinn hefur aukist með árunum og nú geri ég mér grein fyrir því að það eru bæði góðir kallar í liði vondu kallanna og vondir kallar í liði góðu kallanna.

Read more »

07.03.08

  20:44:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 273 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Sagan um "Kallana" tvo

Í bekk einum í skóla nokkrum voru tveir strákar sem báðir hétu Kalli.

Annar "Kallinn" var alltaf til vandræða i bekknum og hann neitaði að læra. Í huga sínum kallaði kennarinn hann "Kalla vonda".

Hinn Kallinn var mjög gott barn og var hann reyndar uppáhaldsnemandi kennarans. Kennarinn nefndi hann "Kalla góða" í huganum.

Þegar kom að fyrsta fundi kennara og foreldra, gekk mjög kurtis kona inn í kennslustofuna og kennti sig sem móður Kalla. Kennarinn gerði eðlilega ráð fyrir að þetta væri móðir "Kalla góða."

Kennarinn var óspar að lofa hann og sagði að hann væri stórkostlegur drengur og sönn ánægja að hafa hann í bekknum.

Morguninn eftir ………

Read more »

06.03.08

  20:31:44, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 391 orð  
Flokkur: Prédikanir

12. sunnudagur almennur, textaröð C

VON

……… Það eru til tvær stórar syndir á móti vonardyggðinni.

Önnur þeirra er að vona fáfengilega og treysta því að fyrst Guð sé náðarríkur og miskunnsamur þá sé hættulaust að óhlýðnast boðum hans og hin, að vona án fyllsta trausts eða missa alla von. Með öðrum örðum; tilætlunarsemi og örvænting. Þær eru bannaðar með fyrsta boðorðinu sem er:
"Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa."

Synd tilætlunarseminnar er hægt að skipta niður í tvo flokka.

(1. a) Hin fyrsta tegund synda tilætlunarseminnar er framin af fólki sem ………

Read more »

05.03.08

  14:44:26, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Hvenær dey ég?

Til er saga um lítinn, hugrakkan dreng.

Þessi litli drengur átti fjögurra ára gamla systur, sem glímdi við sjaldgæfan sjúkdóm. Stúlkan litla þurfti því nauðsynlega á blóðgjöf að halda. Blóðið varð að koma úr ættingja með sama blóðflokk, og stungið var upp á drengnum sem sjálfsögðum blóðgjafa.

Læknirinn spurði drenginn: "Vilt þú gefa blóðið þitt svo að systir þín megi lifa?" Undrunarsvipur kom á andlit drengsins.

Að lokum svaraði hann hugrakkur: "Allt í lagi, ég skal gefa blóðið."

Drengurinn lá enn í rúminu eftir að nauðsynlegt magn blóðs hefði verið tekið. Þá átti læknirinn leið hjá.

"Læknir", spurði litli drengurinn, "hvenær dey ég?"

Þá fyrst gerði læknirinn sér grein fyrir að drengurinn hafði misskilið hann - hann hafði haldið að hann ætti að gefa ALLT blóð sitt fyrir litlu systur sína!

Læknirinn flýtti sér að fullvissa drenginn um að aðeins lítið magn blóðs hefði verið tekið og að hann mundi ekki deyja.

Hvílíkt hugrekki hjá þessum litla dreng! Þegar hann sagði já við lækninn, hélt hann í raun og veru að hann mundi deyja. Hann var reiðubúinn að gafa allt blóð sitt fyrir systur sína.

En Jesús gaf okkur öllum ALLT sitt blóð.

Vegna blóðsins sem hann úthellti á krossinum erum við hólpin orðin.

04.03.08

  18:00:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 673 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Heilög Margrét María Alacoque

Í Burgundy héraði í Frakklandi fæddist lítið stúlkubarn árið 22. júlí 1647. Barnið var skírt Margrét María Alacoque.

Þegar hún var 23 ára gömul gekk hún í Paray le Monial klaustrið. Þegar Margrét María hafði verið um tvö ár í klaustrinu, varð hún fyrir undursamlegri reynslu: Jesús birtist henni. Þar sem hún kraup frammi fyrir ………

Read more »

03.03.08

  20:53:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1033 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Af hverju gefur Guð okkur ekki Mercedes Benz?

Flestir kannast við lagið fræga með Janis Joplin þar sem Guð er beðinn um að gefa glæsibíl af Mercedes Benz gerð, litasjónvarp og fleira skemmtilegt. Hægt er að fylgjast með flutningi hennar á laginu á þessum YouTube tengli hér. En af hverju gefur Guð okkur sem biðjum ekki Mercedes Benz eða bara uppfyllir allar óskir okkar eins og skilja mætti af Jóhannesarguðspjalli 14. kafla, versunum 13-14?

Read more »

  13:09:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 291 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Jóhannes Páll II

Karol Wojtyla fæddist 18. maí 1920 í bænum Wadowici nálægt Kraká í Póllandi. Ungur missti hann móður sína og föður sinn dó er hann var 21 árs.

Í stríðinu fékk Karol köllun til að gerast prestur. Hóf hann þá nám í leynilegum prestaskóla á vegum erkibiskups borgarinnar og var auk þess virkur í starfi leynilegs leikflokks. Við stríðslok hélt hann áfram formlegu námi og vígðist til prests haustið 1946.

Árið 1958 var Karol settur vígslubiskup í ………

Read more »

02.03.08

  14:55:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 231 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilagur Ansgar - postuli Norðurlanda

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Ansgar var fæddur í Norður-Frakklandi og gekk snemma í reglu Benediktsmunka. Hann var sendur til Danmerkur árið 826 til þess að boða trú. Hann lagði hart að sér en náði þó ekki miklum árangri. Það urðu honum mikil vonbrigði og hann sneri heim aftur í klaustur sitt að tveim árum liðnum.

Árið 829 lagði Ansgar enn af stað til að boða kristna trú. Í það sinn hafði svíakonungur beðið um aðstoð. Ansgar starfaði í Birka í Svíþjóð í rúm tvö ár. Allmargir létu skírast og Ansgari var leyft að byggja fyrstu kirkjuna á sænskri grund.

Árið 831 fór hann til þýskalands, því hann hafði verið skipaður erkibiskup í Hamborg og Brimum (Bremen). Það féll nú í hans hlut að stjórna trúboðinu á Norðurlöndum. Hann var aðeins þrítugur að aldri en mjög kappsfullur. Hann lét byggja kirkjur, klaustur, skóla og sjúkrahús. Hann tók sjálfur að sér þá fátæklinga og sjúklinga sem urðu á vegi hans. Hann naut mikilla vinsælda og virðingar og þegar hann dó, höfðu menn gott eitt um hann að segja. Það var 865. Meðan hans naut við, tóku margir norðurlandamenn kristna trú og margt kirkna var byggt.

01.03.08

  22:10:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 46 orð  
Flokkur: Við brosum!

Já!

Til er saga um fyrstu geimfarana sem fóru út í geiminn.

Þegar einn þeirra leit út og sá stórfenglegt útsýnið tók hann andköf og sagði: “GUÐ MINN GÓÐUR!"

Og rödd svaraði honum sem sagði: “Já, hvað vilt þú?"

29.02.08

  20:13:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 136 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Maðurinn sem leitaði Guðs

Til er saga um mann sem leitaði Guðs. Daglega spurði hann vin sinn: "Hvernig get ég fundið Guð?" Og vinurinn svaraði jafnan:"Þú finnur hann ekki nema þú hafir djúpa þrá eftir honum."

Dag einn, þegar mjög heitt var í veðri, fóru vinirnir í sund. Skyndilega ýtti vinurinn höfði mannsins í kaf. Og vitanlega barðist maðurinn um til þess að ná í loft.

Á leiðinni heim spurði vinurinn: " Hvers vegna barðist þú svona örvæntingarfullur um þegar ég hélt þér niðri í vatninu?"

"Hvers konar spurning er nú þetta? Nú, ég þurfti auðvitað að fá loft til að anda."

"Gott og vel", sagði vinurinn, "þegar þrá þín eftir Guði verður jafn örvæntingarfull og hún var eftir lofti, þá muntu áreiðanlega finna hann."

  19:54:55, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 204 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Slepptu takinu!

Ein af uppáhaldssögum mínum um traust á Guð, er frásögn af manninum sem gekk eftir háum klettavegg. Til allrar óhamingju rann hann til og féll fram af klettabrúninni. Honum tókst þó að grípa í trjágrein.

En þá gerði maðurinn sér grein fyrir því að hann gat ekki híft sjálfan sig upp og var smátt og smátt að missa takið. Fyrir neðan hann var hundrað metra fall! Hann fór því að biðja ákaft:
"Guð, ertu þarna - þú verður að hjálpa mér?"
Maðurinn endurtók þetta í sífellu.

Í fyrstu gerðist ekkert, en þá svaraði Guð og sagði:
"Já, hvað viltu?"

"Guð, þú verður að hjálpa mér - en flýttu þér."

Guð svaraði: "Lofarðu að gera hvað sem ég bið þig um?"

"Já, auðvitað, en þú verður að flýta þér að hjálpa mér,"

"Lofarðu í raun og veru að gera hvað sem ég bið um?"

"Já, hvað sem er - segðu mér bara hvað ég á að gera - en hjálpaðu mér?

"Allt í lagi", sagði Guð. "Ef þú vilt að ég bjargi þér,
slepptu þá takinu!"

  16:31:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1092 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu“ (Mk 12. 28-34)

SJÁ MEÐFYLGJANDI MYND

Í opinberun þann 2. maí 1962 sagði Jesús við ungversku karmelsysturina Erzebet Szanto, hinn mikla boðbera hinnar lifandi elsku loga Kristshjartans: „Hjarta mitt er hinn varanlegi hvíldarstaður þinn. Ef þú vilt hvílast hér er það þegar veitt þér. Þú finnur það er það ekki? Hvíldu í mér svo að þú valdir mér ekki sárum vonbrigðum! Vertu sameinuð mér í elskunni og leiddu aðra til mín. Þú veist hversu fá við erum. Það tekur ekki langan tíma að ganga í kringum tjaldbúð okkar.“

Æðsti prestur hins gamla sáttmála var forgildi Krists eins og lesa má um í Hebreabréfinu:

„Vér megum nú, bræður, fyrir Jesú blóð með djörfung ganga inn í hið Heilaga, þangað sem hann vígði oss veginn, nýjan veg og lifandi inn í gegnum fortjaldið, það er að segja líkama sinn. Vér höfum mikinn prest yfir húsi Guðs. Látum oss því ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum, sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum, sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni“ (Heb 10. 19-22).

Read more »

28.02.08

  20:37:52, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 86 orð  
Flokkur: Við brosum!

Ljós og myrkur

Benediktíni, Dominíkani, Fransiskani og Jesúíti sátu saman í herbergi og ræddust við.

Þá slokknaði ljósið svo að koldimmt varð í herberginu.

Benediktíninn fór að biðja því hann kunni tíðabænirnar utan að.

Dominíkaninn gerði grein fyrir guðfræðilegum mismun á ljósi og myrkri.

Fransiskaninn lofaði Guð fyrir að hafa skapað bæði ljósið og myrkrið.

En allt í einu kom ljósið á ný.

Jesúítinn hafði farið fram í ganginn og skipt um öryggi.

27.02.08

  09:29:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 43 orð  
Flokkur: Við brosum!

Of áköf í trúboðinu

Kaþólsk stúlka varð ástfangin af trúleysingja.

Hún lagði kapp á að snúa honum til kaþólskrar trúar

en var of áköf í trúboðinu

því það endaði með því að hann vildi verða prestur.

1 ... 11 12 13 ...14 ... 16 ...18 ...19 20 21 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog engine