Blaðsíður: 1 ... 10 11 12 ...13 ... 15 ...17 ...18 19 20 ... 46

17.04.08

  08:28:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 304 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Kristselskan felur í sér allar kallanir – Hl. Teresa af Jesúbarninu (Teresa litla), karmelnunna og kirkjufræðari

Að vera brúður þín, ó Jesús, að vera karmelíti og vera í sameiningu við þig til að verða að móður sálnanna, á þetta ekki að nægja mér? En sú er ekki raunin. Það leikur ekki nokkur vafi á því að í þessum þremur köllunum felst hin sanna köllun mín: Karmelíti, brúður og móðir. En ég finn aðrar kallanir hið innra með mér . . . Ég finn þörfina og þrána til að framkvæma mestu hetjudáðir fyrir þig, ó Jesús. Þrátt fyrir smæð mína vildi ég upplýsa sálirnar eins og spámennirnir og kirkjufræðararnir. Ég hef fengið köllun til að vera postuli. Ég vildi ferðast um allan heiminn til að predika nafn þitt og gróðursetja hinn dýrlega kross í jörð vantrúarinnar. En Ástmögur minn, ein köllun myndi ekki nægja mér. Ég vildi predika Fagnaðarerindið í öllum heimsálfunum fimm samtímis og jafnvel í fjarlægustu eylöndum. Ég vildi vera trúboði, ekki einungis í nokkur ár, heldur frá upphafi sköpunarinnar allt til loka aldanna . . .

Read more »

16.04.08

  10:25:35, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 304 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Maximilian (Max) Kolbe

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar

Maximilian (Max) Kolbe
(14. ágúst)

Maximilian Kolbe fæddist 7. janúar 1894 í Zdunska-Wola í Póllandi. Hann lagði fyrst stund á nám í hinum litla prestaskóla Fransiskana í Lwów (Lemberg) og gekk ásamt með eldri bróður sínum í reglu Fransiskana þann 4. september 1911. Árin 1912–1919 dvaldist hann í Róm og lagði stund á kristilega heimspeki og guðfræði. Þar var honum einnig veitt prestvígsla 1918. Í Róm stofnaði hann árið 1917 trúarlegan félagsskap sem hann nefndi “Militia Immaculatae”, til þess að vinna að sinnaskiptum syndara og trúleysingja og fór sú hreyfing brátt vaxandi. Þess vegna byggði Kolbe klaustrið Niepokalanów í nágrenni Varsjár og varð fyrsti yfirmaður þess. Þaðan starfaði hann þrotlaust að útbreiðslu hreyfingar sinnar og mánaðarrits hennar “Riddara hinnar flekklausu meyjar”. Árið 1930 fór hann til Japans, samkvæmt beiðni Píusar XI páfa, og þar stofnaði hann ásamt með fjórum reglubræðrum sínum trúboðsstöð nálægt Nagasaki. Eftir sex ára árangursríkt trúboðsstarf hélt hann aftur heim til Póllands.

Þegar önnur heimsstyrjöldin var skollin á, kom séra Maximilian Kolbe flóttamönnum og fórnarlömbum styrjaldarinnar til hjálpar, meðal þeirra mörgum Gyðingum. Hinn 17. febrúar 1941 var hann tekinn til fanga ásamt með fjórum reglubræðrum sínum og eftir stutta dvöl í fangelsi í Varsjá var hann fluttur í fangabúðirnar í Auschwitz. Þar tók hann á sig sök annars fanga og dó 14. ágúst 1941.

Séra Maximilian Kolbe var tekinn í tölu hinna sælu 17. október 1971 og í ársbyrjun 1983 lét Jóhannes Páll II páfi taka hann í tölu heilagra.

***********
Grein þessi birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í júlí / ágúst 2006.

  09:34:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 119 orð  
Flokkur: Bænalífið

Ákall til Heilags Anda

Kom þú, Heilagur Andi, og send ljósgeisla þinn frá himnum. Kom þú, Faðir fátækra, þú gjafari gæðanna, og ljós hjartnanna. Hjálparinn besti, ljúfi gestur sálarinnar, ljúfa hressing hennar. Hvíld hennar í erfiði, forsæla í hitum, huggun í sorgum. Þú blessaða ljós, lát birta til í hugskoti fylgjenda þinna. Án þinnar velvildar er maðurinn ekkert, án þín er ekkert ósaknæmt. Lauga það sem er saurgað, vökva það sem er þornað, græð það sem er í sárum. Mýktu það sem er stirnað, vermdu það sem er kólnað, réttu úr því sem miður fer. Gef fylgjendum sem treysta þér, þínar heilögu sjöföldu gjafir. Amen.

15.04.08

  22:57:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 656 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Skírn í Heilögum Anda

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

"Þrátt fyrir allt þetta var það ekki fyrr en eftir mína eigin líkamlegu lækningu, að ég fékk nýjan skilning á altarissakramentinu. Eftir að hafa hlotið "skírn í Andanum", upplifði ég andlega vakningu sem hjálpaði mér að sjá skírar hina miklu gjöf sem Drottinn hefur gefið okkur með altarissakramentinu og hinum sakramentunum.

Ef til vill er mörgu fólki ekki kunnugt um hugtakið "skírn í Andanum". Þetta hugtak er tekið úr ritningunum, sérstaklega öðrum og ellefta kafla Postulasögunnar.

Við tökum við gjöfum Andans í skírninni. Við tökum við Heilögum Anda allt okkar líf - þegar við göngum til altaris og þegar við meðtökum öll hin sakramentin.

Þetta er eins og að fá ………

Read more »

14.04.08

  22:38:31, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 316 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Aðeins Guð getur fyrirgefið syndir

Það er satt að aðeins Guð getur fyrirgefið syndir. Þess vegna hneyksluðust menn á Jesú þegar hann sagði: "Syndir þínar eru fyrirgefnar." Menn sögðu að hann guðlastaði, að hann gerði sig að Guði. En kaþólskir trúa því að hann sé Guð og geti því, hafi getað og muni geta fyrirgefið syndir. Kirkjan kennir að Jesú hafi komið í þennan heim til að frelsa mennina frá syndum og færa þeim eilíft líf, að hann hafi látið lífið á krossinum vegna synda mannanna.

……… kirkjan er líkami Krists á jörðinni og hún heldur starfi hans áfram. Það væri í ósamræmi við starf Jesú og guðdóm ef kirkjan hefði ekki sérstakt umboð til að fyrirgefa syndir.
Jesús hefur sagt: "Hverjum sem þið fyrirgefið syndirnar, þeim eru þær fyrirgefnar, og hverjum sem þér synjið, þeim er synjað."

Þarna setur Jesús sáttmála Guðs og manna og fær lærisveinunum umboð til að fyrirgefa syndir. Þetta umboð hefur síðan gengið að erfðum í vígsluröð kirkjunnar allt frá Jesú.

Kaþólski presturinn fær þetta umboð Jesú til að fyrirgefa syndir þegar hann er vígður.

Kirkjan kennir að sakramentin séu sérstakir náðarfarvegir Guðs til mannanna til að standa gegn synd og til að öðlast andlegan þroska. Sakramentunum er því oft líkt við næringu. Þau séu andleg næring. Enginn nærist einu sinni á ári. Því sé gott að neyta þeirrar næringar oft og reglulega til að fá styrk til að standa gegn hinu illa og auka andlegan þroska. Margir kaþólskir skrifta því regulega. Ef það er ekki gert er hætta á að samviskan gangi stöðugt lengra í málamiðlun sinni við hið illa, myrkvist og verði blind á mun góðs og ills. ………

  22:19:10, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 386 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Skoskur kardínáli varar við stofnfrumufrumvarpi á YouTube

Keith O'Brien kardínáli í Skotlandi hefur nýtt YouTube til að vara við frumvarpi bresku stjórnarinnar um stofnfrumur "Human Fertilisation and Embryology Bill". Í 5 mínútna löngu myndskeiði sem hann sendi öllum þingmönnum Bretlands endurtekur hann andstöðu sína við það að búa til frumublendinga manna og dýra. Sjá má erindi kardínálans hér:

Read more »

13.04.08

  14:58:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 175 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Líkamleg lækning og andleg

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"Margir koma til mín til þess að fá líkamlega lækningu og hafa engan áhuga á andlegri lækningu. Einu sinni hringdi maður í mig og sagði mér að hann væri mjög slæmur í fætinum. Ég svaraði, "Ég skal biðja með þér fyrir andlegri og líkamlegri lækningu."

Hann sagði, "Nei, þetta er allt í lagi. Hugsa þú ekki um andlegu lækninguna. Það er bara fóturinn á mér sem þarfnast lækningar."

Ég sagði við hann, "Þú þarft ekki fótinn þinn til að komast til himna, en þú þarft heilbrigða sál."

Fólk er ekki alltaf meðvitað um þörf sína fyrir andlega lækningu. Þetta skapar hættu fyrir fólk sem sinnir lækningum. Við getum orðið of spennt og upptekin af líkamlegri lækningu. Hún ætti að leiða okkur til andlegrar lækningar og dýpra sambands við Jesú."

http://www.sisterbriege.com/

  09:41:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 892 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Ekkert starf kirkjunnar er jafn mikilvægt og Kristselskan – hl. Jóhannes af Krossi, kirkjufræðari

Í Kristselskunni tökum við undir bæn Æðsta prests okkar, Krists Drottins, á Krossinum: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“ (Lk 23. 34). Við skulum heyra hvað hl. Jóhannes af Krossi hefur að segja um Kristselskuna:

Þar sem sálin hefur séð af öllu og gefist elskunni á vald, fæst andi hennar ekki við neitt annað. Hún snýr jafnvel baki við þeim verkum sem falla undir hið virka líf og því sem slíku er samfara til að uppfylla það eina sem Brúðguminn sagði að væri nauðsynlegt (Lk 10. 42). Þetta felst í árvekninni gagnvart Guði og að leggja rækt við elskuna í honum. Drottinn metur þetta og virðir svo mikið, að hann álasaði Mörtu þegar hún reyndi að draga Maríu frá honum þegar hún sat honum til fóta til að fá hana til að sinna öðrum verkum til að þjóna honum. Sjálf taldi Marta sér trú um að allt hvíldi á hennar herðum og María hefðist ekkert að vegna þess að hún dvaldi í nærveru Drottins (sjá Lk 10. 39-41). En þar sem ekkert verk er meira né háleitara en elskan, er hið gagnstæða sannleikanum samkvæmt. Drottinn heldur einnig upp vörnum fyrir brúðina í Ljóðaljóðunum og býður allri sköpun heimsins sem skírskotað er til með Jerúsalemdætrunum að hindra brúðina ekki í andlegum svefni elskunnar eða að vekja hana, svo að hún ljúki ekki upp augunum gagnvart neinu öðru fyrr en hún þrái slíkt sjálf (Ll 3, 5)

Read more »

12.04.08

  22:27:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 1003 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Að játast Guði

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

Fyrir nokkrum árum kom faðir lítillar níu ára stúlku að hitta mig. Hann var örvilnaður. Einkabarn þeirra hjóna var að deyja úr hvítblæði. Hann hafði heyrt að ég hefði verið notuð sem verkfæri Drottins til að gefa fólki með hvítblæði lækningu, sérstaklega börnum.

Hann sagði í örvæntingu sinni, "Ég hef reynt allt en ekkert hefur virkað. Ég reyndi jafnvel Jesú en hann virkaði ekki heldur, svo að nú er það undir þér komið."

Ég svaraði, "Ef þú gleymir að ég vinn aðeins fyrir Jesú, ………

Read more »

  08:05:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1098 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

„Að biðja fyrir fólki (þjóðum) er að úthella blóði sínu“ fyrir „allan Adam“

Kafli úr bókinni Heilagur Silúan starets á Aþosfjalli eftir Sophronij arkimandríta (bls. 54-56):

Undarlegt og óskiljanlegt er hið kristna líf í augum heimsins. Allt er hér þversagnakennt, allt gengur þvert á þær siðvenjur sem gilda í heiminum. Ekki er unnt að varpa ljósi á slíkt með orðum. Eina leiðin til að bera skyn á slíkt er að lúta vilja Guðs, með því að virða boðorð Krists: Að ganga þann veg sem hann benti okkur sjálfur á.

Eftir að Silúan hafði meðtekið þessa opinberun Drottins tók hann að ganga þann veg sem honum hafði verið leitt fyrir sjónir. Frá og með þessum degi varð hann „ljúflingssöngur“ hans, eins og hann komst sjálfur að orði:

Read more »

  07:35:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 77 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Maðurinn sér ekki vel nema með hjarta Kritstselskunnar – bæn

Heil sért þú María, full náðar Drottinn er með þér. Blessuð ert þú á meðal kvenna, og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús! Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, einkum sálunum í hreinsunareldinum, að þeim gefist að sjá hið Óskapaða ljós Krists. Úthell náð loga elsku þíns Flekklausa Hjarta, yfir Tíbet, Kína og alla heimsbyggðina, nú í upphafi nýrrar þúsaldar. Amen.

11.04.08

  20:57:41, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 140 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Hinir hjartahreinu taka á móti fagnaðarerindinu

"Litli prinsinn fór aftur að sjá rósirnar:

- Þið eruð alls ekki líkar minni rós, þið eruð ekkert ennþá, sagði hann við þær. Þið hafið ekki bundist neinum og enginn hefur bundist ykkur. Þið eruð eins og refurinn minn var. Hann var aðeins refur eins og þúsundir annarra refa. En ég hef gert hann að vini mínum og nú er hann einstakur í heiminum.

... Og hann sneri aftur til refsins:
- Vertu sæll, sagði hann.
- Vertu sæll, sagði refurinn.

- Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.
- Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum, endurtók litli prinsinn til þess að festa sér það í minni."

(Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry, bls. 61-62)

  13:17:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1089 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

Mongólska heimsveldið

TENGILL Á KORT

Okkur auðnast vart að skilja sögu Tíbet og Kína án þess að víkja nánar að Mongólska heimsveldinu. Mongólar voru lítt kunnur þjóðflokkur sem bjuggu í ytri Góbíeyðimörkinni á landsvæði sem nú nefnist Ytrimongólia. Þeir voru hirðingjar sem lifðu í ættarsamfélögum sem komu saman árlega til fundar, en urðu aldrei að einni eiginlegri þjóð, þrátt fyrir að kjósa sér forystumenn á þessum samkomum. Trúarbrögð þeirra beindust að himnaguði sem ríkti yfir náttúruöndum og guðum og það voru shamar eða töframenn sem sáu um samskiptin við hann.

Allt breyttist þetta svo skyndilega þegar styrkur og atkvæðamikill leiðtogi birtist á sjónarsviðinu: Nafn hans var Genghis Khan. Hann var kominn af fátæku alþýðufólki og fæddist einhvern tímann í kringum 1160 e. Kr. Honum tókst smám saman að sameina hin dreifðu mongólsku hirðingjasamfélög og 1206 var hann kjörinn sem hinn „mikli alheimsstjórnandi“ eða Gengis Khan. Hann tók þegar að skipuleggja Mongóla sem hernaðarveldi og tók að skattleggja ættarsamfélögin. Með her sínum sem hafði á að skipa 120.000 mönnum tókst honum að auka veg Mongóla til muna.

Read more »

10.04.08

  22:57:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 49 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Leyf mér að lifa.

Leyf mér að ganga inn í sólskinið.
Leyf mér að lifa.
Leyf mér að finna arma móður minnar umlykja mig.
Leyf mér að finna kærleika föður míns allt í kringum mig.
Leyf mér að vera hluti af sköpunarverki Guðs.

09.04.08

  10:30:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 852 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Ólafur helgi Noregskonungur

Á Norðurlöndum voru það konungarnir sem stóðu fyrir kristnitökunni og studdu hana. Þriðji píslarvotturinn á konungsstóli þeirra landa var Ólafur II Noregskonungur, fæddur 990, og höldum við minningarhátíð hans á sama degi og hinna fyrri. Víkingaferðirnar, sem hann tók þátt í sem ungur maður, komu honum í snertingu við kristinn sið. Kristindómurinn hafði svo djúp áhrif á hann að hann lét skírast í Rouen (Rúðuborg), Frakklandi.

Árið 1015 sneri hann aftur til Noregs, sameinaði landið með hernaði og samningum og lét krýna sig til konungs yfir öllum Noregi. Samtímis studdi hann markvisst og styrkti kristilegt trúboð í landinu.

Ýmsum norskum ættarhöfðingjum féll illa of mikill strangleiki hans og pólitísk markmið, og skipulögðu ………

Read more »

08.04.08

  12:06:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 1279 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Knútur Danakonungur

Knútur var sonur Sveins konungs sem ríkti í Danmörku 1047-1074. Þegar konungurinn dó völdu Danir fyrst Harald sem eftirmann hans. Þegar hann dó 1080, tók Knútur (fjórði konungur Dana með því nafni) við konungdómi.

Á hinum skammvinna stjórnartíma sínum lét hann boða kristna trú í Kúrlandi, Samogitíu og Litháen. Knútur sótti fast að efla konungsvaldið gegn aðlinum og bæta hina veiku stöðu kirkjunnar í Danmörku. Hann skipaði biskupa til þess að leysa hina veraldlegu aðalsmenn af hólmi og hann reyndi að bæta fjárhagsstöðu kirkjunnar með því að leggja á tíund. Þá kom hann örlátlega á fót líknarstofnunum til þess að bæta álit kirkjunnar meðal Dana. Líf hans, ekki aðeins hið pólitíska heldur einnig hið persónulega, einkenndist af ………

Read more »

07.04.08

  19:36:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 694 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Eiríkur helgi Svíakonungur

Heimildir eru mjög fáorðar um ævi og dauða þessa unga konungs, að því frátöldu sem sagt er frá honum í ævisögu hans sem skráð var á 13. öld. Hann mun hafa setið á konungsstóli Svía um miðja 12. öld. Um hann er sagt að hann hafi verið dyggðugur, trúaður og þegnum sínum góður konungur. Hann tókst á hendur krossferð gegn Finnum, ásamt með Henriki biskupi sínum, bæði til þess að efla áhrif Svía þar í landi og útbreiða kristinn sið. Hann bar sigurorð af Finnum er hann hélt heim til Svíþjóðar. Eiríkur átti þó ekki aðeins vini, heldur einnig ………

Read more »

  18:15:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 491 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða, Tíbet: Ákall frelsisunnandi þjóðar

Tíbet og sjálfsstjórnarvæðin - kort á íslensku

TENGILL Á KORTIN

Hér birti ég kort af Tíbet og tíbezku stjálfsstjórnarsvæðunum. Satt best að segja var ekki hlaupið að því að vinna þessi kort. Flest kort af Tíbet (á vefnum) koma frá stjórnvöldum í Bejing með fölsuðum landamærum sem koma til móts við landakröfur kínversku ógnarstjórnarinnar.

Í þessu sambandi vil ég minna lesendur á að í 3500 ára sögu Tíbets sem sjálfstæðs ríkis hefur landið einungis verið undir stjórn Kínverja í 49 ár – og það ekki samfellt. Innrásir Gúrkha frá Nepal 1724 og að nýju 1792 urðu þess valdandi að Tíbetar leituðu hernðaðaraðstoðar Kínverja 1792 og skipuðu þeir í kjölfarið amban“ (eins konar sendiherra) sinn í Lhasa. Kínversku Mansjúarnir sem á þessum tíma voru komnir á fallandi fót gripu þetta tækifæri til að reyna að skerða sjálfstjórnarrétt Tíbeta árangurslaust.

Um miðbik nítjándu aldar dró mjög úr áhrifum Kínverjar í Tíbet sem sjálfir höfðu öðrum hnöppum að hneppa heima fyrir. Svo var komið 1912 að Tíbetar birtust í samfélagi þjóðanna sem fullvalda þjóð og þrátt fyrir viðleitni af hálfu Kuomintang flokksins kínverska til að seilast til áhrifa í Tíbet bar það engan árangur.

Read more »

06.04.08

  22:19:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 94 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Systir Briege og móður Teresa

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

" ……… Ég spurði einu sinni móður Teresu hvað henni fyndist vera stærstu skilaboðin sem ég gæti gefið prestum. Hún brosti, tók um hönd mína og sagði, "Systir Briege, segðu þeim að þeir verði að biðja Jesú að gefa þeim hjarta sitt til að elska með. Segðu þeim að þeir verði að vera menn kærleikans, að þeir verði að elska syndarann, ekki syndina."………"

http://www.sisterbriege.com/

05.04.08

  22:30:41, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 418 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Að snerta Jesú í altarissakramentinu

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"……… saga um ungan prest. Hann hringdi í mig, mjög kvíðinn og hræddur. Hann hafði nýverið komist að því að hann hafði krabbamein í raddböndum og þurfti að láta fjarlægja raddböndin innan þriggja vikna. Hann sagðist vera örvæntingarfullur. Hann hafði aðeins verið vígður í um sex ár.

Á meðan ég bað með honum fann ég að Drottinn vildi að ég talaði við hann um altarissakramentið. Ég sagði við hann, "Faðir, ég gæti beðið með þér, og ég mun gera það, en hittir þú ekki Jesú í morgun? Hittir þú hann ekki á hverjum degi?" ………

Read more »

04.04.08

  15:19:59, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 469 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Upprisubrúin

Í Recife, höfuðborginni í fátækasta hluta Brasilíu, hafa nokkrar systur sest að í "favelunni". Favelan er fátækrahverfið. Þar býr fólk í kofum og hreysum, sem tjaslað er saman úr pappakössum, blikkplötum, spýtnarusli og hverju því, sem það hefur fundið. Í þessum skúrum er ekkert vatn, ekkert frárennsli og ekkert rafmagn. Systurnar búa við sömu kjör og hitt fólkið og lifa eins og það. Ef þær geta krækt sér í eitthvað að gera á milli, eiga þær peninga fyrir mat. Annars ekki. Alveg eins og hinir íbúarnir.

"Við viljum bara vera hérna", segja systurnar. "Við viljum sýna fólkinu að við og það séum samskonar fólk." Þegar fólkið kemur til okkar og spyr: "Hvað eigum við að gera?" þá segjum við: ………

Read more »

03.04.08

  07:59:34, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 454 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Ef maðurinn gerir ekki ráð fyrir Guði, verður hann sjálfur að spurningu sem ekkert svar finnst við.

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(1. k.)

Heimspekin lýsir manninum þannig að hann sé "opinn vera", sem sé að hann fari sífellt fram úr sjálfum sér yfir í nýja framtíð. Tómas Akvínas, guðfræðingur sem upp var á miðöldum, sagði að maðurinn gæti færst hið óendanlega í fang. Útheimtir tilvera slíkrar viðleitni og þrár ekki beinlínis aðra vídd, sem nær út fyrir jarðneska tilveru okkar, "hinn helminginn", sem er lífi okkar svo nauðsynlegur að án hans yrði það einskisvert? Án hans mætti með réttu segja að lífið væri tilgangslaust. Það sem þá vantar er hið takmarkalaus, eða nánar tiltekið hinn óendanlegi. …………

Read more »

  02:38:35, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1208 orð  
Flokkur: Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Frumvarp um tilraunir og gernýtingu á fósturvísum samþykkt eftir sáralitlar umræður á Alþingi Íslendinga

Það er með þungum hug, sem upplýsa verður lesendur Kirkjunetsins um þá hryggilegu staðreynd, að róttækt frumvarp um árásir á fósturvísa mætti engri mótspyrnu á Alþingi og var afgreitt þaðan endanlega mánudaginn 31. marz. Ekki einn einasti þingmaður sá sóma sinn í því að standa gegn frumvarpinu, og höfðu þó ýmsir andmælt því, m.a. herra Karl biskup Sigurbjörnsson með góðum rökum og fleiri sem sendu um það umsagnir ...

Read more »

02.04.08

  22:44:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Við brosum!

Svona ljótur er ég þó ekki!

Eitt sinn, þegar fjöldi fólks þyrptist að Píusi páfa IX, tróð sér maður fram úr hópnum og rétti feimnislega að honum lítið málverk í þeirri von að hann gæti fengið hinn heilaga föður til að árita það.

Píus tók við málverkinu, sá að það átti að vera af honum en var algerlega misheppnað.

Ólýsanlegt bros færðist yfir andlit hans um leið og hann sagði:

“Ljótur er ég, sonur minn, en svona ljótur er ég þó ekki!”

Síðan tók hann penna og skrifaði neðst á málverkið orðin sem Frelsarinn mælti við lærisveina sína eftir upprisuna til að róa þá, því þeir óttuðust að hann væri afturganga:

“Ego sum, nolite timere.”

Það merkir: “Þetta er ég, óttist ekki!”

01.04.08

  23:25:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 310 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Hefur lífið einhvern tilgang?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(1. k.)

……… Við farmiðasöluna stendur maður og biður um farmiða aðra leiðina á fyrsta farrými. Bara aðra leiðina á fyrsta farrými, annað ekki. Honum virðist vera sama hvaða leið verði farin og hvert. Bara að hann geti ferðast á fyrsta farrými! Maðurinn hlýtur að vera að gera að gamni sínu, hugsum við. En auðvitað skeður þetta ekki í alvöru. Samt er til fjöldi manna sem hagar sér svona í reyndinni. Þeim er það aðalatriði að vel fari um þá, að þeir njóti góðrar stöðu, að þeir hafi fastar tekjur - en þeim er alveg sama hvert leiðin liggur.

En samt eru þeir menn í miklum meirihluta, sem gera sig ekki ánægða með þetta. Þeir hika við að stíga upp í farartækið þótt á því standi "1. farrými" ef þeir vita ekkert annað. Þeir vilja fá að vita hvert ferðinni sé heitið og hvort það borgi sig, þegar á allt er litið, að fara þessa för.

En vitum við í raun og veru, til hvers við lifum hvert leið okkar liggur eða hvort líf okkar hafi í rauninni einhvern tilgang? Svörin, sem við fáum við þessum spurningum, eru margvísleg á okkar tímum og oft rekast þau hvort á annað.

Nútímamaðurinn ver skoðanir sínar af meira sjálfstæði en menn fyrri alda. En þótt furðulegt sé er hann um leið haldinn meiri óvissu þegar um er að ræða spurningarnar um lífið sjálft og tilgang þess. Þá leikur ekki aðeins vafi á, hverju svara skuli, heldur eru menn í vafa um, hvort hægt sé yfirleitt að svara slíkum spurningum. ………

31.03.08

  23:38:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 612 orð  
Flokkur: María Guðsmóðir

Uppnumning Maríu

Uppnumning Maríu til himna er ein elsta Maríuhátíðin.

Uppruna hennar má rekja til þess tíma er Jerúsalem var endurreist sem helg borg, á tímum rómverska keisarans Konstantíns en hann lést um árið 337.

Eftir byggingu kirkju hinnar heilögu grafhvelfingar árið 336, var farið að lagfæra og endurbyggja hina helgu staði og fólkið í Jerusalem fór að halda upp á atburði úr lífi Jesú Krists og Maríu meyjar. Um tíma var hátíðin, sem kölluð var "Minning Maríu", aðeins haldin í Palestínu, en breiddist síðar
til allra kirkna í austri.

Á sjöundu öld, var farið að halda þessa hátíð með nafninu "svefn Guðsmóður". Seinna var nafninu breytt í "uppnumning
Maríu til himna."

Sú trú, að María hafi verið uppnumin til himna var ………

Read more »

30.03.08

  21:07:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 329 orð  
Flokkur: Bænir

MISKUNNAR RÓSAKRANSINN

Faðir vor - einu sinni:
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn; komi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð; og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum; og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Amen.

Þá kemur Maríubæn - einu sinni:
Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna; og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.
Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Síðan postullega trúarjátningin - einu sinni:
Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Eftir þennan inngang hefst hin eiginlega miskunnarbæn.
Við stóru perlurnar er beðið - einu sinni:
Eilífi Faðir, ég fórna þér líkama og blóði, sálu og guðdómi þíns heitt elskaða sonar, Drottins vors Jesú Krists, til þess að öðlast fyrirgefningu synda vorra og synda alls heimsins.

Við litlu perlurnar er beðið - tíu sinnum:
Vegna þungbærra þjáninga hans, miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

Við lok talnabandsins er endurtekið þrisvar:
Heilagi Guð, heilagi sterki Guð, heilagi ódauðlegi Guð,
miskunna þú oss og gjörvöllum heimi.

29.03.08

  22:29:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 233 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Faustína

Árið 1905 fæddist í Póllandi stúlka, sem fékk nafnið Helena Kowalska. Hún var þriðja barn foreldra sinna, en þau eignuðust tíu börn. Helena hlaut gott kristilegt uppeldi, elsku til Guðs og virðingu fyrir öðrum mönnum. Allt líf hennar einkenndist síðan af þessum dyggðum.

Tvítug að aldri gekk Helena í reglu Systra af vorri Frú miskunarinnar. Þar hlaut hún nafnið systir María Faustína. Í þessu samfélagi eyddi hún þeim þrettán árum sem hún átti eftir ólifað. Áköf elska og kærleikur til Guðs og manna leiddi hana upp á tind sjálfsfórnar og hetjulundar. Einkennandi fyrir líf systur Faustínu var hollusta hennar við hina guðlegu miskunn og traust á Jesú, sem hún lagði sig fram um að glæða hjá þeim sem kynntust henni.

Jesús birtist systur Faustínu alloft. Eitt sinn heyrði hún rödd sem sagði:"Dóttir mín, vertu iðin við að færa í letur hvert orð, sem ég segi þér og varðar miskunn mína af því að það er ætlað mörgum sálum, sem njóta munu gagns af því."

Systir Faustína lést 5. október árið 1938 og var tekin í tölu heilagra, Miskunnar Sunnudaginn 30. apríl árið 2000.

Heilög Faustína, bið þú fyrir oss.

  08:43:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1752 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða, Tíbet: Ákall frelsisunnandi þjóðar

Lifi frjálst Tíbet!!!

Enn í dag minnumst við hins frækilega hlaups Feidippídesar frá vígvellinum á Maraþonsléttunni á Attíkuskaganum í Grikklandi til Aþenu eftir orustuna við Persa (490 f. Kr). Fróðir menn segja að fjarlægðin sé 42, 2 kílómetrar. Hann flutti Aþeningum sigurtíðindin um að Grikkir hefðu sigrað her Kýrusar Persakeisara og hné síðan andvana niður. Maraþonhlaup var ein þeirra greina sem tekin var upp þegar Olympíuleikarnir voru endurreistir 1896 til minningar um þennan atburð.

Persum sveið ósigurinn mjög gegn þessari örverpisþjóð og því snéri Xerxes Peraskeisari til baka með her sem skipaður var meira en 100.000 vígamönnum auk mikils flota. Grikkir brugðust þannig við að mynda Hellenska bandalagið og í því bundust höfuðandstæðingarnir, Aþena og Sparta, fastmælum um að sigra her Persa. Faðir sagnfræðinnnar, Heródótus, greinir okkur frá því að fyrir herförina á hendur Grikkjum hafi Xerxes viljað kynnast hugarfari væntanlegra andstæðinga sinna. Honum var meðal annars greint frá Olympýuleikunum sem Grikkir héldu á fjögurra ára fresti og voru í reynd grundvöllur gríska tímatalsins. Þá vildi hann vita hver sigurlaunin væru. Þegar keisarinn heyrði að það væru hvorki gull né dýrir steinar heldur lárviðrasveigur varð honum ljóst, að hér væri við frelsisunnandi hugsjónamenn að ræða og að asnar hlaðnir gulli kæmu til lítils: Að slík þjóð létu ekki múta sér með glóandi gulli þegar frelsið lægi að veði.

Read more »

28.03.08

  21:03:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 512 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Teresa frá Lisieux

Heilög Teresa frá Lisieux er mjög vinsæll dýrlingur rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hún fæddist 1873 og lést 1897. Hún var frönsk karmelnunna og er einnig þekkt undir nafninu „Hið litla blóm Jesú.“

Þegar hún fæddist í Alençon Frakklandi var henni gefið nafnið Thérèse Martin. Hún var strax í barnæsku mjög trúrækin og gekk í Karmelklaustrið í Lisieux 15 ára gömul. Árið 1893 var hún skipuð til að hafa umsjón með nunnuefnum klaustursins, þar sem hún dvaldi ævilangt.

Heilög Teresa hagaði lífi sínu í samræmi við það sem hún kallaði …

Read more »

27.03.08

  21:25:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 135 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kínverskir embættismenn staðfesta viðræður við Páfagarð

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að talsmenn kínverskra stjórnvalda hafi staðfest að þeir eigi í viðræðum við Páfagarð með það að markmiði að bæta sambandið og koma á stjórnmálasambandi. „Kínverjar setja tvö skilyrði. Áður en unnt verði að koma á stjórnmálasambandi verður Vatíkanið að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan og viðurkenna rétt Kínverja til að stjórna aþjóðasamskiptum kaþólsku kirkjunnar þar“. Í fréttinni kemur fram að Páfagarður sé reiðubúinn að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan en geti ekki sætt sig við yfirráð „aðila sem hefur verið þröngvað upp á“ kirkjuna.

Kaþólska kirkjublaðið 18. árg. 4. tbl. bls. 8.

  19:58:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 240 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Kærleikur Guðs til mannkynsins

Boðskapur Drottins vors Jesú Krists til heimsins — fagnaðarerindi guðspjallanna — opinberar okkur hinn gríðarmikla kærleika Guðs til mannkynsins; kærleika sem er svo mikill að hann er ólýsanlegur. Heilagur Jóhannes guðspallamaður segir þetta með einföldum hætti þegar hann skrifar: „Guð er kærleikur“.

Þessi kærleikur Guðs til mannkynsins kemur hvað skýrast fram í holdtekjunni þegar önnur persóna hinnar Háheilögu Þrenningar gerðist maður. „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn“.

Þessi ólýsanlegi kærleikur Guðs til okkar krefst viðbragða af okkar hálfu. Þegar við komumst að raun um að Guð er miskunnsamur kærleikur, finnum við fyrir löngun til að fara til hans og gerum það af fyllsta trausti. Smám saman breytist þetta traust í kærleika.

Þannig hefst kærleikur okkar til Guðs með kærleika hans til okkar. Ég elska Guð því hann elskar mig. Við verðum að vaxa í kærleika til Guðs á hverjum degi. Þetta er mikilvægt atriði, annars glötum við því stöðuglyndi sem við þurfum á að halda til að vaxa í vináttu við Guð. Ef það gerist missum við auðveldlega sjónar á Guði og hættum að vaxa í heilagleika.

Heilagur Jóhannes af krossi, einn mesti dýrlingur Karmelreglunnar, skrifaði eitt sinn: „Einungis kærleikur getur endurgoldið kærleika“.

26.03.08

  12:19:30, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 892 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Gianna Beretta Molla (1922-1962)

Gianna Beretta fæddist í Magenta (Mílanó) 4. október árið 1922. Strax sem ung stúlka tók hún á móti gjöf trúarinnar af fúsum vilja, svo og hinni ágætu kristnu fræðslu sem hún hlaut hjá sinum góðu foreldrum. Þetta átti sinn þátt í því að Gianna leit á lífið sem einstaka gjöf frá Guði. Þá leiddi þetta til þess að hún öðlaðist sterka trú á guðlega forsjón ………

Read more »

25.03.08

  18:56:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 332 orð  
Flokkur: Lífsvernd

"Á ég að gæta bróður míns?”

Kafli úr Evangelium Vitae

8 ……… Við rætur hvers ofbeldisverks gegn náunganum er eftirlátssemi gagnvart “hugsun” hins illa, hans sem var “manndrápari frá upphafi” (Jh 8:44). Eða eins og Jóhannes postuli minnir okkur á: “Því að þetta er sá boðskapur sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn” (1Jh 3:11-12). Dráp Kains á bróður sínum við sjálfa dögun sögunnar er þannig dapur vitnisburður um hvernig hið illa breiðist út með ótrúlegum hraða: í kjölfar uppreisnar mannsins gegn Guði í hinni jarðnesku paradís kemur hinn banvæni hildarleikur manns gegn manni.

Eftir glæpinn skerst Guð í leikinn til að hefna hans sem var drepinn. Í stað þess að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar frammi fyrir Guði sem spyr hann um afdrif Abels er Kain hrokafullur og sneiðir hjá spurningunni: “Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?” (1M 4:9) “Það veit ég ekki”: Kain reynir að fela glæp sinn með lygi. Þetta var og er enn tilfellið þegar alls kyns hugmyndafræði reynir að réttlæta og leyna grimmilegustu glæpum gegn mannlegum sálum. “Á ég að gæta bróður míns?” Kain kýs að hugsa ekki um bróður sinn og neitar að taka á sig þá ábyrgð sem hver og einn hefur gagnvart öðrum. Við getum ekki annað en leitt hugann að þeirri tilhneigingu í dag að fólk skuli hafna því að taka á sig ábyrgð vegna bræðra sinna og systra. Einkenni í þessa átt felur í sér skort á samstöðu með veikustu meðlimum þjóðfélagsins – svo sem hinum öldruðu, hinum vanburða, innflytjendum og börnum – og tómlætið sem iðulega má finna í samskiptum milli þjóða heims jafnvel þegar grundvallargildi eins og sjálfsbjargarviðleitni, frelsi og frið er um að tefla.

24.03.08

  11:39:23, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 550 orð  
Flokkur: Prédikanir

Hátíð hinnar guðlegu miskunnar

Á þessari hátíð hinnar guðlegu miskunnar minnumst við hins óendanlega kærleika og miskunnar Guðs, sem hann úthellir yfir heiminn.

Hátíð hinnar guðlegu miskunnar býður okkur að líta á Guð sem uppsprettu raunverulegs friðar, sem okkur stendur til boða fyrir upprisinn Drottin okkar Jesú. Benjar hins upprisna og dýrlega Drottins eru varanlegt tákn um miskunnsaman kærleika Guðs fyrir mannkyninu. Úr sárum hans streymir eins konar andlegt geislun sem varpar ljósi á samvisku okkar og veitir okkur huggun og von.

Í dag förum við, ásamt fjölda manns um allan heim, með orðin: "Jesús, ég treysti á þig!" Við þörfnumst þessarar guðlegu miskunnar, sem Drottinn útskýrði fyrir pólsku nunnunni, heilagri Faustínu Kowalska, fyrir meira en hálfri öld.………

Read more »

1 ... 10 11 12 ...13 ... 15 ...17 ...18 19 20 ... 46

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

  XML Feeds

blog engine