Blaðsíður: 1 ... 35 36 37 38 39 40 ...41 ...42 44 46

09.02.06

  22:40:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 256 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Páfinn, Önnur trúarbrögð

Páfagarður fordæmir myndbirtingarnar og ofbeldið

Páfagarði, 5. feb. 2006 (Zenit.org). Páfastóll fordæmdi birtingu skopmynda af Múhameð spámanni sem birst hafa í vestrænum fjölmiðlum sem og ofbeldisfull viðbrögð í hinum múslimska heimi.

Í óundirritaðri yfirlýsingu frá fréttastofu Páfagarðs sem gefin var út sl. laugardag segir: "Frelsi til hugsana og tjáningar, sem staðfest er í Mannréttindasáttmálanum getur ekki falið í sér rétt til að meiða trúarlegar tilfinningar fólks. Þetta á við um öll trúarbrögð". "Fjölbreytileiki kallar á andrúmsloft gagnkvæmrar virðingar og friðarhug milli manna og þjóða".

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:21:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1060 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Lífsmenning ljóss og elsku eða dauðamenning?

Kæru bræður og systur! Um aldir hefur orðið hin stríðandi kirkja á jörðu verið haft um hönd í kaþólskri guðfræði. Með kaþólskri guðfræði á ég við guðfræði rómversk kaþólsku kirkjunnar og Rétttrúnaðarkirkjunnar. Við tölum einnig um hina sigrandi kirkju himnanna, samfélag heilagra á himnum, og hina líðandi kirkju eða kirkju þjáninganna í hreinsunareldinum (Austurkirkjan í eldinum). Þetta samfélag myndar eina órofna heild og fyrri limirnir tveir bera statt og stöðugt fram fyrirbænir fyrir kirkju þjáninganna í eldinum eilífa. Þetta er það lífssamfélag sem Endurlausnarinn lagið grundvöllinn að í holdtekju sinni á jörðu og þar er hann höfuð líkamans. Kirkjan er því ekki „grasrótarhreyfing“ eins og einn fylgjenda endurskoðunarguðfræði póstmódrnismans komst að orði. Hún lýtur valdi Drottins Jesú Krists af auðmýkt. Kristur er konungur kirkjunnar, við hins vegar þegnar hans.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.02.06

  10:44:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 847 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Panhagían (Hin Alhelga)

Þegar hl. Silúan frá Aþosfjalli (1866-1938) var ungur maður var hann sterkbyggður og stæðilegur. Iðulega sat hann á þorpskránni og að eigin sögn gat hann hesthúsað þremur brúsum af vodka á kvöldi, án þess að verða meint af. Að minnsta kosti taldi hann sér sjálfum trú um þetta. Svo kom hún, Panhagían, Guðsmóðirin, óvænt til hans og sagði við hann byrstri röddu: „Mér fellur það illa, Simeon (þetta var skírnarnafn hans) hvernig þú hagar þér!“

Eftir að hafa gegnt herþjónustu í lífvarðadeild tsarsins í St. Pétursborg með sóma, snéri hann heim þar sem hann dvaldist í viku með fjölskyldu sinni, áður en hann hélt til Aþosfjalls þar sem hann dvaldi alla ævi sem munkur og varð afar helgur maður.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.02.06

  21:27:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1620 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

ALLAH MEHABA (Guð er kærleikur)

Fyrir fjölmörgum árum stóð ég í bréfaskriftum við afar fjölfróðan jesúítaföður í Alexandríu í Egyptalandi. Nafn hans er Henry Boulad S. J. Jesúítarnir í Alexandríu hafa hvað eftir annað staðið í samræðum (dialog) við íslamska guðfræðinga og þekkja því trúarafstöðu þeirra vel. Þeir hafa rekið menntaskóla í nokkra áratugi í Egyptalandi. Í kristindóminum opinberar Guð sjálfan sig í mennskri mynd, staðreynd sem hljómar eins og argasta guðlast í eyrum íslamskra guðfræðinga. Þeir vara fylgjendur sína við að leggja eyra að slíku guðlasti, þessa lítillækkun á almáttugum Guði. Og múslimar fullyrða engu að síður að Guð sé kærleikur! Þetta er það sem faðir Boulad heyrði með eigin eyrum sheikinn segja við nemendur sína í morgunbænunum. Ég gef honum orðið:

Þetta er það sem ég heyri þennan morgunn á Nílarbökkum með eigin eyrum:

„ALLAH MEHABA“ (Guð er kærleikur).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.02.06

  15:18:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1548 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um viðræður milli trúar, vísinda og veraldarhyggju (secularism)

Um miðjan janúar s.l. lagði Benedikt páfi XVI áherslu á viðræður milli trúar og vísinda annars vegar og veraldarhyggju (secularism) hins vegar. Mig langar þannig að víkja örlítið að viðræðum kirkjunnar og stjarneðlisfræðinnar um heimsmyndunarfræðina (cosmology). Árið 1989 var Alheimsþing stjarneðlisfræðinga þannig haldið í Vatíkaninu. Ástæðan er sú að á þessu sviði eiga kirkjan og vísindin samleið. Benedikt páfi er þannig einungis að feta í fótspor forvera síns, Jóhannes Páls páfa II. Bandaríski stjarneðlisfræðingurinn Robert Jastrow hefur komist vel að orði í þessu sambandi: „Nú sjáum við að staðreyndir stjörnufræðinnar falla að afstöðu Biblíunnar til sköpunar heimsins. . . Fjölmargir vísindamenn sætta sig ekki við að heimurinn hafi orðið til með þessum hætti. Guðfræðingar eru í hæsta máta ánægðir með þær sannanir sem leiða í ljós að alheimurinn átti sér upphaf, en stjörnufræðingarnir bregðast undarlega við. Viðbrögð þeirra varpa athyglisverðu ljósi á hina vísindalegu hugsun – sem krafist er að sé óhlutbundin – þegar staðreyndir sem vísindin sjálf hafa uppgötvað rekast á grunvallaratriði trúarjátningar okkar.“ Við getum einnig orðað þetta öðruvísi: Vantrú og guðsafneitun (atheism) er einungis ákveðið afbrigði trúar sem játar að Guð sé ekki til.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  13:39:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 411 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Hún blessaða Bernadetta okkar frá Lourdes

Þessi grein féll niður við flutning skráa yfir á nýtt vefsetur. Hún var skrifuð þann 22. janúar s.l.

Í gærkveldi, rétt áður en ég fór að sofa, efndi Drottinn til óvæntra
veisluhalda í sál minni. Ég sá afar athyglisverða mynd á National
Geography Channel í sjónvarpinu. Myndin heitir: The Beautiful Dead.

Þar gafst að líta fjölmörg dæmi um heilagt fólk sem hafið hefur verið
upp yfir lögmál jarðneskrar tilveru og er jafn fallegt eins og þegar það
dó. Hl. Margrét hefur legið þannig í 700 ár, án þess að hafa verið
smurð. Blessunin hún Margrét var lögð til hvíldar í grafhvelfingu ásamt
fjölmörgum öðrum sem sofnaðir voru í Kristi. Utan hennar einnar er allt
þetta hold orðið að dufti fyrir mörg hundruðum ára!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  12:59:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 279 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Lög gegn trúhatri samþykkt í breska þinginu

LONDON 4. feb. 2006 (Zenit/ICN).
Lagafrumvarp gegn trúhatri var samþykkt í breska þinginu með eins atkvæðis mun 31. jan. sl. eftir miklar umræður. Skv. lögunum er óheimilt að stuðla að hatri með tilliti til trúar, hvort sem er í töluðu máli eða skrifuðu, opinberlega eða í einkalífi. Þetta er þriðja tilraun stjórnarinnar síðan 2001 að koma á svona lögum.

Samkvæmt þeim er sá einn brotlegur sem með ásetningi viðhefur ógnanir í garð trúarhópa, en niðrandi ummæli eða móðganir teljast ekki brotleg. Sálnaveiðar, umræða, gagnrýni, móðganir og háð gegn trú telst ekki vera brot á lögunum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.02.06

  21:50:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1043 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Dálítið um pólitíska slagsíðu

Sumir vina minna telja að ég hafi gert mig sekan um pólitíska slagsíðu í skrifum mínum á Kirkju.net. Þeir óttast að ég sé orðinn að hægri sinnuðum öfgamanni, jafnvel falangista vegna tengsla minna við Spán. Þeir þurfa ekki að óttast slíkt. Leyfið mér að útskýra mál mitt.

Sem kaþólskur maður aðhyllist ég þá efnahagsstjórn sem Heilagur Andi boðaði frumkirkjunni: En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt (P 4. 32).

Þetta er sameignarstefna Heilags Anda og það guðsríki (theocracy) sem hann boðar á jörðu. Sérfræðingar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa komist að þeirri niðurstöðu, að jörðin gæti auðveldlega brauðfætt 35-50 milljarði íbúa og engin þyrfti að líða skort: Ekkert barn þyrfti að sofna á kvöldin á svangan maga eða verða hálf vanvita sjö ára gamalt sökum skorts á eggjahvítu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  21:35:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 274 orð  
Flokkur: Sakramentin

Hversu mörg eru sakramentin?

Hversu mörg eru sakramentin? Svarið við þeirri spurningu tekur mið af því hvaða kirkjudeild átt er við með spurningunni. Ef spurt er um rómversk kaþólsku kirkjuna og orþodoxar kirkjudeildir þá er svarið að þær eru með sjö sakramenti:

1210. (1113) Kristur stofnsetti sakramenti hins nýja lögmáls. Þau eru sjö: skírn, ferming (eða biskupun), evkaristían, skriftir, smurning sjúkra, helgar vígslur og hjónaband. Sakramentin sjö snerta öll stig og allar mikilvægar stundir kristilegs lífs:1 þau leiða af sér fæðingu og vöxt, græðingu og erindi hins kristna trúarlífs. Þannig er viss líking með þróunarstigum náttúrlegs lífs og hins andlega lífs. [1]

Hin evangelísk - lútherska þjóðkirkja og aðrar mótmælendakirkjur eru aftur á móti með tvö sakramenti. Einar Sigurbjörnsson prófessor segir á vísindavefnum:

Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt:

"Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarðneskt efni samkvæmt orði sínu."

Að skilningi þjóðkirkjunnar og annarra mótmælendakirkna eru það aðeins tvær athafnir sem standast þessa skýrgreiningu og þær eru annars vegar skírn og hins vegar heilög kvöldmáltíð eða altarissakramentið. [2]

RGB/Heimildir
[1] Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar http://mariu.kirkju.net
[2] Vísindavefur HÍ. http://visindavefur.hi.is

  19:57:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1625 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Vorvindar breytinga?

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, komst svo að orði s.l. sumar í fjölmiðlum: „Guðlaus kapítalismi er ekki hætis hót skárri en guðlaus kommúnismi.“ Davíð er einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnunum á Íslandi á tuttugustu öld og verður minnst sem slíks í sögunni. Davíð var einn þeirra fágætu stjórnmálamanna sem hafði einnig „pólitískt innsæi“ til að bera. Meðal annars hafði hann horn í síðu „skriffinnanna“ í Efnahagsbandalaginu: Hann vantreysti þeim.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  19:53:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 499 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Skaftahliðarfárið

Það var Jónas Kristjánsson sem sem varð fyrstur manna til að nota orðið „kranablaðamennska“ yfir það óráð sem þjakar strákana og stelpurnar í Skaftahlíðinni. Satt best að segja virðist Sigurður Tómasson vera sá eini í þessari aftökusveit almennrar skynsemi og dómgreindar sem haldið hefur sönsum. Mikill er munurinn á þessu hitasóttarfári og þeim vinnubrögðum sem ég kynntist í eldgamladaga þegar ég starfaði við stærsta dagblað Þýskalands. Þá störfuðu þar 3000 manns, þar af 600 blaðamenn, eða álíka mikill fjöldi eins og í Blaðamannafélagi Íslands. Vinnubrögðin voru slík, að þýsku fréttaritararnir í Kaupmannahöfn stafsettu jafnvel íslensk manna- og staðanöfn rétt. Hins vegar tel ég El Pais á Spáni bera höfuð og herðar yfir önnur evrópsk blöð síðustu tvo áratugina fyrir vandaðan og gagnrýnin fréttaflutning. Það voru einmitt þessi vönduðu vinnubrögð blaðsins sem felldu stjórn Aznars illu heilli þegar sósíalfasistarnir komust óvænt til valda í landinu (Það er ljótt að skrökva). Eins og gegndi um skoðanabræður þeirra í Sovétríkjunum sálugu, hafa þessi „frjálslyndu öfl“ hamast við það síðan að afnema kristinn rétt úr spænskri löggjöf. Hér er um skæða farsótt að ræða, eins konar afbrigði andlegrar fuglaflensu. Hinir heilögu feður nefndu þetta hins vegar andlegt bindingarvald myrkraaflanna. Ég er þeim sammála. Þetta er skæður sjúkdómur hjá 365-miðlunum. Til þess að „tolla í tískunni“ dansar svo Moggahróið með á hliðarlínunni líkt og afgamalt kerlingarhró.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  17:53:38, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 92 orð  
Flokkur: Um kirkju.net

Bilun hjá kirkju.net - vefsetur flutt

Dagana 30. janúar til 3. febrúar 2006 var mikið álag á netþjóninum sem hýsti kirkju.net og samband stopult. Því var brugðið á það ráð að flytja setrið til nýs hýsingaraðila og var notað til þess afrit frá 29. janúar. Færslur og athugasemdir sem lagðar voru inn frá því síðdegis 29. janúar og þangað til að kvöldi 3. febrúar eru því glataðar. Notendur vefsetursins eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum sem og sambandsleysinu sem varð dagana áður en vefsetrið var flutt.

RGB.

29.01.06

  07:37:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 206 orð  
Flokkur: Páfinn

Heimsbréf páfa „Guð er kærleikur“ komið út

25. janúar sl. kom út í Páfagarði svokallað heimsbréf eða umburðarbréf Benedikts páfa XVI. sem ber heitið „Guð er kærleikur.“ Heimsbréf/umburðarbréf vísar til þess að bréfið er öllum ætlað, þ.e það er ritað til heimsins alls og á að berast boðleiðir milli manna. Venjan er að nefna heimsbréfin eftir fyrstu orðum þeirra á latínu og í þessu tilfelli hefst latneska útgáfan á orðunum „DEUS CARITAS EST“. Þetta er tilvitnun í Fyrsta bréf Jóhannesar hið almenna: „Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum“ (1. Jh. 4,16). Efni bréfsins er eins og nafnið bendir til hinn kristilegi kærleikur og skiptist það í tvo hluta. Hinn fyrri fjallar um þann kærleika sem Guð býður manninum og tengsl hans við mannlegan kærleika. Síðari hlutinn fjallar um kærleiksboðið - elskuna til náungans.

Netnotendur geta kynnt sér efni bréfsins í enskri, franskri, þýskri, ítalskri, latneskri, pólskri, portúgalskri eða spænskri þýðingu á netinu.


RGB/Heimild: Encyclical Letter: Deus Caritas Est - on Christian Love - from Pope Benedict. ICN. http://www.indcatholicnews.com/

  07:23:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 52 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Bréf kaþólskra Norðurlandabiskupa komið á netið

Hirðisbréf kaþólskra biskupa Norðurlanda um hjónabandið og fjölskylduna „Kærleikurinn til lífsins“ hefur nú verið birt í heild sinni á vefsetri Kaþólsku kirkjunnar. Netnotendur geta nú kynnt sér efni bréfsins með því að smella á vefslóðina http://www.vortex.is/catholica/lettice.html.

RGB

28.01.06

  13:14:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1835 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um kristna samstöðu

Þann 23. janúar s.l. fóru fram þingkosningar í Kanda. Úrslitin urðu þau að Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Paul Martins beið afhroð fyrir íhaldsflokki Harpers sem hlaut 38% atkvæða og þar með lykilstöðu í kanadískum stjórnmálum. Enginn stjórnmálaflokkur á vesturhveli jarðar hefur gengið jafn langt í „ofuréttindum“ hómósexúalistum til handa heldur en einmitt Frjálslyndi flokkurinn í Kanada. Einungis árið 2004 áður en lögin voru samþykkt bárust kanadíska þinginu mótmæli frá 75 erlendum þjóðum.

Í reynd ganga lögin svo langt að mannréttindi annarra hópa eru skert verulega sem vart samræmist vestrænu lýðræðisríki. Þetta sést best á hæstaréttardóminum gegn Chris Kempling prófessor. Hann hafði staðið fyrir undirskriftasöfnun til að standa vörð um kristin siðferðisgildi. Hann var svipur stöðu sinni sem prófessor og er nú atvinnulaus. Allir sem til þekkja gera sér ljóst, að vestanhafs er prófessor sem hrakinn er úr starfi með öllu ókleift að sækja um nýja stöðu. Í dómsniðurstöðunum má meðal annars lesa, að með hliðsjón af starfi hans og ábyrgð hafi hann hvorki rétt til að tjá sig eða njóta trúfrelsis og ef ríkisvaldið viðurkenni „réttindi“ hómósexualista beri skólakerfinu að haga uppfræðslu sinni til samræmis við ákvæði landslaga. Hér er því um beina skoðanakúgun að ræða líkt og tíðkuð var í alþýðu„lýðveldum“ sósíalfasismans.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:10:31, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 125 orð  
Flokkur: Helgir menn

„Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar“

Á síðasta ári birtist í Kaþólska kirkjublaðinu greinaflokkur sem nefndist „Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar“. Nú er greinaflokkurinn í heild sinni kominn á netið og þar geta netnotendur kynnt sér efni hans.

Meðal helgra manna sem fjallað er um eru hinn frægi lærdómsmaður og kirkjufræðari, hl. Tómas frá Aquin, hl. Benedikt frá Aniane, hl. Ludgerus (Liudger) biskup í Münster, hl. Konráð frá Parzham, heilagir konungar Norðurlanda - þeir Eiríkur Svíakonungur, Knútur Danakonungur og
Ólafur Noregskonungur - hl. Gregoríus mikli, hl. Teresa af Jesúbarninu eða „heilög Teresa litla“, hl. Karl Borromeus og hl. Nikulás frá Myra.

Greinasafnið má nálgast á vefslóðinni http://www.vortex.is/catholica/snts.html

RGB

27.01.06

  13:11:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1579 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um hrun Sovétríkjanna sálugu

– einn þáttur í aðdraganda þess –

Í grein minni, Kristin samstaða, minntist ég lauslega á borgina Novi Sad í Póllandi. Mig langar að greina frá eftirfarandi svo að það verði ekki gleymskunni að bráð. Heilsu minni er þannig varið, að ég gæti þurft að hverfa heim hvenær sem er (sjá Fl 3. 20).

Margir minnast enn föður Lamberts Terstroet sem andaðist í hárri elli í Hollandi árið 2001. Færri gerðu sér grein fyrir því, að hann var einhver virtasti Maríufræðingur (Mariolog) kirkjunnar. Þetta má vafalaust rekja til lítillætis hans og ljúfmennsku. Hann starfaði um 20 ára skeið sem núnsíus Páfagarðs og ferðaðist víða um heim. Mig minnir að hann hafi sagt mér að hann hefði starfað í 67 löndum víðsvegar um heim, síðast í Australíu við skipulagsbreytingar á áströlsku biskupsumdæmunum, áður en hann kom loks til Íslands. Þetta lág svo sem alltaf fyrir honum. Sem ungur prestnemi, einungis sautján ára gamall, spurði faðir hans hann uppúr þurru: „Og hvað ætlar þú svo að gera?“ „Pabbi, við skulum snúa hnattlíkaninu þínu og ég bendi síðan á staðinn blindandi.“ Landið sem kom upp var Ísland, land sem þeir þekktu hvorugur. Ég var svo lánsamur að vera með föður Lambert í bænahópi um tíu ára skeið ásamt fleira góðu fólki. Hann greindi mér frá eftirfarandi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.01.06

  11:33:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 564 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Guðfræðiprófessor á hálum ís

Drottinn sagði við Pontíus Pílatus: „Til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni“ (sjá Jh 18. 37-38). Pílatus svaraði þessu fullur efasemda: „Hvað er sannleikurinn? Ef hann hefði orðað spurninguna rétt, það er að segja ekki HVAÐ heldur HVER, þá hefði hann fengið sama svarið og Drottinn gaf elskuðum lærisveinum sínum við síðustu kvöldmáltíðina og þannig öllum heiminum: „Ég er sannleikurinn“ (Jh 14. 6).

Hálærður prófessor við Háskóla Íslands sem aðhyllist endurskoðunarguðfræði póstmódernismans uppfræddi þjóðina í Ríkisútvarpinu í s.l. vika um að þjónn rómverska hundraðshöfðingjans og hann sjálfur (Mt 8. 5-10) hefðu iðkað hómósexualisma, og þrátt fyrir það hefði Drottinn grætt þjón þess síðarnefnda! Hann vitnaði til orðsins doulos í þessu sambandi orðum sínum til vægis. Í mínum Textus Receptus af Koina texta Nýja testamentisins stendur ekki orðið doulos heldur he pais-mou. Á koinagrískunni þýðir þetta þjónn minn, sveinn minn eða þræll minn. Á koinagrískunni þýðir orðið ho doulos hins vegar ánauðugur maður eða þræll og sögnin doulóo að glata frelsinu. Ekkert er vikið að kynhneigð piltsins í guðspjallinu, en af öllu samhengi textans frá upphafi má ráða að þessi rómverski hermaður var réttlátur og sannsýnn maður. Og Drottinn talaði við hann sem slíkan. Við þurfum einungis að lesa góða gamla Tacitus til að gera okkur ljóst, að slíka heiðursmenn var einnig að finna í röðum Rómverja.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.01.06

  23:02:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 452 orð  
Flokkur: Bænalífið

Bæn Leós páfa XIII.

Það var þann 13. október árið 1864 sem Leó páfa XIII. opinberaðist í sýn 100 ára tímaskeið þar sem vald Satans næði hámarki. Þetta tímaskeið var tuttugasta öldin. Páfinn hné skyndilega niður eftir að hafa sungið heilaga messu og missti meðvitund. Viðstaddir töldu hann hafa fengið hjartaáfall eða slag. Að dágóðri stund liðinni eftir að hann tók að jafna sig sagði hann nærstöddum, að sér hefði brugðið svo mjög þegar hann sá alla þá tortímingu siðrænna og trúarlegra gilda sem ríða myndi yfir heimsbyggðina: „Hversu skelfileg var ekki þessi sýn sem bar mér fyrir augu.“ Eftir þetta atvik samdi hann sérstaka bæn og ákall til erkiengilsins Mikjáls sem hann bauð öllum prestum að biðja í lok sérhverrar messu:

Heilagur Mikjáll erkiengill! Veittu okkur vernd í átökunum miklu. Veittu okkur vernd gegn slægð og snörum djöfulsins. Við biðjum þig auðmjúklegast að Guð megi ljósta hann. Ó, þú leiðtogi hinna himnesku hersveita, varpa þú Satan og öllum hinum illu öndum hans niður í víti í mætti valds þíns, honum sem æðir um heiminn til að tortíma sálunum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  14:55:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 538 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Vefrit Karmels

Vefrit Karmels eru rit á íslensku um helgunar- og dulúðarguðfræði kirkjunnar. Athugið að fyrirsögnin er tengill á vefslóðina. Eins er unnt að nálgast ritin á Vefsíðu Karmelklaustursins í Hafnarfirði http://www.karmel.is/ Því miður sést tengillinn einungis í Explorer og Opera vöfrunum.
Eins má sjá slóðina á leitarvél Emblu Morgunblaðsins.

Um Karmelítaregluna:
Karmel Teresu: Saga – hinir heilögu – andi eftir Ann-Elisabeth Steinemann o.c.d.
Hinar upphaflegu reglur Karmels sem Innocentíus IV páfi staðfesti (á Latínu)
Reglur Þriðju reglunnar eða Heimsreglunnar
Karmelítareglan á Norðurlöndum

Heilög Teresa frá Avíla: Saga lífs míns – Vegurinn til fullkomleikans – Borgin hið innra – Íhuganir um Ljóðaljóðin – Andlegir vitnisburðir – Andvörp sálarinnar frammi fyrir Guði.

Um verk Teresu:
Inngangur að Borginni hið innra eftir Kieran Kavanough o.c.d.
Samlíking Teresu af Borginni hið innra með skírskotun til meginmáls.
Um Veginn til fullkomleikans eftir Kieran Kavanough o.c.d.
Formáli Kieran Kavanoughs að Sögu lífs míns
Formáli Anders Arboreliusar að Sögu lífs míns

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.01.06

  22:27:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1341 orð  
Flokkur: Bænalífið

Úr bænasjóði Karmels

Bæn gegn guðlasti – Gullna örin

Drottinn opinberaði karmelsystur í Tours í Frakklandi þessa fögru bæn árið 1843 sem huggun sína þegar honum er auðsýnd vansæmd:

Megi hið Alhelga, heilaga, tilbeiðsluverða, leyndardómsfulla og ósegjanlega nafn Guðs ætíð vera lofað, blessað, elskað, tilbeðið og vegsamað á himni sem á jörðu og undir jörðinni af allri sköpun Guðs og í hinu Allra helgasta Hjarta Drottins Jesú Krists í hinu heilaga altarissakramenti.

Drottinn sagði: „Örin gullna mun særa hjarta mitt með unaðsríkum hætti og græða þau sár sem guðlastið veldur því.“

Tilbeiðsla hinnar dýrlegu
ásjónar Drottins

Sífellt verðum við að hafa í huga að það er ekki nóg fyrir okkur að horfa til Drottins, ef við elskum hann ekki. Minnist Júdasar Ískaríots sem hafði Drottin fyrir augunum í rúmlega þrjú ár og horfðist í augu við hann, en elskaði hann ekki. Regluheiti Teresu frá Lisieaux í Karmel var: Teresa af Jesúbarninu og hinni heilögu ásjónu:

Jesús, þú sem í hörmungum písla þinna varðst harmkvælamaður og hryggðarmynd. Ég tilbið heilaga ásjónu þína sem geislaði út frá sér fegurð og mildi Guðdómsins. Í þessari afskræmdu mynd ber ég kennsl á takmarkalausa elsku þína og þrái að elska þig og að þú verðir elskaður. Megi mér gefast að líta dýrlega ásjónu þína á himnum!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:22:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 976 orð  
Flokkur: Bænalífið

Tvær undurfagrar Maríubænir

+Jesús, María!

Mig langar að koma hér á framfæri tveimur undurfögrum Maríubænum. Við í minni reglu (Karmelítareglunni) förum með fyrri bænina á hverjum morgni þegar við vöknum. Í sjö aldir hefur þessi bæn sem nefnist Flos Carmeli (Blómi Karmels) og var bæn hl. Símons Stock, aldrei brugðist þeim sem ákalla Guðsmóðurina með þessum hætti:

Ó, þú blómi Karmels, ávaxtaríki vínviður,
prýði himins, heilög og einstök, þú sem ólst
Son Guðs, þú sem ætíð ert hin flekklausa mey.
Kom mér til bjargar (í þessum vanda).
Ó, þú hafsins stjarna, kom mér til bjargar
og veit mér vernd þína! Sýndu mér að þú
sért móðir mín.

Ó, María! Getin án syndar, bið þú fyrir oss
sem leitum ásjár þinnar!

Móðir og prýði Karmels, bið þú fyrir oss!
Meyja, blómi Karmels, bið þú fyrir oss!
Verndari allra þeirra sem bera axlarklæðið,
bið þú fyrir oss!
Von allra sem deyja með axlarklæðið,
bið þú fyrir oss!
Heilagur Jósef og vinur hins Alhelga hjarta,
bið þú fyrir oss!
Heilagur Jósef, flekklaus eiginmaður Maríu,
bið þú fyrir oss!
Blíða hjarta Maríu, bjarga oss.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.01.06

  23:24:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 670 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Hin Heilaga arfleifð

+Jesús, María.

Bréf til eins hinna trúföstu Krists meðal Hvítasunnumanna.

Jón Valur las upp fyrir mig bréf það sem þú sendir Jóhönnu Sigurðardóttir, alþingismanni, um inntak og eðli kærleikans eða Kristselskunnar í gegnum síma. Eins og talað úr mínu eigin hjarta!

Hin heilaga arfleifð vegur þungt í guðfræði rómversk kaþólsku sem Rétttrúnaðarkirkjunnar. Skilningskortur og afneitun mótmælenda á hinni heilögu arfleifð setur til að mynda mark sitt á alla umræðu manna um samkynhneigð á Íslandi í dag. Það er ekki einungis að Drottinn Guð boði heilagleikalög sín í Ritningunum þegar í Gamla testamentinu: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð“ (3 M 18. 22), sem hl. Páll endurtekur í skrifum sínum, til að mynda í Rómverjabréfinu: „Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars“ (Rm 1. 26. 27). Hin heilaga arfleifð endurtekur þetta með ljósum hætti í Tólfpostulakenningunni (Didache), elsta varðveitta trúfræðslukveri fornkirkjunnar (um 120). Þar má lesa: „Vegirnir eru tveir. Annar er Vegur lífsins, hinn Vegur dauðans. Þeir eiga ekkert sameiginlegt“ (1, 1). Við sjáum berlega af hversu mikilli trúfesti fornkirkjan stóð vörð um boðorð Krists: „Þú skalt ekki fremja morð, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki iðka kynvillu [saurga drengi], ekki iðka saurlifnað, rán, töfrabrögð, svartagaldur og þú skalt ekki myrða ungabörn með fóstureyðingu eða eftir fæðingu þeirra“ (2, 2).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.01.06

  17:16:13, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 588 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Yfirlýsing 20 trúfélaga og 20 einstaklinga vegna stjórnarfrumvarps um málefni samkynhneigðra

Eftirfarandi yfirlýsing samvinnuhóps margra kristinna trúarsamfélaga vegna stjórnarfrumvarps um málefni samkynhneigðra hefur verið send hinu háa Alþingi:

Við undirrituð lýsum eindregnum stuðningi við biskup Íslands, þegar hann segir að hjónaband sé sáttmáli milli eins karls og einnar konu, og teljum að nú beri að standa vörð um hina upprunalegu fjölskyldumynd og velferð fjölskyldna og barna í íslensku samfélagi. Um leið hörmum við ....

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.01.06

  01:17:37, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 528 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Af óhlutdrægni fjölmiðla um málefni samkynhneigðra

Frá og með sunnudegi 15. jan. 2006 og fram á miðvikudag 18. s.m. – á fjórum dögum – voru fimm allstórir viðtalsþættir um mál samkynhneigðra í þremur ljósvakafjölmiðlum. Í fjórum tilvikum höfðu dagskrárgerðarmennirnir tvo viðmælendur, en einn í þeim fimmta. Og hvernig var nú jafnvæginu háttað milli meginfylkinganna í deilunni? – Níu : núll? Nei, getur það verið?!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.01.06

  11:52:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 425 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Opinberanir, Meðugorje

„Ég er komin til að segja heiminum að Guð sé til“

Í þorpinu Meðugorje * [svo] (á ensku Medjugorje) í Bosníu-Herzegovinu áttu óvenjuleg atvik sér stað klukkan 6 að kvöldi hinn 24. júní árið 1981 í nágrenni Podbrdo hæðar. Börnin Ivanka Ivankovic, Mirjana Dragicevic, Vicka Ivankovic, Ivan Dragicevic, Ivan Ivankovic og Milka Pavlovic sem þar voru stödd greindu síðar frá því að þeim hefði birst fögur ung kona með barn í fangi. Hún mælti ekki orð en gaf til kynna með bendingum að þau ættu að koma nær. Þau voru undrandi og hrædd þó hvert um sig teldi að um Maríu mey væri að ræða. Daginn eftir mættu þau á sama stað og tíma og aftur birtist hún. Frá þessum degi hefur hún að þeirra sögn haldið áfram að birtast þeim, sumum daglega allt til þessa dags en öðrum sjaldnar.

Skiljanlega olli þessi framburður barnanna miklu róti í þorpinu. Kaþólskur biskup svæðisins neitaði að trúa þessu og taldi að um falsanir væri að ræða. Fljótlega fór fólk samt að streyma til staðarins og júgóslavnesk yfirvöld reyndu að stöðva það sem fram fór, en til þessa dags hefur ekkert náð að stöðva fólksstrauminn til Meðugorje, ekki heldur Bosníustríðið þó á stríðsárunum hafi dregið mjög úr heimsóknum þangað.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.01.06

  20:26:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 207 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Riftún í Ölfusi - kaþólsk kapella á Suðurlandi

Á jörðinni Riftúni í Ölfusi er kapella og safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar á Suðurlandi. Kapellan ber heitið „Kapella hins helga kross“ og vísar heitið til fornrar sögu krossins sem var í Kaldaðarnesi í Flóa sem er handan Ölfusár. Árið 1985 var reistur kross á hamrinum fyrir ofan bæinn og stendur hann enn. Nær krossmessu á hausti eru farnar krossgöngur að krossinum.

Forsaga þess að kaþólska kirkjan eignaðist Riftún var sú að íslenska Jósefssystirin systir Clementía „yngri“ (Svanlaug Guðmundsdóttir), ein fjögurra íslenskra kvenna sem gekk í Jósefsregluna hafði forgöngu um það ásamt séra George þáverandi skólastjóra Landakotsskóla. Systir Clementía ráðstafaði hluta af arfi sínum til kaupanna. Kirkjan keypti svo jörðina árið 1963 til að reka þar sumarbúðir fyrir nemendur Landakotsskóla. Riftún var rekið sem sumardvalarheimili en nemendur Landakotsskóla nutu líka aðstöðunnar á öðrum árstímum.

Síðustu árin hefur sóknarprestur Maríukirkjusóknar haft umsjón með staðnum. Hann messar þar á sunnudögum kl. 16 og á miðvikudagskvöldum kl. 20.

RGB/Heimild: „St. Jósefssystur á Íslandi 1896-1996“. Ólafur H. Torfason. Útg. St. Jósefsreglan af Chambéry, 1997. Bls. 434.

08.01.06

  00:40:58, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 5902 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Hvert er stefnt í málum samkynhneigðra? Eru menn að hugsa um heill og hag þjóðar – barna og fullorðinna?

Erindi flutt í Útvarpi Sögu föstudaginn 2. des. 2005 – hér birt með afar ýtarlegum neðanmálsgreinum sem upplýsa um margt sem að ófyrirsynju hefur legið í þagnargildi hér á landi. Er næsta víst að hér mun ýmislegt koma lesandanum mjög á óvart, ekki sízt vegna niðurstaðna rannsókna sem hér birtast um félagshætti og heilsufar samkynhneigðra.

Efni mitt í dag er sú stefna sem Alþingi virðist ætla að taka upp í málum samkynhneigðra, þ.e.a.s. með framlögðu stjórnarfrumvarpi um aukin réttindi þeirra, sérstaklega til frumættleiðinga og tæknifrjóvgunar, auk óvígðrar sambúðar af sama tagi og gagnkynhneigðir eiga rétt á. [Sjá neðanmálsgr. 1] Ennfremur liggur í loftinu, að einstakir þingmenn (Guðrún Ögmundsdóttir t.d.) muni hafa frumkvæði um að reyna að gefa færi á því að prestar og forstöðumenn safnaða fái rétt til þess að vígja samkynhneigða í hjónaband frammi fyrir altarinu. – Þetta er nú ekki það sem Þjóðkirkjan hefur verið að biðja um, en samt hafa einstakir prestar leyft sér að ganga fram fyrir skjöldu til að biðja beinlínis um þetta, prestar jafnvel í Þjóðkirkjunni. En Þjóðkirkjan á einfaldlega að fá allan þann frið og umhugsunartíma sem hún þarf á að halda til að gera þetta mál upp við sig.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  00:06:52, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 4972 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Hvert er stefnt í málum samkynhneigðra? – nmgrr. 17–37

Vegna umfangs samnefndrar greinar hér fyrir ofan birtast þessar 17.–37. neðanmálsgr. ekki í beinu framhaldi af henni, heldur í sér-plaggi. Bezt er að prenta hvort tveggja út, en til að komast inn á tilvísaðar vefslóðir er þægilegast að gera það af vefgreinunum með internetið opið. –JVJ.

[17] Sbr. t.d. greinina ‘Against the Current: The Cost Of Speaking Out For Orientation Change In Canada’ eftir Chris Kempling, doktor í sálfræði, sem eins og fleiri hefur verið beittur þvingandi lögsókn og aðgerðum til að þagga niður í honum – sjá vefsíðuna http://www.narth.com/docs/current.html

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.01.06

Börn eiga skilið foreldra sem eru hjón, segir Benedikt páfi

Börn eiga skilið að eiga gifta foreldra, segir Benedikt páfi XVI. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt nýlega á ráðstefnu leiðtoga suður-amerískra biskupa um fjölskylduna og lífið. "Börnin eiga rétt á að fæðast og vaxa upp í fjölskyldu sem grundvallast á hjónabandi," sagði hann og hvatti allt samfélag kirkjunnar "til að kynna hið einstaka gildi hjónabandsins í allri sinni auðlegð, þessa fyrirkomulags náttúrunnar sem kalla má föðurleifð mannkyns."

Í ræðunni, sem flutt var á spænsku, staðhæfði Benedikt XVI að "sú afhelgun, sem nú gætir víða, tálm[i] samvizku almennings að uppgötva sem vert væri eðli og hlutverk fjölskyldunnar sem stofnunar." Nú á síðustu árum hafi "ranglát lög" verið sett, sem opinberi "vanþekkingu á grundvallaratriðum hjónabandsins."

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

02.01.06

  16:18:35, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 273 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hjónabandið er sáttmáli eins karls og einnar konu

Í inngangi að hirðisbréfi sínu um hjónabandið og fjölskylduna fjölluðu kaþólskir biskupar Norðurlanda um markmið hirðisbréfsins og grundvöll þess. Þar segir m.a: í kafla 1.2:

„Í viðræðum sínum við faríseana setti Jesús fram helstu einkenni hjónabandsins: Það er sáttmáli eins karls og einnar konu. Bæði eiga þau að verða 'einn maður'. Þar eð Guð hefur tengt þau saman er eining þeirra svo náin að enginn maður getur slitið hana sundur (sbr. Mt. 19, 4-6).
Páll postuli tók upp þessa sömu sýn á hjónabandið og þróaði hana frekar. Hann talar um kærleikann sem aflið sem bindi saman karl og konu svo að þau leggja sjálf sig í sölurnar hvort fyrir annað líkt og Kristur gerði fyrir kirkju sína (sbr. Ef 5, 21-33). Páll dregur upp mynd af fjölskyldu sem grundvölluð er á hjónabandinu. Fjölskyldan á einnig að einkennast af kærleika foreldranna til barna sinna og barnanna til foreldranna (sbr. Ef 6, 1-4; Kól 3, 18-21).
Þessi kenning um hjónabandið og fjölskylduna sýnir að Guð álítur 'nýja manninn' vera ímynd Jesú Krists og að maðurinn geti þróast að nýju þökk sé endurlausn hans frá syndinni. Hinn nýi maður á einmitt í fjölskyldunni að öðlast möguleikann og kraftinn til að haga lífi sínu í samræmi við áform Guðs.“

RGB/Heimild:
„Kærleikurinn til lífsins“. Hirðisbréf biskupa Norðurlanda um hjónabandið og fjölskylduna. Útg. Kaþólska kirkjan á Íslandi 2005, bls. 5-6.

01.01.06

  19:32:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 232 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi

Nútímamaðurinn leitar kærleika, tryggðar og öryggis

Í inngangi að hirðisbréfi sínu um hjónabandið og fjölskylduna fjölluðu kaþólskir biskupar Norðurlanda um markmið hirðisbréfsins og grundvöll þess. Þar segir m.a: í kafla 1.1:

„Þó að lönd okkar þyki einkennast af veraldarhyggju, verðum við varir við vaxandi áhuga á trúarlegum efnum ... þessi nýi andlegi þorsti og áhugi á siðferðilegum álitaefnum [er] afar vel til þess fallinn að koma fagnaðarboðskapnum á ný á framfæri við menn.“ „Hefðbundið fjölskyldumynstur hefur undanfarna áratugi ... ekki verði grundvöllur núverandi lífsstíls manna“ skrifa biskuparnir. „Annarsvegar býr fólk saman í eins konar hjónabandssambúð eða kýs að lifa eitt og án skuldbindinga, og hins vegar þjást menn vegna skipbrota og vonbrigða sem ónýtar hjónabands- og fjölskylduaðstæður hafa fært þeim. Þó að nútímamaðurinn vilji eiga möguleika á fjölbreytni og vali leitar hann samt á endanum eftir kærleika, tryggð og öryggi.“ Á grundvelli þessa skrifa biskuparnir og koma á framfæri hinum kristna boðskap um hjónabandið og fjölskylduna „til þess að færa mönnum von og huggun og gera þeim fært að uppgötva sitt sanna gildi.“

RGB/Heimild:
„Kærleikurinn til lífsins“. Hirðisbréf biskupa Norðurlanda um hjónabandið og fjölskylduna. Útg. Kaþólska kirkjan á Íslandi 2005, bls. 4-5.

31.12.05

  09:09:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 260 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Nýtt hirðisbréf frá kaþólskum biskupum Norðurlanda komið út

Kaþólskir biskupar Norðurlanda hafa gefið út hirðisbréfið „Kærleikurinn til lífsins“ sem fjallar um hjónabandið og fjölskylduna. Bréfið fylgdi janúarhefti Kaþólska kirkjublaðsins sem sent var út rétt fyrir áramótin 2005-2006. Í kirkjublaðinu segir ennfremur að bréfið muni liggja frammi í „kirkjum okkar og kapellum svo að allir geti tekið það með sér.“ Útgefandi bréfsins í íslenskri þýðingu er kaþólska kirkjan á Íslandi. Þýðanda er ekki getið en slíkt mun vera venja þegar um kirkjuskjöl er að ræða. Bréfið skiptist í sjö kafla með inngangi og lokaorðum. Það er í A5 broti heftað í kjöl og er 31 blaðsíða.

Kaflar bréfsins eru: 1 Inngangur, 2 Ímynd hins kristna manns, 3 Hjónabandið sem sakramenti, 4 Hjónabandið og fjölskyldan, 5 Kristið hjónaband og fjölskylda í nútímaþjóðfélagi: Aðskotahlutur eða ögrun?, 6 Aðstoð kirkjunnar: Fjölskylda og söfnuður, 7 Lokaorð.

Undir bréfið rita í eftirfarandi röð: Anders Arborelius Stokkhólmsbiskup, Georg Müller Þrándheimsbiskup og preláti, Gerhard Schwenzer Óslóarbiskup, William Kenney vígslubiskup í Stokkhólmi, Czeslaw Kozon Kaupmannahafnarbiskup, Hans Martensen fyrrum Kaupmannahafnarbiskup, Jóhannes B.M. Gijsen Reykjavíkurbiskup, M. Bernt Eidsvig kjörinn Óslóarbiskup, Józef Wróbel Helsinkibiskup og Gerhard Goebel Tromsöbiskup og preláti. Bréfið er dagsett 15. september 2005.

RGB/Heimildir:
„Kaþólska kirkjublaðið“ 1. tbl. 16. árg. janúar 2006, bls. 2.
„Kærleikurinn til lífsins.“ Hirðisbréf biskupa Norðurlanda um hjónabandið og fjölskylduna. Útg. Kaþólska kirkjan á Íslandi 2005.

29.12.05

  20:23:01, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1210 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra?

Jón Valur Jensson fjallar um Framsóknarflokkinn og samkynhneigða. [1]

Mundi það skipta sköpum fyrir gengi Framsóknarflokksins að laða til sín hluta af atkvæðum samkynhneigðra, ef hommar og lesbíur eru í reynd einungis um 1% kjósenda? Það mætti Reynir Þór Eggertsson hugleiða, sá sem skrifaði í Mbl. 17. des. 2005 gegn tveimur samflokksmönnum sínum, en þeir hafa lýst sínum eðlilegu óskum að flokkurinn styðji við kristin gildi.

Æ meir hallast ég að því, að hlutfall samkynhneigðra á Íslandi nái naumast 2,2%, eins og meðaltalið bendir þó til úr ýmsum könnunum frá árunum 1994–2004 í Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi (sjá grein mína í Fréttabl. 28. apríl 2005 og í lengri gerð á þessari vefslóð). Tel ég alls ekki ólíklegt að hlutfallið sé í raun um eitt prósent, eins og ýmsar aðrar erlendar kannanir benda til. [Frh. neðar.]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.12.05

  15:07:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 844 orð  
Flokkur: Páfinn, Jólin

Án ljóss Krists nægir ljós skynseminnar ekki

Jólaboðskapur Benedikts páfa XVI.

Páfagarði 25. des, 2005 (Zenit.org). Hér á eftir fer stytt útgáfa af jólaboðskap páfa sem hann las áður en hann flutti jólakveðjur sínar „urbi et orbi“, til borgarinnar Rómar og heimsins. Páfi lagði út af orðum Lúkasarguðspjalls: "...ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn" (Lúk. 2:10-11).

„Í nótt sem leið heyrðum við enn einu sinni ávarp engilsins til fjárhirðanna og upplifðum á ný anda kvöldsins helga í Betlehem þegar sonur Guðs gerðist maður, fæddist í fjárhúsi og dvaldi á meðal okkar. Þennan hátíðardag kveður raust engilsins við á ný og býður okkur, konum og körlum þriðja árþúsundsins að bjóða lausnarann velkominn. Megi nútímafólk ekki hika við að bjóða honum í hús sín, borgir og hvert sem er á jörðinni! Á síðasta árþúsundi og sérstaklega á síðustu öldum hafa gífurlegar framfarir orðið á sviði tækni og vísinda. Í dag er aðgangur greiður að miklum efnislegum gæðum. En karlar og konur þessarar tæknialdar eiga á hættu að verða fórnarlömb eigin vitsmunalegu og tæknilegu afreka og enda í andlegri auðn með tómleika í hjarta. Þess vegna er svo mikilvægt að opna huga og hjarta fyrir fæðingu Krists, þessum hjálpræðisatburði sem getur gefið hverri mannveru nýja von.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 35 36 37 38 39 40 ...41 ...42 44 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

No Item object found. Cannot display widget "Item Info Line".
blog engine