Blaðsíður: 1 ... 35 36 37 38 39 40 ...41 ... 43 ...45 46

05.03.06

  07:14:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 274 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Og englar þjónuðu honum:

Heilagt guðspjall Jesú Krists á Drottins degi 5. mars er úr hl. Markús 1. 12-15.

Þá knúði Andinn hann út í óbyggðina, og hann var í óbyggðinni í fjörutíu daga, og Satan freistaði hans. Hann hafðist við meðal villidýra, og englar þjónuðu honum. Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum, kom Jesús til Galíleu og prédikaði fagnaðarerindi Guðs og sagði: „Gjörði iðrun og trúið fagnaðarerindinu.

Og englar þjónuðu honum:
En til hvers nefnum vér þessar englasveitir, nema vér skýrim gjörr þjónustu þeirra? Því að það er vitanda, að engla nöfn eru af þjónustu þeirra, en eigi af eðli, því að helgir englar eru ávallt andar, en þeir mega ávallt ærir (sendiboðar) heita, svo sem sálmaskáldið mælti: „Guð gjörir anda áru (sendiboða)“ (Sl 104. 4). Svo sem hann þetta mælti: „Þeir, sem ávallt eru andar, þeir gjörast ærir Guðs, þá er hann vill“ [1]

Orðið óbyggð er eitt og hið sama og eyðimörk. Öll göngum við út í eyðimörkina á pílagrímsgöngu okkar á jörðu. Sumir eru líkamlega sjúkir, aðrir þjakaðir andlegum sjúkdómum eða löstum og láta heillast af gullinu sem Frelsarinn hafnaði í eyðimörkinni. Samkynhneigðir lifa einnig í sinni eyðimörk. Við skulum því lyfta þeim upp frammi fyrir Guði í bænum okkar á þessum degi, og þá munu ærir Drottins vissulega koma þeim til hjálpar.

[1]. Hómilíubók, bls. 131.

04.03.06

  15:15:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 542 orð  
Flokkur: Bænalífið

„Sjá, sem örn stígur hann upp og flýgur“ (Jer 49. 22)

Örninn sem hl. Silúan, faðir Denis og hl. Jóhannes af Krossi víkja að hér að framan skírskotar til skírnarnáðarinnar. Í skírninni öðlast sálin náð Guðs og fyrirgefningu syndanna í gnægtum. Dýravinurinn er að sjáfsögðu Drottinn sem keypti okkur undan oki syndarinnar með píslum sínum og dauða á helgum krossi. Þetta er sá sannleikur sem hinir heilögu feður lögðu sífellt áherslu á í skrifum sínum:

„Þannig öðlast allir fyrirgefningu syndanna í skírninni, en náð Andans er í réttu hlutfalli við trúna og undangengna hreinsun. Sannarlega öðlumst við frumávexti Andans í skírninni, en hin önnur fæðing er okkur sem upphaf, innsigli og pantur uppljómunar annars lífs.“ [1]

Öll glötum við skírnarnáðinni aftur sökum vanrækslu okkar og gáleysis eins og hinir heilögu feður lögðu sífellt áherslu á:

Temjið hömlulausan hugann í einbeitingarskorti hans og rótleysi sökum áhrifa óvinarins sem hefur sökum vanrækslu okkar sest að nýju að í gálausri sál okkar eftir skírnina ásamt öðrum illum öndum og eins og Drottinn sagði: „Og verður svo hluti þessa manns sínu verri en áður“ (Mt 12. 45). [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:36:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 292 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ef vondur maður snýst frá illsku

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugardaginn 4. mars er úr Lúkasarguðspjalli 5. 27-32:

Eftir þetta fór hann út. Þá sá hann tollheimtumann, Leví að nafni, sitja hjá tollbúðinni og sagði við hann: „Fylg þú mér!“ Og hann stóð upp, yfirgaf allt og fylgdi honum. Leví bjó honum mikla veislu, og þar sat að borði með þeim mikill fjöldi tollheimtumanna og annarra. En farísearnir og fræðimenn þeirra vönduðu um við lærisveina hans og sögðu: „Hvers vegna etið þér og drekkið með tollheimtumönnum og bersyndugum?“ Og Jesús svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. En ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara til iðrunar.“

Ef vondur maður snýst frá illsku:
Fyrst skal maður elska Drottin Guð sinn af öllum hug og öllum krafti, en álengur [síðan] þar næst elska hvern kristinn mann sem sjálfan sig. En álengur skal maður eigi vega mann né særa og eigi stela, eigi æra, eigi girnast á annars eigin að röngu, eigi ljúgvitni bera. Vera við alla menn góður, þá er vel fara með sér, og það eitt við hann gera, er manni þykir vel gjört við sig, að svo sé . . . Nú ef þessir hlutir væri hafðir, sem hér eru tíndir, þá mun Guð það verkakaup að móti reiða, sem hann hefur sjálfur fyrirheitið, það er auga manns má eigi hér sjá innan heims þvílíkt, og engum má í hug koma að ætla slíka sælu, sem Guð lætur þá menn hafa, er hans boðorð fylla. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 201, 202-203.

  00:14:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 212 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Saga um mann sem elskaði dýr.

Til er saga um mann sem elskaði dýr. Hann sá eitt sinn örn í búri og þótti sárt að sjá þennan konung fuglanna þannig firrtan frelsinu. Þess vegna keypti dýravinurinn örninn. Fór hann því næst með hann burt úr borginni, þar sem hann hafði keypt hann og að fjallsrótum. Þar opnaði hann búrið, en örninn var hinn rólegasti í opnu búrinu. Þá stjakaði dýravinurinn við honum, svo að hann gekk út úr búrinu. En ekki reyndi hann til að hefja sig til flugs. Þannig leið löng stund, að örninn gekk hægt umhverfis búrið.

En allt í einu varð skýjarof og brennheitt sólskinið flæddi yfir umhverfið. Þá lyfti örninn höfðinu og fór að hreyfa vængina. Og skyndilega breiðir hann úr vængjum sínum og lyftir sér til flugs, hærra og hærra.

Meðan maðurinn bindur hamingjuleit sína eingöngu við jarðnesk gæði, líkist hann erninum, sem gleymt hafði fluginu. En þegar hann verður var kærleika hins himneska föður og fegurð himinsins verður honum ljós, þá finnur hann, að lífi hans er ætlað æðra mark og mið.

03.03.06

  10:48:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1401 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Manngerðirnar þrjár

Í grein minni um heimspekinginn og stærðfræðinginn Blaise Pascal (Blaise Pascal og eldurinn) gaf ég hálfpartinn loforð um að fjalla um manngerðirnar þrjár í riti hans Pensées (§ 66). Þar víkur hann að dýrð holdsins, dýrð vitsmunanna og dýrð andans. Við skulum íhuga þetta örlítið nánar.

Dýrð holdsins: Þau Jón og Gunna eru fyrirmyndar hjón og lifa sátt við hlutskipti sitt. Þau vinna bæði úti og hún stundar heilsuræktina af kappi og mætir reglulega í saumaklúbb vinkvennanna þar sem þær ræða um daginn og veginn og þau hneykslismál sem eru efst á baugi hverju sinni. Fótboltinn og enska deildarkeppnin skipa öndvegissess í lífi Jóns og svo er hann heltekinn af jeppadellu. Þær eru ekki svo fáar stundirnar sem hann hefur varið í jeppann sinn og nú getur hann ekki á heilum sér setið fyrr en hann hefur eignast nýju þokuluktirnar sem komu í Bílabúð Benna í síðustu viku og kosta ekki nema fimmtíuþúsund kall. Að vísu er Gunna ekki hrifin af þessu vegna þess að þá hefur hann varið 300.000 krónum í jeppann á hálfu ári. Hún er hrædd um að þetta gæti orðið til þess að þau yrðu að slá ferðinni um páskana til Kanarí á frest. En í það heila tekið eru þau ánægð með líf sitt og verðbréfin sem þau keyptu í fyrra hafa margfaldast í verði. Grundvallarregla þeirra í lífinu er að skipta sér ekki af því sem þeim kemur ekki við. Þau hafa ekki farið í kirkju síðan hún Pálína frænka dó í fyrra og kjósa fremur að sofa út á sunnudögum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:06:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 194 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Fasta

Heilagt guðspjall föstudagsins 3. mars er úr hl. Matteus 9. 14-15:

Þá komu til hans lærisveinar Jóhannesar og segja: „Hví föstum vér og farísear, en þínir lærisveinar fasta ekki?“ Jesús svaraði þeim: „Hvort geta brúðkaupsgestir verið hryggir, meðan brúðguminn er hjá þeim? En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn. Þá munu þeir fasta.

Enn að nýju skulum við hlusta á boðskap okkar heilögu feðra úr íslensku fornkirkjunni:

Þá helgum vér föstu óra, ef vér látum henni fylgja miskunnsemi við þurfamenn og gjörum sjálfir iðrun fyr það, er vér höfum illa gjört. En þá tæir oss iðrun synda vorra, ef aflát og yfirbót fylgir, svo sem Davíð sálmaskáld mælir: „Snúst þú frá illu“ kvað hann, „og gjör gott.“

Það er oss öllum bráðst að snúast frá inu illa og hverfa eigi aftur til þess. En þó má eigi það eitt að gnógu þörf vinna, nema vér gerim in góðu verk til yfirbótarinnar. [1]

Hómilíubók, bls. 159.

02.03.06

  07:36:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 360 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

De sancta cruce (Um helgan kross)

Guðspjall fimmudagsins 2. mars er um helgan kross: „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, hann mun bjarga því. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér?“ (Lk 9. 23-25).

Við skulum hlíða á þessum degi á boðskap feðra íslensku kirkjunnar sem hljómar til okkar yfir aldanna djúp:

Því er kross Drottins vors öllum helgum dómum helgari, að af honum helgast öll kristnin og öll sú þjónusta, er gift hins Helga Anda fylgir. Ekki má vígja án krossinum, svo sem engi mátti til himnaríkis komast án písla Krists. Þá er vér gerum krossmark yfir oss sjálfum eða yfir því, er vér viljum helgast láta af krossinum, þá skulum vér minnast, hvaðan hann helgaðist eða hvað hann merkir eða hvað hann má. Fyr krossi Drottins flæja [flýja] djöflar, hræðist helvíti, dauði firrist, syndir forðast, skammast óvinir, friður magnast, en ást þróast og allir góðir hlutir. Heilagur kross er sigurmark Guðs, en lausnarmark manna, en fagnaðarmark engla, helgaður af Guði, dýrkaður af englum, en göfgaður af mönnum og vegsamaður af allri skepnu. Heilagur kross er hlífiskjöldur við meinum, en hjálp í farsællegum hlutum, huggun við harmi og hugbót í fagnaði, hlíf við háska, lækning við sóttum, lausn í höftum, en leiðrétting frá syndum, sigur í orrustum, en efling við allri freistni, styrkt volaðra, en stjórn auðugra, friður góðum, en ógn illum, fyr miskunn þess, er á krossi leysti frá dauða allt mannkyn, Drottinn vor Jesús Kristur. Honum sé dýrð og vegur með Feður [Föður] og Syni og Anda Helgum of allar aldir alda. [1]

[1]. Úr Hómilíubók, bls. 54-55.

01.03.06

  18:17:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 746 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Blaise Pascal og eldurinn

Franski heimspekingurinn Blaise Pascal fæddist í Clermont-Ferrand þann 19. júní 1623 og andaðist í París 19. ágúst 1662. Hann tilheyrir þeim fágæta hópi manna sem fæðast af og til á jörðu sem gæddir eru snilligáfu. Hann gaf út verk um þríhyrningafræði, líkindareikning og veðmál auk heimspekirita sinna. Til marks um hæfileika hans á sviði stærðfræðinnar ber eitt af helstu forritunarmálum tuttugustu aldarinnar nafn hans honum til heiðurs.

Hvað áhrærir framsetningu hans og stílbrögð, þá hóf hann franska tungu upp í nýjar og óþekktar hæðir og áhrifa hans gætir enn í dag í frönskum bókmenntum. Eftirfarandi röksemdafærsla hans varð fræg í rökfræðinni sem nefnd er rökfræðin um veðmálið:

Guð er til eða hann er ekki til og við verðum óhjákvæmilega að veðja á hann eða ekki.

Ef við veðjum á hann og Guð er – ósegjanlegur ávinningur.
Ef við veðjum á hann og Guð er ekki – ekkert tap.
Ef við veðjum gegn honum og Guð er – ósegjanlegt tap.
Ef við veðjum gegn honum og Guð er ekki – hvorki tap eða ávinningur.

Í þriðja tilvikinu felst tilgáta þar sem ég hlýt óhjákvæmilega að tapa öllu. Því segir spekin mér að veðja á þá tilgátu sem færir mér allt í hendur, eða að minnsta kosti að tapa engu. [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:35:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 286 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar andstæðingum gegn fóstureyðingum í vil

WASHINGTON, D.C., 28. feb. 2006 (Zenit.org).- Leiðtogi Priests for Life óskaði Joseph Scheidler og Pro-life samtökunum til hamingju fyrir sigur í Hæstarétti Bandaríkjanna sem úrskurðaði mótmælagöngum gegn fóstureyðingum í vil.

„Áratugum saman hafa þeir sem hliðhollir eru fóstureyðingum reynt að draga upp mynd af okkur sem andvíg erum fótstureyðingum sem ofbeldismönnum í þessu máli sem öðrum,“ sagði faðir Frank Pavone í yfirlýsingu. „Í dag misheppnast þessi viðleitni þeirra enn að nýju.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.02.06

  17:51:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 480 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Efkaristíundrið í Lancíano á Ítalíu

Fyrir 1200 árum átti sér stað mikið kraftaverk í hinni fornu rómversku borg Anxanum á strönd Adríahafs Ítalíu sem við þekkjum nú sem Lanciano. Þar stóð klaustur kennt við hl. Longinus sem fylgdi reglu hl. Basils úr Austurkirkjunni, en messan var sungin með rómverskum hætti, Þetta var á tímum mikilla deilna um raunnánd Krists í efkaristíunni. Prestar sá sem söng messuna þennan dag var sagður „vís í fræðum þessa heims, en hins vegar fullur vantrúar á raunnánd Krists í altarissakramentinu.“

Þegar hann lyfti hostíunni fyrir gjörbreytinguna breyttist hún í holdvöðva og vínið í sýnilegt blóð frammi fyrir þrumulostnum munkunum og kirkjugestum. Að sjálfsögðu varð þetta til þess að trú hans á raunnánd Drottins í hinum helgu efnum varð óhagganleg upp frá þessu. Að þessu loknu breyttist blóðið í kaleiknum í eins konar knetti óreglulega að lögun og misstóra. Þegar þeir voru vegnir kom í ljós að minnsti knötturinn reyndist jafn þeim stærsta að þyngd.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.02.06

  18:17:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 702 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Hvernig Guð mætir stundum manninum

Eldingar virðast hafa áhrif á einhver djúp svið í sálarlífi mannsins sem stundum geta leitt til breytingar á stefnu einstaklinga í lífinu. Þannig segir sá mikli guðsþjónn Meistari Eckhart þegar hann víkur að hinum eilífa getnaði Orðsins í mannssálinni:

Ef þessi fæðing nær í raun og veru fram að ganga megnar ekkert að halda aftur af þér: Allt beinir þér til Guðs og þessarar fæðingar. Við sjáum líkingu við þetta í eldingunni. Hvað sem hún lýstur, hvort sem það sé tré, dýr eða maður, snýr sá sem á hlut að máli sér að henni með þrumugnýnum. Maður sem snýr við henni baki snýr sér samstundis við til að bera hana augum. Öll þúsunda laufblaða trésins snúa sér við til að verða vitni að þessu leiftri. Sama gegnir um alla þá þar sem þessi fæðing nær fram að ganga. Þeir snúa sér þegar í stað til þessa getnaðar af öllum mætti, jafnvel einungis með jarðneskum hætti. Já, það sem áður var til hindrunar verður nú ekkert annað en til hjálpar. Ásjóna þín snýr sér svo fullkomlega til þessa getnaðar, hvað sem þú svo kannt að sjá og heyra, að þú meðtekur ekkert annað en þennan getnað. Allir hlutir eru einfaldlega Guð og þú sérð ekkert annað en Guð í öllum hlutum. Rétt eins og sá sem horfir lengi í sólina sér ekkert annað en sólina hvað sem hann svo horfir á. Ef þetta er ekki fyrir hendi, þetta áhorf til Guðs og að sjá Guð í öllu og fjölbreytileikanum, þá hefur þú ekki enn upplifað þennan getnað.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.02.06

  15:58:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 695 orð  
Flokkur: Kraftaverk

67. staðfesta kraftaverkið í Lourdes

Þann 14. nóvember s. l. samþykkti kaþólska kirkjan lækningu Önnu Santaniello, 93 ára gamallar ítalskrar konu, í lindinni í Lourdes sem kraftaverk. Þetta gerði kirkjan eftir nær 50 ára rannsókn. Atvikið átti sér stað 1952.

Meðlimir alþjóðlegu læknanefndarinnar höfðu komist að þeirri niðurstöðu árið 1964, að engin náttúrleg eða læknisfræðileg skýring væri fyrir hendi á lækningu hennar af alvarlegum hjartasjúkdómi. Samkvæmt starfsreglum sínum sendi nefndin skjöl hvað áhrærir mál Santaniello til erkibiskupsins af Salerno-Campagne-Acerno á Ítalíu, en sérstök nefnd sem hann skipaði lýsti því yfir að hún kæmist ekki að neinni niðurstöðu um mál hennar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  05:03:41, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1269 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju, Lúthersk kristni

Lúther gegn hjónabandi samkynhneigðra

  Eftirfarandi grein var send DV 12. janúar, en fekkst þar ekki birt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Þá var hún send Fréttablaðinu um 28. jan., en fekkst þar heldur ekki birt, þótt stytt væri niður fyrir 3000 slög til að fá þar inni. En hér er sagt aðeins frá viðhorfum Lúthers til kynmaka samkynja fólks, auk þess sem vikið er að svo ólíkum hlutum sem Gamla testamentinu, skrifum Platóns, ummælum Jesú um Sódómu og skriftaboðum Þorláks biskups helga.

Jón Einarsson, lipur fastapenni á DV, skrifaði pistil um mál samkynhneigðra 10. janúar sl. og ræddi þar viðhorf Karls biskups og ummæli Jónínu Bjartmarz alþm. á Stöð 2. Rétt var af Jóni að leiðrétta orð hennar um hjónabandið sem "sakramenti" í Þjóðkirkjunni, því að það er alls ekki lútherskur skilningur. Nú er hún lærður lögfræðingur og reyndur þingmaður. Það er því viss mælistika á þekkinguna á kristnum sið og trú á síðari tímum að slík frammámanneskja láti þvílík orð falla í sjónvarpsviðtali. Annað var þó ískyggilegra, sem nafni minn lét hjá líða að minnast á, þ.e. að í sama viðtali lagði hún til að trúfélög yrðu "skylduð til að blessa samkynhneigða". [Frh. neðar.]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.02.06

  22:03:37, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 273 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla, Trúarleg tónlist og textar

Gunnar Þórðarson semur messutónlist

Morgunblaðið greindi frá því 23. febrúar síðastliðinn að hinn landsþekkti tónlistarmaður Gunnar Þórðarson hefði samið nýtt tónverk sem hann nefnir Brynjólfsmessu, í tilefni af 400 ára afmæli Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti. Brynjólfsmessan verður frumflutt Í Keflavíkurkirkju 25. mars. Flytjendur eru 25 manna hljómsveit, 100 manna kór, 50 manna barnakór auk söngvaranna Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar. Verkið verður svo flutt aftur 26. mars í Skálholtskirkju og 29. mars í Grafarvogskirkju og tekur verkið um 50 mínútur í flutningi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:28:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2361 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Kraftaverkið í Hiroshima þann 6. ágúst 1945

Orðið kraftaverk á íslensku er ágætt orð sem lýsir vel áhrifamætti þess ofurorkusviðs sem mælt var í Medjugorje. Það er afar sjaldan sem kirkjan viðurkennir tilvist kraftaverka, og þá einungis eftir ítarlega rannsókn fjölmargra sérfræðinga. Engu að síður eiga þau sér stað. Þannig er það hópur sérfræðinga sem skipaður eru úr ýmsum greinum læknisfræðinnar sem fer yfir allar „lækningar“ í Lourdes. Afar fá tilvik sleppa í gegnum þetta nálarauga sérfræðinganna. Síðar mun ég víkja að einu slíku atviki um kraftaverkalækningu sem samþykkt var nýverið og öll gögn lágu fyrir hendi, þar með sjúkrasaga og læknaskýrslur viðkomandi sjúklings.

Eitt af því sem sérfræðingar veittu athygli í Medjugorje var að önnur veðurfarskilyrði virtust vera ríkjandi í næsta umhverfi Jakobskirkjunnar í Medjugorje en á svæðinu í kring. Annað dæmi eru þær tvær tilraunir sem gerðar voru þegar serbneski herinn hóf stórskotahríð á kirkjuna. Öll geiguðu skotin. Og þið megið trúa mér að miðunartæknin er háþróuð í nútíma hernaði þar sem skotið er eftir hnitum með elektrónískum fjarlægðarmælum. Látið mig vita það, bæði er ég sjálfur menntaður í mælingafræðum og svo var mér falið það leiðinlega starf á sínum tíma, að fylgjast með nýjustu fréttunum úr fyrra Persaflóastríðinu. Þá var langdrægum eldflaugum skotið frá herskipum Bandaríkjamanna á Persaflóanum á Bagdad, og reyndar fleiri staði. Allt var þetta gert eftir hnitum og eldflaugarnar misstu ekki marks.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.02.06

  22:11:29, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 214 orð  
Flokkur: Trúarleg tónlist og textar

Lög Megasar við Passíusálmana flutt í Hallgrímskirkju

Morgunblaðið greindi frá því 22. febrúar sl. að lög Megasar við Passíusálmana yrðu flutt í Hallgrímskirkju laugardag fyrir föstubyrjun. Það er lagasmiðurinn og meistarinn sjálfur sem flytur lögin með aðstoð barnakórs og hljóðfæraleikara. Fluttir verða sjö sálmar auk nokkurra veraldlega texta. Í samtali við blaðamann Mbl. sagði Megas m.a:

"Fólk á mínum aldri vandist á það að heyra Passíusálmana lesna. Það mátti ekki slökkva á útvarpinu meðan á lestrinum stóð, og ýmis helgi yfir lestri þeirra [...] Ég hef líka alltaf haft gaman af eldri skáldskap, finnst hann skondinn og hugsanir sniðuglega orðaðar.[1]"

Óskandi er að upptökumenn Ríkisútvarpsins missi nú ekki af þessum einstæða viðburði og nái að festa hann á filmu svo þeir landsmenn sem utan höfuðborgarsvæðisins búa og ekki eiga heimangengt fái að njóta hans líka. Þarna væri komið ágætt sjónvarpsefni til að sýna í sjónvarpi allra landsmanna eitthvert kvöldið í dymbilvikunni, t.d. á föstudaginn langa.

RGB/Heimild
[1] "Það gengur allt oní Drottin allsherjar". Viðtal Bergþóru Jónsdóttur við Megas. Morgunblaðið, miðvikudagur 22. febrúar 2006. Bls. 25.

22.02.06

  16:50:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1180 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Álitsgjafinn (der Besserwisser)

Orðið „besserwisser“ á þýsku skírskotar til þess sem telur sig „vita“ allt betur en allir aðrir. Það þýðir einnig þann sem leitast við að þvinga „þekkingu“ sinni upp á aðra gegn vilja þeirra. Ég finn ekkert annað betra orð yfir þetta á íslensku en álitsgjafi. Samfara þessu vanþroskamerki fylgir einnig annar ágalli sem best er lýst sem athyglissýki, að láta aðra taka eftir sér í tíma og ótíma, bókstaflega að trana sér fram.

Þetta eru hvimleiðir lestir og áberandi fylgikvilli svo kallaðrar kranablaðamennsku þar sem dælan er látin ganga allan liðlangan daginn, án þess að hafa í rauninni nokkuð til málanna að leggja. Því eru álitsgjafarnir vinsælir hjá fjölmiðlum sem leggja sig fram um slíkt af því að þeir eru ávallt tiltækir. Ég verð að ljóstra hér upp dálitlu leyndarmáli sem lýsir þessu vel. Á dagblaði sem ég vann við fyrir fjölmörgum árum og heyrir nú sögunni til, var haldið úti sérstökum dálki um málefni líðandi stundar. Dálkurinn var unninn rétt fyrir útkomu blaðsins og því var tíminn oft knappur og erfitt gat reynst að ná í menn. Þannig hafði blaðið komið sér upp ákveðnum hóp slíkra álitsgjafa. Þetta kom sér vel vegna þess að það skipti ekki nokkru máli um hvað málið snérist: Álitsgjafarnir höfðu vit á öllu og jafnframt skoðun.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.02.06

  18:10:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 592 orð  
Flokkur: Bænalífið

Kraftur Guðs og bænarinnar

Ég skrifaði grein um ljósastólpa bænarinnar og kraft einhvern tímann í janúar, en því miður hefur hún glatast við flutning yfir á annað vefsvæði. Ég endurtek því hér nokkrar þeirra staðreynda sem þar var vikið að. Ég geri mér fyllilega ljóst að strákarnir á Vantrúarnetinu verða alveg spólvitlausir þegar þeir lesa þessa grein, en það er einungis allt gott um það að segja.

Orðið dynameos eða kraftur kemur fyrir um það bil fimmtíu sinnum í bréfum Páls postula og er samofið hinni Eilífu fæðingu Orðsins og þar með Guðsmóðurinni: „Heilagur Andi mun koma yfir þig og KRAFTUR hins Hæsta mun yfirskyggja þig“ (Lk 1. 35). Jafn samofið og orðið kraftur er hinni blessuðu mey kemur það því ekki á óvart að hann hefur opinberast með áþreifanlegum hætti á einum opinberunarstaða hennar, það er að segja í Medjugorje. Það er einnig hér sem þessi kraftur hefur bókstaflega verið mældur með vísindalegum hætti í FYRSTA SKIPTIÐ Í MANNKYNSSÖGUNNI. Rannsóknarniðurstöðurnar voru birtar í Etudes medicales et scientifiques sur les apparitions de Medjugorje, eftir þá prófessor Henry Joyeux og Abbé René Laurentin. [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  04:18:28, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2332 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Samkynhneigðir vanhæfari en aðrir til barnauppeldis

Súsanna, Thelma og staðreyndir um kynferðislega misneytingu o.fl.
Þegar Karl biskup Sigurbjörnsson var í dagblaði sagður fagna réttarbótum fyrir samkynhneigða (Fréttabl. 18. nóv. 2005, fréttin: 'Góðir menn fagna', sem voru orð eftir honum höfð), en leyfði sér þó að setja fram þessa eðlilegu athugasemd: "Við þurfum að horfa á barnið. Réttur þess til lífs og gæða og ástar og umönnunar og öryggis er aðalatriðið, en ekki réttur einhvers til að eiga börn. Mikilvægt er að velferð barnsins sé höfð í fyrirrúmi," þá var skammt að bíða kröftugra andmæla frú Súsönnu Svavarsdóttur, sem reit í sama blað daginn eftir: "[Á]lítur hann [biskupinn] samkynhneigða ekki hæfa til þess að veita barni líf og gæði og ást og umönnun og öryggi? Telur hann gagnkynhneigða aðeins búa yfir slíkum mannkostum? Var ekki faðir Thelmu og þeirra systra gagnkynhneigður? [Leturbr. JVJ.] Hver er þessi maður [biskupinn] að telja sig umkominn að dæma út í bláinn hver getur veitt kærleika?" Því næst vék hún að Biblíunni og ákvæðum hennar um "að maður skuli ganga að eiga konu og þau geta af sér ávöxt og allt það," en gerði lítið úr gildi hennar, mest vegna aldurs hennar og að á hennar tíma "var kannski ekki gert ráð fyrir því að börn í þúsundatali biðu þess á stofnunum um allan heim að einhver vildi elska þau" og nefndi börn í S-Ameríku og A-Evrópu sem dæmi, sem seld væru í vændi (og í annarri grein talaði hún um börn í skókössum á Indlandi). Spurði hún í framhaldi af þessu biskupinn hvað hann vildi að gert yrði við þessi börn. "Hvernig vill kirkjan hans stemma stigu við að slíkt helvíti á jörðu geti þrifist?" – Enn harðmæltari var hún í skrifi þessu, og má kalla það orð að sönnu, að Súsanna hafi þarna tekið að sér að typta Karl biskup opinberlega með vandlætingarsvipu sinni.

En verðum við ekki að viðurkenna, að þetta efnisinnlegg Súsönnu sé eitthvað sem taka verði tillit til? Sópar ekki réttlætisboðskapur hennar burt þeim andmælum gegn ættleiðingu samkynhneigðra á börnum, sem margir umsagnaraðilar um frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, hafa fram að færa? Nei, það er engan veginn svo – eins og sést af eftirfarandi:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.02.06

  09:42:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2870 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Var Adam Biblíunnar einstaklingur eða samfélagsheild?

Ég svara þessari spurningu bæði og í ljósi heilagrar Ritningar í þessu samhengi: „Hönd Drottins kom yfir mig, og hann flutti mig burt fyrir Anda sinn og lét mig nema staðar í dalnum miðjum, en hann var fullur af beinum . . . „Mannsson, hvort munu bein þessi lifna við aftur?“ Ég svaraði: „Drottinn Guð, þú veist það!“ Þá sagði hann við mig: „Tala þú af guðmóði yfir beinum þessum og seg við þau . . . „Sjá, ég læt lífsanda í yður koma, og þér skuluð lifna við“ (Esk 37. 1, 3, 5).

Guð er sjálfum sér ætíð samkvæmur og óumbreytanlegur í ráðsályktun sinni og mætir manninum alltaf eins og hann er: SEM SAMFÉLAGSVERU. Frá upphafi hefur kirkjan skilið þessi orð sem hluta ráðsályktunar Guðs. Í þessu tilviki er okkur greint frá því að Guð muni blása nýjum lífsanda í hús Ísraels, Heilögum Anda sínum. Drottinn endurtekur þetta með sama hætti þegar hann grundvallar kirkju sína á jörðu. Fyrst blés hann lífsanda sínum í samfélagið til að skapa einingu sem er forsenda komu Heilags Anda. Síðan sjáum við hvernig þessi eining er grundvöllur komu Andans á hvítasunnunni: „Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum“ (P 1. 14).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.02.06

  09:53:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 649 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um áreiðanleika Biblíutexta

Komið hefur í ljós þegar tímasetningar Biblíunnar eru kannaðar, að gríska Sjötíumannaþýðingin (LXX) hefur reynst standa sjálfum frumtextanum næst. Þetta er sá texti sem tilheyrir kanón kirkjunnar. Af þremur textum Sköpunarsögunnar er það svo nefndur Codex Alexandrinus eða Alexandríutexti sem er heillegastur, en hann er varðveittur í British Museum. Í honum hefur Sköpunarsaga Biblíunnar varðveist í heild ásamt Mósebókunum.

Með ítarlegum samanburði við samverska Biblíutextann og hinn masóríska texta Gyðinga kemur í ljós, að Gyðingar hafa með markvissum hætti breytt öllum tímasetningum til samræmis við trúarafstöðu sína. Allt má rekja þetta til þess tíma sem kristnir menn tóku að beina spádómsorðum Biblíunnar að Gyðingum sjálfum í frumkirkjunni. Allflestir Gyðingar trúðu því að rétt eins og maðurinn hafði verið skapaður á sjötta degi sköpunarinnar, þá myndi Messías birtast á sjötta „degi“ (1000 ár) mannkynssögunnar vegna þess að fyrir Guði er einn dagur sem þúsund ár.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  03:50:55, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 393 orð  
Flokkur: Trúarbrögð í innbyrðis samskiptum og við veröldina

16 ára piltur kveður skopmyndir af Múhameð ástæðu þess að hann drap kaþólskan prest

samkvæmt tyrkneskum sjónvarpsfréttum um þann sem liggur undir grun

ANKARA, Tyrklandi, 7. febr. 2006 (Zenit.org). – Táningur, sem ákærður er fyrir drápið á ítölskum trúboðspresti, hefur viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglunni að nýbirtar skopmyndir af Múhameð hafi verið ástæðan fyrir gjörðum hans, segir í fregn tyrknesku sjónvarpsstöðvarinnar NTV.

Pilturinn, sem er aðeins 16 ára, var handtekinn í sambandi við morðið á séra Andrea Santoro, sextugum presti, sunnudaginn 5. febrúar, í hafnarborginni Trabzon [hinni fornfrægu Trabizont] við Svartahaf. Presturinn var á bæn í sóknarkirkju sinni, þegar hann var skotinn.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

18.02.06

  11:51:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 466 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Engin hjónavígsla fyrir hómósexualista eða réttur til að ættleiða börn.

Spánn (Novedades Fluvium, 18. feb. 2006). Nefnd sem franska þingið skipaði til fjalla um rétt fjölskyldunnar og vernd barna hefur komist að þeirri niðurstöðu, að hafna beri hjónavígslu samkynhneigðra og ættleiðingu barna af hálfu samkynhneigðs fólks. Formaður nefndarinnar, Valèrie Pecresse, segir í viðtali við Novedades Fluvium: „Málið snýst ekki um að skerða mannréttindi fullorðins fólks. Kjarni málsins snýst um réttindi barnsins sjálfs.
Í þessu sambandi kemst Pecresse svo að orði: „Einungis er um tvær leiðir að ræða: Annað hvort að lögleiða hjónavígslu þeirra og rétt til ættleiðingar, eða hafna ættleiðingunni og þar með hjónavígslunni. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar stangast slík heimildarákvæði í lögum gegn líffræðilegum staðreyndum sem fælist í því að hafna því hvernig barn er getið.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

17.02.06

  18:37:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1124 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Manndrápslyfið RU-486

Þann 14. febrúar s.l. samþykkti neðri deild Ástralska þingsins með 90 atkvæðum gegn 56 að lögleiða notkun fóstureyðingalyfsins RU-486. Þann 9. febrúar samþykkti efri deildin (senatið) sömu heimildarákvæði með 45 atkvæðum gegn 28. Í ákvörðun sinni sinnti ástralska þingið engu niðurstöðum rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem leiddu í ljós að lyfið hefur valdið dauða 8 kvenna og stefnt heilsu 850 annarra kvenna í voða. Þannig bættist Ástralía í hóp nokkurra annarra ríkja sem heimila notkun lyfsins, það er að segja Frakklands, Kína, Bretlands, Svíþjóðar og Bandaríkjanna.

Ástæðan sem býr þessari ákvörðun að baki er einföld. Inngjöf lyfja sem skaðleg eru líkama kvenna, einkum móðurlífinu og frjósemi þeirra þar sem kvenlíkaminn er notaður sem hver önnur sorptunna, veltir milljarða dollara ágóða árlega sem rennur í vasa alþjóðlegra lyfjahringa. Markaður þessi samanstendur af fóstureyðingjarlyfjum eins og Dalkom Shield, Norplant, Depo-provera, VES, DES og rítodrine, að ógleymdu RU-486.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

16.02.06

  20:29:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 574 orð  
Flokkur: Persónulegir vitnisburðir

Fyrsta áþreifanlega reynslan af Heilögum Anda

Fyrstu áþreifanlegu reynsluna af Heilögum Anda öðlaðist ég þegar ég var sextán ára og tveggja mánaða gamall. Tildrögin voru þessi. Ég var að passa krakka fyrir skyldfólk úti í bæ. Þetta var um hásumar eins og veðrið gerist best í Reykjavík, í miðjum júlímánuði. Ég sat í stól í betri stofunni og var að glugga í einhverja bók vegna þess að þetta var löngu fyrir tíma sjónvarpsins.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  18:31:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 128 orð  
Flokkur: Persónulegir vitnisburðir

Annað lítið dæmi um árvekni Heilags Anda

Fyrir nokkrum vikum síðan gaf kærkominn vinur minn heiti sitt sem skemamunkur í ónefndu klaustri í Austurkirkjunni. Athöfnin fór vitaskuld fram á sunnudegi. Daginn áður, eða á laugardeginum, sendi ég honum heillaóskir í rafpósti. Allt í einu datt mér í hug að senda honum íslensku íkonuna af hl. Silúan frá Aþosfjalli sem viðhengi.

Á þriðjudagsmorguninn þegar ég opnaði aðsend rafpóstbréf beið mín eftirfarandi orðsending frá honum: Bróðir, Guð hefur opinberað þér mikla hluti. Þeir gáfu mér nafnið Silúan. Þetta varð honum til mikillar staðfestingar.

Það er huggunarríkt hvernig Drottinn og Heilagur Andi vaka yfir hjörðinni sinni á jörðu, nú á tímum framsóknar guðsafneitunarinnar, jafnvel í smæstu hlutum.

  11:37:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 399 orð  
Flokkur: Persónulegir vitnisburðir

Örlítið um handleiðslu Heilags Anda

Hér að framan (í athugasemdum við Tübingenmennina) er minnst lauslega á útgáfu hins Íslenska biblíufélags af Nýja testamentinu frá árinu 1981. Mig langar að koma á framfæri eftirfarandi frásögn sem tengist þessari útgáfu. Frásögnin er falleg og leiðir okkur einfaldlega fyrir sjónir hvernig Heilagur Andi vakir sífellt yfir velferð kirkju sinnar á jörðu.

Það var séra Hreinn Hákonarson sem annaðist lokafrágang verksins og prófarkalestur fyrir prentun, en Biblían var prentuð í Prentsmiðju evrópsku Biblíufélaganna í Stuttgart. Í byrjun janúar 1981 þegar ég kom heim í mat í hádeginu fannst mér ég vera knúinn til að hringja í séra Hrein og bjóða fram aðstoð mína. Hann tjáði mér að verkinu miðaði svo vel áfram að engrar aðstoðar væri þörf, en til öryggis skrifaði hann nafn mitt og símanúmer niður. Á þessum árum vann ég enn við kortagerð, áður en ég lét heillast af hinni himnesku landafræði.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.02.06

  10:52:08, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2121 orð  
Flokkur: Bænalífið

Um hið andlega brúðkaup Krists og sálarinnar

Hér á vefsetrinu hefur verið vikið að inntaki kaþólsks hjónabands sem guðlegri tilhögun og óaðskiljanlegum þætti í helgunarguðfræðinni. Þannig hefur kirkjan lagt á það áherslu frá upphafi vegferðar sinnar á jörðu, að hjónaband karls og konu sé helgunarvegur. Ef kaþólskur karl og kona fella hugi saman, þá útilokar hjónabandi þau ekki frá því að ganga veg helgunarinnar, heldur þvert á móti, sökum þess að hér er um sakramenti Drottins að ræða sem glæðir náðargjöf elskunnar í Heilögum Anda. Ef einstaklingar fá ekki köllun til annarrar þjónustu í kirkjunni til klausturlífs, prestsþjónustu eða annarra helgrar þjónustu, hvetur kirkjan karlinn og konuna til að kvænast til að forðast saurlifnað.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.02.06

  11:54:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1522 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Af Tübingenmönnum og fleira

Eitt þeirra þjóðfélagsmeina sem þjakaði evrópskt samfélag síðmiðaldanna var ofvöxtur í þeirri þjóðfélagsstétt sem nefndist „aðalsmenn.“ Yfirleitt voru þeir iðjulausir með öllu og höfðu lítt annað fyrir stafni en að syngja ballöður og gæða sér á vínum og heilsteiktum grísum, milli þess sem þeir fóru um sínar heimasveitir og lömdu á búandkörlum og frömdu húsbrot. Því datt hyggnum landstjórnarmönnum það snjallræði í hug, að senda þá í „krossferð“ til að létta á áþjáninni heima fyrir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.02.06

  20:22:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 157 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Hvernig öðruvísi?

Oft eru hvatvísar yfirlýsingar lúterskra presta dálítið broslegar. Þannig segir séra Þórhallur Heimisson: „Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur alltaf verið öðruvísi en kirkjan á meginlandinu.“ Þetta hefur alveg farið fram hjá okkur kaþólskum. Hvernig?

Kannske á hann við einlífi presta (celibacy). Hann gerir sér augljóslega ekki grein fyrir því að kirkjan er sveigjanleg þegar á reynir. Prestum á Íslandi, Grænlandi og í harðbýlum löndum Austurlanda nær var heimilað að kvænast á miðöldum ef þeir æsktu þess. Hvers vegna? Þessi lönd voru svo harðbýl að prestar komust trauðla eða ekki af án eiginkvenna og barna og að stunda búrekstur.

Hvað áhrærir sjálfa guðfræðina. Miklu ósegjanlega var hún ekki fegurri, tærri og háleitari guðfræðin í Hómilíubókinni en þessi ósköp sem þeir eru að boða í þessum fríkirkjum í dag.

  17:56:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 908 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Fúlt vin á lekum belgjum

Grein sem Morgunblaðið vildi ekki birta, skrifuð 15. janúar s. l.

Það er með vaxandi undrun sem meðlimir rómversk-kaþólsku kirkjunnar og Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi hafa fylgst með umræðum þeim sem farið hafa fram um eðli og inntak hjónabands karls og konu. Hvað áhrærir ummæli herra Karls Sigurbjörnssonar biskups lútersk-evangelísku kirkjunnar um að hún þarfnist "umþóttunartíma" áður en hún taki afstöðu til "giftingar" homma og lesbía, langar mig einungis að segja þetta: Hin almenna (kaþólska)
kirkja mótaði afstöðu sína til hjónabands karls og konu fyrir tvö þúsund árum. Í samhljóðan við hana er hjónaband karls og konu eitt sakramentanna sjö og óaðskiljanlegur hluti hinnar heilögu arfleifðar. Jafnvel sjálfur páfinn í Róm og patríarkarnir í Konstantínópel og Moskvu geta ekki vikið út af arfleifðinni. Þetta er eitt þeirra náðarmeðala sem frumkirkjan þáði úr
höndum Drottins, sakramenti (leyndardómur).

Heilagleikalögin í Þriðju Mósebók eru afdráttarlaus: Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð (3 M 18. 22). Þetta er sannleikur sem endurtekinn er í fyrsta varðveitta trúfræðslukveri frumkirkjunnar, Tólfpostulakenningunni (Didache) samið um 60-120? e. Kr.: Þú skalt ekki iðka kynvillu [saurga drengi] (2. 2). Jafnframt minni ég á orð Guðs Drottins er hann mælti meðan hann dvaldist meðal okkar í holdtekju sinni á jörðu: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram (Matt 5. 17, 18).

Það kemur ekki á óvart að almenningur í landinu hafi "ruglast í ríminu" sökum iðju og eljusemi vegvilltra falsboðenda orðs Guðs: Drottinn hefur byrlað þeim sundlunaranda, svo að þeir valda því, að Egyptaland er á reiki í öllum fyrirtækjum sínum, eins og drukkinn maður reikar innan um spýju sína (Jes 19. 14). Þetta hafa þeir gert með dyggum stuðningi þeirrar forarvilpu siðleysis sem úthellt hefur verið yfir heimsbyggðina frá smiðju Satans í Hollywood undanfarna áratugi, eðjupytti blygðunarlausrar vantrúar og botnlausrar blindu gagnvart siðrænum gildum kristindómsins.

Veturinn 1906 til 1907 jókst ungbarnadauði í Vínarborg svo mjög, að læknar stóðu uppi ráðþrota. Að lokum veitti einn þeirra því athygli, að þessi banvæna sýking virtist ekki hafa nein áhrif á sængurkonur Gyðinga og nýbura þeirra. Við nánari rannsókn kom í ljós að það voru læknarnir sjálfir sem báru sýkinguna á milli sængurkvennanna. Ástæðan var sú að þeir þvoðu ekki hendur sínar og sótthreinsuðu. En samkvæmt lögmáli Móse er sængurkonum gert að dvelja í einangrun í átta daga að fæðingu barns lokinni (hreinsunardagarnir). Þannig veittu lögmálsákvæðin Gyðingakonunum og hvítvoðungunum vernd.

Við falsboðendur orðs Drottins vil ég segja þetta: Iðrist og laugið hendur ykkar í silfurtærri uppsprettu guðspjallanna. Látið af þeirri iðju ykkar að bera andlega sýkingu sundlunaranda ykkar til barna Guðs til að deyða þau eftir endurfæðingu þeirra í Drottni Jesú Kristi (þ.e. eftir skírnina).

Upphafið að hruni Sovétríkjanna mátti rekja til lítils trékross sem reistur var í borginni Novi Sad í Póllandi, sem fólk tók að safnast um. Þetta varð upphafið að Samstöðu (Solidarnosh) pólsks almennings gagnvart ógnaroki kommúnismans. Borginni Novi Sad var ætlað að verða að fyrstu fyrirmyndarborg og ímynd kommúnismans án allra kirkna.

Milljónir rússneskra karla og kvenna báru þessum sama krossi vitni með því að úthella blóði sínu í fórn píslarvættisins í útrýmingarbúðum sósíalfasismans.

Allt mátti rekja þetta til andvaraleysis umbótasinnaðra rússneskra stjórnmálamanna sem leiddi til þess að sósíalfasisminn bókstaflega "rændi" rússnesku þjóðina ávinningi stjórnarumbóta Kerenskij-stjórnarinnar og dúmunar (rússneska þingsins).

Við andvaralausa stjórnmálamenn á Íslandi vil ég segja þetta: Fjölmargir forystumanna fyrir bættri afkomu almennings á Norðurlöndum, í Englandi og Þýskalandi í upphafi tuttugustu aldar komu úr kristnum söfnuðum. Þetta voru einstaklingar sem létu hrífast af orðum Drottins í lögmálinu: Hann rekur rétt munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði (5 M 10. 18). Látið ekki afturgöngu guðsafneitunar sósíalfasismans ræna þjóðina þessari vegsemd Guðs. Ég bið lýðræðissinnaða stjórnmálamenn að hafa þetta í huga til að hefta megi þessa framsókn dauðamenningar guðsafneitunarinnar.

Í stað draumsýna hugvillna sósíalfasismans um guðlausar borgir skulum við fremur horfa til borgar Guðs eins og hún endurspeglast í mannshjartanu, eins og skáldjöfurinn og presturinn Einar Sigurðsson frá Heydölum sá hana birtast í guðsímynd kornvoðungs fyrir fjögur hundruð árum (í ljóðinu: Af stallinum Christí):

Skapaðu hjarta hreint í mér
til híbýlis er sómir þér
saurgan allri síðan ver
svo ég þér gáfur (dyggðir) færi.

Þá mun íslensku þjóðinni farnast vel í "Guð vors landi" á tuttugustu og fyrstu öldinni og njóta blessunar Guðs í ríkum mæli.

  11:18:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 680 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Um tjáningarfrelsið og guðlastsákvæðin

Una Margrét Jónsdóttir ritar grein í Morgunblaðið 11. febr. um tjáningarfrelsið og sagði m.a:

"En það að forsvarsmenn danskra múslima skyldu krefjast þess að blaðamönnunum væri refsað og að forsætisráðherra landsins bæðist afsökunar á einhverju sem stóð í frjálsu og óháðu dagblaði, það bendir því miður til þess að þeir hafi ekki skilið grundvallarlög þess lands sem þeir höfðu valið að búa í."

Nú vill svo til að í dönsku hegningarlögunum, nánar tiltekið grein 140 í 15. kafla sem fjallar um brot gegn friði segir:

15. kapitel
Forbrydelser mod den offentlige orden og fred [..]
§ 140. Den, der offentlig driver spot med eller forhåner noget her i landet lovligt bestående religionssamfunds troslærdomme eller gudsdyrkelse, straffes med bøde eller fængsel indtil 4 måneder.
LBK nr 909 af 27/09/2005
http://www.retsinfo.dk/

Það sem danskir múslimar hafa kannski ekki skilið er af hverju ekki mætti beita þessari lagagrein? Þeir hafa kannski fengið þá mynd að það væru í reynd tvenn lög í landinu? Ein fyrir Dani, þau sem væru skrifuð og önnur fyrir múslima - þau sem væru óskrifuð?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.02.06

  22:33:18, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 936 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Sakramentin, Hjónabandssakramentið

Hvað er kaþólskt hjónaband?

Hjörtur Magni Jóhannsson forstöðumaður og prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík ritaði grein í Morgunblaðið [1] um réttindamál samkynhneigðra föstud. 10. febr. sl. Í röksemdafærslu vék forstöðumaðurinn að kaþólsku hjónabandi í umfjöllun sinni um grein Steinunnar B. Jóhannsdóttur (Mbl. 21.01. 2006) og sagði:

"Hér er hörfað langt aftur fyrir lúterska siðbreytingu og í faðm kaþólsku miðaldarkirkjunnar í leit að rökum og réttlætingu. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er hjónabandið sakramenti kirkjustofnunarinnar, helgað þeim eina megintilgangi að fjölga mannkyni. Þannig er eini tilgangur kynlífs einnig sá að viðhalda mannkyni með því að búa til börn. Lútherskur skilningur á hjónabandi er allt annar.

Lúter breytti rétt

Marteinn Lúter afnam sakramentisskilning hjónabandsins. Hann losaði það undan drottnunarvaldi kirkjustofnunarinnar. Hann krafðist frelsis hins kristna manns undan þeirri þröngsýnu kirkjustjórn sem setti sjálfa sig og kristindómstúlkun sína ofar Guði [..] Þess vegna er hjónaband samkvæmt evengelísk-lúterskum skilningi fyrst og fremst kærleikssáttmáli gerður af tveim jafnréttháum og jafnupplýstum einstaklingum."

Svo gæti virst við lestur þessara setninga sem kaþólska miðaldakirkjan hafi verið býsna villuráfandi hvað varðar hjónabandið. Í þeim heimildum sem kaþólska kirkjan á Íslandi hefur gefið út finnst þó ekkert sem bendir til að skilningur kaþólsku miðaldakirkjunnar hvað hjónabandið varðar hafi í meginatriðum verið annar en hann var aldirnar á undan, né heldur en hann er í dag þó svo að hjónavígsla hafi ekki verði staðfest sem sakramenti fyrr en á 12. öld.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  18:27:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 160 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Andkristin viðhorf ríkjandi innan stjórnar Evrópubandalagsins

Toríno, Ítalíu, 10. Feb 2006 (Zenit.org). Hinir trúuðu hafa það iðulega á tilfinningunni að andkristinn minnihluti stjórni ráðum Evrópubandalagsins og yfirstjórn, kemst biskup einn að orði.

„Jæja, ef til vill höfum við lagt sjálf eitthvað af mörkum með andvaraleysi okkar,“ skrifaði aðalritari ungverska biskuparáðsins, András Veres, biskup í yfirlýsingu til SIR, fréttaþjónustu ítölsku biskupsumdæmanna.

Þegar Veres aðstoðarbiskupinn í Eger, leit yfir farinn veg einu og hálfu ári eftir að Ungverjaland gekk í bandalagið, gerði hann þá athugasemd „að fjöldi þeirra sem orðið hefðu fyrir vonbrigðum færi vaxandi.“

Hann lagði einnig áherslu á skort á „andlega sinnuðu bandalagi sem gæti glætt almenn siðagildi hjá Evrópubúum,“ og bætti því við að „bandalag án allra siðagilda væri hvorki unnt að byggja upp eða viðhalda.

ZE060211024/JRJ.

10.02.06

  17:51:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1405 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Krukkufórnir og barnamorð

Í gamla daga þegar ég var að bögglast við að læra latínu las ég Púnversku stríðin hans Tacítusar. Það var ekki svo að mér væri uppálagt það, heldur rakst ég á ævagamalt eintak af bókinni á latínu á fornbókasölu. Ég er ekki sá fyrsti sem hef látið heillast af þessum forna rómverska sagnaritara. Mig minnir að það hafi tekið mig heilan vetur að strögglast í gegnum verkið, enda mikið að vöxtum.

Á þessum tíma, lýðveldistímanum, voru Rómverjar afar siðprúðir menn og höfðu konur sínar, börn og heimili í hávegum. Upphaf púnversku stríðanna við Karþagómenn fólst ekki einungis í verslunarhagsmunum, heldur fyrirlitu Rómverjar Karþagómenn fyrir mannfórnir þeirra, einkum barnafórnir. Karþagómenn komu upphaflega frá Fönikíu og á fönísku þýðir Karþagó „Nýja borgin.“ Borgin var þannig eins konar New York í útþenslustefnu þeirra.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 35 36 37 38 39 40 ...41 ... 43 ...45 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

No Item object found. Cannot display widget "Item Info Line".
blog engine