Blaðsíður: 1 ... 34 35 36 ...37 ... 39 ...41 ...42 43 44 ... 46

15.04.06

  15:54:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 794 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Páskaásjóna himnesks fagnaðar

Guðspjall Jesú Krists á Páskadag þann 16. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 20. 1-9 (sjá einnig Lk 24. 13-35 og Mk 16. 1-8)

Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, sem Jesús elskaði, og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann.“ Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn, og þeir komu til grafarinnar. Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi, en fór samt ekki inn. Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar og sveitadúkinn, sem verið hafði um höfuð hans. Hann lá ekki með línblæjunum, heldur sér samanvafinn á öðrum stað. Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn, sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og trúði. Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum.

Hugleiðing
Alltaf kemur það kaþólskum jafn undarlega fyrir sjónir þegar kvennaguðfræðin kvartar sífellt yfir því, hvað konum er gert lágt undir höfði í kirkjunni. Fyrsta skal telja Maríu Guðsmóður sem kemur Kristi næst. Og það eru konurnar sem fóru fyrstar til grafarinnar á páskadagsmorgunn, rétt eins og það var hún Lýdía sem lauk Evrópu upp fyrir hl. Páli með því að skjóta skjólshúsi yfir hann. Ísidor frá Sevilla (á sjöundu öld) komst svo að orði: „Þar sem konan (Eva) var sú fyrsta til að bragða dauðann, þá var það kona (María Magdalena) sem smakkaði fyrst á lífinu. Kona var það við syndafallið og enn að nýju kona sem sá dag endurlausnarinnar þegar bölvun Evu var aflétt.“ Biblían hefst á frásögn af konunni og víkur enn að nýju að henni í lokaorðum sínum (Opb 12). Stelpur, lesið Biblíuna ykkar betur!

Hvað er svo merkilegt við þetta veltibjarg fyrir grafhýsinu? Það var afar þungt! Það hefði tekið nokkra fíleflda karlmenn dágóðan tíma að velta bjarginu frá og auk þess stóðu rómverskir hermenn þarna á verði! Enski kirkjufaðirinn Beda komst svo að orði: „Engillinn velti bjarginu frá, ekki svo að Drottinn gæti gengið út, heldur til að gera fólki kleift að sjá að hann var þegar farinn.“ Og Pétur Chrysologus (5. öld) sagði: „Til að koma auga á upprisuna verður fyrst að velta bjarginu frá hjarta okkar.“

Eitt er víst. Ef Jesús hefði ekki risið upp frá dauðum og birst lærisveinum sínum, hefði okkur aldrei borist spurnir af honum. Það er eitt atriði sem er afar athyglisvert í þessu sambandi eins og sérfræðingar hafa vakið athygli á. Það er alls ekki svo fágæt að fólk sjái látna ástvini sína birtast sér og það ÞEKKIR þá þegar í stað. En þessu var á öfugan veg farið hjá lærisveinunum á leiðinni til Emmaus: ÞEIR ÞEKKTU JESÚ EKKI Í FYRSTU!

Hvað annað en sjálf upprisan hefði getað umbreytt skelfingu losnum lærisveinunum og konunum í fólk sem ljómaði af gleði á þessari mestu sorgarstund í lífi þess? Raunveruleiki upprisunnar er kjarni kristindómsins. Í náð Heilags Anda gerir Drottinn okkur kleift að sjá með auga trúarinnar yfir aldanna djúp til að þekkja sig og kraft upprisu sinnar. Mesta gleði sem nokkur manneskja getur öðlast hér á jörðinni er að standa frammi fyrir lifandi Drottni með persónulegum hætti og sjá hann, rétt eins og hl. Páll, sem öfugt við Júdas, sá hann aldrei í holdi. Ljómar ásjóna þín af sannri Páskagleði eða er hún mörkuð depurð og angist verðbréfahruna og gengisfellinga? Snúðu þér þá til Jesú og hann mun gefa þér hina sönnu Páskagleði vegna þess að hún felst í eilífu lífi, PÁSKAÁSJÓNU HIMNESKS FAGNAÐAR.

„Drottinn Jesú Kristur! Þú hefur unnið sigur yfir helsi grafarinnar og áunnið okkur lífið eilífa. Gef okkur augu trúarinnar til að geta séð þig í dýrð þinni. Hjálpaðu okkur til að nálgast þig og vaxa í þekkingunni um elsku þína og kraft.“

GLEÐILEGA PÁSKA!

  09:49:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 574 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Píslir Jesú rangfærðar í fjölmiðlum

VATÍKANIÐ, 14. APRÍL 2006 (Zenit.org).- Heimilisprestur páfa varar við því sannleikurinn um píslir Krists eru tilefni rangfærslna í fjölmiðlum.

Í hugvekju sinni á Föstudaginn langa að viðstöddum Benedikti páfa XVI í basilíku hl. Péturs vitnaði kapútsíninn Raniero Cantalamessa í ummæli hl. Páls.

„Því að þann tíma mun bera að,“ sagði faðir Cantalamessa, „, að menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir sér að kennurum, eftir eigin fýsnum sínum, til þess að heyra það. sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum“ (2 Tm 4. 3).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.04.06

  18:43:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 506 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kanadískur sigur fyrir kristið skoðunarfrelsi

BIBLÍAN = HATURSBÓKMENNTIR, NEI!

Eftir John-Henry Westen

REGINA, KANADA 13. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) - Einhverjum mikilvægustu dómsniðurstöðum gegn trúfrelsi í Kanada hefur verið snúið við. Áfrýjunarrétturinn í Saskatchewan, sem er æðsta dómsstigið, hefur snúið við dómsniðurstöðum réttarins í Quenn´s Bench sem hvað upp þann dóm, að maður sem lét birta tilvitnanir í Biblíuna um kynvillu í dagblaði hefði gerst sekur um að kynda undir hatur.

Dómsniðurstöðurnar frá 11. desember 2002 voru svar við beiðni frá 2002 frá Saskatchewan Human Rights Commission (HRC) sem skipaði svo fyrir að bæði dagblaðinu StarPhoenix í Saskatoon og Hugh Owen frá Regina skyldi gert skylt að greiða þremur virkum hómósexualistum 1500 dali fyrir að hafa birt auglýsingu í blaðinu með ritningarversum úr Biblíunni um hómosexualisma

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  16:08:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 652 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd

Guðspjall Jesú Krists þann 15. apríl er úr Lúkasarguðspjalli 23. 50-56

Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú, tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður. Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd. Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður. Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.

Hugleiðing
Nú í kyrruvikunni sá ég mynd á National Geography Channel þar sem fjallað var um krossfestingar Rómverja út frá fræðilegu sjónarhorni. Þar kom meðal annars fram að þeim krossfesta var ætlað að lifa sem lengst. Venjulega stóð dauðastríðið yfir í 6 tíma að minnsta kosti. Ísraelskur fornleifafræðingur greindi frá því að fyrir nokkrum árum hefði fundist beinagrind af krossfestum manni, sú eina fram til þessa. Sjá mátti að naglar höfðu verið reknir í gegnum hendur mannsins, eins og greint er frá í guðspjöllunum. Fótstokkur var hafður á krossinum til að draga dauðastríðið á langinn. Vísindamaður einn í New York hefur gert margítrekaðar tilraunir (um 100 sinnum) á að krossfesta menn. Ekki í bókstaflegri merkingu, heldur klæðast þeir sérstökum leðurhönskum sem taka þátt í tilraununum fyrir „krossfestinguna.“ Rannsóknir hans hafa leitt í ljós að án fótastokksins örmagnast stæðilegustu menn á 5 mínútum, álagið verður svo mikið af að hanga einungis á höndunum. Yfirleitt voru hinir krossfestu látnir hanga á krossinum þar til hræfuglar höfðu hreinsað holdið að mestu af beinagrindunum, eða þá að líkunum var einfaldlega hent á sorphauga borgarinnar. Fjallað var um gerð grafhýsa á tímum Jesú og vikið að upprisu hans. Eftir margvíslegar bollaleggingar var niðurstaðan sú, að allt grundvallaðist þetta á trú þegar til alls kæmi.

Jesús var forðað frá þeim örlögum sem biðu flestra eftir krossfestinguna þegar Jósef frá Arímaþeu bað um að koma líkama hans fyrir í eigin grafhýsi. Hver var hann þessi Jósefus? Lúkas segir að hann hafi átt sæti í Sanhedrín og ekki verið sammála niðurstöðum þess þegar það kvað upp dauðadóminn yfir Jesú. Hvers konar maður var hann? Lúkas greinir okkur frá því að hann hafi verið „góður maður og réttvís“ og hann var auðugur. Hann uppfyllti þannig spádómsorðin: „Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum“ (Jes 53. 9). Leyndardómur Krists þar sem hann liggur dáinn í grafhýsinu opinberar okkur hina miklu sabbatshvíld Guðs eftir að Drottinn ávann okkur frelsi með píslum sínum á krossinum þar sem hann „kom öllu í sátt við sig“ (Kól 1. 20). Lifir þú í þessum sáttmála lífsins, kæri lesandi eða ekki? Svarið við þessari spurningu er mikilvægt vegna þess að Kristur hét öllum þeim sem trúa á hann eilífu lífi. Kirkjufeðurnir líktu heimi fallvaltleikans hins vegar við eilíft grafhýsi heljar. Þeir sem kjósa sér það að íverustað munu liggja þar að eilífu líkt og velfaldir smyrlingar fornegypskra faraóa.

„Drottinn! Styrktu trú okkar svo að okkur auðnist að kynnast krafti upprisu þinnar og lifa í þeirri von að við munum sjá þig auglitis til auglitis.“

  12:10:20, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 2278 orð  
Flokkur: Dymbilvika og páskar

Via Dolorosa - leið hins kristna manns

Á föstunni og í dymbilviku er forn hefð kaþólsku kirknanna að biðja bæn sem nefnd hefur verið Krossferill Krists. Á föstudaginn langa er þessi bæn hluti af helgiathöfnum dagsins. Í bæninni er minnst atvika sem urðu á leið Krists þar sem hann gekk með krossinn frá dómstól Pílatusar til Golgatahæðar og þar sem líkami hans var borinn til grafarinnar. Sú leið er nefnd Via Dolorosa á latínu eða Sorgarvegur.[1] Bænin inniheldur 14 erindi sem kallast viðstöður, því þegar bænin er beðin í kirkju er gengið um kirkjuna og staðnæmst við 14 myndir af atburðum úr píslarsögunni, en þessar myndir er að finna í kaþólskum kirkjum eða kapellum. Venjan er að biðja stuttan inngang og síðan viðstöðurnar 14 og loks stutt lokaerindi. Bænirnar eru ekki staðlaðar og eru því til margar útgáfur af krossferlum. Gjarnan mætti fara með erindi úr íslenskum helgikvæðum við þessi tækifæri. Hér á eftir eru þessar 14 viðstöður taldar upp ásamt stuttum inngangshugleiðingum við sumar viðstöðurnar og vísunum eða tilvitnunum í ýmis helgikvæði íslensk.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:23:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 300 orð  
Flokkur: Persónulegir vitnisburðir

Hvers vegna hné Drottinn niður undir krossinum?

Fyrir tveimur árum fékk ég alvarlega lungnasýkingu skömmu fyrir páska. Þetta var síðdegis á föstudegi og í fyrstu taldi ég hana ekki svo alvarlega, að ég gæti ekki beðið fram á mánudagsmorguninn eftir að læknirinn minn mætti til starfa eftir helgarfríið.

Síðdegis á laugardag tók mér að elna sóttin svo mjög, að ég missti allan mátt og varð með öllu hjálparlaus, svo mjög, að það varð mér ofraun svo mikið sem að hringja eftir hjálp, hvað þá meira.

Sjálfa laugardagsnóttina lá ég bókstaflega milli heims og helju og með öllu hjálparvana. Þá sagði ég við Drottin: „Hvers vegna tekur þú mig ekki frekar til þín, heldur en að láta mig þjást svona mikið?“

Svarið lét ekki á sér standa. Hann sagði: „Jón, veistu hvernig mér leið sjálfum eftir að rómversku hermennirnir húðstrýktu mig við súluna? Lungu mín fylltust blóði og þess vegna hné ég niður undir krossinum.“

Þetta hafði aldrei hvarflað að mér og veitti mér alveg nýja innsýn inn í píslargöngu Drottins. Allir sem þekkja til alvarlegra lungnasýkinga skilja við hvað ég á.

Eftir þetta bráði svo af mér að ég var sæmilega rólfær á sunnudeginum og fékk sterkt sýklalyf hjá lækninum strax á mánudagsmorguninn sem vann bug á sýkingunni. Þetta langaði mér að deila með ykkur, bræður og systur, einmitt núna á þessum degi meðan krossgangan á sér stað. Miklar eru þær píslir sem Drottinn tók á sínar herða sökum okkar eigin synda. LOF SÉ ÞÉR KRISTUR NÚ OG AÐ EILÍFU. AMEN!

  08:47:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 433 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Páfi íhugar leyndardóm svika Júdasar

POSTULINN HAFNAÐI ELSKU GUÐS.

VATÍKANIÐ, 13. apríl 2006 (Zenit.org).- Í predikun sinni í Skírdagsmessunni fullvissaði Benedikt páfi XVI hina trúuðu um, að leyndardómur Júdasar hafi einmitt falist í því að hafna elsku Guðs.

„Júdas Ískaríot er persónugervingur „svikarans,“ en hjá honum vega peningar, völd og velgengni þyngra en elskan og hann hikar ekki við að framselja Jesú,“ komst páfi að orði í messunni að kvöldi Skírdags.

Ummæli hins heilaga föður komu í tilefni hins nýútgefna Júdasarguðspjalls, forns handrits sem varpar jákvæðu ljósi á postulann sem sveik Krist. Það boðar í reynd að Júdas hafi fylgt eftir guðlegum fyrirmælum þegar hann framseldi Jesú í hendur yfirvaldanna.

Í predikun sinni lagði Benedikt páfi XVI þvert á móti áherslu á hinn frjálsa vilja postulans sem framseldi Jesú fyrir 30 denara samkvæmt frásögn hinna kanónísku guðspjalla.

„Þessi myrki leyndardómur afneitunarinnar er fyrir hendi og er leiddur okkur fyrir sjónir með því sem gerðist í lífi Júdasar, og það einmitt á Skírdag, á þeim degi sem Jesú lagði allt í sölurnar og ætti að vera okkur hvatning til að hugleiða þetta,“ sagði páfi. „ELSKA DROTTINS Á SÉR ENGIN TAKMÖRK, EN VIÐ GETUM SETT HENNI TAKMÖRK.“

AFNEITUNIN

Benedikt páfi spurði síðan: „Hvernig lék sviksemin þennan svikara?“ Og hann svaraði: „Að hafna elskunni, að vilja ekki vera elskaður og ekki að elska sjálfur. Stærilæti sem telur sig ekki þarfnast neinnar hreinsunar og lokar sig af gagnvart hjálpræði gæsku Guðs.“

„Í Júdasi,“ hélt hann áfram, „sjáum við eðli þessarar afneitunar enn frekar. Hann dæmir Jesú í ljósi valds og velgengni: Fyrir honum eru það völdin og velgengnin sem ein hafa raunverulegt gildi, elskan er ekki höfð með í dæminu.

Og hann er gráðugur: Peningarnir skipta meira máli en samfélagið við Jesú, þeir eru mikilvægari en Guð og elska hans.

Með þessum hætti,“ útskýrði hinn heilagi faðir, „varð hann einnig að lygara sem ber kápuna á báðum öxlum og segir skilið við sannleikann og verður að þeim sem hrærist í lyginni og glatar öllum næmleika gagnvart hinum æðsta sannleika: Guði.

Með þessum hætti verður hann harðlyndur og getur ekki tekið sinnaskiptum, hafnar trúfastri endurkomu hins glataða sonar og varpar gjörspilltu lífi sínu á glæ.“

ZE06041306/JRJ

13.04.06

  17:13:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 746 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Þegar komið er af fjöllum - hugleiðing um RÚV - Sjónvarp

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri-grænna skrifaði grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 11. apríl 2006 undir heitinu „Ríkisstjórn spillir friði í eigin landi.“ og vék hann í greininni að Ríkisútvarpinu og sagði m.a.:

Tilgangur með rekstri Ríkisútvarpsins er ekki að græða peninga heldur að sinna almannaþjónustuhlutverki. Að vera kjölfesta í vandaðri og hlutlægri fjölmiðlun, tryggja fjölbreytni, viðhalda öflugri innlendri dagskrárgerð, halda utan um og miðla menningararfi þjóðarinnar, rækta tunguna, sinna öryggis- og almannavarnarskyldum, tengja þjóðina saman, sem sagt sinna verkefnum sem fjölmiðlum í einkaeigu er hvorki skylt né endilega hagstætt að sinna með sama hætti, það er hlutverk almannaútvarps. Til þess er Ríkisútvarpið í samtímanum og gildi þess hefur síst minnkað...
...[Sjálfstæðis]flokkurinn [hefur] hvorki siðferðilegt né pólitískt leyfi til þess að rjúfa grið um Ríkisútvarpið. Þaðan af síður Framsóknarflokkurinn, sem þóttist ætla að standa um það vörð sem slíkt eða sem sjálfseignarstofnun.[1]

Við þau atriði sem Steingrímur nefnir hér má gera ýmsar athugasemdir. Varðandi miðlun menningararfsins, og Steingrímur lítur vonandi á kristnina sem hluta af þeim arfi þá verður að segja að metnaðarleysi Sjónvarpsins til miðlunar hins kristna menningararfs er átakanlegt. Í dagskrá yfirstandandi páska sést ekkert - ekkert í allri dagskrá skírdags, föstudagsins langa, pákskadags eða annars í páskum sem gefur til kynna að í þessu landi búi kristin þjóð. Ef mér hefur yfirsést eitthvað hér þá bið ég um leiðréttingu. Þetta sem hér er sagt gildir þó ekki um RÚV Rás 1, hljóðvarpið. Þar er enn bæði metnaður og menning í fyrirrúmi og er Rás 1 því sá hluti sem eigulegastur er fyrir þjóðina. Bæði er dagskráin vönduð og fréttamennskan fagmannleg.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  14:26:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 895 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Krossinn er hásæti elskunnar

Guðspjall Jesú Krists á Föstudaginn langa þann 14 apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 19. 17-30

Og hann bar kross sinn og fór út til staðar, sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata. Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra sinn til hvorrar handar; Jesús í miðið. Pílatus hafði ritað yfirskrift og sett hana á krossinn. Þar stóð skrifað: JESÚS FRÁ NASARET, KONUNGUR GYÐINGA. Margir Gyðingar lásu þessa yfirskrift, því staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni, og þetta var ritað á hebresku, latínu og grísku. Þá sögðu æðstu prestar Gyðinga við Pílatus: „Skrifaðu ekki ,konungur Gyðinga', heldur að hann hafi sagt: ,Ég er konungur Gyðinga'.“ Pílatus svaraði: „Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað.“ Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú, tóku þeir klæði hans og skiptu í fjóra hluti, og fékk hver sinn hlut. Þeir tóku og kyrtilinn, en hann var saumlaus, ofinn í eitt ofan frá og niður úr. Þeir sögðu því hver við annan: „Rífum hann ekki sundur, köstum heldur hlut um, hver skuli fá hann.“ Svo rættist ritningin:

Þeir skiptu með sér klæðum mínum
og köstuðu hlut um kyrtil minn.

Þetta gjörðu hermennirnir. En hjá krossi Jesú stóðu móðir hans og móðursystir, María, kona Klópa, og María Magdalena. Þegar Jesús sá móður sína standa þar og lærisveininn, sem hann elskaði, segir hann við móður sína: „Kona, nú er hann sonur þinn.“ Síðan sagði hann við lærisveininn: „Nú er hún móðir þín.“ Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín. Jesús vissi, að allt var þegar fullkomnað. Þá sagði hann, til þess að ritningin rættist: „Mig þyrstir.“ Þar stóð ker fullt af ediki. Þeir settu njarðarvött fylltan ediki á ísópslegg og báru að munni honum. Þegar Jesús hafði fengið edikið, sagði hann: „Það er fullkomnað.“ Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.

Hugleiðing

Hl. Gregoríos frá Nyssa (335-395) sagði: „Guð beitti beitu holdsins á öngul hjálpræðisins og Satan gleypti hana umhugsunarlaust.“

Hl. Ágústínus frá Hippo (354-430) sagði: „Rétt eins og þau mænum við einnig á krossinn. Við sjáum blóð hans á dauðastundinni. Við sjáum það gjald sem Endurlausnarinn innti af hendi og snertum sár upprisunnar. Hann lýtur höfði, rétt eins og hann ætli að kyssa okkur. Hjarta hans lýkst upp sökum elsku hans á okkur. Armar hans eru útréttir eins og hann vilji faðma okkur að sér. Allur líkami hans blasir við sjónum okkur til endurlausnar. Íhugið undursamleika þessa alls. Látið þetta allt greypast í hugskot ykkar. Allt var þetta til þess að sá sem gerði sérhvern hlut líkama síns sýnilegan á krossinum megi nú markast í sérhvern hluta sálar ykkar.“

Rupert frá Deutz, ábóti, skrifaði á tólftu öld: „Kross Krists er hliðið til himins, lykillinn að Paradís, hrösunarhella djöfulsins, upphefð mannkynsins, huggun fangelsisvistar okkar og frelsisgjald.“

Kross Krists er vörn trúar okkar, fullvissa vonar okkar og hásæti elskunnar. Hann er ummerki elsku Guðs og sönnun um fyrirgefningu syndanna. Á krossinum hefur Jesús goldið fyrir syndir okkar og afmáð sekt okkar. Hann er vegur friðar, gleði og réttlætis sem liggur til konungsríkis Guðs og sigurbrautin gagnvart synd, örvæntingu og dauða fyrir Drottin Jesú Krist.

„Þess skulum vér Guð biðja, að honum sé mest dýrð í að veita oss, en vér verðim farsælstir af að þiggja, að hann varðveiti oss í dag og nótt og hverja stund frá annarri, meðan vér erum í þessum heimi, en eftir andlát vort láti hann engla sína leiða andir órar í frið og fögnuð Paradísar. En þá er vér komum fyrir dómstól á dómsdegi, laði hann oss blíðlega, sín börn, heim í himnaríkis dýrð ei og ei [æ og ævinlega] með sér að vera.“ [1]

Sálmur 31:3,7,13-18,24

3 Hneig eyru þín til mín, frelsa mig í skyndi, ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar!
7 Ég hata þá, er dýrka fánýt falsgoð, en DROTTNI treysti ég.
13 Sem dáinn maður er ég gleymdur hjörtum þeirra, ég er sem ónýtt ker.
14 Ég heyri illyrði margra – skelfing er allt um kring – þeir bera ráð sín saman á móti mér,
hyggja á að svipta mig lífi.
15 En ég treysti þér, DROTTINN. Ég segi: „Þú ert minn GUÐ.“
16 Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.
17 Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn, hjálpa mér sökum elsku þinnar.
18 Ó DROTTINN, lát mig eigi verða til skammar, því að ég ákalla þig.
Lát hina guðlausu verða til skammar, hverfa hljóða til Heljar.
25 Verið öruggir og hughraustir, allir þér er vonið á DROTTIN.

[1]. Hómilíubók, bls. 94.

  10:04:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 560 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Og Guð þarfnast líka okkar!

Enn sagði hann: „Maður nokkur átti tvo sonu. Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: ,Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber.' Og hann skipti með þeim eigum sínum. Fáum dögum síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt í fjarlægt land. Þar sóaði hann eigum sínum í óhófsömum lifnaði. En er hann hafði öllu eytt, varð mikið hungur í því landi, og hann tók að líða skort. Fór hann þá og settist upp hjá manni einum í því landi. Sá sendi hann út á lendur sínar að gæta svína. Þá langaði hann að seðja sig á drafinu, er svínin átu, en enginn gaf honum. En nú kom hann til sjálfs sín og sagði: ,Hve margir eru daglaunamenn föður míns og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri! Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.' Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði við hann: ,Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.' Þá sagði faðir hans við þjóna sína: ,Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn.' Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag. En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera. Hann svaraði: ,Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.' Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma. En hann svaraði föður sínum: ,Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum. En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.' Hann sagði þá við hann: ,Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn'" (Lk 15. 11-32).

12.04.06

  23:31:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 251 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Þjóðfélagskenningin

„Í kjarnorkustríði eru engir sigurvegarar, aðeins fórnarlömb“

Edinborg, 11. apríl 2006. Vefsetrið Indcatholicnews.co.uk greindi frá því að átta biskupar kaþólskra á Skotlandi hafi komið saman í síðustu viku til að ræða Trident kjarnavopnakerfið. Í lok fundarins gáfu þeir út yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Biskupar Skotlands fagna orðum forsætisráðherrans um að Trident kjarnorkuflaugakerfið eigi að ræða til fulls. Kaþólska kirkjan hefur skýra og eindregna stefnu hvað varðar kjarnavopn. Notkun gereyðingarvopna væri glæpur gegn Guði og mannkyni og þeim má aldrei beita. Kirkjan kennir að ekki megi nota gereyðingarvopn í stríði [1]. Á sama hátt er geymsla og uppsöfnun slíkra vopna siðferðilega vafasöm. [2]“

Í samþykkt Skotlandsbiskupa frá 1982 kom fram að auk þess væri siðlaust að hóta beitingu slíkra vopna. Í janúar á þessu ári sagði Benedikt páfi XVI: „Í kjarnorkustríði eru engir sigurvegarar, aðeins fórnarlömb.“ Auk þess að endurtaka fyrri áskoranir og taka undir orð páfa hvöttu biskuparnir ríkisstjórn Bretlands til að leggja ekki í endurnýjun á Trident kerfinu og setja af stað ferli sem miði að því að leggja niður þessi vopn, með það endanlega markmið að verja því fjármagni sem annars væri varið væri til kjarnorkuvopna til hjálpar- og þróunarstarfs.

[1] Annnað Vatíkanþingið, Gaudium et Spes 80 og Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar, grein 2314
[2] Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar 2315

RGB/Heimild: http://www.indcatholicnews.co.uk

  21:56:20, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 276 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Við þörfnumst Jesú

Einu sinni var prestur sem fór til Suður[-Ameríku sem haf]ði mikinn áhuga á að hjálpa fátækum. Hann hafði fjárhagslega burði til að létta oki fátæktarinnar og hungursins af fólkinu þar.

Þegar hann kom til Suður-Ameríku fór hann að byggja læknastofur og skóla. En, eftir tíu ár tók hann eftir því að mörg sóknarbarna hans hættu að koma til hans.

Dag einn kvartaði hann við einn af gömlu mönnunum, mjög trúfastan mann sem var alltaf nærri kirkjunni og hjálpaði prestinum. Gamli maðurinn leit á hann með tárin í augunum og sagði, "Faðir, ég vil ekki særa þig, en ég verð að segja þér. Þú færðir okkur mikið af góðum hlutum. Þú hefur unnið mjög mikið, en þú færðir okkur ekki Jesú og við þörfnumst Jesú."

Presturinn sagði, "Ég skammaðist mín. Það var þá sem ég skildi að ég hafði ákveðið að gefa þeim allt sem þeir þyrftu fyrir líkama sinn. En ég var svo upptekinn að ég las ekki messu. Ég hafði ekki tíma. Það [þurfti a]ð fæða þetta fólk. Það var svangt. Samt sýndi Drottinn mér, með þessu sama fólki sem ég hafði eytt öllum mínum kröftum fyrir, að það þurfti meira en efnislega hluti".

Presturinn hafði gleymt að Jesús sagði, "Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju orði því sem gengur af Guðs munni."

  15:25:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 629 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

En annar ávítaði hann þegar

Guðspjall Jesú Krists þann 13. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 13. 1-15

Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi, að stund hans var kominn og að hann færi burt úr þessum heimi til Föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá, uns yfir lauk. Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi Símonarsyni Ískaríots að svíkja Jesú. Jesús vissi, að Faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara til Guðs. Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig. Hann kemur þá að Símoni Pétri, sem segir við hann: „Herra, ætlar þú að þvo mér um fæturna?“ Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki, hvað ég er að gjöra, en seinna muntu skilja það.“ Pétur segir við hann: „Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki, áttu enga samleið með mér.“ Símon Pétur segir við hann: „Herra, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.“ Jesús segir við hann: „Sá sem laugast hefur, þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þér eruð hreinir, þó ekki allir.“ Hann vissi, hver mundi svíkja hann, og því sagði hann: „Þér eruð ekki allir hreinir.“ Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og setst aftur niður, sagði hann við þá: „Skiljið þér, hvað ég hef gjört við yður? Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.

Hugleiðing
Þegar Ágústínus kirkjufaðir hugleiddi þennan ritningartexta komst hann svo að orði: „Að svo miklu leyti sem píslarvottarnir úthella blóði sínu fyrir bræður sína, þá framreiða þeir „sömu máltíðina“ eins og þá sem þeir meðtóku við borð Drottins.“ Leggjum eyru við boðskap feðra íslensku kirkjunnar: „Kristur lét sér sóma að deyja meðal vondra manna og þeim dauðu, sem títt var að bana vændismönnum [illmennum], að hann sýndi sig til þess hafa komið í heim að samtengja góða menn og illa þeirri samtenging, er illir menn mætti batna af samvistum góðra og hverfa frá illsku, en þeim yrði að áfellisdómi, er eigi vildi batna. Þau dæmi sýna þjófar þeir, er krossfestir vóru með Kristi, því að annar þeirra hæddi að Drottni, en annar ávítaði hann þegar og mælti: „Eigi hræðist þú Guð, og erum vér nú allir í einni fordæmingu, og höfum við það, er við erum verðir, en sjá gerði ekki illt.“ Síðan mælti hann við Jesúm: „Minnst þú mín, Drottinn, þá er þú kemur í ríki þitt.“ Síð kom illvirki sá til trúu, en mikil var trúa hans, því að hann játti þeim, er postularnir flæðu [flýðu] og þorðu eigi berlega að játa honum. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 97.

  06:46:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 303 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Breskum stúlkum allt niður í tólf ára aldur afhent neyðargetnaðarvarnapillan

LONDON, 10. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) – Daily Mail greinir frá því að stúlkum allt niður í tólf ára aldur verði afhent neyðargetnaðarvarnarpillan í lyfjaverslunum um allt land án vitundar foreldranna. Neyðargetnaðarvarnarpillan (sem á ensku er nefnd MAP: the Morning After Pill) kom fyrst á markað árið 2002 til notkunar fyrir fullorðna.

Notkun neyðargetnaðarvarnapillunar hefur verið keppikefli fjölmargra alþjóðlegra samtaka um fólksfjöldafækkun á s. l. fimm árum og sú viðleitni að hafa þetta lyf aðgengilegt fyrir stúlkur hefur borið árangur í flestum vestrænum löndum. Í Bretlandi hefur gætt lítillar andstöðu og jafnvel hafa leiðtogar kaþólsku kirkjunnar verið þögulir um málið.
 
Snemma í marsmánuði tilkynnti Cybercast News Service að breska ríkisstjórnin hyggðist lækka verð neyðargetnaðarvarnarpillunnar umtalsvert. Gordon Brown fjármálaráðherra hyggst lækka söluskattinn á pillunni.
 
Vinsældir neyðargetnaðarvarnarpillunnar eru samofnar sívaxandi þungun ókvæntra táningsstúlkna. Sívaxandi og umfangsmikil barátta fyrir „kynfræðslu“ og almennri útbreiðslu getnaðarvarna hefur orðið þess valdandi, að fjöldi þungana táningsstúlkna er hæstur í Bretlandi í samanburði við önnur lönd í Vesturevrópu.
 
Norman Wells, framkvæmdastjóri Family Education Trust –sem er óháð rannsóknarstofnun – svaraði fyrirhugaðri stefnu stjórnvalda um að lækka verðið á neyðargetnaðarvarnarpillunni svo, að viðleitni stjórnvalda bæri meiri árangur ef þau legðu áherslu á að táningsstúlkur forðuðust kynmök.
 
„Rætur vandans,“ sagði Wells, „felast ekki í verði getnaðarvarna, heldur í þeirri staðreynd að við höfum aðskilið kynmök frá sínum rétta vettvangi, það er að segja ævilöngu trúnaðarsambandi karls og konu í hjónabandi.“

11.04.06

  22:28:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 195 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Hvað ættum við ekki að gera fyrir okkar konung?

Sú saga er sögð af her Napóleons að eitt sinn varð hann fyrir árás og varð að hörfa í skyndi. Herinn varð að fara [þar sem br]ýrnar höfðu verið eyðilagðar. Napóleon gaf skipun um að einhvers konar brú yrði að reisa samstundis.

Hermennirnir sem næstir voru ánni hófu strax hið nánast óvinnandi verk. Þungur straumurinn þreif suma þeirra með sér og aðrir drukknuðu sökum kulda og örmögnunar. En í hvert skipti sem það gerðist komu aðrir hermenn í þeirra stað og héldu áfram verkinu. Loks var brúin tilbúin og her Napóleons fór heilu og höldnu yfir brúna.

Þegar Napóleon skipaði mönnunum sem höfðu reist brúna að koma upp úr vatninu, hreyfði enginn þeirra sig. Þeir voru fastir og hreyfingarlausir við brúarstöplana. Þeir höfðu frosið til dauða. Jafnvel Napóleon felldi tár.

Ef þessir menn voru reiðubúnir að leggja slíkt á sig fyrir jarðneskan konung, hvað ættum við ekki að gera fyrir okkar konung konunganna?

  12:28:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 632 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.“

Guðspjall Jesú Krists þann 12. apríl er úr Matteusarguðspjalli 26. 14-25

Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: „Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jesú?“ En þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga. Upp frá þessu leitaði hann færis að framselja hann. Á fyrsta degi ósýrðu brauðanna komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: „Hvar vilt þú, að vér búum þér páskamáltíðina?“ Hann mælti: „Farið til ákveðins manns í borginni, og segið við hann: ,Meistarinn segir: Minn tími er í nánd, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.“ Lærisveinarnir gjörðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat hann til borðs með þeim tólf. Og er þeir mötuðust, sagði hann: „Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.“ Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: „Ekki er það ég, herra?“ Hann svaraði þeim: „Sá sem dýfði hendi í fatið með mér, mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan, svo sem um hann er ritað, en vei þeim manni, sem því veldur, að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.“ En Júdas, sem sveik hann, sagði: „Rabbí, ekki er það ég?“ Jesús svaraði: „Þú sagðir það.“

Hugleiðing
Í rúmlega þrjú ár hafði Júdas Drottin fyrir sjónum, hann horfðist í augu við hann, snart klæði hans, hlýddi á rödd hans og gekk við hlið hans í brennheitri sólinni eftir fáförnum stígum jafnt og í ys markaðstorganna. Allt varð þetta til lítils því að hjarta hans var steinhjarta. Það var sem harður tinnusteinn og fégræðgin varð honum að falli. Hann gat ekki afklæðst líkama syndarinnar né deytt hann. Júdas trúði á mátt Jesú, hann var ekki í hópi þeirra sem snéru baki við honum þegar hann boðaði mátt holds síns og blóðs (Jh 6. 56), heldur trúði á hann líkt og djöflarnir: Án elsku (Jk 2. 19).
Harmleikur Júdasar fólst í því að neita að samþykkja Jesú eins og hann var í raun og veru. Er þetta ekki harmleikur fjölmargra nafnkristinna manna enn í dag? Nú leitast jafnvel guðfræðingar undansláttarguðfræðinnar að breyta honum til samræmis við eigin hugsmíðar. En það er ekki Guð sem þarf að breyta, heldur erum það við sjálf sem verðum að gefa honum tækifæri til að breyta okkur. Við verðum að rannsaka okkur sjálf og eigin gjörðir í ljósi sannleika Guðs og biðja hann um að ummynda okkur í krafti náðar sinnar og styrkja okkur í trú, von og kærleika svo að við bregðumst honum ekki eða afneitum honum þegar við stöndum frammi fyrir freistingunum. Fjölmargir nútímamenn bregðast hins vegar þannig við, að þeir róa að því öllum árum að láta freistingarnar líta út sem gæsku í afneitun sinni á Guði.

Hl. Tómas frá Kempis bað svo: „Guð, Faðir okkar. Við erum vanmegna og hyggjum lítt að því að inna dyggðug verk af höndum af eldmóð. Við biðjum þig að styrkja vanmátt okkar svo að við verðum hugrökk í þessari andlegu styrjöld. Veit okkur vernd gagnvart eigin vanrækslu og hugleysi og svikseminni í okkar eigin ótrúföstu hjörtum í nafni Jesú Krists.“

10.04.06

  23:42:40, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 280 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Blóðug og barbarísk manndráp

Þeir, sem hafa efazt um, að fóstureyðingar séu blóðugur barbarismi, ættu að líta á heimasíðu samtakanna The UK LifeLeague í Bretlandi, á http://uklifeleague.com/ – Strax þar á forsíðunni blasa við tvær myndir, sem fylla munu flesta undrun og óhugnaði. Skoðið þetta vefsetur, þar er margs konar fróðleikur um hina ófæddu, líf þeirra og dauða, baráttuna fyrir réttindum þeirra, tölulegar staðreyndir og fleira. Þegar ég fór inn á heimasíðuna, tjáði teljarinn mér, að þá væri búið að drepa um 70.067.825 fóstur í heiminum bara frá 1. janúar þessa árs til þessa dags, 10. apríl 2006. Fleiri myndir af hinum blóðuga vígvelli fósturdrápanna eru þar einnig, á vefslóðunum: http://www.uklifeleague.com/abortion-image-gallery/p4Index1.htm og þar um kring.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  14:59:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 810 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Einn af yður mun svíkja mig.“

Guðspjall Jesú Krists þann 11. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli

Þegar Jesús hafði sagt þetta, varð honum mjög þungt um hjarta og hann sagði beinum orðum: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig.“ Lærisveinarnir litu hver á annan og skildu ekki, við hvern hann ætti. Sá lærisveinn Jesú, sem hann elskaði, sat næstur honum. Símon Pétur benti honum og bað hann spyrja, hver sá væri, sem Jesús talaði um. Hann laut þá að Jesú og spurði: „Herra, hver er það?“ Jesús svaraði: „Það er sá sem ég fæ bita þann, er ég dýfi nú í.“ Þá dýfði hann í bitanum, tók hann og fékk Júdasi Símonarsyni Ískaríots. Og eftir þann bita fór Satan inn í hann. Jesús segir við hann: „Það sem þú gjörir, það gjör þú skjótt!“ En enginn þeirra, sem sátu til borðs, vissi til hvers hann sagði þetta við hann. En af því að Júdas hafði pyngjuna, héldu sumir þeirra, að Jesús hefði sagt við hann: „Kauptu það, sem vér þurfum til hátíðarinnar,“ - eða að hann skyldi gefa eitthvað fátækum. Þá er hann hafði tekið við bitanum, gekk hann jafnskjótt út. Þá var nótt.
Þegar hann var farinn út, sagði Jesús: „Nú er Mannssonurinn dýrlegur orðinn, og Guð er orðinn dýrlegur í honum. Fyrst Guð er orðinn dýrlegur í honum, mun Guð og gjöra hann dýrlegan í sér, og skjótt mun hann gjöra hann dýrlegan. Börnin mín, stutta stund verð ég enn með yður. Þér munuð leita mín, og eins og ég sagði Gyðingum, segi ég yður nú: Þangað sem ég fer, getið þér ekki komist. Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“
Símon Pétur segir við hann: „Herra, hvert ferðu?“ Jesús svaraði: „Þú getur ekki fylgt mér nú þangað sem ég fer, en síðar muntu fylgja mér.“Pétur segir við hann: „Herra, hví get ég ekki fylgt þér nú? Ég vil leggja líf mitt í sölurnar fyrir þig.“ Jesús svaraði: „Viltu leggja líf þitt í sölurnar fyrir mig? Sannlega, sannlega segi ég þér: Ekki mun hani gala fyrr en þú hefur afneitað mér þrisvar.‘

Hugleiðing

Í gærkveldi glumdi enn eitt „hanagalið“ á öldum ljósvakans þegar National Geograpy Channel kynnti Júdasarguðspjallið sem kom út á vegum þess þann 6. apríl s, l. Satt best að segja hafði þessi tveggja tíma dagskrá ekkert nýtt fram að færa. Augljóst er um hér um eitt þessara handriti gnóstíkera að ræða sem af og til eru að finnast á fornum öskuhaugum eða í hellum í Egyptalandi. Allt frá upphafi fordæmdu kirkjufeðurnir gnóstíkismans sem samsuðu úr fornum kenningum launhelga heiðindómsins. Eins og Bandaríkjamönnum hættir svo mikið til, lýstu sumir fræðimennirnir því yfir, að hér væri undur og stórmerki á ferðinni sem vörpuðu alveg nýju ljósi á kristindóminn. Meginniðurstaða þessar manna var þessi: Jóhannes er illmennið, en Júdas góðmennið! Í gamla daga hefðum við strákarnir kallað þetta að „gera í buxurnar!

Jóhannes segir okkur að Satan hafi farið inn í Júdas þegar hann snéri baki við Jesú til að ganga veg illskunnar. Satan getur umsnúið elsku í hatur í mennsku andvaraleysi. Hann getur umsnúið heilagleika í stærilæti, góðmennsku í mannvonsku, ástúð í andúð. Hversu oftlega sjáum við ekki dæmi um slíkt í næsta umhverfi okkar? Við verðum að halda vöku okkar gagnvart Satan svo að hann leiði okkur ekki einhvern annan veg en Guð hefur fyrirhugað okkur. Heilagur Andi mun gefa okkur náð og styrk á stund reynslunnar. Ef við horfum til Jesú munum við ganga í ljósi og sannleika elsku hans.

Tómas frá Akvínó bað: „Ó Drottinn, gefðu mér stöðugt hjarta sem engin óviðurkvæmileg hugsun getur nálgast. Gefðu mér hjarta sigurvissunnar sem engar freistingar geta lagt að velli. Gefðu mér réttlátt hjarta sem engin megnar að leiða afsíðis. Ó Drottinn, gefðu mér einnig skilning til að þekkja þig, trúfestu til að leita þín, speki til að finna þig og trú til að faðma þig að lokum, Jesús Kristur, Drottinn okkar.“

  14:56:12, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 435 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Saga um ríkan mann

Til er saga um ríkan mann sem bjó á stórri jörð. Hann varði miklum tíma á degi hverjum, til þess að horfa út um glugga á stórhýsi sýnu og virða fyrir sér dalinn sem hann átti. En hann trúði ekki á Guð. Hvers vegna skyldi hann gera það, hann sem var ríkasti maðurinn í dalnum?

Við innganginn að landareign hans bjó hliðvörður hans sem hét Jóhann. Jóhann þessi átti ekki mikla peninga, en hann trúði á Guð og fór í kirkju á hverjum sunnudegi með fjölskyldu sinni. Jóhann átti sjaldan frí en hann gat alltaf gefið sér tíma til þess að hjálpa því fólki á svæðinu, sem var hjálpar þurfi. Hann notaði kunnáttu sína í garðyrkju, trésmíði og öðru handverki til þess að liðsinna öðrum.

Dag einn var barið að dyrum ríka mannsins og þegar hann lauk þeim upp, stóð Jóhann fyrir utan. Jóhann sagði honum, að hann hefði dreymt draum nóttina áður og í draumnum hefði Guð talað til hans og sagt að á miðnætti í nótt myndi ríkasti maður dalsins deyja. Ríki maðurinn hló við og sagði að hann tryði ekki á drauma. Jóhann hélt þá til vinnu sinnar.

Ríki maðurinn hafði hlegið að Jóhann, en hann get ekki vikið orðum hans úr huga sér: "Ríkasti maðurinn í dalnum mun deyja á miðnætti í nótt". Til þess að hafa allt á hreinu fór hann í læknisskoðun um kvöldið. Læknirinn kvað upp þann úrskurð, að ríki maðurinn væri við góða heilsu og myndi sennilega lifa að minnsta kosti tuttugu ár til viðbótar. Ríki maðurinn varð svo feginn þessum orðum, að hann bauð lækninum heim með sér til kvöldverðar. Læknirinn kom og fór ekki úr húsi hans fyrr en stundarfjórðung eftir miðnætti. Og ríki maðurinn var glaður að vera enn á lífi!

En nokkru eftir að læknirinn var farinn, var barið að dyrum og þegar ríki maðurinnn lauk þeim upp sá hann dóttur Jóhanns standa þar og gráta. Hún sagði honum að faðir hennar hefði dáið á miðnætti!

Jesús segir: "Til eru síðastir, er verða munu fyrstir og til eru fyrstir er verða munu síðastir".

09.04.06

  23:48:52, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2345 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Kæra samkynhneigðra á hendur Gunnari Þorsteinssyni

Eins og kunnugt er, kærði stjórn Samtakanna '78 Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, fyrir tiltekin ummæli hans í blaðagrein, Bréfi úr Kópavogi, sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 26. febrúar sl. Kæra stjórnarinnar var “borin fram á grundvelli 233a gr. í almennum hegningarlögum þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að ráðast með háði, rógi, smánun eða ógnun opinberlega á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra.” Á heimasíðu Samtakanna '78 [1] er sagt, að “Í kærunni minni(r) formaður félagsins á þá skýlausu skyldu ríkisvaldsins að vernda minnihlutahópa lögum samkvæmt gegn rógi, níði og smánun hvar sem slíkt er borið fram á opinberum vettvangi.“ Merkilegt er, að bæði kærendur sjálfir og aðrir talsmenn samkynhneigðra (m.a. einn sem hefur sent athugasemdir á þetta vefsetur) bera fyrir sig börn samkynhneigðra, þ.e. að staðhæfingar Gunnars valdi m.a. þeim “sársauka og þjáningu [....], nema hlutur þeirra verði réttur með málsókn ákæruvaldsins og refsingu.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  23:34:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 915 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Goðsagnir hómosexualismans

Krafan um „giftingu“ samkynhneigðra hefur komið til sögunnar vegna þess að þeir styðjast við ákveðna hertækni. Þegar þeir Marshall Kirk og Hunter Madsen gáfu út bók sína „After the Ball: How America Will Conquer Its Fear and Hatred of Gays (Eftir dansleikinn: Hvernig Bandaríkin munu sigrast á ótta sínum og hatri á samkynhneigð) [1], settu þeir fram nákvæma aðferð um það hvernig hreyfing samkynhneigðra ættu að ná takmarki sínu. Í grein sem Kirk nefndi „The Overhauling of Straight America“ (Að koma Ameríku kynvillunnar á skrið) [2] skilgreindi hann hertækni sína svo:

„Við getum grafið undan siðrænum áhrifum kirkna með því að draga upp mynd af þeim sem forneskjulegu hugarfari sem er ekki í neinu samræmi við nútímann eða við nýjustu niðurstöður sálarfræðinnar. Við getum beint áhrifum vísindanna og almenningsálitsins gegn rótgrónum kirkjum. Slíkt vanheilagt bandalag hefur gefist vel gegn kirkjunum áður, eins og hvað áhrærir mál eins og hjónaskilnaði og fóstureyðingar . . . Við eigum ekki að berjast fyrir því að iðkun kynvillu hljóti viðurkenningu, heldur einbeita okkur að þjóðfélagslegu misrétti.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  22:56:01, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 115 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Verið vakandi!

Til er saga af fólki, sem kom til gamals og viturs munks og spurði hann: "Hvað getum við gert, til að nálgast Guð?"

Hinn vitri munkur svaraði með spurningu:
"Hvað getið þið gert, til að sólin rísi?"

Fólkið svaraði: "Við getum ekkert gert, til að sólin rísi".

Eftir þetta varð nokkur þögn, þar til fólkið sagði: "En ef það er raunin, því haldið þið munkarnir áfram að segja okkur, að biðjast fyrir, aftur og aftur?"

Munkurinn brosti og svaraði: "Við munkarnir hvetjum ykkur til að biðjast stöðugt fyrir, svo að þið verðið vakandi, þegar sólin rís!"

  15:58:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 588 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Fátæka hafið þér ætíð hjá yður

Guðspjall Jesú Krists þann 10. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 12. 1-11

Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu, þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður, og Marta gekk um beina, en Lasarus var einn þeirra, sem að borði sátu með honum. Þá tók María pund af ómenguðum, dýrum nardussmyrslum og smurði fætur Jesú og þerraði með hári sínu fætur hans. En húsið fylltist ilmi smyrslanna. Segir þá Júdas Ískaríot, einn lærisveina hans, sá er mundi svíkja hann: „Hví voru þessi smyrsl ekki seld fyrir þrjú hundruð denara og gefin fátækum?“ Ekki sagði hann þetta af því, að hann léti sér annt um fátæka, heldur af því, að hann var þjófur. Hann hafði pyngjuna og tók það, sem í hana var látið. Þá sagði Jesús: „Lát hana í friði. Hún hefur geymt þetta til greftrunardags míns. Fátæka hafið þér ætíð hjá yður, en mig hafið þér ekki ávallt.“ Nú komst allur fjöldi Gyðinga að því, að Jesús væri þarna, og þeir komu þangað, ekki aðeins hans vegna, heldur og til að sjá Lasarus, sem hann hafði vakið frá dauðum. Þá réðu æðstu prestarnir af að taka einnig Lasarus af lífi, því vegna hans sneru margir Gyðingar baki við þeim og fóru að trúa á Jesú. Sá mikli mannfjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, frétti degi síðar, að Jesús væri að koma til Jerúsalem.

Hugleiðing

Hvers vegna hafði Júdas svona mikið á móti því að María tjáði ástúð sína með þessum hætti? Það var sökum þess að græðgin stjórnaði gjörðum hans. Í reynd var hann þjófur og þjófseðlið stóð honum fyrir þrifum í lífi náðarinnar. Ef hann hefði komist yfir þessa þrjú hundruð denara hefði hann stungið þeim í eigin pyngju. Þetta sjáum við gerast sífellt að nýju enn á okkar dögum. Þróunarstofnum Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að jörðin gæti brauðfætt 35-50 milljarða manna án þess að nokkur liði skort, ef auðæfum hennar væri skipt réttlátlega: „Fátæka hafið þér ætíð hjá yður.“

Allir vega og meta lífsins gæði til samræmis við það sem hulið er í djúpi hjartans. Eins og allir arðræningjar var Júdas Ískaríot afar beiskur maður og blindaður af ágirnd sinni gat hann ekki borið skyn á það sem var Guði dýrmætt. Jesús hafði gert Júdas að gjaldkera samfélagsins, ef til vill sökum þess að hann bjó yfir fjármálareynslu. En það kom honum lítt að gagni vegna þess að hann lét græðgina heltaka hjarta sitt. Þetta er ný og gömul saga. Við ættum öll að huga að því hvað skotið hefur rótum í okkar eigin hjörtum svo að við krossfestum ekki Jesú að nýju daglega með því að ásækjast annarra manna brauð. Þá myndi jörðin breytast í aldingarð eins og Guð fyrirhugaði henni að vera, en syndin stendur í vegi fyrir því að þessi draumur Guðs rætist.

  08:56:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 458 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

8 læknasamtök viðurkenna samband á milli fóstureyðinga og brjóstakrabbameins

(LifeSite.net – 4. apríl. Cristina Santos, MD, forseti the Philippine Foundation for Breast Care, Inc. (PFBCI), viðurkenndi í bréfi til the Coalition on Abortion/Breast Cancer. [1] að um samband sé að ræða milli fóstureyðinga og brjóstakrabbameins.

Denise Mountenay, stofnandi og forseti Canada Silent No More, var gestur PFBCI á ráðstefnu samtakanna og aðstoðaði Mountenay við söfnun rannsóknarniðustaða [2,3,4]. 

Sú breyting sem verður á brjóstum kvenna hafði djúp áhrif á Santos  

Á fyrstu sex mánuðum meðgöngunnar verður mikil aukning á hormóninum estragón, en hann hefur hvetjandi áhrif á fjölgun hvata af stofni 1 og 2 sem eru viðkvæmir gegn krabbameinsmyndun. Á 32. viku meðgöngunnar á sér stað svokallaður „aðskilnaðarskeið“ sem veitir konum vernd gegn estragón. Það kemur í veg fyrir að frumur í hvötum 1 og 2 fjölgi sér og umbreytir þeim í hvata af flokki 3 og 4 sem veita vernd gegn krabbameini. Hvað varðar frekari upplýsingar, sjá:

http://www.abortionbreastcancer.com/Lanfranchi060201.pdf

Þessar skyggnur sýna sláandi mun á vexti hvatanna:

http://www.abortionbreastcancer.com/dear_doctor/graphics/index.htm

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:53:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 451 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Fáið Guð til að brosa á himnum – eftir Jerry M. Orbos, SVD, regluprest á Filippseyjunum

Snemma í morgunn barst mér í hendur hugleiðing eftir einn vina minna á Filippseyjunum. Okkur er öllum hollt að íhuga hana í upphafi kyrruvikunnar. Hér kemur úrdráttur úr henni:

Ertuð þið tilbúin að sjá af „asna“ ykkar vegna þess að Drottinn þarfnast hans? Ritningarlestur dagsins minnir okkur á að við eigum öll okkar asna sem Drottinn þarfnast. Tími okkar, hæfileikar og það sem er okkur dýrmætt eru asnar sem Drottinn biður okkur um að sleppa hendinni af sökum sín. En iðulega leggjum við ekki við hlustir sökum eigingirni okkar og græðgi eða einfaldlega neitum beiðni hans. Öll eigum við okkar eiginn „asna“ . . . eitthvað eða einhvern sem gæti borið Jesú á bakinu eins og asninn á þessum fyrsta Pálmasunnudag. Í þessari kyrruviku skuluð þið spyrja sjálf ykkur að því, hversu asnarnir eru margir í ykkar eigin lífi sem Drottinn gæti notað. Ef þið sleppið ekki hendinni af þeim, gætu þeir orðið ykkur til byrði.
 
• • •
 
Fólk sem getur ekki sleppt hendinni af ösnum sínum endar sem apar. Þetta er fólk sem ver öllu lífi sínu til að dýrka bíla sína, hús, óviðurkvæmileg kynferðissambönd eða hvað sem það svo er. Rétt eins og aparnir vill það ekki sjá af neinu af því sem það hefur fest hendur á. Vakið og biðjið, einkum í þessari kyrruviku, svo að þið ummyndist ekki sjálf í apa vegna þess að þið getið ekki séð af ösnum ykkar.
 
• • •

Það er ekki neinn skortur á ösnum á Filippseyjunum! Já, hversu fagurmæltir eru þeir ekki, jafnvel með fullan munninn. Og þeir halda áfram að hrifsa til sín og sanka að sér, þó að hendur þeirra séu fullar. Ég vildi óska þess að apaernirnir á Filippseyjunum væru fleiri svo að þeir gætu etið og upprætt apana í háu embættunum svo að þjóð okkar gæti í raun og veru öðlast frelsi. Vitið þið hvað það er sem gerir þetta ástand enn verra? Þessir apar sem ráða og ríkja vilja breyta okkur sjálfum í apa!

• • •
 
Gerið eitthvað sérstakt í þessari kyrruviku til að auðsýna Guði þakklætisvott fyrir elsku hans og miskunn. Farið og skriftið, verjið tímanum í þögla bæn, heimsækið þá sjúku, gefið ölmusu, sleppið hendinni af ösnum ykkar, hafnið öllu. Gerið þetta vegna þess að það er þetta sem Drottinn biður ykkur um að gera. Þegar til alls kemur er það ykkar eigin elska og fórnarlund sem færir ykkur frelsið í hendur. Verið góð við hvert annað . . . fórnið og elskið. Fáið Guð til að brosa á himnum.

08.04.06

  19:23:39, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 136 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Fyrirgefning er ekki nóg

Einu sinni var strákur að spila fótbolta. Hann sparkaði boltanum sem lenti á glugganum mínum og glugginn brotnaði. Hann bankaði upp á hjá mér og sagðist vera leiður og sjá eftir þessu. Ég fyrirgaf honum og hann hélt leiðar sinnar með boltann.

Þegar ég kom inn aftur sá ég brotinn gluggann og öll glerbrotin. Ég spurði sjálfan mig: "Hver ætlar að borga fyrir nýtt gler í gluggann?"

Átti ég að borga? Nei.

Átti strákurinn að gera það? Já. Það var hann sem braut gluggann, ekki ég. Þannig að hann átti að borga.

Jafnvel þótt strákurinn hafi hlotið fyrirgefningu þá er það ekki nóg. Fyrirgefningin er mikilvæg, en hún lagar ekki gluggann. Fyrirgefning er góð en hún er ekki nóg.

  12:45:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 275 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Guðspjall Júdasar

Þann 6. apríl s. l. gaf National Geographic Society út hið koptíska handrit í enskri þýðingu. [1] Handritið fannst árið 1970 nærri El Minaya í Egyptalandi og hefur verið varðveitt í öryggisgeymslu á Long Island í New York í 16 ár þar til eigandi þess, fornleifasalinn Frieda Nussberger-Tchacos, keypti það í apríl árið 2000. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að selja það og þar sem hann hafði áhyggjur af ástandi handritsins, var það sent til Basel í Sviss í febrúar 2001 til viðgerðar hjá Maecenas stofnuninni. Síðar mun handritið verða afhent egypskum stjórnvöldum til varðveislu í Koptíska safninu í Kairó.

Stephen Emmel sem er prófessor í koptískum fræðum við háskólann í Münster, hefur rannsakað handritið . . .„Það minnir mig mjög mikið á Nag Hammadí handritin. Það er ekki í samhljóðan við þau og skriftin er einfaldari, en þar sem við tímasetjum Nag Hammadí handritin til síðari hluta fjórðu aldar eða fyrsta hluta þeirrar fimmtu, eru fyrstu niðurstöður mínar þær, að Guðspjall Júdasar hafi verið skrifað um 400.“

McCrone Associates sem sérhæfir sig í blekrannsóknum framkvæmdi smjásjármyndatöku á sýnishornum úr handritinu. Með þessu var unnt að sjá efnasamsetningu hins forna bleks sem bendir til þess að þetta sé blek frá þriðju eða fjórðu öld.

National Geography Channel mun sýna mynd um handritið á Skírdag (13), Föstudaginn langa (14) og laugardagskvöldið 15. apríl, sjá sjónvarpsdagskrá.

ALLUR TEXTINN Á ENSKU

[1]. Edited by Rodolphe Kasser, Marvin Meyer, and Gregor Wurst with Additional Commentary by Bart D. Ehrman. Washington, D.C.: National Geographic Society, 2006. (ISBN 1-4262-0042-0, U.S.$22)

  10:36:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 585 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Horfið til hans!

Guðspjall Jesú Krists á Pálmasunnudag er úr Markúsarguðspjalli 11. 1-10

Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið, sendir hann tvo lærisveina sína og segir við þá: „Farið í þorpið hér framundan ykkur. Um leið og þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann, og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: ,Hvers vegna gjörið þið þetta?' Þá svarið: ,Herrann þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað.'" Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann. Nokkrir sem stóðu þar, sögðu við þá: "Hvers vegna eruð þið að leysa folann?" Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt, og þeir létu þá fara. Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín, en hann settist á bak. Og margir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir lim, sem þeir höfðu skorið á völlunum. Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu, hrópuðu: „Hósanna! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!“

Hugleiðing
Á s. l. ári tók ég þátt í kyrrðardegi á vegum Teresusystranna. Þar hélt Guðrún Ásmundsdóttir leikkona athyglisverða hugleiðingu um þetta atvik í lífi Jesú og deildi með okkur innsýn sinni sem hestakona, þegar Jesús reið niður snarbratta hlíð Olíufjallsins á asnafolanum. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt þetta hefur verið,“ sagði hún, „þetta veit ég sem hestakona!“ Hl. Ritning dregur einnig upp mynd af öðrum asna, það er að segja ösnu Bíleams: „Og er asnan sá engil Drottins, lagðist hún undir Bíleam“ (4 M 22.27). Þetta gerist ef við ætlum að ríða í öfuga átt, það er að segja upp fjallið í stærilæti okkar. Vegur Krists er vegur auðmýktarinnar. Þegar Ágústínus kirkjufaðir hugleiddi þetta atvik, komst hann svo að orði:

„Kristur er lærifaðir auðmýktarinnar sem lítillæti sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauða á krossi. Hann glatar ekki Guðdómstign sinni þegar hann uppfræðir okkur um auðmýktina. Hversu mikið lagði ekki konungur aldanna í sölurnar til að verða að konungi auðmýktarinnar. Kristur var ekki konungur Ísraels til að geta innheimt skatta eða til að vígbúa her til að sigrast á sýnilegum fjandmönnum. Hann var konungur Ísraels sem ríkir yfir mannshuganum vegna þess að hann kennir okkur leiðina til eilífs lífs og leiðir þá sem trúa, vona og elska inn í konungsríki himnanna. Þetta felst í því að Sonur Guðs sem situr við hlið Föðurins, Orðið sem allir hlutir voru skapaðir fyrir, varð konungur Ísraels með því að fara niður hlíðina en ekki upp. Þetta eru ummerki guðrækni en ekki valds“ [1]

Þetta lærum við með því að horfa til hans, eða eins og hl. Teresa frá Avíla sagði: Mira lo gue mira (Horfðið til hans sem horfir á ykkur). Þetta sama boðar Guðsmóðirin okkur einnig sem Vegvísan (Hoidigitria) á íkonu sinni þar sem hún bendir á Jesúbarnið: HORFIÐ TIL HANS!

[1]. Íhugun um Jóhannesarguðspjall 51. 3-4.

07.04.06

  19:10:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 453 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Fólksfækkunarvandamálið

Vatíkanið við Sameinuðu þjóðirnar: Hagið ykkur nú skynsamlega og hættið fólksfækkunaræðinu

NEW YORK, 6. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) - Celestino Migliore, fulltrúi Benedikts páfa XVI hjá Sameinuðu þjóðunum, ávarpaði 39. þing Nefndarinnar um fólksfjöldaþróun í fyrradag og gagnrýndi harðlega afstöðu Sameinuðu þjóðanna til að hafa stjórn á fólksfjölgun.

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um stjórn á mannfjölgun sem koma frá Mannfjölgunarsjóði Sameinuðu þjóðanna með öllum sínum áróðri fyrir fóstureyðingum, berst viðvörun frá annarri stofnun Sameinuðu þjóðanna, Íbúaþróunarnefndinni, sem varað hefur við því árum saman að fólksfjöldafækkun væri miklu meira vandamál en fólksfjölgun.

Allt frá árinu 1999 (http://www.lifesite.net/ldn/1999/jun/99063003.html ) hefur Íbúaþróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna varað við hinni vaxandi hættu á of mikilli fólskfjöldafækkun og hækkandi meðalaldri sem rekja má til of lágs frjósemisstuðuls og hefur afar alvarlegar afleiðingar í för fyrir sér hvað áhrærir samfélagslegt öryggi og heilbrigðisþjónustu.
 
Árið 2002 efndu Sameinuðu þjóðirnar til ráðstefnu sérfræðinga um fækkandi íbúafjölda. „Í áratugi hafa sérfræðingar gengið út frá því að frjósemisstuðullinn í þróunarlöndum ná jafnvægi, eða um 2 börn á hverja konu og nema hér staðar. Hins vegar hefur komið í ljós að á undanförnum áratug hafa sífellt fleiri þróunarlönd orðið að horfast í augu við sama vandamálið og þróunarlöndin og séð frjósemistuðul sinn fara undir lágmark endurnýjunar. Þannig má draga í efa að um einhvers konar lögmál sé að ræða sem leiði til fólksfjöldajafnvægis,“ mátti lesa í einu sérfræðiálitinu:  (http://www.lifesite.net/ldn/2002/mar/02030602.html)

Árið 2003 (http://www.lifesite.net/ldn/2003/feb/03020402.html ), og að nýju 2005 (http://www.lifesite.net/ldn/2005/jan/05012710.html ) sendi Íbúaþróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna frá sér svipaðar viðvaranir um of mikla fólksfækkun,

Erkibiskupinn endurtók þessi viðvörunarorð þegar hann ávarpaði leiðtoga heimsins: „Sökum lágrar frjósemi má rekja þrjá fjórðu af fólksfjölguninni til nýbúa í þróunarlöndunum og árið 2030 grundvallast öll fólksfjölgun á nýbúum í þessum löndum.“ Hann bætti síðan við: „Slíkar breytingar á íbúasamsetningu í slíkum mæli munn vissulega hafa róttækar afleiðingar í för með sér hvað áhrærir allt alþjóðasamfélagið.“

Boðskapur erkibiskupsins í heild:
http://www.holyseemission.org/05April2006.html

  16:31:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 594 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Hvað haldið þér? Skyldi hann ekki koma til hátíðarinnar?“

Guðspjall Jesú Krists þann 8. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 11. 45-56

Margir Gyðingar, sem komnir voru til Maríu og sáu það, sem Jesús gjörði, tóku nú að trúa á hann. En nokkrir þeirra fóru til farísea og sögðu þeim, hvað hann hafði gjört. Æðstu prestarnir og farísearnir kölluðu þá saman ráðið og sögðu: „Hvað eigum vér að gjöra? Þessi maður gjörir mörg tákn. Ef vér leyfum honum að halda svo áfram, munu allir trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð.“ En einn þeirra, Kaífas, sem það ár var æðsti prestur, sagði við þá: „Þér vitið ekkert og hugsið ekkert um það, að yður er betra, að einn maður deyi fyrir lýðinn, en að öll þjóðin tortímist.“ Þetta sagði hann ekki af sjálfum sér, en þar sem hann var æðsti prestur það ár, gat hann spáð því, að Jesús mundi deyja fyrir þjóðina, og ekki fyrir þjóðina eina, heldur og til að safna saman í eitt dreifðum börnum Guðs. Upp frá þeim degi voru þeir ráðnir í að taka hann af lífi. Jesús gekk því ekki lengur um meðal Gyðinga á almannafæri, heldur fór hann þaðan til staðar í grennd við eyðimörkina, í þorp sem heitir Efraím, og þar dvaldist hann með lærisveinum sínum. Nú nálguðust páskar Gyðinga, og margir fóru úr sveitinni upp til Jerúsalem fyrir páskana til að hreinsa sig. Menn leituðu að Jesú og sögðu sín á milli í helgidóminum: „Hvað haldið þér? Skyldi hann ekki koma til hátíðarinnar?“

Hugleiðing
Í dag þegar ég gáði í póstkassann minn beið ávísun eftir mér frá einum af bönkunum. Á hana er skrifuð 2000 krónu upphæð, gjöf til fermingarbarns. Hún minnti mig á tvennt í senn. Í fyrsta lagi að kyrravikan hefst næstkomandi mánudag. En hún minnti mig einnig á aðra ávísun, sem er ávísun á HIÐ EILÍFA LÍF og var gefin út fyrir 2000 árum á fórnarhæð krossins. Hún er einnig gjöf – náðargjöf – sem sá ávann okkur sem úthellti blóði sínu með píslum sínum á krosstrénu svo að við yrðum heil að nýju og grædd eftir ódæðisverk óvinar alls lífs: Satans.

„Hvað haldið þér? Skyldi hann ekki koma?“ Þetta var sú spurning sem brann í hjarta Ísrael vegna þess að spámennirnir höfðu sagt fyrir um komu hans: „Og bústaður minn skal vera hjá þeim, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð“ (Esk 37. 27). Senn verður haldin að nýju hátíð: „Hvað haldið þér? Skyldi hann ekki koma til hátíðarinnar?“ Það ræðst af því hvort við elskum krossinn eða ekki. Sóknarpresturinn frá Ars (Curé de Ars) sagði: „Við skulum elska krossinn. Hann er gjöf Guðs til vina sinna.“ Og hann bætti við: „Krossinn er stiginn til himna. Sá sem elskar ekki krossinn, getur ef til vill frelsast, en einungis með miklu erfiði (í hreinsunareldinum). En hann mun einungis verða lítil og dauf stjarna á himnum. Sá sem hefur þjáðst og barist fyrir Krist mun skína eins og sól í fegurð sinni.“

  10:28:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 158 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Leið smáblómsins

Í sjálfsævisögu sinnar „Saga sálar“ segir Heilög Teresía frá Lisieux okkur hvað gerðist þegar hún sagði föður sínum frá því í fyrsta skipti að hún vildi gerast Karmelnunna.

Þau voru ein í garðinum. Þegar hún sagði honum hvað henni lá á hjarta gekk hann að lágum steinveggi og sýndi Teresu hvít smáblóm sem uxu þar. Hann tók eitt þeirra og gaf Teresu. Hann útskýrði fyrir henni með hve mikilli umhyggju Guð hefði látið það vaxa og blómgast. Teresa gerði sér ljóst að þetta var nákvæmlega það sem Guð var að gera við hana.

Teresa virti blómið vandlega fyrir sér. Það hafði enn ræturnar svo það gat lifað áfram á öðrum stað.

Leið blómsins var leið Teresu sjálfrar og hún blómgaðist svo sannarlega á „Karmelfjallinu“.

  08:30:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1184 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða

Þriðjudaginn 31. janúar s. l., nánar til tekið klukkan 7. 45 um kvöldið, felldi Breska þingið útgáfu ríkisstjórnarinnar á svonefndum „Kynþátta og trúarhaturslögum“ (Religious Hatred Bill). Tvær atkvæðagreiðslur fóru fram. Fyrri atkvæðagreiðslan snérist um það hvort breyta ætti lögunum og ríkisstjórnin var lögð að velli með 10 atkvæða mun. Síðari atkvæðagreiðslan snérist um lögin eins og þau komu frá lávarðadeildinni. Sú tillaga var samþykkt með eins atkvæða mun. Tony Blair tók þátt í fyrri atkvæðagreiðslunni, en hvar af vettvangi áður en kom að þeirri síðari. Tillaga lávarðardeildarinnar fól í sér mikla réttarbót vegna þess að hún TRYGGÐI kristnum mönnum rétt til að predika fagnaðarerindið. Héðan í frá er erfitt að sjá að prestar sem predika út frá orði Guðs í góðri trú og huga á Bretlandseyjunum brjóti lögin. Þannig vóg þetta eina atkvæði þungt. [1]

En þetta gildir ekki um öll lönd í Evrópu og þar á meðal sum Norðurlandanna, meðal annars Ísland. 233 grein hegningarlaganna (a) hljóðar svo:

Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Í athyglisverðri grein um þessi ákvæði kemst Jón Magnússon, lögmaður, svo að orði:

Sjónvarpsmaðurinn hræðilegi Jerry Springer semur söngleik sem sýndur er fyrir fullu húsi í London þar sem Jesús frá Nasaret er með bleyju og viðukennir að hann sé dálítið öfugur. Sænskur prestur er á sama tíma sóttur til saka fyrir andstöðu við samkynhneigð á grundvelli sambærilegra fáránlegra refsiákvæða eins og eru í 233.gr. a íslenskra hegningarlaga. Afrýjunardómstóll í Svíþjóð hefur þó komist að annarri niðurstöðu í því máli en Hæstiréttur hér komst að í máli ákæruvaldsins gegn Hlyni Frey Vigfússyni en sá dómur er að mínu viti Hæstarétti Íslands og saksóknara til skammar . . . Hvernig á kristinn maður að geta haldið fram sínum skoðunum ef hann á það stöðugt á hættu í kristnu landi að vera sóttur til saka fyrir að andæfa skaðlegri hjátrú og hindurvitnum í öðrum trúarbrögðum. [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.04.06

  16:03:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 547 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Og þarna tóku margir trú á hann

Guðspjall Jesú Krists þann 7. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 10. 31–42.

Gyðingar tóku aftur upp steina til að grýta hann. Jesús mælti við þá: „Ég hef sýnt yður mörg góð verk frá föður mínum. Fyrir hvert þeirra verka viljið þér grýta mig?“ Gyðingar svöruðu honum: „Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maður, gjörir sjálfan þig að Guði.“ Jesús svaraði þeim: „Er ekki skrifað í lögmáli yðar: ,Ég hef sagt: Þér eruð guðir'? Ef það nefnir þá guði, sem Guðs orð kom til, - og ritningin verður ekki felld úr gildi, - segið þér þá við mig, sem Faðirinn helgaði og sendi í heiminn, að ég guðlasti, af því ég sagði: ,Ég er sonur Guðs'? Ef ég vinn ekki verk Föður míns, trúið mér þá ekki, en ef ég vinn þau, þá trúið verkunum, þótt þér trúið mér ekki, svo að þér skiljið og vitið, að Faðirinn er í mér og ég í Föðurnum.“ Nú reyndu þeir aftur að grípa hann, en hann gekk úr greipum þeirra. Hann fór aftur burt yfir um Jórdan, þangað sem Jóhannes hafði fyrrum verið að skíra, og var þar um kyrrt. Margir komu til hans. Þeir sögðu: „Víst gjörði Jóhannes ekkert tákn, en allt er það satt, sem hann sagði um þennan mann.“ Og þarna tóku margir trú á hann.

Hugleiðing
Í Brekkukotsannál Halldórs Kiljans Laxness heyrði Álfgrímur litli klukku afa síns mæla: Elífð, eilífð! Hverjum glymur klukkan í þínum eyrum? Heyrir þú það sama váhljóð og Jeremía forðum, lesandi góður? „Já, ég hef heyrt illyrði margra – skelfing allt um kring: „Kærið hann!“ og „Vér skulum kæra hann!“ (Jer 20. 10). Heyrir þú ef til vill tímans óm eins og heimssöngvarinn mikli Garðar Hólm . . . „þegar heimurinn hefur gefið þér alt; þegar miskunnarlaust ok frægðarinnar hefur verið lagt á herðar þér og brennimarki hennar þrýst á enni þér, óafmáanlegu einsog þess manns sem varð uppvís að heimsglæp, mundu þá að þér er ekki athvarf nema í einni bæn: Guð taktu það alt frá mér – nema einn tón.“ Hver er þinn tónn, lesandi góður? Hvaða hljóð berst þér til eyrna úr þinni eigin lífsklukku á lífsins vegum. Ásakar þú þann sem kom til að færa þér líf fyrir HEIMSGLÆPINN mikla, að berjast gegn ógnarvaldi dauðans. Jesús er hinn fullkomni uppfræðari. Orð Guðs eru líf og kraftur fyrir þá sem trúa. Jesús sýnir okkur að við eigum að ganga veg lífsins og sannleikans í heilagleika: „Þér eruð guðir.“ Og hann smyr okkur krafti til að lifa til samræmis við guðspjöllin í gleði og bera honum vitni í heiminum. Hver er sá ómur sem þín eigin lífsklukka boðar þér? Er það válegur dynur Líkabangar [1] eða HINN EINI TÓNN LÍFSINS?

[1] Klukkan á Hólastað sem hringdi til útfarar.

  10:06:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 39 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Jóhannes XXIII

Til er saga sem sögð var um Jóhannes páfa tuttugasta og þriðja.

Eitt sinn var hann spurður að því hve margt fólk ynni í Vatíkaninu.

Páfi svaraði: "Svona um helmingur þeirra!"

  07:15:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 536 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Bresk rannsókn leiðir í ljós að ófædd börn finna til

LONDON, 5. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) – Enn önnur rannsókn hefur leitt í ljós að ófædd börn skynja sársauka, jafnvel enn frekar en við.

Rannsókn sem gerð var við University College í London og byggð er á heilaskönnununarmyndum af ófæddum börnum sem teknar voru þegar blóðsýni voru tekin leiðir þetta í ljós samkvæmt fréttum BBC í gær. Könnun gaf til kynna flæði blóðs og súrefnis til heila barnanna meðan sýnin voru tekin sem sýnir með áþreifanlegum hætti, að um viðbrögð gegn sársauka er að ræða í heilanum.

„Við höfum sýnt fram á í fyrsta skiptið að tilfinning gagnvart sársauka nær til heila ófæddra barna,“ sagði prófessor Maria Fitzgerald, sérfræðingur í þróunartaugalífsfræði við „Thomas Lewis Pain Research Centre“ við „University College.

„Áður vissum við þetta ekki með neinni vissu, þrátt fyrir að álykta mætti, að ófædd börn skynji sársauka.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 34 35 36 ...37 ... 39 ...41 ...42 43 44 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

No Item object found. Cannot display widget "Item Info Line".
blog engine