Blaðsíður: 1 ... 32 33 34 ...35 ... 37 ...39 ...40 41 42 ... 46

17.06.06

  10:42:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2731 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 11. júní til 17. júní 2006

Harðsvíraður guðleysingi gerist trúmaður, spænska ríkisstjórnin stendur fyrir áróðursherferð gegn heimsókn páfa; pólsk stjórnvöld fordæma kynfræðslu um samkynhneigð; áhrif fólksfækkunarstefnu Sameinuðu þjóðanna í Keralafylki í Indlandi; kaþólskri aðstoð til Norðurkóreu hafa opnast nýjar leiðir; Evrópuþingið samþykkir tilraunir á fósturvísum; kardínáli fagnar snörpum viðbrögðum við yfirlýsingunni um kynferði manna; Lettland hafnar kröfum Evrópubandalagsins um að setja orðið „kynhneigð“ inn í löggjöf sína; Evkaristían er „Brauðið af himnum“ segir páfi; sá létti í vikulokin.

Harðsvíraður guðleysingi gerist trúmaður
Sú hugmynd að raunvísindin „afsanni“ tilvist Guðs er afar útbreidd í heimi nútímans. En samkvæmt því sem Francis Collins – eins af þeim vísindamönnum sem auðnaðist að leysa gátuna um erfðamengi mannsins – þá er þessi hugmynd „afar villandi.“ Þessi heimsfrægi vísindamaður mun gefa út bók í september næstkomandi sem heitir „Tungumál Guðs“ (Language of God). Þar sýnir hann fram á að vísindin eru ekki í stakk búin til að afsanna tilvist Guðs vegna þess að þau fjalla um hinn náttúrlega heim. Ef eitthvað er er hið gagnstæða staðreynd, segir Collins, vísindin afsanni ekki tilvist Guðs heldur renni fremur stoðum undir hana.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.06.06

  09:02:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 375 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Áminning hl. Ágústínusar (354-430) til vantrúarmanna

„Þeir munu Guð sjá“

Við viljum sjá Guð, við leitum hans og þráum ákaft að sjá hann. Hver er það sem þráir þetta ekki? En takið eftir því sem guðspjallið segir: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Gerið það sem nauðsynlegt er til að sjá hann. Ef við líkjum þessu við eitthvað úr raunheiminum, hvernig getur þú þráð að íhuga sólina ef auga þitt er sjúkt? Ef augu þín eru heilbrigð veitir birta hennar þér mikla gleði, en ef þau eru sjúk veldur þetta þér sársauka. Þér mun vissulega ekki gefast að sjá það í óhreinleika hjartans sem sést einungis í hreinu hjarta. Þér verður vísað frá og úr fjarlægð muntu ekki sjá.

Hversu iðulega blessaði Drottinn ekki fólkið? Hvaða ástæðu tilgreindi hann sem býr eilífri sælu að baki, hvaða góðverk, hvaða náðargjafir, hvaða verðskuldun, hvaða endurgjald? Ekkert annað sæluboðanna segir: „Þeir munu Guð sjá.“ Þetta er það sem hin greina frá: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki; ; sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa; sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða; sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir heilagleikanum, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.“ Ekkert þeirra segir því: Þeir munu Guð sjá.“

Þeim sem eru hjartahreinir er gefið fyrirheit um að sjá Guð. Þetta er ekki að ástæðulausu vegna þess að þau augu sem sjá Guð eru augu hjartans. Þetta eru þau augu sem Páll postuli vék að þegar hann sagði: „Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar“ (Ef 1. 18). Sökum þess að þessi augu eru sjúk á núverandi tímaskeiði upplýsast þau í trú. Síðar munu þau njóta guðdómlegs ásæis vegna þess að þau hafa styrkst . . . „Nú sjáum vér sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá auglitis til auglitis“ (1 Kor 3. 12). ( Hugleiðing 53).

SJÁ VEFRIT KARMELS: RITNINGARLESTUR DAGSINS

10.06.06

  11:45:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2986 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 4. júní til 10. júní 2006

Rannsóknir á frumfóstrum; undirskriftir til stuðnings hjónabandinu; framlag kirkjunnar í baráttunni við eyðni; rússar í Róm; tryggingarafsláttur í Sviss; senator Kennedy og trúarofstækið; fóstureyðingar eru glæpur; hostíum stolið; sendiráðsstarfsmaður biður um flutning; breytingartillaga felld; Planned Parethood mokar inn peningum; nágrannar kvarta sökum líknarmorðastöðvar; 500 læknar staðfesta lækningar Guðs; líknarmorðin í Bretlandi; sá létti í vikulokin.

Rannsókn á dánartíðni frumfóstra þegar stuðst er við
tíðahringsaðferðina röng bæði út frá vísindalegu og siðrænu sjónarmiði.

Rannsókn sem birt var í s. l. viku í aukaútgáfu British Medical Journal
(Journal of Medical Ethics) virðist miðast fremur við að gera árás á kaþólsku kirkjuna en að fylgja strangvísindalegum kröfum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.06.06

  22:44:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 793 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Kirkjan er líkami Krists

Kirkjan er líkami Krists

Kirkjan er líkami Krists. Með því er ekki átt við hinn heilaga líkama Krists í altarissakramentinu. Ekki er heldur átt við hinn dýrlega líkama Krists, sem steig upp til himna eftir upprisuna.

Hverskonar líkami er þá kirkjan? Kirkjan er auðvitað stofnun, en hún er meira. Hún er persónulegt starf Krists sem haldið er áfram á jörðinni. Kirkjan er stundum kölluð hinn "algjöri Kristur." Það merkir að hún er uppbyggð af Kristi, sem er höfuð líkamans, og okkur, sem erum limir hans.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.06.06

  22:46:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 79 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Fegurð heimsins

32 "Spyrjið fegurð jarðarinnar,
spyrjið fegurð hafsins,
spyrjið fegurð loftsins sem þenst og blæs,
spyrjið fegurð himinsins…
spyrjið allt þetta.
Öll svara þau: “Sjáið hve fögur við erum.”

Fegurð þeirra er játning [confessio]. Þessar fegurðir eru háðar breytingum. Hver gerði þær ef ekki sá hinn Fagri [Pulcher] sem ekki er breytingum háður? 8
___

8 Hl. Ágústínus, Sermo 241, 2-PL 38, 1134.
___

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

03.06.06

  02:15:58, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1000 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Vanþekkingin fer með sigur af hólmi á Alþingi

Sú hörmungarfrétt berst nú frá Alþingi, að frumvarpið um ofréttindi homma og lesbía var samþykkt þar endanlega og mótatkvæðalaust kl. 20:58 í kvöld, 2. júní. Sjá vefsíðu þingsins um feril málsins (sú vefsíða er um leið og verður lykill að ræðunum, sem fluttar voru um málið í öllum umræðum, um frumvarpið sjálft, breytingartillögur og endanlegt form 'laganna'). Sjá einnig: hvernig atkvæði féllu. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og afgreiðslu þess eftir 1., 2. og 3. umræðu. Frumvarpið var samþykkt með 41 samhljóða atkvæði! Fjarvistum voru tvær konur (í leyfi), en fjarverandi við lokaafgreiðslu 20.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

31.05.06

  22:40:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og markviss fækkun jarðarbúa

Ég vil vekja athygli fólks á því að nú er bók Pauls Jalsevacs
komin út á íslensku og er fyrirliggjandi á Vefrit Karmels. Í bókinni rekur Paul sögu kynþáttahyggjunnar eins og hún birtist fyrst í dómsdagsspá breska hagfræðingsins Thomasar Malthusar árið 1793 sem lagði fram kenningu sína um að fjölgun mannkynsins gæti aldrei haldist í hendur við matvælaframleiðsluna og því yrðu stjórnvöld að grípa til markvissra aðgerða til að útrýma „óæskilegri íbúafjölgun.“

Paul rekur í bókinni hvernig kenningar Thomasar heltóku
hugi ráðamanna á Vesturlöndum og hvernig þær birtust bæði í kynbótastefnunni, vönunum á fólki og skefjalausum fóstureyðingum á tuttugustu öldinni. Hann rekur hvernig Malthusisminn fór eins og eldur í sinu um Bandaríkin og Hitlersþýskaland og sýnir með óhrekjandi rökum hvernig Margaret Sanger, stofnandi Planned Parenthood, varð
heltekin af þessari hugmyndafræði ekki síður en ráðandi öfl á Vesturlöndum
enn í dag.

Allt gerist þetta þrátt fyrir að Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hafi lýst því afdráttarlaust yfir að á síðustu 40 árum hafi matvælaframleiðslan tvöfaldast og jörðin gæti í
ljósi þessa séð 35 milljörðum manna fyrir nægilegu lífsviðurværi. [1] Paul sýnir fram á að orsakir markvissar fækkunar íbúa jarðar með skefjalausum fóstureyðingum megi rekja til kynþátta- og mannhaturs ráðandi afla í hinum vestræna heimi á sviði stjórnmála og efnahagslífs.

Bók hans hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum meðal lífsverndarsinna og því hvet ég alla „pro-life“ sinna til að kynna sér efni hennar.

Hún er á prentvænu pdf formati og því góð til útprentunar á laserprentara.

[1]. Eamonn Keane, Population and Development (Forestville Printing, 1999), 10.

30.05.06

  01:02:58, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 740 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

53% sammála ræðu Karls biskups á nýársdag, 35% á móti

Þennan pistil sendi ég allmörgum bréfavinum 5. jan. 2006, eftir miklar um-ræður í tilefni af nýárspredikun Karls biskups Sigurbjörnssonar í Dómkirkj-unni. Bréfið er birt hér í heild, en fáein atriði færð í læsilegra horf á netinu.

Sæl verið þið öll. – Þessa orðsendingu fekk ég frá kristnum bróður í dag:

Það var gott að heyra á Bylgjunni áðan að 53% voru sammála ræðu [Karls] biskups á nýársdag.  Aðeins 35% voru ekki sammála. 12 % sögðu: bæði og. Þannig að meiri hluti þjóðarinnar er vissulega sammála hinum kristnu gildum sem við viljum berjast fyrir. Þetta sem ég vitna í var skoðanakönnun á bylgjan.is í gær.

Sjálfur er ég Karli biskupi þakklátur fyrir predikun hans snjalla og gefandi, ekki sízt vegna þess sem hann sagði þar um mikilvægi barnanna og fæðinga hér á Vesturlöndum ... [Frh. neðar!]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.05.06

  00:15:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 565 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Trúarvakning í Frakklandi og Québec

26. maí 2006 (LifeSiteNews.com) - Frakkland sem eitt sinn var nefnt elsta dóttir kirkjunnar, er tekið að rumska af svefni doða efnishyggjunnar og sama gildir um dóttir þess: Québec. Frakkland og Québec hafa verið leiðandi í Evrópu og Norður Ameríku í dauðamenningunni, en nú eru áþreifanleg ummerki sýnilegrar vakningar að ræða. Það sem er meira um vert hefur Frakkland jafnvel uppgötvað vopnið gegn því sem Benedikt páfi nefnir „alræðisvald afstæðishyggjunnar.“

Nicolas Sarkozy, einhver mest áberandi stjórnmálamaðurinn í Frakklandi og líklegur frambjóðandi fyrir forsetakosningarnar 2007 hefur opinberlega brotið helgustu trúarsetningu veraldarhyggjunnar með því að hvetja lýðveldið til að styðja trúarbrögð með virkum og auðsæjum hætti. Í bók sem ber nafnið La République, les religions, l´espérance [Lýðveldið, trúin, vonin) hvetur hann til þess að goðsögn veraldarhyggjunnar í Frakklandi verði tekin til endurskoðunar og biður frekar um veraldleg stjórnvöld sem styðji trúarlífið í Frakklandi með fjárframlögum til að reisa kirkjur. Sarkozy segir að það sé tímabært að endurskoða núverandi lög frá 1905 sem aðskildu ríki og kirkju til að blása nýju lífi í æsku sem eigi sér engar hugsjónir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.05.06

  23:38:03, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 206 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Guð, ertu þarna?

Ein af uppáhaldssögum mínum um traust á Guð, er frásögn af manninum sem gekk eftir háum klettavegg. Til allrar óhamingju rann hann til og féll fram af klettabrúninni. Honum tókst þó að grípa í trjágrein. En þá gerði maðurinn sér grein fyrir því að hann gat ekki híft sjálfan sig upp og var smátt og smátt að missa takið. Fyrir neðan hann var hundrað metra fall!

Hann fór því að biðja ákaft:
"Guð, ertu þarna - þú verður að hjálpa mér?"

Maðurinn endurtók þetta í sífellu. Í fyrstu gerðist ekkert, en þá svaraði Guð og sagði: "Já, hvað viltu?"

"Guð, þú verður að hjálpa mér - en flýttu þér."

Og Guð svaraði: "Lofarðu að gera hvað sem ég bið þig um?"

"Já, auðvitað, en þú verður að flýta þér að hjálpa mér."

"Lofarðu í raun og veru að gera hvað sem ég bið um?"

"Já, hvað sem er - segðu mér bara hvað ég á að gera - en hjálpaðu mér?

"Allt í lagi", sagði Guði "Ef þú vilt að ég bjargi þér, slepptu þá takinu!"

  22:30:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4156 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 21. til 28. maí 2006

Kaþólska kirkjan í Afríku hefur þrefaldast að stærð á tæpum 30 árum.
Margt fróðlegt ber fyrir augu þegar skyggnst er í Kaþólsku árbókina sem nú er nýkomin út á vegum Libreria Editrice Vaticana og unnin er af hagdeild Páfastóls. Þar kemur í ljós að Afríka er það trúboðssvæðanna þar sem vöxturinn hefur verið mestur frá árinu 1978 til 2004. Samkvæmt tilkynningu upplýsingadeildar Páfastóls hefur gætt „hraðs vaxtar“ kaþólskra um allan heim í embættistíð Jóhannesar Páls páfa II eða frá 757 milljónum í 1.09 milljarði.

„En tölurnar eru ekki eins spennandi þegar þær eru lesnar í ljósi mannfjöldaþróunarinnar almennt í heiminum á sama tímabili sem jókst úr 4. 2 milljörðum í 6.4 milljarða. Hnattrænt séð hefur meðlimum kirkjunnar fækkað örlítið eða úr 17.99% í 17.19%. En ástandið í hinum ýmsu heimsálfum er afar breytilegt,“ sagði upplýsingafulltrúi Vatíkansins.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:41:19, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 228 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Stjörnufræðingur Páfagarðs segir sköpunarhyggjuna vera hjátrú

GLASGOW - 24. maí 2006 Independent Catholic News
Sú trú að Guð hafi skapað alheiminn á sex dögum er hjátrú og eins konar heiðni sem varpar rýrð á trú og ógnar vísindum, segir bróðir Guy Consolmagno jesúíti. Hann sagði að „eyðandi goðsögn“ hefði náð að myndast í þjóðfélögum nútímans um að trú og vísindi væru andstæð hugmyndakerfi. Sköpunarhyggjan sem ýtti undir þetta væri að áliti fræðimanna útúrsnúningur á biblíulegum textum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.05.06

  16:39:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 119 orð  
Flokkur: Bænalífið

Kom þú Heilagur Andi – í tilefni Uppstigningardags

Kom þú, Heilagur Andi,
og send ljósgeisla þinn frá himnum.
Kom þú, faðir fátækra, þú gjafari gæðanna,
og ljós hjartnanna.
Hjálparinn besti, ljúfi gestur sálarinnar,
ljúfa hressing hennar.
Hvíld hennar í erfiði, forsæla í hitum,
huggun í sorgum.
þú blessaða ljós, lát birta til
í hugskoti fylgjenda þinna.
Án þinnar velvildar er maðurinn ekkert,
án þín er ekkert ósaknæmt.
Lauga það sem er saurgað,
vökva það sem er þornað,
græð það sem er í sárum.
Mýktu það sem er stirnað,
vermdu það sem er kólnað,
réttu úr því sem miður fer.
Gef fylgjendum sem treysta þér,
þínar heilögu sjöföldu gjafir.

Amen.

22.05.06

  15:12:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 408 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Heilög Fílómena blóðvottur – Litli katakompudýrlingurinn

Jarðneskar menjar hl. Fílómenu fundust í upphafi nítjándu aldar eða þann 24. maí árið 1802 meðan unnið var að uppgreftri í katakompunum í Róm sem í reynd halda stöðugt áfram. Þá kom gröf í ljós sem lokað hafði verið með þremur múrsteinum og eins og þeir komu fyrir sjónir í upphafi mátti lesa eftirfarandi áletrun á þeim:

LUMENA – PAX TE – CUM FI

Letrið var rauðlitað og umlukið kristnum táknum. Eftir undirbúningsrannsókn blasti við sjónum að röð steinanna var ekki rétt. Annað hvort var þetta sökum þess að þeim hafði verið komið fyrir í flýti, eða þá að einhver sem var ekki alltof sleipur í latínu hafði komið þeim svona fyrir í grafaropinu. Þegar þeim var raðað rétt mátti lesa:

PAX TE – CUM FI – LUMENA

Pax tecum Filumena! – „Friður sé með þér Fílómena!“ Þegar steinarnir voru fjarlægðir daginn eftir mátti sjá í gröfinni leirkrús sem hulin var að innan því sem kom í ljós að var blóð. Ljóst var að hér var um blóð að ræða sem safnað hafði verið saman við dauða píslarvotts, eins og tíðkaðist meðal kristinna manna á tímum ofsóknanna miklu. Blóðið var menjar píslarvættis. Blóðið var losað innan úr leirkrúsinni sem það loddi við og komið fyrir í krystalkeri af ítrustu varfærni. Viðstaddir fræðimenn urðu undrandi að sjá að þessar blóðmenjar tóku að ljóma jafnskjótt og þær komu í krystalkerið líkt og um gull eða silfur væri að ræða, eða þær skinu þá líkt og demantar eða eðalsteinar eða opinberuðu alla liti regnbogans. Þetta einstaka fyrirbrigði hefur haldið áfram allt fram til dagsins í dag.


Annað sem gerir þetta blóð svo einstætt í sinni röð er að það tekur stundum á sig dekkri mynd. Þetta virðist gerast þegar þeir sem eru þess óverðugir auðsýna því lotningu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað þegar prestur nokkur sem hafði lifað lífi sem var ósamboðið köllun hans nálgaðist það. Þegar hann kyssti helgiskrínið varð blóðið afar dökkt á litinn. Það öðlaðist að nýju eðlilegan lit þegar hann hvarf á braut.

Lesa má meira um hl. Fílómenu á Vefrit Karmels

  00:03:41, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 837 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Hve langan tíma tekur hægfara sjálfsmorð þjóðar?

MEÐAL-barnafjöldi á hverja konu í Þýzkalandi, Austurríki, Grikklandi, Ung-verjalandi, Ítalíu, Spáni, Rússlandi, Póllandi og Tékklandi er nú um 1,3 börn (+/–0,09), en þyrfti að vera 2,1 á hverja konu eða hver hjón til þess eins að viðhalda stofninum óskertum. Hafa menn leitt hugann að því, hversu langan tíma það taki hina ungu kynslóð viðkomandi þjóða að detta niður í fjórðung núverandi stærðar ... og niður í aðeins 10%? – Myndirðu trúa þessu svari: ÞRJÁR KYNSLÓÐIR ... og FIMM KYNSLÓÐIR?! Einmitt þetta er það svar sem fer næst sanni, þ.e. ef áfram er gert ráð fyrir 1,3 börnum á hverja konu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.05.06

  12:49:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1952 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um kaþólskar fyrirbænir samkvæmt hinni heilögu arfleifð

Þetta eru inngangsorðin í verkinu „Hl. Fílómena blóðvottur – Litli katakompudýrlingurinn“ og sjá má á Vefrit Karmels.

Grundvöllur kenningar kirkjunnar þegar leitað er fyrirbæna hinna heilögu er fólginn í kenningunni um samfélag hinna heilögu. Samfélag hina heilögu felst í hinum trúföstu á himnum, á jörðu og í hreinsunareldinum sem mynda í heild hinn leyndardómsfulla líkama Krists sem er höfuð hans. Öll sú umhyggja sem lýtur að einum hópnum er umhyggja hinna og allir hjálpa öllum. Við hér á jörðinni með því að ákalla hina heilögu á himnum og biðja fyrir sálunum í hreinsunareldinum og hinir heilögu á himnum með því að biðja fyrir okkur. Ekki er unnt að orða hina kaþólsku kenningu betur en hl. Jeróme (331-420) gerði:

Ef postularnir og píslarvottarnir báðu fyrir öðrum meðan þeir voru enn í líkamanum, hversu miklu fremur munu þeir þá ekki gera það eftir að þeir hafa verðið krýndir kórónu sigurlaunanna! Einn maður, Móse, ávann 600.000 mönnum fyrirgefningar Guðs og Stefán, sem líkti eftir Drottni og var fyrsti píslarvotturinn í Kristi bað Guð um að fyrirgefa ofsækjendum sínum. Mun máttur þeirra verða minni nú þegar þeir dvelja með Kristi? Páll postuli segir að 216 sálir sem sigldu með honum hafi verið gefnar honum. Eftir að hann hvarf héðan til að lifa með Kristi lokar hann þá vörunum og segir ekki eitt aukatekið orð til handa þeim sem trúðu predikun hans um alla heimsbyggðina? (Contra Vigilant, P. G. XXIII, 344). [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.05.06

  22:09:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4055 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 14. til 20. maí 2006

Benedikt páfi XVI leggur áherslu á boðskap hins Flekklausa Hjarta Maríu.
Þegar Benedikt páfi ávarpaði þá sem voru viðstaddir þegar stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom til Rómar í minningu þess að 25 ár voru liðin frá tilræðinu við Jóhannes Pál páfa II lagði hann áherslu á boðskap hennar: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra“ komst hann að orði í Regina Caeli ávarpinu á sunnudaginn, jafnframt því að minnast orð „hvítklæddu konunnar“ sem birtist fjárhirðunum þremur í Fatíma 1917. Páfi lagði áherslu á að boðskapur hinnar blessuðu Meyjar til þeirra Francisco, Jacintu og Luciu „væri í samhljóðan við Lourdes og ákall til bæna og iðrunar.“ Í ávarpi sínu til fólksins á Péturstorginu sagði páfi: „Þrátt fyrir að enginn hörgull hafi verið á áhyggjuefnum og þjáningum þá er boðskapur „hvítklæddu konunnar“ til barnanna afar huggunarríkur: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra.“ Stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom frá Portúgal á föstudaginn í s.l. viku og verður komið fyrir hjá íhugunarsamfélagi Benediktusarsystranna í klaustri Mater Ecclesiae. Í lok heilagrar messu las Runi kardínáli ávarp frá páfa þar sem sú von var sett fram „að boðskapurinn frá Fatíma mætti njóta vaxandi viðurkenningar og allt hið mennska samfélag á jörðu fengi að bera skyn á hann.“ (Sjá heimasíðu Fatíma).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

17.05.06

  23:17:36, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 179 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

MAÐURINN: ÍMYND GUÐS

1701. "Með því að opinbera leyndardóm Föðurins og kærleika hans sýnir Kristur… manninum hvað maðurinn er og leiðir í ljós háleita köllun hans." [2] Það er í Kristi "ímynd hins ósýnilega Guðs" [3] sem maðurinn er skapaður í "mynd og líkingu" skaparans. Það er í Kristi, endurlausnara og frelsara, að hin guðdómlega ímynd, afskræmd í manninum með frumsyndinni, hefur verið endurreist til sinnar upprunalegu fegurðar og hún göfguð af náð Guðs. [4]

1702. Hin guðlega ímynd er til staðar í hverjum manni. Hún skín fram í samfélagi persóna, í líkingu einingar meðal hinna guðdómlegu persóna (sbr. 2. kafli).

1703. Maðurinn, búinn "andlegri og ódauðlegri" sál, [5] er "sú eina af sköpuðum verum á jörðu sem Guð ákvarðaði í hennar eigin þágu." [6] Frá getnaði sínum á hann vísa eilífa sælu.

___

#2 GS 22.
#3 Kól 1:15; sbr. 2Kor 4:4.
#4 Sbr. GS 22.
#5 GS 14 § 2.
#6 GS 24 § 3.
___

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

  22:07:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 103 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Padre Pio – Presturinn heilagi

Ég vil vekja athygli lesenda á því að nú er íslensk þýðing um hl. Padre Pio, prestinn heilaga frá Pietrelcina fyrirliggjandi á íslensku á Vefrit Karmels. Þetta er þýðing á verki Jim Gallaghers: Padre Pio – A Holy Priest sem kom út á vegum Catholic Truth Society árið 2002.

Ég hvet fólk eindregið til að lesa þetta verk og eins að leita fyrirbæna Padre Pio vegna þess að hann er afar máttugur fyrirbiðjandi frammi fyrir Guði og tugþúsundum saman hefur fólk hlotið lækningu í krafti fyrirbæna hans.

Rit hans er neðst í dálkinum yfir Verk ýmissa höfunda á Vefrit Karmels

TENGILL

  18:25:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 362 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Forvarnir

Fjölkynngi ber að fordæma

Kaþólska kirkjan andmælir spásagnaspeki, fjölkynngi og særingum kröftuglega eins og fram kemur í Trúfræðsluritinu en þar segir svo um þessi mál:

2115. Guð getur opinberað framtíðina spámönnum sínum eða öðrum heilögum. Engu að síður er rétt kristilegt viðhorf fólgið í því að gefa sig óttalaust forsjá Guðs á vald um allt er varðar framtíðina og hætta allri óheilbrigðri forvitni varðandi hana. Hins vegar getur fyrirhyggjuleysi jafngilt ábyrgðarleysi. [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

16.05.06

  22:47:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 25 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Hið eina sem nauðsynlegt er til þess að hið illa sigri

Einhver sagði eitt sinn:

"Hið eina sem nauðsynlegt er
til þess að hið illa sigri,
er að gott fólk,
geri ekki neitt".

15.05.06

  23:21:34, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 239 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn til Maríu Stjörnu hafsins

María, Stjarna hafsins lít þú hingað til mín,
þar sem ég krýp frammi fyrir náðarhásæti þínu,
þar sem svo margir sem elska móðurhjarta þitt
hafa orðið aðnjótandi hinnar mestu náðar,
þar sem þú hefur aflað hryggum huggunar,
fátækum hjálpar, sjúkum heilbrigði, syndurum fyrirgefningar.

Kær móðir mín ég kem til þín með mínu mesta trúnaðartrausti.
Kraftaverkin mörgu sem gerst hafa fyrir bænarstað þinn, veita mér, vesælum syndara, bjargfasta von um að þú,
móðir miskunnarinnar, viljir líka hlýða á bæn mína.

Já, ég ákalla þig og bið, unaðslega móðir,
elskuverða Stjarna hafsins,
lát þú mig ekki fara héðan án bænheyrslu.

Þú getur hjálpað mér, því að þú er máttugust næst Guði,
þú ert fús til að hjálpa mér,
því að þú ert full kærleika til allra barna þinna.

Minnstu þess, miskunnsama móðir,
að aldrei hefur verið sagt að neinn,
sem leitað hefur verndar þinnar með trúnaðartrausti,
hafi farið bónleiður frá þér.
Ætti ég þá að vera fyrsti vansæli maðurinn
sem þú létir frá þér fara án bænheyrslu? Nei, nei, góða móðir.

Á þessum helga stað getur þú, fyrir máttuga fyrirbæn þína, aflað mér hjálpar í neyð minni og huggunar í kvöl minni. Amen.

  21:52:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1028 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu

Logi Elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu og boðskapur systur Erzsbet (Elísabetar) Szantos o.c.d.s

Mig langar að greina hér örlítið frá hinum athyglisverða boðskap þessar ungversku karmelsystur sem vakið hefur heimsathygli síðan hann var gefinn út á prenti. Hún fæddist í Búdapest þann 11. apríl 1913 og andaðist á föstudaginn langa eða 11. apríl 1985, 73 ára gömul. Skrif hennar eru í dagbókarformi og ná yfir 20 ára tímabil frá 1961 til 1981. Rit hennar var upphaflega gefið út á ungversku af austurríska og þýska útgefandanum Mediatrix Verlag, en hefur nú verið þýtt á fjölmörg tungumál, þar á meðal ensku undir heitinu: The Flame of Love of the Immaculate Heart of Mary með undirfyrirsögninni: The Spiritual Diary of a Third Order Carmelite, a widow with six children. [1] Ég birti hér þýðingu á skrifum hennar frá 19. maí 1963:

Jesús: „Þú skalt forðast falska auðmýkt sem er einungis til hindrunar til að nálgast mig. Veistu hvers vegna ég segi þetta? Það er sökum þess að margir afsaka sig fyrir að nálgast mig ekki meira með því að segja: „Ég er slíks ekki verður.“ Já, syndir ykkar gera ykkur óverðug, en þið ættuð að gera ykkur verðug með því að iðrast synda ykkar. Ég vil að þú þjáist fyrir þetta fólk. Leiddu þetta fólk til mín með þjáningum þínum. Komið til mín! Þjáningin er einungis myrk meðan þið eruð jarðbundin. Dóttir mín, skilur þú það sem ég segi?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  18:36:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 985 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Lúthersk kristni, Samkirkjuhreyfingin

Enn bætast guðfræðingar og prestar úr röðum lútherskra í kaþólsku kirkjuna

Án efa eru það nokkur tíðindi, að allmargir lútherskir guðfræðingar, sumir þeirra prestar, hafa á síðari árum gengið í kaþólsku kirkjuna – því að ef þetta er frétt hér á Kirkjunetinu:

“Það hefur vakið athygli að meðal þeirra sem hlutu prestvígslu í Washington D.C. nú fyrir páskana voru þó nokkrir fyrrverandi lúterskir prestar sem snúið hafa heim til móðurkirkjunnar,”

þá hlýtur eftirfarandi líka að vera frétt hér á Íslandi:

Nú þegar hafa fjórir Þjóðkirkjuprestar og þrír guðfræðingar til viðbótar verið teknir upp í Kaþólsku kirkjuna á Íslandi. Þeir eru, úr röðum presta:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.05.06

  23:33:23, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 118 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Hvers vegna ræður kirkjan til pílagrímsferða?

Kirkjan ræður til pílagrímsferða:

1. vegna þess, að það er kristinn siður, jafn gamall kirkjunni;

2. vegna þess, að þær veita mikla blessun, þegar þær eru framkvæmdar á réttan hátt.

Þegar á elstu tímum fóru kristnir menn pílagrímsferðir til þeirra staða, þar sem Jesús lifði og leið dauða, og sömuleiðis til legstað postulanna og píslarvottanna. Að vísu er Guð alstaðar nálægur og heyrir bænir okkar, hvar sem við biðjum hann, en á vissum helgum stöðum er honum það þóknanlegt að auðsýna okkur sérstaka náð. Slíkir staðir eru nefndir náðarstaðir.

  14:18:05, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 208 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag, Ýmis skáld

Á mæðradaginn 2006

Í dag er mæðradagurinn – við heiðrum mæður okkar í orði og verki. – Þjóðfélagið býður fram sína félagslegu þjónustu fyrir þá, sem komnir eru á efri ár, en reyndar nær hún stundum allt of skammt, eins og þekkt er af umræðu samtíðar okkar. En horfum líka til þess tíma, þegar ömmur okkar komust á efri ár, lifðu gjarnan maka sinn, en áttu þá víst húsaskjól hjá einhverju barna sinna. Alltjent er ljóst, að hið opinbera getur aldrei tekið á sig þær sonar- og dótturskyldur, sem okkur sjálfum tilheyra. Hlýðum nú á orð Gísla Jónssonar, úr ljóði hans Móðir:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.05.06

  14:25:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3761 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 7 til 13. maí 2006

Jákvæð þróun fyrir lífsverndarsinna í BNA.
Þau gleðilegu tíðindi berast nú frá Bandaríkjunum að hver skoðanakönnunin eftir aðra staðfestir að afstaða almennings til fóstureyðinga hefur breyst í grundvallaratriðum lífsverndarsinnum í vil. Skoðanakönnun gerð á vegum Harris þann 4 maí s. l. leiðir í ljós að í fyrsta skiptið í 30 ár er stuðningur við fóstureyðingar fallinn niður fyrir 50% meðal Bandaríkjamanna. Hún leiðir í ljós að 44% Bandaríkjamanna myndu styðja löggjöf sem einskorða myndi fóstureyðingar við það þegar lífi móður er stefnt í hættu. Skoðanakönnun sem gerð var í aprílmánuði á vegum Polling Company leiðir í ljós að 54% vilja setja fóstureyðingum mun þrengri skorður en nú tíðkast og 69% eru hlynntir því að upplýsingaskylda verði stóraukin, jafnframt því sem foreldrum verði tilkynnt um fóstureyðingar stúlkna undir 17 ára aldri. Ég vísa til annarrar fréttar sem birtist á kirkju.net þann 20. apríl s.l.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.05.06

  21:38:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 249 orð  
Flokkur: Forvarnir

Klám er alvarleg synd

Yfirvöld eiga að koma í veg fyrir framleiðslu og dreifingu kláms

Í nýlegri könnun sem Barnaverndarstofa og Rannsóknir & greining kynntu 6. maí sl. kom m.a. fram að:

..ástæða [væri] til að hafa áhyggjur af mikilli klámneyslu drengja á framhaldsskólaaldri, en fram kemur að um 37% þeirra horfðu á klámefni oftar en þrisvar sinnum í viku. Könnunin gefur vísbendingar að þessi notkun á klámi geti haft afgerandi áhrif á viðhorf ungmenna til heilbrigðs kynlís.[1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.05.06

  15:11:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3062 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 1. til 6. maí 2006

Zenith greinir frá því að í ávarpi sínu til Vísindaakademíunnar um þjóðfélagsvísindi þann 27. apríl s. l. hafi Benedikt páfi XVI. sagt að „að nú verðum við vitni að því um allan heim, en einkum þó í þróuðum ríkjum, hvernig tveir áþreifanlegir og samofnir þættir haldast í hendur. Annars vegar er hér um hækkaðar lífslíkur að ræða og hinsvegar þverrandi fæðingartíðni.“ Hann bætti við: „Eftir því sem þjóðfélögin eldast, skortir fjölmargar þjóðir eða samfélög þjóða nægilegan fjölda ungs fólks til að endurnýja íbúafjöldann.“
Jafnframt því að viðurkenna að orsök vandans væri „flókin,“ lagði hann áherslu á að „rót meinsins væri siðferðileg og andleg. Hún er samofin alvarlegum skorti á trú, von og í raun elsku.“ Hann hélt síðan áfram: „Þegar börn fæðast krefst slíkt eros sem fullkomnast í skapandi agape sem grundvallaðist á fórnarlund og trú og von á framtíðinni.“ Að lokum sagði páfi: „Ef til vill er það skorturinn á slíkri skapandi og vonarríkri elsku sem verður þess valdandi að sambúðarfólk kýs ekki að kvænast í dag vegna þess að svo mörg hjónabönd bíða skipbrot og hvers vegna dregið hefur svo mjög úr fæðingartíðninni. Sjá

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:51:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 131 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Forvarnir

Vændi er félagsleg plága

„Vændi skaðar reisn þeirra sem það stunda og dregur þá niður á það stig að vera verkfæri kynferðislegrar nautnar. Sá sem greiðir, syndgar alvarlega á móti sjálfum sér: Hann vanhelgar hreinlífið sem skírnin skuldbindur hann til að virða og hann saurgar líkama sinn, musteri Heilags Anda. [140] Vændi er félagsleg plága. Venjulega snertir það konur en einnig karla, börn og unglinga (í síðustu tveimur tilfellunum verður syndin meiri við það að hún felur í sér hneyksli). Enda þótt það sé ávallt alvarleg synd að stunda vændi getur fátækt, fjárkúgun eða félagslegur þrýstingur minnkað sök syndarinnar.“ [1]

[1] Trúfræðslurit Kaþólsku kirkjunnar. Grein 2355. http://mariu.kirkju.net. [Tengill]

06.05.06

  15:39:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 787 orð  
Flokkur: Helgir menn

Hvernig menn voru postularnir?

Val Jesú á lærisveinum hefur sjálfsagt oft verið mönnum nokkurt umhugsunarefni. Sem sína nánustu samstarfsmenn velur hann fiskimenn og tollheimtumann. Oft kemur fyrir að þeir skilja ekki hvað hann segir og stundum eru samræðurnar og vangavelturnar allt að því skoplegar eins og þegar Jesú hafði spáð fyrir um upprisu sína og þeir fóru að velta vöngum yfir því hvað það væri að rísa upp frá dauðum, - lái þeim það þó enginn.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  14:16:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2130 orð  
Flokkur: Líknarmorð

Líknarmorðahreyfingin flettir ofan af takmarki sínu

„VIÐ SEGJUM ALDREI NEI“

eftir Wesley J. Smith


Það hefur gætt ákveðinnar tvískinnungs í áróðrinum fyrir því að hjálpa fólki til að deyja sem hljómar eitthvað líkt þessu: „Að hjálpa einhverjum til að deyja“ (eins og fylgjendur líknarmorða orða þetta) er einungis ætlað að vera sem öryggisventill, síðasta tiltæka úrræðið fyrir deyjandi sjúkling þegar ekkert annað er unnt til að létta þjáningar hans.

En nú er svo komið að stofnandi svissnesku líknarmorðastofnunarinnar Dignitas er hættur að fara leynt með það hvað fyrir honum vakir. Enska Lúndúnablaðið the Sunday Times Magazine greinir frá því að stofnandi Dignitast, Ludwig Minelli, hyggist koma á fót eins konar keðju dauðastöðva „til að binda enda á líf fólks sem er sjúkt og þjáist af krónísku þunglyndi.“

Minelli trúir því að öllum þeim sem hyggjast fremja sjálfsmorð eigi að veita upplýsingar um heppilegustu leiðina til að deyða sjálfa sig og samkvæmt því sem Times greinir frá: „Ef þeir kjósa fremur að deyja, þá ber að hjálpa þeim til þess á réttan hátt.“ Dignitas viðurkennir að stofnunin hafi aðstoðað marga sem voru ekki sjúkir til langframa. Eða eins og Minelli orðar það: „Við segjum aldrei nei.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:36:42, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1674 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Samkynhneigðir jafnhæfir til barnauppeldis og aðrir?

JVJ fjallar um uppeldisáhrif samkynhneigðra [1]: "Nú dugir ekkert hálfkák né vitlaus vinnubrögð: Það verður að fella þetta stjórnarfrumvarp í róttækustu atriðum þess." (Áður birt í Mbl. 6. maí 2006.)

GUÐRÚNU Ögmundsdóttur þykir trúlega snjall leikur að leggja fram sérfrumvarp um giftingu samkynhneigðra – ekki með það eitt að markmiði að fá slíkar giftingar leiddar í lög, heldur kannski umfram allt til að skapa þá röngu ímynd, að stjórnarfrumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, gangi ekki ýkja langt, enda sagðist hún í NFS-fréttum eiga "von á því að það fljúgi í gegnum þingið á næstunni"! Hún gaf þannig í skyn, að stjórnarfrumvarpið sé sjálfsagt, nú sé bara spursmál fyrir þingið að ganga mun lengra, eins og hún óski eftir með tillögu sinni. En þessi ímynd er röng, eins og fyrr sagði, því að stjórnarfrumvarpið stefnir að því að búa til afgerandi réttindi fyrir samkynhneigða til frumættleiðingar erlendra barna og tæknifrjóvgunar í trássi við það bezta sem vitað er um áhrif uppeldis þessa hóps á börn í umsjá hans.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.05.06

  23:14:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 70 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Liturinn á skrúðanum

Liturinn á skrúðanum hefur sérstaka merkingu.

Hvítt merkir sakleysi og andlegan fögnuð, (hátíðir Drottins, Guðsmóður, englanna, játendanna og meyjanna).

Rautt er litur elds og blóðs (hvítasunna, hátíðir píslarvottanna).

Grænt merkir von eilífs lífs (sunnudagarnir eftir þrettánda og hvítasunnu).

Fjólublátt merkir auðmýkt og iðrun (aðventan og fastan).

  17:55:22, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 688 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag

Vændi á Íslandi? Nei takk!

Þessi grein var send DV 13/4 með ósk um birtingu í lesendadálkunum, að gefnu tilefni, en fekkst ekki birt, jafnvel ekki eftir ítrekuð tilmæli 26/4 og 2/5.

Ýmsir eru um þessar myndir (sjá t.d. vefsíðu Silfur-Egils) að predika ágæti vændis fyrir Íslendingum. [1]. Óviturlegt er það tal. Með yfirvofandi lagafrumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot) stendur til að lögleiða vændi á Íslandi, gera það 100% löglegt fyrir 'seljendur' og 'kaupendur'. Er það virkilega það sem Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra vill eiga frumkvæði að? Mun hann, sem ég ber mesta virðingu fyrir af íslenzkum ráðamönnum, mæta stoltur á Kirkjuþing í haust til að tilkynna, að meðal þjóðþrifamála, sem hann hafði umsjón með á sumarþingi, sé frumvarp sem lögleiddi vændi á Íslandi?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 32 33 34 ...35 ... 37 ...39 ...40 41 42 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

No Item object found. Cannot display widget "Item Info Line".
blog engine