Blaðsíður: 1 ... 31 32 33 ...34 ... 36 ...38 ...39 40 41 ... 46

14.07.06

  08:13:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 14. júlí er úr Matteusarguðspjalli 10. 16-23

16 Sjá, ég sendi yður eins og sauði meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur. 17 Varið yður á mönnunum. Þeir munu draga yður fyrir dómstóla og húðstrýkja yður í samkundum sínum. 18 Þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna þeim og heiðingjunum til vitnisburðar. 19 En þá er menn draga yður fyrir rétt, skuluð þér ekki hafa áhyggjur af því, hvernig eða hvað þér eigið að tala. Yður verður gefið á sömu stundu, hvað segja skal. 20 Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur andi föður yðar, hann talar í yður. 21 Bróðir mun selja bróður í dauða og faðir barn sitt. Börn munu rísa gegn foreldrum og valda þeim dauða. 22 Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 23 Þegar þeir ofsækja yður í einni borg, þá flýið í aðra. Sannlega segi ég yður: Þér munuð ekki hafa náð til allra borga Ísraels, áður en Mannssonurinn kemur.

Í dag minnist kirkjan: Blessaðrar Kateri Tekakwitha (1656-1680), fyrsta indíánans sem tekinn var í tölu blessaðra

Hugleiðing dagsins:
Heilagur Kýprían (um 200-258), biskup í Karþagó og píslarvottur
Blessun þolgæðisins 13, 16.

„Eins og sauðir meðal úlfa“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.07.06

  23:35:01, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 892 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Siðferði og samfélag – nauðsyn kristins varnarstarfs

Eftir því sem ég frétti, les og hugsa meira um óviðunandi réttarstöðu hinna ófæddu, sífellt meiri ásækni gegn lífshagsmunum þeirra, um siðferði hjúskaparmála, upplausn fjölskyldna, viðkvæmt og áhættusamt uppeldi barna, þróunina hér, á Norðurlöndum og víðar, m.m., verður mér æ betur ljós þörfin á því, að hér rísi upp kristinn, samkirkjulegur félagsskapur sem sinni þessum málum sérstaklega, þ.e.a.s. söfnun heimilda, rannsóknum og upplýsingastarfi, m.a. með stofnun vefseturs. Siðferði og samfélag gæti t.d. orðið nafnið á slíkum félagsskap eða rannsóknarstofnun.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:16:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 494 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 13. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists fimmtudaginn 13. júlí er úr Matteusarguðspjalli 10. 7-15

7 Farið og prédikið: ,Himnaríki er í nánd.' 8 Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té. 9 Takið ekki gull, silfur né eir í belti, 10 eigi mal til ferðar eða tvo kyrtla og hvorki skó né staf. Verður er verkamaðurinn fæðis síns. 11 Hvar sem þér komið í borg eða þorp, spyrjist þá fyrir um, hver þar sé verðugur, og þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju. 12 Þegar þér komið í hús, þá árnið því góðs, 13 og sé það verðugt, skal friður yðar koma yfir það, en sé það ekki verðugt, skal friður yðar aftur hverfa til yðar. 14 Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar. 15 Sannlega segi ég yður: Bærilegra mun landi Sódómu og Gómorru á dómsdegi en þeirri borg.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Henry II (972-1024)

Hugleiðing dagsins: Hl. Gregor hinn mikli (um 540-604), páfi og kirkjufræðari
Hugvekja um guðspjöllin, 6

„Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.07.06

  08:55:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 431 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 12. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists miðvikudaginn 12. júlí er úr Matteusarguðspjalli 10. 1-7

1 Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóm og veikindi. 2 Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, 3 Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, 4 Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann. 5 Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir: "Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg. 6 Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt. 7 Farið og prédikið: ,Himnaríki er í nánd.'

Í dag minnist kirkjan: Heilagra John Jones (um 1530-1598) og John Wall (1620-1679), tveggja fransiskana sem liðu píslarvætti í Englandi.

Hugleiðing dagsins:

Jóhannes Páll páfi II
Bæn á 35. heimsdeginum til kallana, 3. maí 1998

„Þessa tólf sendi Jesús út“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.07.06

  09:57:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 454 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists þriðjudaginn 11. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 32-38

32 Þegar þeir voru að fara, var komið til hans með mállausan mann, haldinn illum anda. 33 Og er illi andinn var út rekinn, tók málleysinginn að mæla. Mannfjöldinn undraðist og sagði: „Aldrei hefur þvílíkt sést í Ísrael.“ 34 En farísearnir sögðu: „Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana.“ 35 Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. 36 En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa. 37 Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. 38 Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Benedikts (480-543), frumherja klausturstefnunnar í Evrópu.  

Hugvekja dagsins:

Píus páfi XII, páfi frá 1939 til 1958
Úr predikun í Heilags Pálsbasilíkunni-utan-múrsins
þann 18. september 1947

Heilagur Benedikt, faðir Evrópu

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

10.07.06

  07:40:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 789 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánudaginn 10. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 18-26

18 Meðan hann var að segja þetta við þá, kom forstöðumaður einn, laut honum og sagði: „Dóttir mín var að skilja við, kom og legg hönd þína yfir hana, þá mun hún lifna.“ 19 Jesús stóð upp og fór með honum og lærisveinar hans. 20 Kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, kom þá að baki honum og snart fald klæða hans. 21 Hún hugsaði með sér: „Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða.“ 22 Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: „Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér.“ Og konan varð heil frá þeirri stundu. 23 Þegar Jesús kom að húsi forstöðumannsins og sá pípuleikara og fólkið í uppnámi, 24 sagði hann: „Farið burt! Stúlkan er ekki dáin, hún sefur.“ En þeir hlógu að honum. 25 Þegar fólkið hafði verið látið fara, gekk hann inn og tók hönd hennar, og reis þá stúlkan upp. 26 Og þessi tíðindi bárust um allt það hérað.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Veroniku Giuliani (1660-1721), Klörusystur.  

Hugleiðing dagsins: Hl. Romanos hinn tónelski (?- um 560), sálmaskáld.
Sálmur 23: Um konuna með blóðlátið.

„Ef ég fæ aðeins snert klæði hans!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.07.06

  07:06:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 509 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 9. júlí er úr Markúsarguðspjalli 6. 1-6

1 Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum. 2 Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: „Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans? 3 Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss?“ Og þeir hneyksluðust á honum. 4 Þá sagði Jesús: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.“ 5 Og hann gat ekki gjört þar neitt kraftaverk, nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá. 6 Og hann undraðist vantrú þeirra.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Augustien Zhao Rong (d. 1815), kínversks píslarvotts

Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II
Úr hirðisbréfinu Laborem excercens

„Er þetta ekki smiðurinn?“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.07.06

  08:00:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 513 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugardaginn 8. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 14-17

14 Þá koma til hans lærisveinar Jóhannesar og segja: „Hví föstum vér og farísear, en þínir lærisveinar fasta ekki?“ 15 Jesús svaraði þeim: „Hvort geta brúðkaupsgestir verið hryggir, meðan brúðguminn er hjá þeim? En koma munu þeir dagar, er brúðguminn verður frá þeim tekinn. Þá munu þeir fasta. 16 Enginn lætur bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því þá rífur bótin út frá sér og verður af verri rifa. 17 Ekki láta menn heldur nýtt vín á gamla belgi, því þá springa belgirnir, og vínið fer niður, en belgirnir ónýtast. Menn láta nýtt vín á nýja belgi, og varðveitist þá hvort tveggja.“

Í dag minnist kirkjan: Blessaðs Gregors Grassi (d. 1900) og félaga,
píslarvotta í kínversku Boxarauppreisninni

Hugleiðing dagsins: Kaþólska trúfræðsluritið
772 til 773 og 796.

„Brúðguminn er hjá þeim“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.07.06

  09:02:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 535 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 7. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 9-13

9 Þá er hann gekk þaðan, sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: „Fylg þú mér!„ Og hann stóð upp og fylgdi honum. 10 Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. 11 Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndugum?“ 12 Jesús heyrði þetta og sagði: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. 13 Farið og nemið, hvað þetta merkir: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir.' Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara.“

Í dag minnist kirkjan: Bl. Ralphs Milners og Rogers Dickensons  

Hugleiðing dagsins:
Heilagur Ágústínus (354-430), biskup frá Hippo (Norðurafríku), kirkjufræðari.
Hugleiðing um Fyrsta bréf Jóhannesar 8. 10

„Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  00:20:40, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2293 orð  
Flokkur: Siðferði og samfélag

Hvenær báðu kjósendur um vændi á Íslandi?

Á vændi framtíð fyrir sér á Íslandi? Ætlum við að samþykkja það hér? Er þetta valkostur sem frambjóðendur hafa beðið kjósendur að velta fyrir sér vegna kosningastefnu flokkanna? Hefur framþróun þjóðfélagsins og okkar eigin þroskaða meðvitund gert vændi að eðlilegri þætti tilverunnar en oftast var áður talið? Hafa einhverjar nýjar hliðar komið í ljós á þeirri "starfsgrein", sem gera hana jákvæðari en menn áður óraði fyrir? – Fjarri fer því.

Mansal, þrælahald og skelfileg meðferð kvenna í fjárplógsskyni eru nýir ytri þættir þessara mála, sem allir hafa heyrt af, og algengari en flesta grunar. Meðvitund kvenna um virðingu sína og ábyrgð þeirra á kynsystrum sínum, sem sæta kynferðislegu ofbeldi, hefur einnig eflzt og þær sótt fram með þau viðhorf og markmið í réttarfari og lagavernd. Tillögur um að lögleiða vændi á Íslandi, sem dómsmálaráðherra hefur borið fram á Alþingi (þótt lítið hafi borið á í fjölmiðlum), koma því eins og skollinn úr sauðarleggnum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.07.06

  19:01:48, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 795 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Í fjötrum fortíðar

Flestir þekkja lagið ‘Living in the past’ með Jethro Tull. Þar kemur fyrir snilldarleg flautuflétta svo unun er á að hlýða. En heiti lagsins vísar til minnis sem kemur fyrir aftur og aftur í bókmenntum og listum. Þessu minni bregður líka fyrir í samfélagslegum viðhorfum og lífi einstaklinga. Í júní 2006 átti ég þess kost að dveljast í útjaðri Róanóke bæjar í Virginiu í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Virginia í flokki með Suðurríkjunum. Uppgjafarsáttmáli stríðsins var undirritaður nokkru fyrir norðan þennan bæ og gröf Robert E. Lee hershöfðingja og hetju Suðurríkjanna er í Lexington skammt þar fyrir sunnan. Nokkrum sinnum bar það við að appelsínugulum pallbíl var ekið snöfurmannlega framhjá húsinu þar sem ég bjó.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:45:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 549 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists fimmtudaginn 6. júlí er úr Matteusarguðspjalli 9. 1-8

1 Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. 2 Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: "Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." 3 Nokkrir fræðimenn sögðu þá með sjálfum sér: "Hann guðlastar!" 4 En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: "Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar? 5 Hvort er auðveldara að segja: ,Syndir þínar eru fyrirgefnar' eða: ,Statt upp og gakk'? 6 En til þess að þér vitið, að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir, þá segi ég þér" - og nú talar hann við lama manninn: "Statt upp, tak rekkju þína, og far heim til þín!" Og hann stóð upp og fór heim til sín. 8 En fólkið, sem horfði á þetta, varð ótta slegið og lofaði Guð, sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

I dag minnist kirkjan: Hl. Mariu Goretti (1890-1902), píslarvotts

Hugleiðing dagsins: Hl. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antíokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari.
Hugleiðing um Matteusarguðspjall, 29, 2

„Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.07.06

  18:32:57, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 396 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Árásum svarað á trú og kristni

Nýjasta móðgun stjórnvalda við kristindóm og siðferði: gjörnýting fósturvísa

Hrikalegar fréttir eru í loftinu – komu fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kl. 18 og voru til frekari umfjöllunar í 'Speglinum' á Rás 1 sama kvöld. Heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur í hyggju að leggja fram frumvarp sem heimili notkun fósturvísa til stofnfrumurannsókna. Auðshyggjan og heiðin viðhorf gagnvart helgi mannlegs lífs stefna æ lengra í sigursókn sinni gegn lífsins gildum. Enginn stjórnmálamaður virðist hirða hætishót um að þverbrotið er gegn kristnum grundvallarlögum í því efni. Sama ásækni heimshyggjunnar birtist í nýrri fóstureyðingarpillu, sem nú virðist keyrð í gegn til notkunar án lagaheimilda. Þetta bætist ofan á hina falsnefndu "neyðargetnaðarvörn" sem nörruð var inn á þjóðina með ráðherravaldi án lagasetningar né lagaheimildar á árinu 2001, og fóstureyðingarnar "hefðbundnu" skv. lögunum frá 1975, sem nánast alla tíð hafa verið túlkuð allt of vítt og misnotuð til deyðingar þúsunda á þúsundir ofan. Þessu til viðbótar eru vændis-gælufrumvarp ráðherra og stjórnarfrumvarp (nú lög) um fjölskyldumál sem hvorki samrýmast kristnum ákvæðum né náttúrurétti.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:16:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 644 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists miðvikudaginn 5. júní er úr Matteusarguðspjalli 8. 28-34

28 Þegar hann kom yfir um, í byggð Gadarena, komu á móti honum frá gröfunum tveir menn haldnir illum öndum, svo skæðir, að enginn mátti þann veg fara. 29 Þeir æpa: „Hvað vilt þú okkur, sonur Guðs? Komstu hingað að kvelja okkur fyrir tímann?“ 30 En langt frá þeim var mikil svínahjörð á beit. 31 Illu andarnir báðu hann og sögðu: „Ef þú rekur okkur út, sendu okkur þá í svínahjörðina.“ 32 Hann sagði: „Farið!" Út fóru þeir og í svínin, og öll hjörðin ruddist fram af hamrinum í vatnið og týndist þar. 33 En hirðarnir flýðu, komu til borgarinnar og sögðu öll tíðindin, líka frá mönnunum, sem haldnir voru illum öndum. 34 Og allir borgarmenn fóru út til móts við Jesú, og þegar þeir sáu hann, báðu þeir hann að fara burt úr héruðum þeirra.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Antony Zaccaria (1502-1539), reglustofnanda (Barnabíta).

Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið
Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans (Gaudium et Spes), 9-10

Þeir báðu hann að fara burt úr héruðum þeirra

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

04.07.06

  19:30:37, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2573 orð  
Flokkur: Sr. Þorbergur Kristjánsson

Helgi lífsins

Ræða sr. Þorbergs Kristjánssonar á Lífsvonarfundi 12. des. 1992. Áður birt í Lífsvon, fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1. tbl. 9. árg. (marz 1993), s. 1–3. Lesendur Kirkjunetsins eru hvattir til að lesa þessa grein – hér er margt djúpt hugsað og bent á afleiðingar fósturvíga, sem fram hafa komið á síðari árum. (Aths. JVJ).

Átökin um lífsgæðin, sem efnishyggjan magnar, leiðir af sér tillitsleysi og hörku – kaldræna afstöðu vonarsnauðu viskunnar. Landvinningar vísinda og tækni geta verið tvíbentir, sem dæmin sanna. Þeir hafa, á mörgum sviðum, bætt lífskjörin og veitt aukna innsýn í tilveruna. En í sumum tilvikum hefur tækninni verið beitt gegn lífinu sjálfu. Virðingin fyrir manneskjunni sem slíkri stendur höllum fæti, og birtist það með ýmsu móti. Þannig hafa nú í næstum tvo áratugi verið í gildi lög í landi okkar, sem svipta hið ófædda líf réttarvernd fyrstu 12 vikurnar eftir getnað, a.m.k.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:30:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 253 orð  
Flokkur: Helgir menn, Pílagrimsferðir, Opinberanir

Theodokos helgistaðurinn í Perrelos Carcar

Á síðari hluta síðustu aldar, líklega í byrjun 9. áratugarins gerðist sá atburður í Perrelos barangay í Carcar [1] á Cebu eyju í Filippseyjum að maður nokkur, líklega bóndi kvaðst hafa séð fyrirbæri á sól og Guðsmóðurina. Engar heimildir hef ég um afstöðu kirkjunnar til yfirlýsinga bóndans en heimild hef ég fyrir því að pílagrímsferðir eru farnar til staðarins þar sem sýnin á að hafa sést.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:23:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 438 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists þriðjudaginn 4. júlí er úr Matteusarguðspjalli 8. 23-27

23 Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. 24 Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. 25 Þeir fara til, vekja hann og segja: „Herra, bjarga þú, vér förumst.“ 26 Hann sagði við þá: „Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?“ Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn. 27 Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Elísabetar frá Portúgal

Hugleiðing dagsins: Hl. Ágústínus frá Hippo (Norðurafríku), biskup og kirkjufræðari,
Íhuganir, 37. kafli

„Herra, bjarga þú!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.07.06

  15:55:02, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1195 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Sir William Liley – ævi hans og störf að rannsóknum og lækningum á ófæddum börnum

Erindi flutt á fundi Lífsvonar 12. des. 1992

Maður sá sem hér segir frá var einn af brautryðjendum fósturfræðinnar (á latínu: fœtologia), þeirrar greinar læknisfræðinnar, sem fjallar um hina ófæddu frá fyrstu stigum til fæðingarinnar. Með rannsóknum sínum lagði hann grunninn að lækningaaðferðum sem síðan hafa bjargað lífi þúsunda barna. Ævi hans var stutt, en þeim mun farsælli, og þó að það eigi ekki alltaf fyrir brautryðjendum að liggja að hljóta viðurkenningu í lifanda lífi, þá fór þessi maður ekki varhluta af því að falla í skaut allur hugsanlegur heiður, sem fremstu vísindamönnum í læknisfræði getur hlotnazt. Það er áhugavert að kynna sér starfsferil hans, en fyrir okkur lífsverndarsinna er jafnframt og ekki síður áhugavert að kynnast því, hvernig hann, eftir margra ára rannsóknir á hinum ófæddu, gerðist einn af stofnendum lífsverndarsamtaka í landi sínu. Þar gaf hann málstaðnum óskipta krafta sína, eins og honum var framast unnt, og sýndi með fordæmi sínu, m.a. í eigin fjölskyldulífi, hve heilsteyptur hann var í viðurkenningu sinni og baráttu fyrir helgi lífsins – jafnt hinna veikburða sem hinna heilbrigðu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:35:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 145 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Dauðarefsingu hafnað á Filippseyjum

Filippseyska þingið hefur hafnað dauðarefsingu og Arroyo forseti undirritaði lög þess efnis 25. júní sl. Í tilefni þess var haldin kaþólsk hátíðarmessa. Meðal þátttakenda voru þingmenn sem unnið höfðu gegn dauðarefsingunni. Biskupinn í Pasig leiddi messuna og sagði m.a.: „Þjóðin er að færa sig frá réttlæti sem drepur yfir í réttlæti sem græðir. Aðeins Guð hefur réttinn til að taka líf.“ Biskupinn minnti einnig á ástandið í fangelsum landsins.

Um 1200 manns biðu fullnustu dauðarefsingar í landinu, þar á meðal 11 hryðjuverkamenn sem tengdust al-Quaeda. Dómum þeirra var breytt í lífstíðardóma. Nokkrar aftökur fóru fram á Filippseyjum á árunum 1999-2000 en þeim var frestað vegna þrýstings frá kaþólsku kirkjunni og Evrópusambandinu.

RGB/Heimild: Ensk vefútgáfa Asianews.it. http://www.asianews.it

  07:19:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 623 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánudaginn 3. júlí er úr Jóhannesarguðspjalli 20. 24-29

24 En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim, þegar Jesús kom. 25 Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Vér höfum séð Drottin.“ En hann svaraði: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“ 26 Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“ 27 Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“ 28 Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“ 29 Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Tómasar postula

Hugleiðing dagsins: Basíl frá Selesíu (? - 468), biskup
Predikun um upprisuna, 1-4.

Trú þú og verð postuli minn

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

02.07.06

  06:55:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 680 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 2. júlí er úr Markúsarguðspjalli 5. 21-24; 35-43

21 Þegar Jesús kom aftur yfir um á bátnum, safnaðist að honum mikill mannfjöldi, þar sem hann var við vatnið. 22 Þar kom og einn af samkundustjórunum, Jaírus að nafni, og er hann sá Jesú, féll hann til fóta honum, 23 bað hann ákaft og sagði: „Dóttir mín litla er að dauða komin. Kom og legg hendur yfir hana, að hún læknist og lifi.“ 24 Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum, og var þröng um hann. 35 Meðan hann var að segja þetta, koma menn heiman frá samkundustjóranum og segja: „Dóttir þín er látin, hví ómakar þú meistarann lengur?“ 36 Jesús heyrði, hvað þeir sögðu, en gaf ekki um, heldur sagði við samkundustjórann: „Óttast ekki, trú þú aðeins.“ 37 Og nú leyfði hann engum að fylgja sér nema Pétri og þeim bræðrum Jakobi og Jóhannesi. 38 Þeir koma að húsi samkundustjórans. Þar sér hann, að allt er í uppnámi, grátur mikill og kveinan. 39 Hann gengur inn og segir við þá: „Hví hafið þér svo hátt og grátið? Barnið er ekki dáið, það sefur.“ 40 En þeir hlógu að honum. Þá lét hann alla fara út og tók með sér föður barnsins og móður og þá sem með honum voru, og gekk þar inn, sem barnið var. 41 Og hann tók hönd barnsins og sagði: „Talíþa kúm!“ Það þýðir: „Stúlka litla, ég segi þér, rís upp!“ 42 Jafnskjótt reis stúlkan upp og fór að ganga um, en hún var tólf ára. Og menn urðu frá sér numdir af undrun. 43 En hann lagði ríkt á við þá að láta engan vita þetta og bauð að gefa henni að eta.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Olivers Plunkett (1629-1681), írsks erkibiskups og píslarvotts
http://www.americancatholic.org/features/SaintofDay/

Hugleiðing dagsins: Joseph Ratzinger kardínáli [Benedikt páfi XVI]
Úr Der Gott Jesu Christi

„Stúlka litla, ég segi þér, rís upp!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.07.06

  10:47:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4248 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 25. júní til 30. júní 2006

Páfi: Þjóðfélagið stendur frammi fyrir „alræði óreiðunnar“ – Kaþólskan blómstrar sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum – Og hvað um Ísland? – Tíðni fóstureyðinga í Víetnam veldur áhyggjum meðal lífsverndarsinna – Einhver auðugasti maður heims, William Buffet, gefur Bill Gatesstofnunni 31 milljarð Bandaríkjadala – Fjöldi indverskra kaþólikka fer vaxandi þrátt fyrir lög sem banna trúskipti – Heimildarmynd um líknarmorð vinnur kvikmyndaverðlaun Evrópskra útvarpsstöðva – Kardínáli óttast að kirkjan verði dregin fyrir alþjóðlegan dómstól fyrir að verja lífið og fjölskylduna – Amnesty International: „Réttur“ til fóstureyðinga og nú „réttur“ til að iðka kynlíf með aðila af sama kyni? – Indland: Lögreglan handtekur nokkrar Kærleikssystur móður Teresu fyrir að stunda trúboð – Breskir læknar hafna líknarmorðum – Forystumaður meðal slóvaskra biskupa: Baráttan gegn vestrænni frjálshyggju er „forgangsmál kirkjunnar“ – Lögleiðingu líknarmorða í Kaliforníu hafnað – Kaþólsku kirkjunni skilað kirkju sem Sovétstjórnin lagði hald sitt á – Ef ný kanadísk rannsókn eru marktæk er samkynhneigð óeðlileg – Sá létti í vikulokin.

Páfi: Þjóðfélagið stendur frammi fyrir „alræði óreiðunnar.“
Þann 23. júní s. l. tók Benedikt páfi á móti biskupum frá Lettlandi, Eistlandi og Litháen og hvatti þá til að standa vörð um lífið og fjölskylduna og sagði, að án raunverulegra gilda horfðist samfélagið í augu við „alræði óreiðunnar.“ Samhliða fjölskyldustefnunni mætti sjá aðrar áherslur líkt og sambönd fólks af sama kyni, áþján fóstureyðinganna og það neyðarástand sem fólksfækkunarstefnan hefur leitt af sér. Annað áhyggjuefni væri skortur á því að miðla börnum fræðslu um varanleg lífsgildi, samfélagslega afstöðu sem hyggi á tengslin á milli kynslóða og vaxandi tilfinningu ungs fólks gagnvart innri tómleika.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:32:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 800 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugardaginn 1. júlí er úr Matteusarguðspjalli 8. 15-17

5 Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: 6 „Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“ Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“ 8 Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. 9 Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það.“ 10 Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. 11 En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki, 12 en synir ríkisins munu út reknir í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.“ 13 Þá sagði Jesús við hundraðshöfðingjann: „Far þú, verði þér sem þú trúir.“ Og sveinninn varð heill á þeirri stundu. 14 Jesús kom í hús Péturs og sá, að tengdamóðir hans lá með sótthita. 15 Hann snart hönd hennar, og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina. 16 Þegar kvöld var komið, færðu menn til hans marga, er haldnir voru illum öndum. Illu andana rak hann út með orði einu, og alla þá, er sjúkir voru, læknaði hann. 17 Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: „Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora.“

Í dag minnist kirkjan: Blessaðs Junipero Sierra

Hugleiðing dagsins:

Orígen (um 185 – 253), prestur og guðfræðingur,
Hugvekja um 7. kafla 3. Mósebókar

„Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  02:11:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 889 orð  
Flokkur: Kirkjusaga nýaldar, alþjóðleg

Vatíkanið opnar öll skjalasöfn sín frá árunum 1922–1939

Kunngjört var í Páfagarði föstudaginn 30. júní, að Benedikt páfi hafi ákveðið að opna öll skjalasöfn Vatíkansins frá 1922–febr.1939. Með því móti munu menn öðlast fyllri innsýn í það, sem hugsað var og gert á vegum kaþólsku kirkjunnar á þeim uppgangsárum fasisma og nazisma í Evrópu, en tími þessi spannar m.a. yfir spænsku borgarastyrjöldina 1936–39.

Í tilkynningu Vatíkansins var sagt, að þann 18. september yrðu bæði opnuð skjöl leyndarskjalasafns páfa og skjalasafn utanríkisráðuneytis Páfagarðs frá stjórnarárum Píusar XI. Nánar tiltekið er þetta tímabilið 6. febrúar 1922 til 10. febrúar 1939.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.06.06

  18:00:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 592 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Andi sannleikans mun leiða yður

Á hvítasunnudaginn 4. júní sl. átti ég þess kost að vera viðstaddur messu í St. Andrews kirkjunni í Roanoke í Virginiu. Vefsetur kirkjunnar ásamt upplýsingum um hana má finna á vefslóðinni http://www.standrewsroanoke.org/. Byggingin er úr hlöðnum steini með tveim turnspírum. Birtan berst inn gegnum fagurlega skreytta glugga með myndum úr biblíunni. Kirkjugestir sitja á löngum trébekkjum sem hver um sig er líkast til á lengd við tvo eða þrjá bekki Landakotskirkju. Messan fór fram á ensku en það vakti athygli mína að þegar kom að fyrirbænum þá voru þær lesnar á ensku, spænsku og vítenömsku. Bænasvörin voru svo líka sungin á þessum tungumálum. Þetta tók ekki langan tíma en hefur örugglega snert strengi í brjóstum þess fólks sem á þessar tungur að móðurmáli. Predikunin var stutt en hnitmiðuð.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:05:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 382 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. júní 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 30. júní er úr Matteusarguðspjalli 8. 1-4

1 Nú gekk Jesús niður af fjallinu, og fylgdi honum mikill mannfjöldi. 2 Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.“ 3 Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni. 4 Jesús sagði við hann: „Gæt þess að segja þetta engum, en far þú, sýn þig prestinum, og færðu þá fórn, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.“

Í dag minnist kirkjan: Fyrstu píslarvottanna í Róm
 
Hugleiðing dagsins: Símon nýguðfræðingur (um 949-1022), býsanskur guðfræðingur
30. sálmurinn.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.06.06

  07:31:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 607 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. júní 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists fimmtudaginn 29. júní er úr Matteusarguðspjalli 16. 13-19

13 Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“ 14 Þeir svöruðu: „Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.“ 15 Hann spyr: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ 16 Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ 17 Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta, heldur faðir minn á himnum. 18 Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. 19 Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.“

Í dag minnist kirkjan: Hl. Páls og hl. Péturs

Hugleiðing dagsins: Hl. Leó hinn mikli (? um 461), páfi og kirkjufræðari
Predikun 82/69 í Minningu Péturs og Páls postula

„Þegar þú ert orðinn gamall mun annar leiða þig þangað sem þú vilt ekki“ (Jh 21. 18)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.06.06

  08:13:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Daglegir ritningarlestrar

Heilagt guðspjall Jesú Krists miðvikudaginn 28. júní er úr Matteusarguðspjalli 7. 15-20

15 Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. 16 Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 17 Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. 18 Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 19 Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 20 Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

Í dag minnist kirkjan: Hl. Írenaeusar frá Lyon (130-220)

Hugleiðing dagsins: Blessuð Teresa frá Kalkútta (1910-1997), stofnandi
Kærleikssystranna.

„Að bera góðan ávöxt.“

Ef einhver finnur að Guð er að biðja hann um að taka þátt í þjóðfélagsumbótum, þá er það mál á milli hans eins og Guðs. Öllum ber okkur að þjóna Guði til samræmis við köllun okkar. Ég finn að ég er kölluð til að þjóna einstaklingum, að elska sérhverja manneskju. Orðið fjöldi eða hópur kemur aldrei upp í huga minn, heldur hver einstök manneskja. Ef ég leiddi hugann að mannfjöldanum held ég að ég tæki mér ekkert fyrir hendur. Það er einstaklingurinn sem skiptir máli. Ég trúi á samskipti auglitis til auglitis.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.06.06

  14:37:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 427 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Hrapað að vissu - endað í skyssu

Í ómerktri forystugrein Morgunblaðsins þriðjudaginn 27. júní 2006 er reifuð sú niðurstaða könnunar sem Financial Times lét gera í fimm Evrópulöndum að 36% fólks í þessum ríkjum lítur svo á að heimsfriðnum stafi meiri hætta af „Bandaríkjunum heldur en bæði Kína og Íran. Leiðarahöfundurinn ókunni segir eftirfarandi:

„Líklegast er þó að upplifun fólks í áðurnefndum Evrópuríkjum byggist ekki fyrst og fremst á Íraksstríðinu heldur allt öðru: með sama hætti og almenningur í Evrópu lítur svo á að ofstækisfullir klerkar ráði ríkjum í Íran má telja líklegt að ofangreint mat á Bush-stjórninni byggist á þeirri tilfinningu, að trúarofstækismenn í Bandaríkjunum hafi of mikil áhrif og völd í Hvíta húsinu.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.06.06

  13:12:11, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 870 orð  
Flokkur: Tekinn púls á fjölmiðlum, Árásum svarað á trú og kristni

Guðleysinginn Richard Dawkins heiðursgestur í Kastljósi!

Richard Dawkins þróunarlíffræðingur, fræðimaður við Oxford-háskóla og jafnframt einn helzti málsvari guðleysisviðhorfa í heiminum, er nú staddur hér á Íslandi í boði skoðanabræðra sinna. Einn þáttur heimsóknar hans var ábúðarmikið viðtal í ríkissjónvarpinu. Hér á Kirkjunetinu verður síðar tekið á ýmsum efnisatriðum í ræðu hans, en lítum fyrst á umbúnaðinn:

Það var tekið á móti þessum manni í Kastljósinu eins og um stórmerkan, erlendan þjóðhöfðingja væri að ræða – vantaði ekkert nema rauða dregilinn! Öllum öðrum hefðbundnum liðum þáttarins var rutt brott, til þess að viðtalið við hann fengi allan tíma þáttarins! Og Kristján Kristjánsson, sem reyndi að tefla fram sinni þokkalegu ensku, gleymdi í leiðinni nánast allri gagnrýninni hugsun – horfði þarna upp á meistarann með uppljómað andlit, brosandi sæll yfir blessaðri vizkunni!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:25:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 588 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. júní 2006

Guðspjall Jesú Krists mánudaginn 26. júní er úr Matteusarguðspjalli 7. 1-5

1 Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. 2 Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3 Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4 Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér?' Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. 5 Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Í dag minnist kirkjan: Blessaðs Raymond Lull (1235-?) frá Mallorca,
fransiskana og trúboða.

Hugleiðing dagsins: Doróþeus frá Gaza (um 500-?), munkur í Palestínu,
Bréf 1.

„Þá sérðu glöggt.“

Sumt fólk umbreytir öllu sem það leggur sér til munns í geðillsku, jafnvel þegar hollt fæði á hlut að máli. Ágallinn felst ekki í fæðunni heldur í lunderni þess sem spillir fæðunni. Ef sál okkar er þannig illa öguð verður allt henni til tjóns. Jafnvel nytsömustu hlutir verða henni þannig til tjóns. Ef þú setur örlítið af kryddjurtum í hunangspottinn verður þá ekki sjálft hunangið beiskt á bragðið? Þetta er það sem við gerum. Við látum beiskju okkar berast til annarra og spillum þannig gæðum náunga okkar með því að sýkja hann af geðillsku okkar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  00:33:57, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 2036 orð  
Flokkur: Fósturvernd

William Liley: Minnsta mannsbarnið

Kaflar úr grein eftir Sir William Albert Liley, prófessor í lífeðlisfræði ófæddra og nýfæddra barna (perinatal physiology), Auckland-háskóla, Nýja-Sjálandi. Áður birt í Lífsvon, fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1. tbl. 9. árg. (marz 1993), s. 6–8. Upphaflega var þetta fyrirlestur, sem Liley flutti 1979 á fundi Right-to-Life-lífsverndarsamtakanna í Kanada, en birtist í málgagni Society for the Protection of Unborn Children í Eng-landi, Human Concern, sumarið 1980. Ritstjóri Lífsvonar fekk leyfi SPUC til að þýða erindið á íslenzku og birta í bók, sem ráðgert er að komi út um lífsverndarmál. Hér eru birtir nokkrir kaflar úr þessari stórfróðlegu grein.

Framfarir í fósturfræði
Okkar kynslóð er sú fyrsta í sögunni, sem fengið hefur nokkuð raunsanna mynd af þróun mannlegs lífs frá getnaði. Það var ekki fyrr en 1930, að menn gátu fylgzt með egglosi í konu. Árið 1944 varð fyrst unnt að greina í smásjá samruna mannlegrar sáðfrumu og eggfrumu. Á 6. áratugnum gátu menn loks gert sér grein fyrir atburðarás sex fyrstu daganna í þróun mannlegs lífs – fyrstu skrefum fósturvísisins á sinni ævintýralegu braut. .... FRAMHALD hér neðar!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.06.06

  11:03:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3781 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 18. júní til 24. júní 2006

Sérfræðingar segja að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni – Frakkland: 51% andvígir „hjónabandi“ samkynhneigðra, 60% andvígir ættleiðslu samkynhneigðra – Filippseyingar hafna kynfræðslu í skólum sökun andstöðu kaþólskra – Skosk yfirvöld fastákveðin í að leggja áherslu á að uppfræða skólabörn um samkynhneigð – Kristinn höfundur varar við innhverfri íhugun eða TM – Samkynhneigð ber vott um sálrænt jafnvægisleysi segir í skýrslu frá Pentagon – Kardínáli hvetur til þess að bresku fóstureyðingarlögin verði endurskoðuð – Fyrstu þingsályktunartillagan um herta fóstureyðingalöggjöf lögð fram í Kanada – Vatíkanið fordæmir stefnu Amnesty International m.t.t. fóstureyðinga – Hagfræðingur: Stefna Kínverja að fæða aðeins eitt barn mun gera út um efnahagslega afkomu landsins í framtíðinni – Forseti Lettlands grípur til neitunarvalds gagnvart þinginu – Mikilvægi guðrækni hins Alhelga Hjarta – Sá létti í vikulokin.

Sérfræðingur segir að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni.
Sue Ellin Browder sem er dálkahöfundur um heilbrigðismál og skrifar fyrir Crisis Magazine fullyrðir að sprenginguna í útbreiðslu eyðni megi að hluta til rekja til oftrúar á notkun smokka: „Fram að þessu liggja engin haldbær rök fyrir sem leiða í ljós annað en að smokkar eigi þátt í hinni miklu útbreiðslu eyðni í Miðafríku.“ Hún leggur fram sannanir máli sínu til stuðnings sem sýna fram á að sprengingin í útbreiðslu eyðnifaraldursins í Afríku helst í hendur við dreifingu smokka. Hún vísar til tölfræðilegra upplýsinga frá Suðurafríku sem leiða í ljós að smokkamagnið jókst úr 6 milljónum árið 1994 í 198 milljónir 1998 á sama tíma sem tíðni eyðnismitana jókst um 57%.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.06.06

  21:53:33, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 931 orð  
Flokkur: Sverrir Friðriksson

Saga opinberra fólksfækkunarmarkmiða stjórnvalda í Bretlandi og BNA og tengsl þeirra við stefnumarkmið stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðastofnana

Höf.: Sverrir Friðriksson, LL.M., Reykjavík 2006. – Útdráttur:

Efnahagsþróun og menningarskrið (Davis) (skýrsla unnin á vegum mennta-málayfirvalda í BNA). – Þar er bent á að árangursrík stefnukænska til þess að lækka fæðingarhlutfallið sé að ,,draga úr ... sjálfsvitund barna sem búa hjá foreldrum, eða að draga úr ... líkum á því að þessi sjálfsvitund fullnægi þeim". Þar að auki er bent á að ákveðnar (pósitívar) menningarhneigðir sem geta stuðlað að því að draga úr fólksfjölda séu ,,mjög há skilnaðartíðni, klám og óheft kynmök..." Davis greinir jákvæða þróun að því er varðar "velferðarmál barna, þar sem aukinnar tilhneigingar gætir í þá veru að föðurnum sé í síauknum mæli ýtt til hliðar sem ómissandi fjölskyldu-meðlimi, svo og varðandi heilbrigðiskerfið, sem jafnt og þétt hefur haft að engu boðvald foreldra að því er varðar getnaðarvarnir og fóstureyðingar."

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.06.06

  11:02:49, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 210 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Samfélagsréttindi, kjaramál

Réttur ófæddra kvenna

Á kvennadaginn er margt rætt um kjör kvenna, réttindi þeirra og virðingu. Því verður ekki á móti mælt, að víða er pottur brotinn hvað þessi mál snertir í þjóðfélagi okkar þrátt fyrir umliðinn kvennaáratug. En gleymdu ræðumenn dagsins samt ekki því, sem mikilvægast er, sjálfri forsendu allra annarra réttinda, réttinum til lífsins?

Íslenzkar konur! Á hverju ári eru nálægt 500 kynsystur ykkar sviptar réttinum til lífs á sjúkrahúsum landsins. Eiga þau ófæddu meybörn ekki líka tilkall til samúðar ykkar og órofa samstöðu? –– Jón Valur Jensson.
–––––––––––––––
Þessi smápistill birtist í Velvakanda í Morgunblaðinu 30. okt. 1985. Hér hefur nánast engu verið breytt nema tölunni um fjölda þeirra ófæddu mey-barna sem týna lífinu í "löglegri fóstureyðingaraðgerð" á hverju ári, en sú tala hefur hækkað úr 350 í 500 árlega – og hér gert ráð fyrir, að sveinbörn séu jafnmörg meybörnum. Þessi fjölgun er ekki merki þess, að réttarstaða hinna ófæddu hafi batnað hætishót hér á landi á umliðnu 21 ári. (Þó að kvennadagurinn sé 24. okt., á allt eins við að endurbirta þetta 19. júní.)

1 ... 31 32 33 ...34 ... 36 ...38 ...39 40 41 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

No Item object found. Cannot display widget "Item Info Line".
blog engine