Blaðsíður: 1 ... 30 31 32 ...33 ... 35 ...37 ...38 39 40 ... 46

05.08.06

  08:27:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 594 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 14. 1-12

Um þessar mundir spyr Heródes fjórðungsstjóri tíðindin af Jesú. Og hann segir við sveina sína: „Þetta er Jóhannes skírari, hann er risinn frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum.“ En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns, því Jóhannes hafði sagt við hann: „Þú mátt ekki eiga hana.“ Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann. En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo, að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um. Að undirlagi móður sinnar segir hún: „Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.“ Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta. 1 Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar. Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni. Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.
Í dag minnst kirkjan: Vígslu Basilíku Heil. Maríu af snjónum – Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II, Hirðisbréfið Tertio Millenio adveniente, 37: Jóhannes skírari: Píslarvottur sannleikans

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

04.08.06

  09:45:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 448 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 13. 54-58

Hann kom í ættborg sína og tók að kenna þeim í samkundu þeirra. Þeir undruðust stórum og sögðu: „Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin? Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas? Og eru ekki systur hans allar hjá oss? Hvaðan kemur honum þá allt þetta?“ Og þeir hneyksluðust á honum. En Jesús sagði við þá: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu og með heimamönnum.“ Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.

Í dag minnist kirkjan: Heil. Jean Marie Vianney (1786-1859), sóknarprestsins frá Ars. Hugleiðing: Jóhannes Páll II, Redemptoris custos, 27: „Er þetta ekki sonur smiðsins?“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.08.06

  11:05:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 701 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni

Dagar náðar og hvíldar

Í fróðlegum pistli í Fréttablaðinu í dag: „Vinnan er guðs dýrð: Taka tvö“ segir Þorvaldur Gylfason m.a: Sumum finnst vinnan vera guðs dýrð: því meiri vinna, þeim mun betra.“ Líkast til er þetta rétt hjá Þorvaldi en varla er hægt að tala um að þetta viðhorf einkenni kristnina sem heild. Ekki má gleyma að það eru kristir söfnuðir sem kalla á að sérstakir helgidagar séu haldnir heilagir sem dagar náðar og hvíldar. Minna má á þriðja boðorðið: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.“ Í þessu sambandi má benda á sunnudagana, páska eða jól.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:27:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 527 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 13. 47-53

„Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. Hafið þér skilið allt þetta?“ „Já,“ svöruðu þeir. Hann sagði við þá: „Þannig er sérhver fræðimaður, sem orðinn er lærisveinn himnaríkis, líkur húsföður, sem ber fram nýtt og gamalt úr forðabúri sínu.“ Þegar Jesús hafði lokið þessum dæmisögum, hélt hann þaðan.
Í dag minnist kirkjan: Heil. Péturs Julian Eymards (1811-1868), stofnanda Samfélags hins blessaða sakramentis. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup frá Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Umfjöllun um sálm 95 (96). 14-15: „Þeir drógu það [netið] að landi og safna þeim góðu í ker.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

02.08.06

  07:52:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 422 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 13. 44-46


Líkt er himnaríki fjársjóði, sem fólginn var í jörðu og maður fann og leyndi. Í fögnuði sínum fór hann, seldi allar eigur sínar og keypti akur þann. Enn er himnaríki líkt kaupmanni, sem leitaði að fögrum perlum. Og er hann fann eina dýrmæta perlu, fór hann, seldi allt, sem hann átti, og keypti hana.


Í dag minnist kirkjan: Heil. Eusebius frá Vercelli (283?-371).  Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannesar Chrysostomos (um 345-407), biskups í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðara. 18. hugvekjan um Hebreabréfið: „Hann fór og seldi allar eigur sínar“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.08.06

  12:53:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 365 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni, Trúarleg tónlist og textar

Metnaðarfullt framtak Sigur Rósar á tónlistarsviðinu

Tónleikar hljómsveitarinnar Sigur Rósar á Miklatúni í fyrrakvöld voru sannarlega metnaðarfullir og tónlistin áheyrileg. Ennfremur er þakkarvert það framtak tónlistarfólksins að selja ekki aðgang að tónleikunum. Sú ákvörðun myndar verðugt mótvægi við þann heim neyslu og eyðslu sem svo mikið ber á í samtíma okkar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:34:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 340 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Matteus 13. 35-43

Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn spámannsins: Ég mun opna munn minn í dæmisögum, mæla fram það, sem hulið var frá grundvöllun heims. Þá skildi hann við mannfjöldann og fór inn. Lærisveinar hans komu til hans og sögðu: "Skýrðu fyrir oss dæmisöguna um illgresið á akrinum." Hann mælti: "Sá er sáir góða sæðinu, er Mannssonurinn, akurinn er heimurinn, góða sæðið merkir börn ríkisins, en illgresið börn hins vonda. Óvinurinn, sem sáði því, er djöfullinn. Kornskurðurinn er endir veraldar og kornskurðarmennirnir englar. Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. Þá munu réttlátir skína sem sól í ríki föður þeirra. Hver sem eyru hefur, hann heyri.

Í dag minnist kirkjan: Heil. Alphonsus Liguori (1696-1787). Hugleiðing dagsins, Blessuð Teresa frá Kalkútta (1910-1997), stofnandi Kærleikstrúboðanna: „Góða sæðið merkir börn ríkisins.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

31.07.06

  09:19:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 552 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 31. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 13. 31-35

Aðra dæmisögu sagði hann þeim: „Líkt er himnaríki mustarðskorni, sem maður tók og sáði í akur sinn. Smæst er það allra sáðkorna, en nær það vex, er það öllum jurtum meira, það verður tré, og fuglar himins koma og hreiðra sig í greinum þess.“ Aðra dæmisögu sagði hann þeim: „Líkt er himnaríki súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt.“ Þetta allt talaði Jesús í dæmisögum til fólksins, og án dæmisagna talaði hann ekki til þeirra. Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn spámannsins: Ég mun opna munn minn í dæmisögum, mæla fram það, sem hulið var frá grundvöllun heims.
Í dag minnist kirkjan: Heil. Ignatíusar frá Loyola. Hugleiðing dagsins:Heil. Jóhannes af Krossi (1542-1591), karmelskur djúphyggjumaður og kirkjufræðari. Logi lifandi elsku, 1, 13-14: „Smæst er það allra sáðkorna, en nær það vex, er það öllum jurtum meira.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.07.06

  07:17:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 743 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 6. 1-15

Eftir þetta fór Jesús yfir um Galíleuvatn eða Tíberíasvatn. Mikill fjöldi manna fylgdi honum, því þeir sáu þau tákn, er hann gjörði á sjúku fólki. Þá fór Jesús upp á fjallið og settist þar niður með lærisveinum sínum. Þetta var laust fyrir páska, hátíð Gyðinga. Jesús leit upp og sá, að mikill mannfjöldi kom til hans. Hann segir þá við Filippus: „Hvar eigum vér að kaupa brauð, að þessir menn fái að eta?“ En þetta sagði hann til að reyna hann, því hann vissi sjálfur, hvað hann ætlaði að gjöra. Filippus svaraði honum: „Brauð fyrir tvö hundruð denara nægðu þeim ekki, svo að hver fengi lítið eitt.“ Annar lærisveinn hans, Andrés, bróðir Símonar Péturs, segir þá við hann: „Hér er piltur, sem er með fimm byggbrauð og tvo fiska, en hvað er það handa svo mörgum?“ Jesús sagði: „Látið fólkið setjast niður.“ Þarna var gras mikið. Menn settust nú niður, um fimm þúsund karlmenn að tölu. Nú tók Jesús brauðin, gjörði þakkir og skipti þeim út til þeirra, sem þar sátu, og eins af fiskunum, svo mikið sem þeir vildu. Þegar þeir voru mettir, segir hann við lærisveina sína: „Safnið saman leifunum, svo ekkert spillist.“ Þeir söfnuðu þeim saman og fylltu tólf körfur með leifum byggbrauðanna fimm, sem af gengu hjá þeim, er neytt höfðu. Þegar menn sáu táknið, sem hann gjörði, sögðu þeir: „Þessi maður er sannarlega spámaðurinn, sem koma skal í heiminn“ Jesús vissi nú, að þeir mundu koma og taka hann með valdi til að gjöra hann að konungi, og vék því aftur upp til fjallsins einn síns liðs.
Í dag minnist kirkjan: Heil. Péturs Chrysologusar. Hugleiðing dagsins:Jóhannes Páll páfi II. Hirðisbréfið „Mane Nobiscum Domine“ fyrir Ár Evkaristíunnar, § 15-16: „Nú tók Jesús brauðin, gjörði þakkir og skipti þeim út til þeirra“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.07.06

Konur vélaðar af kaupahéðnum til að óvirða mannlegt líf

Eftirfarandi stutt frétt í Mbl. setur að manni hroll, því að brezkt fyrirtæki er greinilega byrjað á því með all-lúalegum kaupahéðna-hætti að gera konur samsekar um að láta nota egg úr sér til að frjóvga þau og gjörnýta síðan fósturvísinn (frumfóstrið) til tilraunastarfsemi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:35:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 463 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 10. 38-42

Á ferð þeirra kom Jesús í þorp nokkurt, og kona að nafni Marta bauð honum heim. Hún átti systur, er María hét, og settist hún við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta lagði allan hug á að veita sem mesta þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: „Herra, hirðir þú eigi um það, að systir mín lætur mig eina um að þjóna gestum? Seg þú henni að hjálpa mér.“ En Drottinn svaraði henni: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá henni tekið.“

Í dag minnist kirkjan: Heil. Mörtu. Hugleiðing: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Predikun 103. 1, 2 ; PL 38, 613: „Og kona að nafni Marta bauð honum heim.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.07.06

  16:50:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 649 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 13. 18-23

Heyrið þá hvað dæmisagan um sáðmanninn merkir: Þegar einhver heyrir orðið um ríkið og skilur ekki, þá kemur hinn vondi og rænir því, sem sáð var í hjarta hans. Það sem sáð var við götuna, merkir þetta. Það sem sáð var í grýtta jörð, merkir þann, sem tekur orðinu með fögnuði, um leið og hann heyrir það, en hefur enga rótfestu. Hann er hvikull, og er þrenging verður eða ofsókn vegna orðsins, bregst hann þegar. Það er sáð var meðal þyrna, merkir þann, sem heyrir orðið, en áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið, svo það ber engan ávöxt. En það er sáð var í góða jörð, merkir þann, sem heyrir orðið og skilur það. Hann er sá, sem ber ávöxt og gefur af sér hundraðfalt, sextugfalt eða þrítugfalt.

Í dag minnist kirkjan: Heil. Leopolds Mandic (1887-1942), kapúsína og samkirkjusinna. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari, 44. hugvekja um heil. Matteus: „Sérhver sem hefur eyru, hann heyri.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.07.06

  09:13:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 512 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 13. 10-17

Þá komu lærisveinarnir til hans og spurðu: "Hvers vegna talar þú til þeirra í dæmisögum?" Hann svaraði: "Yður er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, hinum er það ekki gefið. Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. Þess vegna tala ég til þeirra í dæmisögum, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja. Á þeim rætist spádómur Jesaja: Með eyrum munuð þér heyra og alls ekki skilja, og sjáandi munuð þér horfa og ekkert sjá. Því að hjarta lýðs þessa er sljótt orðið, og illa heyra þeir með eyrum sínum, og augunum hafa þeir lokað, svo að þeir sjái ekki með augunum né heyri með eyrunum og skilji með hjartanu og snúi sér, og ég lækni þá. En sæl eru augu yðar, að þau sjá, og eyru yðar, að þau heyra. Sannlega segi ég yður: Margir spámenn og réttlátir þráðu að sjá það, sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það, sem þér heyrið, en heyrðu það ekki.

Í dag minnist kirkjan: Blessaðs Antonio Lucci. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Tauler (1300-1361), dóminíkani og djúphyggjumaður. Predikun 53: „En sæl eru augu yðar, að þau sjá“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.07.06

  18:09:12, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 277 orð  
Flokkur: Ljóð og kvæði / Poetry

Ljóð frá Strönd í Selvogi

STRANDARKIRKJA

Ferðamenn á stjákli í kringum kirkjuna
sem lyftir sér björt yfir eyðilegt svæði
eins og minnisvarði um liðna trú
sem þó lifir og sannar sig í reynd
í þessari algeru auðn
– rödd hrópandans í eyðimörkinni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:33:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 614 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Matteus 13. 1-9

Sama dag gekk Jesús að heiman og settist við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar. En allt fólkið stóð á ströndinni. Hann talaði margt til þeirra í dæmisögum. Hann sagði: „Sáðmaður gekk út að sá, og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni, og fuglar komu og átu það upp. Sumt féll í grýtta jörð, þar sem var lítill jarðvegur, og það rann skjótt upp, því það hafði ekki djúpa jörð. Þegar sól hækkaði, visnaði það, og sökum þess að það hafði ekki rætur, skrælnaði það. Sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan og sumt þrítugfaldan. Hver sem eyru hefur, hann heyri.“
Í dag minnist kirkjan: Heil. Jóakims og Önnu, foreldra hinnar blessuðu Meyjar.Hugleiðing dagsins:Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar § 101-105, 108: „En það er sáð var í góða jörð, merkir þann, sem heyrir orðið og skilur það.“ (Mt 13. 23)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.07.06

  08:52:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 612 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 20. 20-28

Þá kom til hans móðir þeirra Sebedeussona með sonum sínum, laut honum og vildi biðja hann bónar. Hann spyr hana: "Hvað viltu?" Hún segir: "Lát þú þessa tvo syni mína sitja þér við hlið í ríki þínu, annan til hægri handar þér og hinn til vinstri." Jesús svarar: "Þið vitið ekki, hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég á að drekka?" Þeir segja við hann: "Það getum við." Hann segir við þá: "Kaleik minn munuð þið drekka. En mitt er ekki að veita, hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim, sem það er fyrirbúið af föður mínum." Þegar hinir tíu heyrðu þetta, gramdist þeim við bræðurna tvo. En Jesús kallaði þá til sín og mælti: "Þér vitið, að þeir, sem ráða fyrir þjóðum, drottna yfir þeim, og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar. Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé þræll yðar, eins og Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga."

Í dag minnist kirkjan: Heil. Jakobs hins meiri. Hugleiðing dagsins –Orígenes (um 185-253), prestur og guðfræðingur – Hugvekja um Sköpunarsöguna 1, 7: „Heil. Jakob, vottur ljóssins“ (sjá Mk 9. 2)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.07.06

  08:14:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 439 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 12. 38-42


Þá sögðu nokkrir fræðimenn og farísear við hann: "Meistari, vér viljum sjá þig gjöra tákn." Hann svaraði þeim: "Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn, en eigi verður henni annað tákn gefið en tákn Jónasar spámanns. Jónas var í kviði stórhvelisins þrjá daga og þrjár nætur, og eins mun Mannssonurinn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar. Nínívemenn munu koma fram í dóminum ásamt kynslóð þessari og sakfella hana, því að þeir gjörðu iðrun við prédikun Jónasar, og hér er meira en Jónas. Drottning Suðurlanda mun rísa upp í dóminum ásamt þessari kynslóð og sakfella hana, því að hún kom frá endimörkum jarðar að heyra speki Salómons, og hér er meira en Salómon.


Í dag minnist kirkjan: Heil. John Boste, George Swallowells, John Ingrams og bless. Louise frá Savoy. Hugleiðing dagsins:

Heil. Pétur Chrysologus (um 406-450), biskup í Ravenna og kirkjufræðari. 3. prédikun: „Hér er meira en Jónas!“


Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.07.06

  14:16:21, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1374 orð  
Flokkur: Miðaldafræði íslenzk, Skólaspekin

Maurice De Wulf um athyglisverð riteinkenni skólaspekinga

Maurice De Wulf er einn þeirra fræðimanna um skólaspekina, sem höfundur þessara lína hefur leitað mikið til [1]. De Wulf skrifar jafnan ljósan stíl og læsilegan, svo að unun er að, og má telja hann með ritfærustu höfundum eins og Étienne Gilson, Jacques Maritain, Frederick Copleston, Christopher Dawson, M.C. D'Arcy, E.K. Rand, David Knowles og G.R. Evans, sem öll hafa með sínum hætti brugðið ljóma á viðfangsefni miðaldafræða í skýru yfirliti og meitluðum stíl. Eftirfarandi stuttan kafla er að finna í bók De Wulf um heimspeki og siðmenningu á miðöldum [2]. Hann verður nú fyrir valinu, sem fyrsti höfundur í röð greina og þýðinga um skólaspeki hámiðalda, með tilliti til þess, að hér segir hann frá sérstökum rithætti skólaspekinga, sem tengir þá óbeint við hinar merku bókmenntir okkar Íslendinga á miðöldum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:08:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 450 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 6. 30-34


Postularnir komu nú aftur til Jesú og sögðu honum frá öllu því, er þeir höfðu gjört og kennt. Hann sagði við þá: „Komið þér nú á óbyggðan stað, svo að vér séum einir saman, og hvílist um stund.“ En fjöldi fólks var stöðugt að koma og fara, svo að þeir höfðu ekki einu sinni næði til að matast. Og þeir fóru á bátnum einir saman á óbyggðan stað. Menn sáu þá fara, og margir þekktu þá, og nú streymdi fólk þangað gangandi úr öllum borgunum og varð á undan þeim. Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá, því að þeir voru sem sauðir, er engan hirði hafa. Og hann kenndi þeim margt.

Í dag minnist kirkjan: Heil. Birgittu frá Svíþjóð. Hugleiðing dagsins – Heil. Silúan frá Aþosfjalli (1866-1938), munkur úr Rétttrúnaðarkirkjunni: „Og hann kenndi í brjósti um þá“


Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.07.06

  17:09:46, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 264 orð  
Flokkur: Ljóð og kvæði / Poetry

Úr Sumarljóðum 1991

Í tilefni af fegurð daganna og ferðum Íslendinga um landið er ekki úr vegi að birta eftirfarandi 4 ljóð úr fyrri ljóðabók minni sem út kom hjá Goðorði 1991.

––––––

FÍFILL

Fífill
með mildri óljósri angan
og gulri krónu
iðandi í sól og sumri
á skammvinnri ævi
eitt lítið blóm
í beði Drottins.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:56:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 847 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jóhannesi 20. 1-2, 11-18

Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, sem Jesús elskaði, og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann.“ En María stóð úti fyrir gröfinni og grét. Grátandi laut hún inn í gröfina og sá tvo engla í hvítum klæðum sitja þar sem líkami Jesú hafði legið, annan til höfða og hinn til fóta. Þeir segja við hana: „Kona, hví grætur þú?“ Hún svaraði: „Þeir hafa tekið brott Drottin minn, og ég veit ekki, hvar þeir hafa lagt hann.“ Að svo mæltu snýr hún sér við og sér Jesú standa þar. En hún vissi ekki, að það var Jesús. Jesús segir við hana: „Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú?“ Hún hélt, að hann væri grasgarðsvörðurinn, og sagði við hann: „Herra, ef þú hefur borið hann burt, þá segðu mér, hvar þú hefur lagt hann, svo að ég geti sótt hann.“ Jesús segir við hana: „María!“ Hún snýr sér að honum og segir á hebresku: „Rabbúní!“ (Rabbúní þýðir meistari.) Jesús segir við hana: „Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til Föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: ,Ég stíg upp til Föður míns og Föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar.'“ María Magdalena kemur og boðar lærisveinunum: „Ég hef séð Drottin.“ Og hún flutti þeim það, sem hann hafði sagt henni.

Í dag minnist kirkjan: Heil. Maríu Magdalenu. Hugleiðing dagsins, Heil. Rómanos hinn hljómelski (?-um 560), sálmaskáld: María Magdalena, postuli postulana.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.07.06

  21:15:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 117 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Glæsileg biskupsmessa í Skálholti

Var að koma úr messunni í Skálholti í dag sem var afar tilkomumikil og kirkjan þéttskipuð fólki, bæði kaþólskum og lúterskum. Vil vekja athygli á merkisritlingi um Ísleif biskup Gissurarson sem kom út í tilefni dagsins og tekið saman af Skúla Sæland. Skúli hefur verið afar vandvirkur við samning verksins. Í reynd er þetta fyrsta sérritið sem gefið hefur verið út um Ísleif biskup. Hér er farið yfir sögu Ísleifs samkvæmt heimildum sem til eru um hann auk þess sem leitað er er fanga hjá helstu fræðimönnum sem hafa fjallað um hann. Einnig er tæpt á helstu álitamálum sem upp hafa komið varðandi lífshlaup hans.

  15:56:30, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 719 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Kristin þjóðmálahreyfing

Eftirfarandi bréf sendi ég allmörgum vinum, er ég hafði fengið mig fullsaddan af fregnum af sorglegum uppákomum veraldarhyggjunnar á Íslandi.

Rvík, 5. febr. 2005. – Sælir, kristnu bræður, og gleðilegt nýtt ár.
– Fundarboð í dag um hugsanlegt 'kristilegt framboð', sennilega á vegum sömu aðila og staðið hafa að slíku áður, vakti mig til umhugsunar. Reyndar hef ég ekki áhuga á því framboði – er og hef verið í öðrum flokki og mun reyna að vinna þar að málum áfram, ekki sízt kristnum siðgæðismálum, svo sem fósturvernd og varðstöðu um fjölskylduna o.m.fl. Hitt er annað mál, að mér finnst að kristnir menn í öllum flokkum og utan allra flokka eigi að mynda með sér samband til að kanna möguleika á samstöðu um helztu mál og knýja á um kristnar áherzlur á ýmsum vettvangi, m.a. í pólitísku flokkunum og einstökum félögum þar, s.s. ungliðadeildum og staðbundnum félögum. Eins getur þetta orðið heildarvettvangur til að örva til aðgerða, til dæmis mótmælagöngu gegn fóstureyðingum, sem eru okkar stærsta siðferðisböl og mest knýjandi úrlausnarefni. Og með ýmsum hætti gæti slíkt heildarsamband kristins fólks innan og utan stjórnmálaflokka orðið hvatning til þess, að í stjórnmálaflokkunum verði stofnaðir kristnir málefnahópar eða til dæmis vinnuhópar um lífsverndarmál.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:30:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 459 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 12. 1-8

Um þessar mundir fór Jesús um sáðlönd á hvíldardegi. Lærisveinar hans kenndu hungurs og tóku að tína kornöx og eta. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við hann: „Lít á, lærisveinar þínir gjöra það, sem ekki er leyft að gjöra á hvíldardegi.“ Hann svaraði þeim: „Hafið þér eigi lesið, hvað Davíð gjörði, þegar hann hungraði og menn hans? Hann fór inn í Guðs hús, og þeir átu skoðunarbrauðin, sem hvorki hann né menn hans og engir nema prestarnir máttu eta. Eða hafið þér ekki lesið í lögmálinu, að prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu á hvíldardögum, og eru þó án saka? En ég segi yður: Hér er meira en musterið. Ef þér hefðuð skilið, hvað felst í orðunum: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir,' munduð þér ekki hafa sakfellt saklausa menn. Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.“
Í dag minnist kirkjan: Heil. Lorenzo frá Brindisi. Hugleiðing dagsins: Orígenes (um 185-253), prestur og guðfræðingur. Hugvekjur um 3. Mósebók, 23: „Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.07.06

  11:04:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 462 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt11. 28-30

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt."

Í dag minnist kirkjan: Heil. Kúnigúndar.  Hugleiðing dagsins:
Heil. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelsystur
og kirkjufræðara, Bæn til að öðlast auðmýkt: „Lærið af mér“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.07.06

  23:05:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 458 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Að skrökva með hálfsannleika!

Sú saga er sögð af kerlingu einni í frönsku þorpið sem orðlögð var fyrir slúður og illmælgi í garð þorpsbúa, að hún hafi komið til sóknarprestsins til að skrifta. Hann innti hana eftir því hvort hún ætti ekki gæsadúnssæng. Þegar hún svaraði því játandi, bað hann hana um að koma með sængina. Síðan fór hann með kellu og sængina upp í kirkjuturninn og risti gat á sængina, þannig að fiðrið sáldraðist út í veður og vind. Síðan sagði hann við kerlinguna: „Þú skalt fara og biðja þorpsbúa hvern og einn afsökunar á því slúðri sem þú hefur dreift út um þá og borist hefur út, rétt eins og gæsadúnninn hérna áðan. Síðan skaltu koma og skrifta.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:16:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 371 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 11. 25-27

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, Faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, Faðir, svo var þér þóknanlegt. Allt er mér falið af Föður mínum, og enginn þekkir soninn nema Faðirinn, né þekkir nokkur Föðurinn nema Sonurinn og sá er Sonurinn vill opinbera hann.

Í dag minnist kirkjan: Þjóna Guðs Francis Garces og félaga. Hugleiðing dagsins: Heil. Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup, guðfræðingur og píslarvottur. Gegn villutrú IV. 6, 4. 7. 3: „Þú hefur opinberað það smælingjum.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

18.07.06

  16:52:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 144 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Merki krossins 1. hefti 2006 komið út

Fyrsta hefti af tímaritinu „Merki krossins“ árið 2006 er komið út. Meðal efnis er viðtal við Jóhannes Pál II. páfa: „Einhver stýrði kúlunni..“, grein eftir Kára Bjarnason „Ljómur herra Jóns Arasonar biskups?“ og grein eftir Edward Booth O.P.: „María mey frá Guadalupe: Vísindalegt mat á mynd hennar“.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:27:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 467 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 11. 20-24

Þá tók hann að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gjört flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki gjört iðrun. „Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér.“

Í dag minnist kirkjan: Blessaðrar Angelinu frá Marsciano.  Hugleiðing dagsins: Heil. Gregor hinn mikli (um 540-604), páfi og kirkjufræðari. Umfjöllun um iðrunarsálmana sjö: „Þá tók hann að ávíta borgirnar . . . fyrir að hafa ekki gjört iðrun.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

17.07.06

  17:29:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 109 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hátíðahöld í tilefni stofnunar hinna fornu biskupsdæma

Í tilefni þess að 950 ár eru liðin frá stofnun Skálholtsbiskupsdæmis og 900 ár frá stofnun Hólabiskupsdæmis mun kaþólski biskupinn í Reykjavík Jóhannes Gijsen lesa kaþólska messu í Skálholtskirkju föstudaginn 21. júlí nk. Messan hefst kl. 18.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:33:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 656 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánud. 17 júlí er úr Mt. 10. 34-42

Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans.' Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það. Sá sem tekur við yður, tekur við mér, og sá sem tekur við mér, tekur við þeim, er sendi mig. Sá sem tekur við spámanni, vegna þess að hann er spámaður, mun fá spámanns laun, og sá sem tekur við réttlátum manni, vegna þess að hann er réttlátur, mun fá laun réttláts manns. Og hver sem gefur einum þessara smælingja svaladrykk vegna þess eins, að hann er lærisveinn, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum."

Í dag minnist kirkjan: Hinna blessuðu píslarvotta frá Compiegne  Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Crysostomos (um 345-407), biskup í Antíokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. Hugvekja um Postulasöguna, 45: „Sá sem tekur við yður, tekur við mér“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

16.07.06

  18:39:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 236 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúarleg tónlist og textar

Voces Thules fær þakkir frá páfa

Í júlí-ágúst tölublaði Kaþólska kirkjublaðsins var sagt frá nýútkomnum diski Voces Thules en sönghópurinn gaf Þorlákstíðir út í vor ásamt handritinu og texta og skýringum á bók. „Hér er um að ræða heildarútgáfu allra söngtexta sem kirkjan flytur á hátíð Þorláks helga Þórhallssonar, sjötta Skálholtsbiskupsins (1133-1193) og verndardýrlings Íslendinga“ segir í blaðinu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  17:15:46, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 625 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Sinnaskipti fósturdeyðingarmanna, eftir Frank Pavone

Frank Pavone, kaþólskur prestur, er leiðandi maður samtakanna Priests for Life um öll Bandaríkin. Jón Rafn hefur áður kynnt hér ýmis skrif hans, svo að lesendum á hann að vera að góðu kunnur. Þessi grein var send út 3. júlí.

"Hundraðshöfðinginn, sem stóð við kross Krists, varð skyndilega altekinn hryllingi vegna krossfestingarinnar, sem honum hafði verið fyrirskipað að framkvæma. Þegar Kristur gaf upp andann, lét hundraðshöfðinginn sverð sitt falla, kraup á kné og hrópaði: "Sannarlega var þetta réttlátur maður!"

Þau okkar, sem tekið hafa þátt í því að drepa ófædd börn, mætti kalla hundraðshöfðingja nútímans. Við höfum látið sverð okkar gegn hinu ófædda barni niður falla. Nú játum við sekt okkar í allri hennar dýpt og glímum við afleiðingar verknaðar okkar....

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  07:29:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 547 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 16. júlí er úr Markúsi 6. 7-13

Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum. Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti. Þeir skyldu hafa skó á fótum, en ekki tvo kyrtla. Og hann sagði við þá: "Hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju. En hvar sem ekki er tekið við yður né á yður hlýtt, þaðan skuluð þér fara og hrista dustið af fótum yðar þeim til vitnisburðar." Þeir lögðu af stað og prédikuðu, að menn skyldu gjöra iðrun, ráku út marga illa anda og smurðu marga sjúka með olíu og læknuðu þá.

Í dag minnist kirkjan: Vorrar Frúar af Karmelfjalli. Hugleiðing dagsins: Hl. Gregor hinn mikli (um 540-604), páfi og kirkjufræðari. Hugvekja um guðspjöllin 17, 1-3: „Og hann tók að senda þá út, tvo og tvo“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.07.06

  08:34:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 510 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists laugard. 15. júlí er úr Mt 10. 24-33


Ekki er lærisveinn meistaranum fremri né þjónn herra sínum. Nægja má lærisveini að vera sem meistari hans og þjóni sem herra hans. Fyrst þeir kölluðu húsföðurinn Beelsebúl, hvað kalla þeir þá heimamenn hans? Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. Það sem ég segi yður í myrkri, skuluð þér tala í birtu, og það sem þér heyrið hvíslað í eyra, skuluð þér kunngjöra á þökum uppi. Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti. Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir smápening? Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vitundar föður yðar. Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin. Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir Föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir Föður mínum á himnum.


Í dag minnist kirkjan: Hl. Bonaventúra (1221-1274), guðfræðings og kirkjufræðara. Hugleiðing dagsins: Hl. Ambrósíus (um 340-397), biskup í Mílan og kirkjufræðari. Hugvekja 20 um 118. sálminn: Að kannast við Krist fyrir mönnum

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 30 31 32 ...33 ... 35 ...37 ...38 39 40 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net

No Item object found. Cannot display widget "Item Info Line".
blog engine