Blaðsíður: << 1 2 ...3 ...4 5 6 ...7 ...8 9 10 11 12 ... 46 >>
Úr frétt á Mbl.is:
Benedikt XVI páfi söng í dag ættjarðarsöng Bæjaralands, fæðingarstaðar síns, í Þýskalandi til að fagna 85 ára afmæli sínu. Hann er elsti páfinn síðan Leó XIII dó 93 ára gamall árið 1903.
HÉR má sjá athöfn sem fer fram árlega á skírdag í Vatíkaninu og allvíða í kaþólskum kirkjum: þvegnir fætur manna, gjarnan af biskupi og í þessu tilfelli af páfanum sjálfum, Benedikt 15, sem er nýkominn heim úr vel heppnaðri ferð til Mexíkó og Kúbu, en hann verður hálfníræður 16. þessa mánaðar. Þessi árlega athöfn er í minningu þess, að Jesús þvoði fætur lærisveinanna á skírdagskvöld, daginn fyrir krossfestingu sína.
Í gær og í dag, pálmasunnudag, iðaði allt af lífi og fjöri í Landakotsskóla, þar sem saman voru komnir 60–70 unglingar víða að af landinu, til að halda upp á árlegan æskulýðsdag. Þar blönduðust saman ritningarlestrar í leikritsformi, trúarsöngvar og samvera við leiki inni sem úti, hópverkefni, keppnisgreinar, en fyrst og fremst lífleg samskipti, spjall og ný kynni og kátína. Kaþólsku reglusysturnar höfðu með hjálp leikfólks veg og vanda af skipulagi og skemmtiatriðum og fór það vel úr hendi. Meðal þess, sem lukku vakti, var fótboltaleikur, þar sem annað liðið var skipað reglusystrum og prestum, hitt unglingum.
Heilagur Jósef - Verndari hinnar helgu fjölskyldu
Æðstur dýrlinga á himnum
Vitnisburður vina heilags Jósefs
Heilagur Jósef stendur Himnadrottningunni næstur í vegsemd og virðingu, þar sem hann af Himnaföðurnum sjálfum var kjörinn verndari hennar og Sonar Guðs. Vegna þess heiðurs og þeirrar tignarstöðu sem hann gegndi í jarðnesku lífi, ber að heiðra hann og tigna meðal dýrlinga næst á eftir heilagri Guðsmóður.
Í gær var jarðsunginn frá Basilikunni í Landakoti séra Hubert Theódór Óremus prestur sem fæddur var í Hollandi 20. júlí 1917. Hann fékk köllun til að gerast trúboði í Kína aðeins fjögurra ára gamall, gekk í reglu Lasarista árið 1936 og vígðist til prests 1944.
Páfastóll gleðst yfir nýlegri samþykkt Evrópuþingsins sem vill láta banna líknardráp. "Líknardráp í þeim skilningi að í því felist að viljandi sé bundinn endi á líf persónu sem er öðrum háð, annaðhvort með verknaði eða athafnaleysi, viðkomandi til heilla, að því er sagt er, verður alltaf að vera óleyfilegt," segir í samþykktinni. Aldo Giordano,
Komdu hér, Faðir, og faðma mig
í faðminum þínum hlýja.
Gefðu mér ást að elska þig –
þú ávallt býður mér fría
náð þína nýja.
Láttu mig aldrei ásjónu þína flýja!
Trú ber vitni, tiplar frá
traustum engum sannleiksorðum.
Heilt sé nei vort, heilt vort já,
höfnum villu, játum þá
kenninguna', er Kristur gaf oss forðum.
Uppörvist þín ásjón hrygg:
Í auðmýkt taktu Jesú bending;
lífs í stríði' er leiðsögn trygg ––
ljós á vegi'. Að þessu hygg,
að hvert hans orð er himnasending.
n16+n19ii12
Þessi grein birtist í Morgunbl. 4. jan. 2001. Orðhvöss er hún, einkum framan af. Það skýrist af herskáum anda í blaðaskrifum um Þjóðkirkjuna og kristna trú árið 2000, er greinin var rituð; upp hafði því safnazt "réttlát gremja" hjá höf. þessarar greinar. Þótt í lófa lagið væri að lina hér tóninn, eins og betra hefði verið í upphafi, er ótrúverðugt að láta þetta líta neitt öðruvísi út en það gerði, þegar það birtist fyrir ellefu árum. Því er greinin hér óbreytt. –JVJ.
Tilhæfulausar ásakanir á hendur kristindómi og kirkju eru orðnar næsta algengur lestur á síðum þessa blaðs á kristnihátíðarári. Þegar um þverbak keyrir, er ekki auðvelt að leggja frá sér blaðið, hristandi hausinn yfir fáfræði náungans, en umbera allt í nafni málfrelsis. Rennur mér blóðið til skyldunnar þar sem ég nam guðfræði og miðaldafræði við háskóla heima og heiman og get ekki endalaust horft upp á sögufalsanir manna sem hafa það mark og mið að gera aðra jafnfordómafulla og þeir eru sjálfir.
Fokolarehreyfingin á Íslandi hefur opnað vefsetur: http://www.fokolare.is. Á vefnum kemur eftirfarandi fram: „Fokolare er hreyfing sem hefur að markmiði að stuðla að einingu og bróðerni á öllum sviðum lífsins; í persónulegum samböndum, innan fjölskyldunnar, í skóla og á vinnustöðum, innan kirkjunnar og í samfélaginu í heild.
Um þessar mundir eru 20 ár liðin síðan Kaþólska kirkjublaðið kom út í fyrsta sinn, í júní 1991. Á þeim tíma hafa komið út 196 tölublöð. Með tilkomu Kirkjublaðsins var útgáfu Sóknarblaðs Kristskirkju hætt en Sóknarblaðið hafði verið gefið út frá október 1980. Af sumarhefti blaðsins á þessu ári 2011 voru prentuð 4200 eintök. Kostnaður við eitt tölublað er um 570 þús. krónur. Þetta kemur fram í pistli sem séra Denis O'Leary skrifar í septemberhefti blaðsins.
Úr Kaþólska kirkjublaðinu:
„Herra Pétur Bürcher, biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, þakkar Róbert Spanó lagaprófessor fyrir að hafa komið á laggirnar rannsóknarnefnd, sem óskað var eftir í sambandi við ásakanir um kynferðisleg brot á hendur tveimur prestum og einum starfsmanni kirkjunnar, sem í dag eru dánir. Til þess að virða fyllilega störf nefndarinnar mun biskupinn, prestarnir, reglusysturnar og starfsmenn Kaþólsku kirkjunnar ekki tjá sig opinberlega um málið á meðan rannsóknin stendur. Biskupinn þakkar jafnframt nefndarmönnum fyrir að taka, umfram sín mörgu mikilvægu trúnaðarstörf, þetta verkefni að sér og býður þá velkomna til starfa.
Séra Jakob Rolland, kanslari
Reykjavík, 29. ágúst 2011“
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið bls. 3, nr. 9, 2011
Kristján Valur Ingólfsson hefur verið kosinn vígslubiskup í Skálholti, þar sem hann var áður rektor, en var nú síðast verkefnisstjóri helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu, auk prestsþjónustu á Þingvöllum. Hann er grandvar maður og gegn, einstaklega hæfur í helgiþjónustunni, enda með góða menntun á því sviði, og mun reyndari en mótframbjóðendur hans. Vel er hann fallinn til þessa embættis, sem honum er veitt að verðleikum. Óskum honum alls góðs og fararheilla, er hann tekur að sér þetta nýja hlutverk. Megi vegsemd Skálholtsstaðar eflast meðal Þjóðkirkjumanna og annarra sem þangað sækja. Kona Kristjáns er Margrét Bóasdóttir, vel lærð og fjölhæf söngkona, sem mikið hefur gefið af sér í tónlistarstarfi. Eru þau bæði höfðingleg og ljúfmannleg í viðkynningu.
Viðauki 17. sept.: Sr. Kristján Valur verður vígður biskupsvígslu í Skálholti á morgun, sunnudag, við hátíðlega athöfn, sjá nánar þessa frétt í Mbl. í dag.
Sumir lesenda kannast kannski við sálm sunginn á ensku sem heitir Be Not Afraid. Á eftirfarandi YouTube tengli er hann fluttur af bandaríska munknum John Michael Talbot, fyrrum liðsmanni hljómsveitarinnar Mason Proffit:
http://www.youtube.com/watch?v=m37WWOYvesk
Þó Talbot sé á ýmsum stöðum á netinu eignaður þessi sálmur er það líklega á misskilningi byggt því heimildir benda til þess að höfundur sálmsins sé Jesúítapresturinn Robert J. Dufford og að hann hafi samið lagið og textann árið 1975.
Morgunblaðið greinir frá því að í dag, laugardag 30. júlí, og á morgun verður kirkjutónlistarstjóri St. Michaelis-höfuðkirkjunnar í Hamborg, Christoph Schoener, sem er einn fremsti organisti Þýzkalands, boðsgestur á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Þar leikur Schoener verk eftir Bach, Alain, Liszt og Gulimant.
Zenit.org greinir frá því að í ávarpi eftir Angelusbæn sunnudagsins hafi Benedikt XVI páfi beðið fyrir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi og ástvinum þeirra. Hann hvatti einnig alla til að snúa af vegi haturs og illsku. Á laugardaginn sendi Bertone kardínáli og ríkisritari Páfagarðs einnig samúðarskeyti til Haraldar Noregskonungs. Þar sagði m.a: „Í djúpri hryggð vegna frétta af tilgangslausum ofbeldisverkum í Ósló og Utoya biður Benedikt páfi XVI sérstakra bæna fyrir fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Megi Guðs friður vera með hinum látnu og guðleg huggun koma til þeirra sem þjást“.
Á Þemakvöldi Rásar 1 sem var á dagskrá laugardagskvöldið 16. júlí sl. var athyglisverð umfjöllun um Hildegard frá Bingen sem var abbadís í klaustri á Rínarbökkum á 12. öld. Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Um er að ræða langan þátt og er umfjöllunin um Hildegaard aftarlega í hljóðskránni. Hægt er að fletta aftast með því að draga flettisleðann til hægri. Viðmælendur þáttarins eru Anna Margrét Magnúsdóttir, Ásdís Egilsdóttir og Hildur Hákonardóttir. Þessi hluti þemakvöldsins virðist vera upptaka frá 1998.
Tengill á þáttinn: http://dagskra.ruv.is/ras1/4578908/2011/07/16/
Umfjöllun vísindavefsins um Hildegard: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=58448
Upp á síðkastið hafa verið að berast fréttir af aukinni pólitískri ólgu á Norður-Írlandi.[1] Í fyrra bloggaði ég og gagnrýndi orðanotkun RÚV og mbl.is þegar fjallað var um þær fylkingar sem tókust á. [2] Frá því það blogg var skrifað virðist lítið hafa breyst hvað varðar þá venju íslenskra fjölmiðla að nefna fylkingarnar sem þar takast á „kaþólska“ og „mótmælendur“. Þeir sem kasta grjóti, henda bensínsprengjum í lögreglubíla og hleypa af byssum geta vart talist vera neitt annað en pólitískir aðgerðasinnar eða vígamenn stríðandi fylkinga. Ég geri ráð fyrir að trúuðu fólki hér á landi, án tillits til þess hvernig það skilgreinir trú sína, ofbjóði að vera óumbeðið dregið í þennan dilk ofbeldismanna af fjölmiðlinum sem lögum samkvæmt á að gæta hlutleysis.
Í Fréttatímanum 8.–10. júlí (nýútkomnum) er að finna ofurlitla klausu á bls. 2:
"Leiðrétting
Í umfjöllun Fréttatímans 24. júní um kynferðisbrot í Landakotsskóla var ranglega sagt að Hinrik Frehen hefði verið sá biskup kaþólsku kirkjunnar sem fékk ábendingar um kynferðisbrot árið 1963. Hið rétta er að þá var annar maður biskup kaþólskra á Íslandi. Hinrik Frehen tók ekki við sem biskup fyrr en 1968. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Þau voru blaðsins en ekki viðmælandans."
Við þessa frétt í blaðinu má bæta, að þá fyrst kom Hinrik Frehen til Íslands, er hann hafði verið valinn biskup kaþólskra. Hann gegndi aldrei neinu öðru embætti hér, fyrr en hann var kallaður til biskupsdóms.
Blessuð sé minning þessa mæta manns. –JVJ.
Greint er frá því á vef Kaþólsku kirkjunnar að alla miðvikudaga í júlí og ágúst 2011 verði haldin orgelandakt kl. 12.00-12.30 í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í Reykjavík (Kristskirkju). Ýmsir organistar koma þar fram en þessi andakt verður haldin níu miðvikudaga, frá 6. júlí til 31. ágúst 2011 og verður megináhersla lögð á trúarlega orgeltónlist.
Til undirbúnings Heimsæskulýðsdags Kaþólsku kirkjunnar verður farin pílagrímsför til Maríulindar á Snæfellsnesi þriðjudaginn 19. júlí nk. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í kirkjunum og á heimasíðu kirkjunnar: www.catholica.is. [1]
Um Maríulind má fræðast á eftirfarandi vefslóð: http://helgisetur.wordpress.com/2010/08/06/hellnar-snfellsnesi/ Þar segir m.a. „Svo gerðist það fyrir ekki svo mörgum árum, að almennt var farið að kalla þessa uppsprettu Lífslind en litlu síðar Maríulind, því að Guðsmóðir hefði birzt Guðmundi biskupi á þessum stað, að sögn árið 1230.“ [2]
Endurbirtur pistill frá 9.6. 2011
[1] Úr Kaþólska kirkjublaðinu nr. 6-8, 2011
[2] http://helgisetur.wordpress.com/2010/08/06/hellnar-snfellsnesi/
Í dag birti Fréttatíminn nafn Sæmundar F. Vigfússonar, prestsins sem liggur undir grun um kynferðisafbrot kynferðislega áreitni*. [1] Áður hafði sama blað riðið á vaðið og birt nöfn Georgs skólastjóra og Margrétar. Það er þungbært að fá ekki þessar slæmu fréttir og nafnbirtingar frá kirkjustjórninni fyrst. Almennt má segja að ef ætlunin er að byggja upp traust milli kirkjustjórnarinnar og safnaðarfólks þá verður kirkjustjórnin að láta safnaðarfólk njóta forgangs hvað varðar upplýsingar af þessu tagi. Það helgast af því að þau börn sem verið er að reyna að vernda í málum af þessu tagi eru velflest börn safnaðarfólks.
Kirkjur sem ætla sér að vera leiðandi siðferðislegt afl í samfélaginu verða að setja sér strangari viðmið m.t.t. starfsmanna en þeirra sem almennt gilda í þjóðfélaginu. Geri þær það ekki þurfa þær að hætta að gera ráð fyrir að geta haft nokkur siðbætandi áhrif á samfélagið. Þær þurfa því að taka á málum af festu, áræðni og starfa eftir fyrirfram ákveðinni áætlun. Slík áætlun og festa er líkleg bæði til að fæla hugsanlega gerendur sem þegar kynnu að vera starfandi í kirkjunni frá því að beita ofbeldi og einnig er líklegt að hún dragi úr líkum á því að menn með þessa eða aðra glæpahneigð líti á kirkjuna sem álitlegan starfsvettvang.
Pétur biskup hefur beðið fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar og lagt drög að rannsóknarnefnd. Þetta kemur fram á mbl.is. Kirkjan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram:
Pjetur Hafstein Lárusson skrifar
Í gærkvöldi birti ég hér á kirkju.net hugleiðingar varðandi þá stöðu, sem nú er komin upp innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, vegna kynferðisglæpa gegn börnum. Því miður urðu mér á þau leiðu mistök, að nefna nöfn í því sambandi. Eins og staðan er nú, er það í raun ekki mitt, að birta þau. Hugleiðingar mínar snúa að viðbrögðum kirkjuforystunnar. Birti ég því greinina hér aftur, með breytingum á því atriði, sem hér er fjallað um, um leið og ég biðst velvirðingar á mistökum mínum.
Iðunn Angela var í fréttatíma RÚV Sjónvarpsins í kvöld. Hér er frétt af vef RÚV um málið og hér er upptaka af viðtali síðdegisútvarpsins við hana.
Nú þyrfti herra Pétur biskup að gefa út afsökunarbeiðni og það sem allra fyrst.
Þetta kemur fram á visir.is:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að rannsaka kynferðisbrot, sem beinist að Margréti Müller heitinni, þegar hún var kennari við Landakotsskóla. Málið hefur verið sent ákærusviði að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. [1]
[1] http://www.visir.is/mal-m%C3%BCller-til-akaeruvaldsins/article/2011110629858
Í kjölfar nýlegra og fram kominna alvarlegra ásakana um meint afbrot starfsfólks Kaþólsku kirkjunnar má gera ráð fyrir að tíminn framundan verði erfiður mörgum. Hann verður erfiður öllum þolendum kynferðisofbeldis, án tillits til trúfélags, lífs- eða trúarskoðana.
RÚV greinir frá þessu:
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að sér hafi verið greint frá kynferðisafbrotum innan kaþólsku kirkjunnar síðastliðið haust. Hann lagði þá til að málinu yrði vísað til lögreglunnar. Það var gert. Eftir það óskaði hann eftir fundi með biskupi kaþólsku kirkjunnar. Á honum voru fulltrúar í fagráði sem ráðherra hefur komið á laggirnar til að fást við kynferðisafbrotamál, auk innanríkisráðherra og biskups.
RÚV greinir frá þessu og birtir tilkynninguna:
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga eiga ýmsir fyrrum nemendur við Landakotsskóla um sárt að binda vegna kynferðilegs ofbeldis sem þeir urðu fyrir af hendi tiltekinna starfsmanna kaþólsku kirkjunnar sem störfuðu við Landakotsskóla á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.
Svo greinir Morgunblaðið frá sem og fréttastofa RÚV:
Fimmtán rúður voru brotnar í bústað kaþókska biskupsins í Landakoti í nótt. Lögreglan var kölluð á staðinn um tvöleytið og handtók karlmann á staðnum sem viðurkenndi verknaðinn.
Málið telst upplýst, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins.
Fréttastofa RÚV greinir frá því að verknaðurinn tengdist umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot í Landakotsskóla.[1]
[1] http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/24/rudur_brotnar_i_biskupsbustad/
Í frásögn Iðunnar Angelu Andrésdóttur í Fréttatímanum í dag sakar hún séra Georg, skólastjóra Landakotsskóla, um kynferðislega barnaáníðslu. Samkvæmt hennar hlið málsins hafa brot hans gagnvart henni verið margítrekuð og alvarleg, um nokkurra ára skeið, svo að skipti tugum tilfella, fyrst og fremst í húsnæði skólastjórans, 1960–63, en áreitnisögunni hafi loks lokið í Stykkishólmi; ef allt er það satt, er aðdáunarvert að lesa um frammistöðu þessarar stúlku sem hafði enga vörn átt sér, meðfram vegna hótana Georgs. Önnur nafngreind kona, Rut Martine Unnarsdóttir, ber þar einnig vitni um gróft blygðunarbrot, áníðslu séra Georgs. Þá fylgja frásögnunum upplýsingar um viðbrögð foreldra Iðunnar og fleira sem snertir trúverðugleika kvennanna, þannig að gamlir vitnisburðir annarra en þeirra einna eiga að vera tiltækir. – [Viðauki 4.8. 2011: Þetta er sett hér fram með fyrirvara, enda hafa vissar mótsagnir reynzt vera í vitnisburði Iðunnar og hlutir, sem ganga ekki auðveldlega upp, eins og frá þeim vitnisburði var sagt í blaðinu.] – Þetta eru umfram allt óskaplega sorgleg mál og hræðilegt að þetta hafi viðgengizt í barnaskóla kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Viðbrögð biskups, sem þá var, kaþólskrar nunnu og sóknarprests í Landakoti virðast einnig, skv. vitnisburði Iðunnar, hafa verið gagnslaus og óverjandi: henni helzt ráðlagt að fyrirgefa ofbeldismanninum! – Gleymum þó ekki (má bæta við, 27/6), að málið er enn í rannsókn. Það er of snemmt að gefa sér neitt öruggt um jafnvel þessi mál ; það á líka við um vitnisburð tveggja manna, sem hafa ekki komið fram opinberlega undir nafni.
Í dag er komið á vef Kaþólsku kirkjunnar bréf til Ögmundar Jónassonar Innanríkisráðherra. Bréfritari er Friðjón Örn Friðjónsson hrl. lögmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi fyrir hönd Péturs Bürcher, biskups. Afrit bréfsins fer hér á eftir:
Af umfjöllun Fréttatímans um meint kynferðisofbeldi innan Kaþólsku kirkjunnar er ljóst að um nokkur mál er að ræða sem betra er að halda aðskildum í umræðunni. Þar kemur að fjallað er um málefni látins sóknarprests:
Eftir þetta fór presturinn að stinga upp á því að maðurinn reyndi að öðlast frelsi frá umheiminum. Til þess að það mætti verða gæti hann afklæðst fyrir prestinn.
„Ég sagði bara bíddu nú við, nú væri hann kominn að einhverri línu. Þetta væri ekki inni í myndinni.“[1]
Á þessum þræði er fjallað um meint kynferðisbrot sóknarprests. Þeim sem vilja ræða það mál er bent á að leggja athugasemdir inn í athugasemdakerfinu hér á eftir.
Í DV í dag er greint frá því að heimildir séu um að séra Águst George fyrrum skólastjóri Landakotsskóla og Margrét Müller starfsmaður við skólann hafi átt í ástarsambandi:
Síðustu athugasemdir