Blaðsíður: 1 ... 28 29 30 ...31 ... 33 ...35 ...36 37 38 ... 46

09.09.06

  10:57:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1068 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um þrælahald og rangfærslur veraldarhyggjunnar (secularism)

Í dag heiðrar kirkjan heil. Pétur Claver (1581-1654), en árið 1888 hóf Leó páfi XIII hann í tölu heilagra og útnefndi sem verndara trúboða meðal ánauðugra manna. Hann fæddist á Spáni en árið 1610 yfirgaf hann föðurland sitt fyrir fullt og allt og settist að í Cartagena í Kolumbíu, en hún var miðstöð þrælaverslunar á þeim tímum. Tugþúsundum saman voru þrælarnir fluttir yfir Atlantshafið frá Vesturafríku og aðbúnaðurinn var svo slæmur að áætlað er að einn þriðji þeirra hafi látist meðan á sjóferðinni stóð. Þrátt fyrir að Páll páfi III (1468-1534) hefði fordæmt þrælahald stóð þessi þokkalega iðja með miklum blóma.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:25:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 422 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 1-5
En svo bar við á hvíldardegi, að hann fór um sáðlönd, og tíndu lærisveinar hans kornöx, neru milli handanna og átu. Þá sögðu farísear nokkrir: „Hví gjörið þér það, sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“ Og Jesús svaraði þeim: „Hafið þér þá ekki lesið, hvað Davíð gjörði, er hann hungraði og menn hans? Hann fór inn í Guðs hús, tók skoðunarbrauðin og át og gaf mönnum sínum, en þau má enginn eta nema prestarnir einir.“ Og hann sagði við þá: „Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pétur Claver (1581-1654), postula ánauðugra þræla. Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI; Úr hugvekju haldinni á 20. Heimsdegi æskunnar, sunnudaginn 21. ágúst 2005: „Mannssonurinn er herra hvíldardagsins“ (Lk 6. 5)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.09.06

  09:55:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 749 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Þið voruð foreldrar okkar allra, en jafnframt morðingjar.“ [1]

Hvaðan berst sá harmagrátur um upphimininn sem mælir þessi orð af vörum? Þetta er harmagrátur engla þess eins milljarðs barna sem myrt hafa verið á undanförnum tveimur áratugum: „Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska Föður“ (Mt 18. 10). Þegar Heilagur Andi blés hinum fornu Hebreum í brjóst að rita Sköpunarsöguna áminnti hann okkur um eilíf sannindi. Syndafallið er ekki einstæður sögulegur atburður sem gerðist í eitt skiptið fyrir öll, heldur sívarandi í lífi okkar hvers og eins sem endurtekur sig sífellt í mannshjörtunum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:51:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 581 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Matteus 1. 18-25

Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: "Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra." Allt varð þetta til þess, að rætast skyldu orð Drottins fyrir munn spámannsins: "Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel," það þýðir: Guð með oss. Þegar Jósef vaknaði, gjörði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið JESÚS.
Í dag fagnar kirkjan: Fæðingu hinnar blessuðu Meyjar og Sonar hennar JESÚS. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard (1091-1153), sistersíani og kirkjufræðari.Fagnaðarsöngur um Maríu Mey: Hugvekja 2, 3: Fæðing hinnar nýju Evu

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.09.06

  11:16:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 292 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég elska Bolungarvík! – bæjarfélag lífsmenningar á Íslandi.

Þann 13. ágúst s. l. hófst ástarvikan í Bolungarvík. Hún er nú haldin í þriðja sinn og hófst að venju með því að allir íbúarnir, ungir sem aldnir, sendu heiminum eldheitar ástarkveðjur með því að sleppa 100 gasblöðrum á loft. Megi algóður Guð gefa að ein þeirra berist til bjöllusauðanna í Brüssel, vegna þess að boðskapur hennar er: Fleiri börn! Guð, gef oss fleiri börn!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:20:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 617 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 5. 1-11

Nú bar svo til, að hann stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið, en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn, er Símon átti, og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.“ Símon svaraði: „Meistari, vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.“ Nú gjörðu þeir svo, og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska, en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana, svo að nær voru sokknir. Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann fyrir kné Jesú og sagði: „Far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá, sem með honum voru, vegna fiskaflans, er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaður Fredrick Oznam (1813-1853). Hugleiðing dagsins: Heil. Ambrósíus (um 340-297), biskup í Mílan og kirkjufræðari. Umfjöllum um Lúkasarguðspjallið: „Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.09.06

  10:34:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1075 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Útkallið – ekkaleo (koina Nýja testamentisins)

Í dag heyrum við orðið „útkall“ iðulega tengjast björgunarsveitum: Þær fá útkall þegar eitthvað slys eða voða ber að höndum. Umfangsmesta björgunaraðgerð veraldarsögunnar átti sér stað þegar Guð sendi sinn elskaða Son til jarðar í Holdtekjunni til að bjarga þeim heimi sem logaði í hatri og vítiseldi óvinar alls lífs: Satans. Þá urðu mestu vatnaskilin í mannkynssögunni. Einn hinna fornu kirkjufeðra sagði því sigri hrósandi: „Guð setti beitu holdsins á öngul hjálpræðisins og Satan gleypti hana umhugsunarlaust“ (Heil. Gregoríos frá Nyssa (335-295).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:23:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 608 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 4. 38-44

Úr samkundunni fór hann í hús Símonar. En tengdamóðir Símonar var altekin sótthita, og báðu þeir hann að hjálpa henni. Hann gekk að, laut yfir hana og hastaði á sótthitann, og fór hann úr henni. En hún reis jafnskjótt á fætur og gekk þeim fyrir beina. Um sólsetur komu allir þeir, er höfðu á sínum vegum sjúklinga haldna ýmsum sjúkdómum, og færðu þá til hans. En hann lagði hendur yfir hvern þeirra og læknaði þá. Þá fóru og illir andar út af mörgum og æptu: „Þú ert sonur Guðs.“ En hann hastaði á þá og bannaði þeim að tala, því að þeir vissu, að hann var Kristur. Þegar dagur rann, gekk hann burt á óbyggðan stað, en mannfjöldinn leitaði hans. Þeir fundu hann og vildu aftra því, að hann færi frá þeim. En hann sagði við þá: „Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur.“ Og hann prédikaði í samkundunum í Júdeu.

Í dag heiðrar kirkjan: Bl. Claudio Granzotto (1900-1947), myndhöggvara. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard (1091-1153), sístersíanamunkur og kirkjufræðari. Predikun 84 um Ljóðaljóðin, 3: Mannfjöldinn leitaði hans: En hann sagði við þá: „Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.09.06

  08:55:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 415 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 4. 31-27

Hann kom nú ofan til Kapernaum, borgar í Galíleu, og kenndi þeim á hvíldardegi. Undruðust menn mjög kenningu hans, því að vald fylgdi orðum hans. Í samkunduhúsinu var maður nokkur, er haldinn var óhreinum, illum anda. Hann æpti hárri röddu: „Æ, hvað vilt þú oss, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma oss? Ég veit, hver þú ert, hinn heilagi Guðs.“ Jesús hastaði þá á hann og mælti: „Þegi þú, og far út af honum.“ En illi andinn slengdi honum fram fyrir þá og fór út af honum, en varð honum ekki að meini. Felmtri sló á alla, og sögðu þeir hver við annan: „Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara.“ Og orðstír hans barst út til allra staða þar í grennd.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaða móður Teresu frá Kalkútta (1910-1997). Hugleiðing dagsins: Baudoin de Ford (? – um 1190), ábóti í Sistersíanreglunni. 6. hugvekjan: „Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

04.09.06

  22:27:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 498 orð  
Flokkur: Messan

Helgisiðir messunnar - eftir Sr. Róbert Bradshaw

Meðan Jesús dvaldist hér á jörðu, klæddist hann síðum kufli. Í messunni klæðist presturinn samskonar fötum til þess að minna okkur á að raunverulega er það Jesús sjálfur sem færir messufórnina með því að notfæra sér hendur og varir prestsins.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:13:05, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1249 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Erkibiskupinn í Kantarabyrgi segir, að samkynhneigðir verði eins og aðrir að breyta venjum, hegðun, hugmyndum og tilfinningum sínum, þegar þeir vilja taka þátt í hinu kristna, kirkjulega lífi

Rowan Williams, erkibiskup í Canterbury, leiðtogi ensku biskupakirkjunnar og anglíkanska heimssamfélagsins, hefur kveðið upp úr um afstöðu sína í einhverju veigamesta máli samkynhneigðra. Samkvæmt frétt í The Sunday Telegraph segist hann ákveðinn í því að varðveita einingu kirkjunnar frá því að leysast upp vegna stríðandi fylkinga í alvarlegum deiluefnum um stöðu samkynhneigðra gagnvart kristindómi og kirkju. [1] Þessi einingarviðleitni hans, m.a. gagnvart biskupakirkjumönnum í Afríku, mun hafa átt verulegan þátt í þeirri niðurstöðu sem hann hefur komizt að. Í viðtali við hollenzkt blað, Nederlands Dagblad, segist hann munu styðja kirkjulega ákvörðunartöku (resolution) um að samkynja kynlíf geti ekki samrýmzt (is incompatible with) Heilagri ritningu. [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:12:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1162 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hinir þrír miklu risar hjartans

Í ritningarlestri dagsins (þann 4. september) er vikið að anda ótta Drottins sem í Septuagintatextanum (sem er hinn opinberi texti kirkjunnar) segir að fylla myndi Drottin, hinn komandi Messías og mannkynsfrelsara. Um hina andana er sagt að þeir myndu hvíla yfir honum, en að andi óttans muni fylla hann. Þetta er ekki sá ótti sem er til samræmis við skilning heimsins. Þetta er ótti elskunnar – að forðast með öllu að særa þann sem hann elskaði: Guð. Þennan sama ótta sjáum við jafnvel að starfi í heilbrigðri og elskuríkri mennskri fjölskyldu þar sem meðlimirnir forðast allt það sem gæti kælt elskuna í garð hvers annars. Þetta er ætíð einkenni elskunnar: AÐ VAXA. Elska sem staðnar er dæmd til að deyja því að eðli elskunnar er að vaxa í sífellu vegna þess að hún er óseðjandi elska. Guð leggur okkur þennan óseðjanleika í brjóst þegar hann skapar okkur til að við fáum notið hans að fullu og öllu vegna þess að Guð er ELSKA (1Jh 4. 18).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:56:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 519 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 4. 16-30.

Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn, þar sem ritað er: Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins. Síðan lukti hann aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður, en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur rætst þessi ritning í áheyrn yðar.“ Og allir lofuðu hann og undruðust þau hugnæmu orð, sem fram gengu af munni hans, og sögðu: „Er hann ekki sonur Jósefs?“ En hann sagði við þá: „Eflaust munuð þér minna mig á orðtakið: ,Læknir, lækna sjálfan þig!' Vér höfum heyrt um allt, sem gjörst hefur í Kapernaum. Gjör nú hið sama hér í ættborg þinni.“ Enn sagði hann: „Sannlega segi ég yður, engum spámanni er vel tekið í landi sínu. En satt segi ég yður, að margar voru ekkjur í Ísrael á dögum Elía, þegar himinninn var luktur í þrjú ár og sex mánuði, og mikið hungur í öllu landinu, og þó var Elía til engrar þeirra sendur, heldur aðeins til ekkju í Sarepta í Sídonlandi. Og margir voru líkþráir í Ísrael á dögum Elísa spámanns, og enginn þeirra var hreinsaður, heldur aðeins Naaman Sýrlendingur.“ Allir í samkunduhúsinu fylltust reiði, er þeir heyrðu þetta, spruttu upp, hröktu hann út úr borginni og fóru með hann fram á brún fjalls þess, sem borg þeirra var reist á, til þess að hrinda honum þar ofan. En hann gekk gegnum miðja mannþröngina og fór leiðar sinnar.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Rósu frá Viterbo (1233-1251). Hugleiðing dagsins: Úr helgisiðum kirkjunnar. Fermingarsakramentið, Yfirlagning handanna: „Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.09.06

  12:02:07, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 511 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Valkostir kvenna: Ofurkona eða hvað?

Heiðrún Bergsdóttir afgreiðslukona skrifaði athyglisverðan pistil í Fréttablaðið 30. ágúst sl. Þar lýsir hún nýrri tegund af íslenskum konum: Ofurkonunni. Konum sem:

.. eru óaðfinnanlega klæddar eftir nýjustu tísku, eru í fullu námi með vinnu, eru algerar súpermömmur, elda eins og bestu listakokkar, vilja vera á topp tíu lista yfir kynþokkafyllstu konur landsins, hafa heimili sem eru óaðfinnanlega hrein og svona mætti lengi telja. ... Og þegar maður lítur á þetta blákalt þá sé ég ekki betur en að þetta séu konur að kúga sig sjálfar. Í stað kúgunar sem kom upprunalega frá samfélaginu þá kemur kúgunin í staðinn innan frá konunum sjálfum.[1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:44:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Bjargið alda – borgin mín

Leiðtogar heimsins eru eins og einn spámanna Gamla testamentisins komst að orði sem rótlaust þang. Þeir sem heilluðu heiminn í gær eru gleymdir í dag, og þeir sem hrópa á gatnamótum í dag víkja fyrir leiðtogum morgundagsins sem boða enn aðrar áherslur. Upp úr þessu öldugjálfri tímans rís svo bjarg aldanna – kirkjan – og hún er gædd þeim yfirskilvitlegu eiginleikum að eftir því sem brimöldur tímans skella meira á henni verður styrkur hennar meiri. Því gaf Drottinn leiðtoga postulanna nafnið Klettur- Pétur.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:41:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 524 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Markúsi 7. 1-8; 14-15 og 21-23

Nú safnast að honum farísear og nokkrir fræðimenn, komnir frá Jerúsalem. Þeir sáu, að sumir lærisveina hans neyttu matar með vanhelgum, það er óþvegnum höndum. farísear, og reyndar Gyðingar allir, eta ekki nema þeir taki áður handlaugar, og fylgja þeir svo erfðavenju forfeðra sinna. Og ekki neyta þeir matar, þegar þeir koma frá torgi, nema þeir hreinsi sig áður. Margt annað hafa þeir gengist undir að rækja, svo sem að hreinsa bikara, könnur og eirkatla. Farísearnir og fræðimennirnir spyrja hann: "Hvers vegna fylgja lærisveinar þínir ekki erfðavenju forfeðranna, heldur neyta matar með vanhelgum höndum?" Jesús svarar þeim: "Sannspár var Jesaja um yður hræsnara, þar sem ritað er: Þessi lýður heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. Þér hafnið boðum Guðs, en haldið erfikenning manna." Aftur kallaði hann til sín mannfjöldann og sagði: "Heyrið mig allir, og skiljið. Ekkert er það utan mannsins, er saurgi hann, þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn, sem út frá honum fer." Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Gregor páfa hinn mikla (540?-604).  Hugleiðing dagsins: Skjöl Annars Vatíkanþingsins, Gaudium et Spes, 82: Friðurinn kemur að innan úr hjörtum mannanna

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

02.09.06

  11:00:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 633 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Að taka þátt í hjálpræðisverki kirkjunnar fullir ákafa með hliðsjón af þörfum tímans.

Sú hugleiðing sem fylgir ritningarlestri dagsins í dag (2. september) gæti sem best verið einkunnarorð kirkju.nets, það er að segja greinar 31-33 úr Lumen Gentium.
Frá upphafi hefur hjálpræðisboðskapur kirkjunnar verið þessi:

Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi, og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem. Þér eruð vottar þessa“ (Lk 24. 45-48).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:04:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 843 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 14-30

Svo er um himnaríki sem mann, er ætlaði úr landi. Hann kallaði þjóna sína og fól þeim eigur sínar. Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðan fór hann úr landi. Sá sem fékk fimm talentur, fór þegar, ávaxtaði þær og græddi aðrar fimm. Eins gjörði sá er tvær fékk. Hann græddi aðrar tvær. En sá sem fékk eina, fór og gróf fé húsbónda síns í jörð og faldi það. Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gjöra skil. Sá með fimm talenturnar gekk þá fram, færði honum aðrar fimm og sagði: ,Herra, fimm talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar fimm.' Húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.' Þá gekk fram sá með tvær talenturnar og mælti: ,Herra, tvær talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar tvær.' Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.' Loks kom sá er fékk eina talentu, og sagði: ,Herra, ég vissi, að þú ert maður harður, sem uppsker þar, sem þú sáðir ekki, og safnar þar, sem þú stráðir ekki. Ég var hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt.' Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Illi og lati þjónn, þú vissir, að ég uppsker þar, sem ég sáði ekki, og safna þar, sem ég stráði ekki. Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum, þegar ég kom heim. Takið af honum talentuna, og fáið þeim, sem hefur tíu talenturnar. Því að hverjum sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.'

Í dag heiðrar kirkjan: Septemberpíslarvottana (Bl. Jean Francis Burté og félaga, píslarvotta í frönsku byltingunni). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið Lumen gentium 31-33: Vottar náðargjafa Guðs

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.09.06

  10:13:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1087 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hróp Krists í djúpi mannshjartans

Stund Krists rennur upp þegar við krjúpum niður í auðmýkt og játum syndir okkar og biðjum hann að koma inn í hjörtu okkar. Það gerir hann sannarlega og lýkur upp fyrir okkur Ritningum sínum, eins og hann lauk þeim upp fyrir lærisveinunum á veginum til Emmaus forðum (Lk 24. 45). Í ritningarlestri dagsins (1. september) víkur Ágústínus kirkjufaðir að hinu hinsta kalli hans og því lögðu hinir heilögu feður sífellt rækt við endurminninguna um dauðann. Þegar við biðjum Krist að koma inn í hjörtu okkar öðlumst við þegar nýtt líf hér á jörðinni, frumávöxt hins komandi lífs, og göngum inn í stund hans eða Kriststímann. Þá tekur hróp hans að gjalla: Rís upp og taktu til höndunum, breiddu út ríki mitt á jörðinni! Þeir sem fyllt hafa lampa sína af olíu daglegs Ritningarlesturs með því að hella olíu Heilags Anda í lampabolla sína í bæninni heyra þetta eilífa ákall. Því: „Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína.“ Einungis fimm þeirra áttu þessa olíu í lömpum sínum, en fávísu meyjarnar fimm ekki. Talan 5 í heil. Ritningu táknar ávallt líf náðarinnar, þeim var áfátt í þessum efnum þessum fávísu meyjum og því fór sem fór. Þeim var ekki boðið til brúðkaupsfagnaðarins: „Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:22:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 631 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 1-13

Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar. Þær fávísu tóku lampa sína, en höfðu ekki olíu með sér, en hinar hyggnu tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum. Nú dvaldist brúðgumanum, og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu. Um miðnætti kvað við hróp: ,Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann.' Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína. En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: ,Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.' Þær hyggnu svöruðu: ,Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður.' Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað. Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: ,Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.' En hann svaraði: ,Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.' Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Giles frá Castaneda (d. 710).   Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup frá Hippo og kirkjufræðari. Predikun 93: „Um miðnættið“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

31.08.06

  12:08:44, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 746 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Blaðamaður fer á gönuhlaup í umræðu um samkynhneigð

Guðmundur Steingrímsson á oft góða spretti í Bakþönkum Fréttablaðsins. En 19/8 geysist þessi Pegasus fram úr sjálfum sér, angraður af auglýsingu Samvinnuhóps kristinna trúfélaga þar sem hann kvað því „lýst í grófum dráttum hvernig lækna megi samkynhneigð." Gengur grein hans öll út frá þeirri forsendu hans.

En hvað sagði auglýsingin? Textinn var eins stuttur og verða mátti.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:19:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 642 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 31. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 24. 42-51

Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi. Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur. Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,Húsbónda mínum dvelst,' og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Raymond Nonnatus (d. 1240), verndardýrling mæðra og ljósmæðra.  Hugleiðing: Jóhannes Páll páfi II, Vitnisburðir: „Þið verðið að undirbúa ykkur með sama hætti.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.08.06

  09:47:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1388 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Ég sárbæni ykkur um að hafa í ykkar hópi þá sem þarfnast gæsku ykkar. Bregðist ekki í þessu!

Ég er fæddur þann 3. maí árið 1945, sama daginn og einhver mesti manníðingur mannkynssögunnar fyrir utan Stalín lét lífið í neðanjarðarbyrgi í höfuðborg þess ríkis sem hann kallaði þúsund ára ríkið eftir að hafa leitt einhverja menntuðustu þjóð heimsins á helvegu með 12 ára stjórn sinni: Adolf Hitler.

Pabbi minn var vélstjóri í íslenska farskipaflotanum og sigldi reglulega til þessa sama lands á fyrirstríðsárunum allt til aprílmánaðar árið 1940 þegar þýski nasistaherinn lagði undir sig Danmörku sem Ísland tilheyrði á þeim tíma. Einhverjar fyrstu æviminningar mínar voru þegar ég sat á hnjám hans og hann greindi okkur bræðrunum frá því hvernig nasistarnir skutu gyðingabörnin á hafnarbakkanum í Danzig þegar þau komu að sópa upp kolarykinu sem féll til jarðar úr kolakrönunum eftir útskipun dagsins.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:16:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 399 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 27-32

Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis. Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér hlaðið upp grafir spámannanna og skreytið leiði hinna réttlátu og segið: Ef vér hefðum lifað á dögum feðra vorra, hefðum vér ekki átt hlut með þeim í lífláti spámannanna. Þannig vitnið þér sjálfir um yður, að þér eruð synir þeirra, sem myrtu spámennina. Nú skuluð þér fylla mæli feðra yðar.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Felix (d. 304). Hugvekja dagsins: Pistill Barnabasar (um 130), 18, 20 og 21: Snúið baki við hræsni og illsku

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.08.06

  23:47:17, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 64 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Næturvers

Ó, Jesú, aftur nótt
yfir mig kemur fljótt
og hljóðnar allt í heimi.
Myrkrið, sem hræðir mig,
mildast, ef finn ég þig ––
að hönd þín góð mig geymi.

Sál mína signir þú,
sælasti Jesú, nú,
sem ljós um hús mitt líði.
Hrein er þá hugsun mín,
hjartað sem leitar þín,
að barmi þér, hinn blíði !

  09:20:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 762 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 6. 17-29

En Heródes hafði sent menn að taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar, bróður síns. Hann hafði gengið að eiga hana, en Jóhannes hafði sagt við Heródes: „Þú mátt ekki eiga konu bróður þíns.“ Þess vegna lagði Heródías fæð á Jóhannes og vildi deyða hann, en gat ekki, því að Heródes hafði beyg af honum og verndaði hann, þar eð hann vissi, að hann var maður réttlátur og heilagur. Hann komst í mikinn vanda, þegar hann hlýddi á mál hans, en þó var honum ljúft að hlusta á hann. En nú kom hentugur dagur; á afmæli sínu gjörði Heródes veislu gæðingum sínum, hershöfðingjum og fyrirmönnum Galíleu. Dóttir Heródíasar gekk þar inn og sté dans. Hún hreif Heródes og gesti hans, og konungur sagði við stúlkuna: „Bið mig hvers þú vilt, og mun ég veita þér.“ Og hann sór henni: „Hvað sem þú biður um, það mun ég veita þér, allt að helmingi ríkis míns.“ Hún gekk þá út og spurði móður sína: „Um hvað á ég að biðja?“ Hún svaraði: „Höfuð Jóhannesar skírara.“ Jafnskjótt skundaði hún til konungs og bað hann: „Gef mér þegar á fati höfuð Jóhannesar skírara.“ Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna vildi hann ekki synja henni þessa, heldur sendi þegar varðmann og bauð að færa sér höfuð Jóhannesar. Hann fór og hjó af höfuð Jóhannesar í fangelsinu, kom með höfuð hans á fati og færði stúlkunni, en stúlkan móður sinni. Þegar lærisveinar hans fréttu þetta, komu þeir, tóku lík hans og lögðu í gröf.
Í dag heiðrar kirkjan: Jóhannes skírara. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hugvekja í minningu trúarvottanna á tuttugustu öldinni, haldin þann 7. maí árið 2000: „Að bera sannleikanum vitni frammi fyrir illskunni“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.08.06

  10:22:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1063 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Evkaristían verður að vera þungamiðjan í líf okkar: II

Í hugleiðingum þeim sem fylgja með ritningarlestri dagsins (28. ágúst) víkur Barnabus að vegunum tveimur. Enginn getur gegnið tvo vegi samtímis, slíkt er hreinasta firra. Jesaja boðaði okkur Konungsveginn til Krists þegar í Gamla testamentinu:

Þar skal verða braut og vegur: Sú braut skal kallast BRAUTIN HELGA. Enginn sem óhreinn er skal hana ganga. Hún er fyrir þá eina [hina hreinu]. Enginn sem hana fer, mun villast, jafnvel ekki FÁRÁÐLINGUR (Jes 35. 8).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:29:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 687 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 13-23

Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn, og þeim, sem inn vilja ganga, leyfið þér eigi inn að komast. [Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér etið upp heimili ekkna og flytjið langar bænir að yfirskini. Þér munuð fá því þyngri dóm.] Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér farið um láð og lög til að snúa einum til yðar trúar, og þegar það tekst, gjörið þér hann hálfu verra vítisbarn en þér sjálfir eruð. Vei yður, blindir leiðtogar! Þér segið: ,Ef einhver sver við musterið, þá er það ógilt, en sverji menn við gullið í musterinu, þá er það gildur eiður.' Blindu heimskingjar, hvort er meira gullið eða musterið, sem helgar gullið? Þér segið: ,Ef einhver sver við altarið, þá er það ógilt, en sverji menn við fórnina, sem á því er, þá er það gildur eiður.' Blindu menn, hvort er meira fórnin eða altarið, sem helgar fórnina? Sá sem sver við altarið, sver við það og allt, sem á því er. Sá sem sver við musterið, sver við það og við þann, sem í því býr. Og sá sem sver við himininn, sver við hásæti Guðs og við þann, sem í því situr. Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Ágústínus frá Hippo (d. 430), kirkjuföður og píslarvott. Hugleiðing: Pistlar Barnabasar (um 130), 18 og 19: „Veljið veginn til Konungsríkisins“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.08.06

  12:09:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 645 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Evkaristían verður að vera þungamiðjan í lífi okkar: I

Í dag langar mig að segja ykkur dæmisögu af tveimur mönnum. Annar var kaþólskur prestur sem uppi var fyrir 500 árum á Spáni. Hann hafði lifað í „synd“ með konu, en Guð leiddi hann á fund heil. Teresu frá Avíla. Hún bað mikið fyrir honum og loks rann sú stund upp að hann snéri frá villu síns vegar. Hann sagði skilið við konuna og síðasta hálfa árið sem hann lifði á jörðinni kom náð Guðs inn í líf hans. Og í Sögu lífs míns kemst heil. Teresa svo að orði, að hann hefði notið þeirrar náðar að syndga ekki og Guð hafi kallað hann til sín áður en sú varð raunin.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:16:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 582 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 6. 60-69

Margir af lærisveinum hans, er á hlýddu, sögðu: „Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?“ Jesús vissi með sjálfum sér, að kurr var með lærisveinum hans út af þessu, og sagði við þá: „Hneykslar þetta yður? En ef þér sæjuð Mannssoninn stíga upp þangað, sem hann áður var? Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. En meðal yðar eru nokkrir, sem ekki trúa.“ Jesús vissi frá upphafi, hverjir þeir voru, sem trúðu ekki, og hver sá var, sem mundi svíkja hann. Og hann bætti við: „Vegna þess sagði ég við yður: Enginn getur komið til mín, nema Faðirinn veiti honum það.“ Upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum. Þá sagði Jesús við þá tólf: „Ætlið þér að fara líka?“ Símon Pétur svaraði honum: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs, og vér trúum og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Móníku. Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI Úr predikun fyrir útdeilingu Evkaristíunnar á Heimsdegi æskunnar, sunnudaginn 21. ágúst 2005: „Þú hefur orð eilífs lífs“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.08.06

  08:47:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 536 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 1-12

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara, því einn er yðar meistari og þér allir bræður. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu, því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Mörtu. Hugleiðing dagsins: Heil. Paschas Rabert (? – um 849), benediktusarmunkur: „Fyrst ég, sem er Herra og Meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hvers annars fætur“ (Jh 13. 14)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.08.06

  21:22:05, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 314 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni

RÚV - Sjónvarp fer yfir velsæmismörkin

Undanfarið hefur það verið venja Ríkissjónvarpsins að láta fyrstu bíómynd föstudagskvölds vera fjölskyldumynd af einhverju tagi, gjarnan Disneymynd. Þetta hefur átt nokkrum vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni, þ.e. börnum á aldrinum 8-12 ára sem hafa sest fyrir framan skjáinn með foreldrum sínum. Núna í kvöld var föstudagsmyndin dönsk mynd frá 1997 „Þú átt leik, elskan“ (Skat det er din tur). Myndin er auglýst í dagskránni sem „dönsk gamanmynd.“ Skemmst er frá því að segja að þegar skammt var liðið á myndina birtust óvænt keleríis- og netktarsenur sem vægt til orða tekið voru alls óviðeigandi til áhorfs fyrir þennan aldurshóp.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:44:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 625 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Að nærast á Orði Drottins – ruminare

Í hugleiðingunni sem fylgir með ritningarlestri dagsins í dag – þann 25. ágúst – minnir systir Teresa Benedikta okkur á mikilvægi þess að nærast á orði Guðs í sífellu. Á fyrri hluta miðalda greip kirkjan til latneska orðsins ruminare til að lýsa slíkri íhugun orðsins. Í dag lifir þetta sagnorð enn í ensku sögninni „ruminate,“ að velta einhverju fyrir sér og kryfja til mergjar. Latneska sögnin ruminare þýðir bókstaflega að tyggja eða melta. Sálin nærist bókstaflega á orði Guðs eins og fæðu sinni og næringu. Allir gefa sér tíma til að næra líkamann daglega, að öðrum kosti deyr hann. Hið sama gegnir um sálina: Ef hún er ekki nærð deyr hún. Allir gefa sér einnig tíma til að anda, að öðrum kosti deyr líkaminn. Bænin er andardráttur Heilags Anda í sálinni og ef hún gefur sér ekki tíma til að anda í Guði deyr hún: Kafnar í brækju óhlýðninnar við boðorð Guðs!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:45:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 469 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 22. 34-40

Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“ Hann svaraði honum: „,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.' Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Loðvík Frakkakonung (1214-1270). Hugleiðing dagsins: Heil. Teresa Benedikta af Krossi [Edith Stein] (1891-1942), karmelnunna og píslarvottur (Auschwitz), einn verndardýrlinga Evrópu.Saga og andi Karmels: „Sæll er sá maður . . . heldur hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt“ (Sl 1. 1-2).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.08.06

  12:30:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 104 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Dobrotolubije – úrval úr rússnesku Fílókalíunni nú komið á pdf formati

Ég vil vekja athygli á því að í gær kom úrval úr rússnesku Fílókalíunni eða Dobrotolubije á Vefrit Karmels á pfd formati. Það kom mér reyndar sjálfum á óvart hversu heimsóknirnar voru margar eða 48 þar sem ritið birtist ekki fyrr en kl. 10 í gærkveldi á netinu.

Í ritinu sem fjallar um Hina óaflátanlegu bæn hjartans má sjá hvernig hinir heilögu feður Austurkirkjunnar hafa glætt þá elsku hjartans til Guðs sem mér hefur verið svo tíðrætt um að undanförnu, þá sömu brennandi elsku sem lífað hefur í hjarta kirkjunnar frá upphafi vega.

TENGILL

1 ... 28 29 30 ...31 ... 33 ...35 ...36 37 38 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net


Fatal error: Uncaught Error: Call to a member function flag() on boolean in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php:215 Stack trace: #0 /home/n982112/public_html/inc/widgets/model/_widget.class.php(629): item_info_line_Widget->display(Array) #1 /home/n982112/public_html/inc/skins/model/_skin.class.php(315): ComponentWidget->display_with_cache(Array, Array) #2 /home/n982112/public_html/inc/skins/_skin.funcs.php(2411): Skin->container('Sidebar', Array) #3 /home/n982112/public_html/skins/custom_skin/index.main.php(240): skin_container('Sidebar', Array) #4 /home/n982112/public_html/inc/_blog_main.inc.php(890): require('/home/n982112/p...') #5 /home/n982112/public_html/index.php(67): require('/home/n982112/p...') #6 {main} thrown in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php on line 215