Blaðsíður: 1 ... 24 25 26 ...27 ... 29 ...31 ...32 33 34 ... 46

02.11.06

  09:54:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 900 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 31-46

„Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu Föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.' Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?' Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.' Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.' Þá munu þeir svara: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki?' Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.' Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

Í dag heiðrar kirkjan: Minningu allra trúfastra sálna sem lifa í Sigrandi kirkju himnanna, Allra sálna messa. Hugleiðing dagsins: Heil. Aphrahate (?-um 345), einsetumaður og biskup í Níneve, nærri Mósúl í Írak nútímans. Hugljómanir, 22: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir“ (Lk 20. 38)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:51:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 65 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Stef úr hljómkviðu þagnar næturvökunnar

Undursamlegt er það
þegar hjartað ummyndast
í innheima ljóss og elsku
og ljómar sem sjödægraljós.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.11.06

  10:10:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1729 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (2)

2. Hinir þrír myrku dagar í Ritningunni.

Í einni hugvekja sinna kemst heil. Jóhannes Chrysostomos svo að orði: „Það er auðveldara fyrir sólina að gefa ekki frá sér yl og ljós, en að ljósið streymi ekki frá kristnum einstaklingi. [1] Það er þetta sem Guð vill leiða okkur fyrir sjónir með myrkri hinna þriggja myrku daga: LÍFSHATUR DAUÐAMENNINGAR BARNAMORÐANNA MIKLU þar sem sakramenti dauðans leysir sakramenti elskunnar eða Evkaristíuna af hólmi. Glæpir veraldarhyggjunnar eru því orðnir miklir því að hún hefur iðkað mannfórnir sínar til Móloks af þvílíkum ofsa, að mannfórnir hinna fornu Fönikíumanna blikna gagnvart þessari kosmísku illsku. Okkur er ætlað það hlutverk á endatímanum að skína sem ljós í heiminum til að miðla öðrum af ljósinu: „Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því“ (Jh 1. 5). Og þetta ljós er lífið (Jh 1. 4) sem veraldarhyggjan hafnar. EN LJÓSIÐ VERÐUR AÐ SKÍNA ÞÓ AÐ ÞVÍ VERÐI HAFNAÐ! ÞANNIG GETUR SATAN EKKI ÁSAKAÐ GUÐ (sjá Job 1. 6-12).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:11:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 564 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 5. 1-12

Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.“

Í dag heiðrar kirkjan: Alla heilaga, Allra heilaga messa. Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena (1347-1380), Þriðju reglu dóminíkani, kirkjufræðari og annar tveggja verndardýrlinga Evrópu. Samræðurnar, 41. kafli: „Ég trúi á samfélag heilagra“ (Trúarjátningin)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

31.10.06

  20:26:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 175 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar gengur í hjónaband í Páfagarði

Næsta laugardag mun Nicholas Windsor lávarður, sonur hertogahjónanna af Kent ganga í hjónaband í Páfagarði. Windsor lávarður sem er einna minnst þekkti meðlimur konungsfjölskyldunnar mun kvænast króatískri hefðarkonu fæddri í Bretlandi: Donna Paola Doimi de Frankopan. Lávarðurinn verður fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem gengur í hjónaband í Páfagarði. Hann er líka fyrstur meðlima konungsfjölskyldunnar að giftast í rómversk-kaþólskum sið frá siðaskiptum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20. ártíð Hinriks biskups Frehen – Persónuleg minning

Biskup Frehen  Í dag eru 20 ár liðin frá andláti herra Hinriks H. Frehen Reykjavíkurbiskups. Hans verður minnzt í messu, sem sungin verður kl. 18:00 í basiliku Krists konungs í Landakoti í dag. http://www.vortex.is/catholica/Frehen1.jpg Það var mikill fengur að komu dr. Hinriks biskups til Íslands, svo gefandi, andlegum föður, lærðum í helgum fræðum. Þó naut hans allt of skamma stund fyrir okkar litla söfnuð (sem var á þeim árum um 16–18 hundruð á öllu landinu). Hann þjónaði samt kirkjunni hér í heil 18 ár. Ber kunnugum saman um, að henni hafi þá stefnt til heilla fram á veg.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:31:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 487 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 31. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 13. 18-21

Hann sagði nú: „Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því? Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess.“ Og aftur sagði hann: „Við hvað á ég að líkja Guðs ríki? Líkt er það súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Wolfgang frá Regensburg (um 924-994), biskup. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), erkibiskup í Miklagarði og kirkjufræðari. Hugvekja 20 um Postulasöguna: Að vera súrdeig heimsins

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.10.06

  17:30:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2285 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (1)

1. Um tákn Guðs á himinhvelfingunni
Eftir sólarundrið í Fatíma þann 13. október árið 1917 sem 70.000 manns urðu vitni að og greint var frá í fjölmörgum dagblöðum á sínum tíma reynist nútímamanninum ekki eins erfitt að trúa því, að Guð geti í raun og veru gripið til kraftaverka til að koma boðskap sínum á framfæri við mannkynið þegar mikið liggur við.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:44:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 506 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 13. 10-17

Jesús var að kenna á hvíldardegi í samkundu einni. Þar var þá kona nokkur. Í átján ár hafði hún verið haldin sjúkleiks anda og var kreppt og alls ófær að rétta sig upp. Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: „Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!“ Þá lagði hann hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún og lofaði Guð. En samkundustjórinn reiddist því, að Jesús læknaði á hvíldardegi, og mælti til fólksins: „Sex daga skal vinna, komið þá og látið lækna yður og ekki á hvíldardegi.“ Drottinn svaraði honum: „Hræsnarar, leysir ekki hver yðar á hvíldardegi naut sitt eða asna af stalli og leiðir til vatns? En þessi kona, sem er dóttir Abrahams og Satan hefur fjötrað full átján ár, mátti hún ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi?“ Við þessi orð hans urðu allir mótstöðumenn hans sneyptir, en allur lýður fagnaði yfir öllum þeim dýrðarverkum, er hann gjörði.
Í dag minnist kirkjan: Heil. Alphonsus Rodriguez (1533-1617). Hugleiðing dagsins:Jóhannes Páll páfi II. Hið postullega hirðisbréf „Dies Domini,“ §24-25: Jesús læknar á hvíldardeginum: Tákn um dag hinnar nýju sköpunar

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.10.06

  12:14:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 5979 orð  
Flokkur: Sr. Edward Booth

Hl. Tómas og lögin

Grein eftir séra Edward Booth O.P. prest í Stykkishólmi sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 2005 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )


Nokkrar athugasemdir í tilefni af birtingu íslenskrar þýðingar greinar hans um lög úr ritinu Summa Theologiæ

Edward Booth O.P.

Útgáfa í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins á íslenskri þýðingu kaflans um lög í Summa Theologiæ eftir heilagan Tómas af Aquino (hluti 1a2ae Quæstiones 90–97) er markverður viðburður ekki aðeins á sviði lögfræði heldur einnig varðandi mikilvægi heilags Tómasar fyrir menningu Evrópu og alls heimsins. [1]

Í inngangi er verkið sett í samhengi við ævi Tómasar sem dóminikanamunks. Athygli höfundar þessarar greinar var vakin á þýðingunni með grein sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. október 2004 ásamt vel valinni mynd af Tómasi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:06:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 435 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 10. 46-52

Þeir komu til Jeríkó. Og þegar hann fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og miklum mannfjölda, sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður. Þegar hann heyrði, að þar færi Jesús frá Nasaret, tók hann að hrópa: „Sonur Davíðs, Jesús, miskunna þú mér!“ Margir höstuðu á hann, að hann þegði, en hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Jesús nam staðar og sagði: „Kallið á hann.“ Þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: „Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig.“ Hann kastaði frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú. Jesús spurði hann: „Hvað vilt þú, að ég gjöri fyrir þig?“ Blindi maðurinn svaraði honum: „Rabbúní, að ég fái aftur sjón.“ Jesús sagði við hann: „Far þú, trú þín hefur bjargað þér.“ Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni.

Hugleiðing dagsins: Heil. Narcissus frá Jerúsalem (d. 215), biskup og einsetumaður. Hugleiðing dagsins: Heil. Gregor páfi hinn mikli (um 540-604), kirkjufræðari. Hugvekja um guðspjöllin, 2: „Jesús, Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.10.06

  17:08:48, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1058 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Miðstöð samkynhneigðra í Los Angeles viðurkennir að AIDS sé einkum þeirra sjúkdómur

EINN þáttur í framsókn baráttuforkólfa samkynhneigðra hér á landi – til viðbótar við sókn þeirra á sviði ættleiðingar-, hjúskapar- og skólamála – birtist í þeirri kröfugerð þeirra, að "hommar fái að gefa blóð." Þótt þetta sé gersamlega úr takti við þann óþægilega veruleika, að hinn lífshættulegi sjúkdómur alnæmi er langalgengastur hjá þessum sérstaka þjóðfélagshópi [1], þá dregur það sízt úr þeim móðinn, og í 'hinseginvikunni' veittist þeim létt að fá viðmælendur sína í hópi fjölmiðlamanna til að gleypa við þeirri nýtilbúnu goðsögn [2], að síðustu árin hafi HIV-smit einkum átt sér stað hjá gagnkynhneigðum konum, ekki hommum. Í þessari grein var nýlega bent á, að á liðnu ári var dönskum hommum rúmlega 120 sinnum hættara við HIV-nýsmiti en gagnkynhneigðum körlum, en yfir 300 sinnum hættara við því en gagnkynhn. dönskum konum. Í Arkansas árið 2002 var AIDS og HIV-smit meðal homma 183 sinnum algengara en meðal gagnkynhn. karla; þar eru karlmenn, sem hafa mök við karlmenn, 18 sinnum líklegri til að hafa AIDS en þeldökkar konur. – HIV-smit fannst á Íslandi 1983–2005 hjá 40 konum og 144 körlum, þar af 93 hommum. Árin 2001–5 var HIV-nýsmit meðal karla hér á landi, sem höfðu mök við karla, meira en 30 sinnum algengara en meðal kvenna, sem höfðu mök við karla (sjá tilvísaða grein). – En aftur að hinni nýju frétt sem vísað er til í fyrirsögninni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:26:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 488 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 6. 12-16

En svo bar við um þessar mundir, að hann fór til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn til Guðs. Og er dagur rann, kallaði hann til sín lærisveina sína, valdi tólf úr þeirra hópi og nefndi þá postula. Þeir voru: Símon, sem hann nefndi Pétur, Andrés bróðir hans, Jakob og Jóhannes, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson og Símon, kallaður vandlætari, 16og Júdas Jakobsson og Júdas Ískaríot, sem varð svikari.
Í dag heiðrar kirkjan: Heilaga Símon og Júdas (Taddeus) postula. Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Alexandríu (380-444), biskup og kirkjufræðari. Ritskýringar við Jóhannesarguðspjall 3, 130: „Hann valdi tólf úr þeirra hópi og nefndi þá postula.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:18:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1117 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

16. Hið Alhelga Hjarta Jesú – lokaorð

resurrection

Ekki er of sterkt að orði kveðið þegar sagt er að guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú sé einn af dýrmætum gullhlekkjum hinnar heilögu arfleifðar sem varðveist hefur í hjarta kirkjunnar allt frá tímum postulanna. Því kemur heldur ekki á óvart að við getum leitað til eyðimerkurfeðranna á fjórðu öld til að leggja sem best rækt við hana vegna þess að afstaða þeirra er sú eina og sama og kemur fram hér að framan í grein 11: „Hin tólf heiti okkar frammi fyrir hinu Alhelga Hjarta.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.10.06

  09:13:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 454 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 12. 54-59

Hann sagði og við fólkið: „Þá er þér sjáið ský draga upp í vestri, segið þér jafnskjótt: ,Nú fer að rigna.' Og svo verður. Og þegar vindur blæs af suðri, segið þér: ,Nú kemur hiti.' Og svo fer. Hræsnarar, útlit lofts og jarðar kunnið þér að ráða, en hvernig er því farið, að þér kunnið ekki að meta þennan tíma? Hví dæmið þér ekki af sjálfum yður, hvað rétt sé? Þegar þú ferð með andstæðingi þínum fyrir yfirvald, þá kostaðu kapps um það á leiðinni að ná sáttum við hann, til þess að hann dragi þig ekki fyrir dómarann, dómarinn afhendi þig böðlinum, og böðullinn varpi þér í fangelsi. Ég segi þér, eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.“
Í dag heiðrar kirkjan: Bl. Bartholomeus frá Vicenza (um 1200-1271), dóminíkana og biskup á Kýpur. Hugleiðing dagsins: Blessaður Jóhannes páfi XXIII (1881-1963). Úr ræðu við opnunarathöfn Annars Vatíkanþingsins: Að meta tákn tímans: Mikilvægt hlutverk Annars Vatíkanþingsins

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.10.06

  18:52:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 172 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Samtal um nótt

Móðirin:
Ég grét sáran og var harmi lostin
þegar þeir drekktu dætrum mínum,
þeim sem höfðu heiðrað mig,
í sekkjum í gjánni í landi mínu
sem þeir gerðu að sínu.

Ég var harmi lostin þegar þeir
komu og tóku móðurina átta árum
eftir að hún ól barn sitt
og sendu til helheima.
Segðu þeim þetta. Segðu þeim þetta!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  15:43:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1102 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

15. Erzebet Szanto: „Náð loga elsku hins Flekklausa Hjarta míns mun blinda Satan.“

Theotokos

Í Fatíma sagði Guðsmóðirin að við lifum á endatímanum og því æðir Satan um heimsbyggðina og hremmir andvaralausar sálir vegna þess að hann gerir sér ljóst að tími hans er að renna út. Þetta er sá boðskapur sem hin blessaða Mey bar Erzsebet Szanto (1913-1985), ungverskri konu og sex barna móður með náðarríkum loga elsku Guðsmóðurinnar, þess sama loga elskunnar og geislar út frá Hjarta hinnar guðlegu miskunnar á mynd Faustínu Kowalska. Sjálf var Erzebet að sligast undan byrðum hins daglega lífs og trú hennar fór ört dvínandi, í reynd svo mjög, að trúarneisti hennar var að slokkna fyrir fullt og allt.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:10:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 49-53

Ég er kominn að varpa eldi á jörðu. Hversu vildi ég, að hann væri þegar kveiktur! Skírn á ég að skírast. Hversu þungt er mér, uns hún er fullnuð. Ætlið þér, að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Contardo Ferrini (1859-1902), Þriðju reglu fransiskana og prófessor. Hugleiðing dagsins: Heil. Faustína Kowalska (1905-1938), boðberi hinnar guðlegu miskunnar: „Að kveikja eld á jörðinni:“ Gjafir Heilags Anda (P 2. 3)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.10.06

Eru “augljósar mótsagnir” í Biblíunni, m.a. um samkynja mök fólks? Skoðanaskipti við ritstjóra um forvitnileg mál

Enn glíma Þjóðkirkjuprestar og margir trúaðir við ráðgátur um réttan skilning Heilagrar ritningar, m.a. hvort hún hafi komizt í mótsögn við sjálfa sig, t.d. í einu mesta deilumáli samtímans. Eftirfarandi bréfaskipti mín og eins ágæts ritstjóra Morgunblaðsins taka á því máli og geta e.t.v. orðið öðrum gagnleg. Hér er t.d. drepið á sköpunartrú, kvennakúgun, þrælahald og samkynhneigð.

Fyrra bréfið til Morgunblaðs-ritstjóra um “augljósar mótsagnir” í Biblíunni um atriði sem snerta samkynhneigða, en einnig ýmsa aðra hluti:

Til ritstjóra Morgunblaðsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30. des. 2005.

Sælir og blessaðir, ágætu Styrmir, Karl og Ólafur, á þessari jólahátíð. Staksteinar ykkar frá 27. des. standa í mér. Þar eru gerðar athugasemdir við grein á Vef-þjóðviljanum (þar sem fjallað var um samband kristinnar trúar og stjórnmála), en ekki látið nægja að beina gagnrýninni þangað, því að ekki verður annað séð en að Staksteinar fullyrði, að "augljósar mótsagnir" séu í Ritningunni varðandi mál samkynhneigðra (sjá textann hér neðar).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:22:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1368 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

14. Heilög Faustína Kowalska og náð geisla Hjarta hinnar guðlegu miskunnar

miskunn

Engin umfjöllun um tilbeiðslu á hinu Alhelga Hjarta er fullkomin án þess að geta Faustínu Kowalska (1905-1938). Í predikun sinni í messunni þegar hún var tekin í tölu hinna heilögu þann 30. apríl árið 2000 kallaði Jóhannes Páll páfi II hana: „Gjöf Guðs til samtíma okkar.“ Páfi komst svo að orði: „Guðleg miskunn streymir til mannanna um hið krossfesta Kristshjarta“ og hann vitnaði til orða þeirra sem Jesú mælti til hennar: „Dóttir mín! Segðu að ég sé elskan og miskunnin persónugerð“ (Dagbók, bls. 374).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:45:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 613 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 39-48

Það skiljið þér, að húsráðandi léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi, á hvaða stundu þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ Þá spurði Pétur: „Herra, mælir þú þessa líkingu til vor eða til allra?“ Drottinn mælti: „Hver er sá trúi og hyggni ráðsmaður, sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur. Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: ,Það dregst, að húsbóndi minn komi,' og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður, þá mun húsbóndi þess þjóns kom á þeim degi, er hann væntir ekki, á þeirri stundu, er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með ótrúum. Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns og hefur ekki viðbúnað né gjörir vilja hans, mun barinn mörg högg. En hinn, sem veit hann ekki, en vinnur til refsingar, mun barinn fá högg. Hver sem mikið er gefið, verður mikils krafinn, og af þeim verður meira heimtað, sem meira er léð.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Antônio de Sant´Anna Galvâo (1739-1822), brasilískan reglustofnanda. Hugleiðing dagsins: Blessaður Guerric frá Igny (um 1080-1157), ábóti í sistersíanreglunni. 3 predikun á aðventu, 1: „En þér, bræður, eruð ekki í myrkri, svo að dagurinn geti komið yfir yður sem þjófur“ (1Þ 5. 4)

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.10.06

  10:50:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 428 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 35-38

Verið gyrtir um lendar, og látið ljós yðar loga, og verið líkir þjónum, er bíða þess, að húsbóndi þeirra komi úr brúðkaupi og þeir geti lokið upp fyrir honum um leið og hann kemur og knýr dyra. Sælir eru þeir þjónar, sem húsbóndinn finnur vakandi, er hann kemur. Sannlega segi ég yður, hann mun gyrða sig belti, láta þá setjast að borði og koma og þjóna þeim. Og komi hann um miðnætti eða síðar og finni þá vakandi, sælir eru þeir þá.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Antonio Mario Claret (1897-1870), „andlegan föður Kúbu.“ Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard frá Clairvaux, (1091-1153), sistersíani og kirkjufræðari. Hugleiðing 17 um Ljóðaljóðin: Að vaka í Heilögum Anda

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.10.06

  19:22:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 18 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú – Saga og iðkun

4_mynd

Nú er greinaflokkur minn um hið Alhelga Hjarta Jesú komin út í smáriti á pdf formati á Vefrit Karmels.

TENGILL

  14:31:28, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 315 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

13. Bænaband hins Alhelga Hjarta Jesú

chaplet

Bænaband hins Alhelga Hjarta er gert úr 33 litlum perlum, 6 stærri perlum, meni af hinu Alhelga Hjarta og róðukrossi. Þrjár litlar perlur eru á milli hverra stóru perlanna, en fjöldi þeirra skírskotar til þeirra 33 ára sem Drottinn lifði á jörðinni. Annað afbrigði hans er með fimm litlum perlum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hann er beðinn með eftirfarandi hætti. Við róðukrossinn er farið með Sál Krists (Amina Christi):

Sál Kristí, helga þú mig. Hold Kristí, frelsa þú mig. Blóð Kristí, örfa þú mig. Vatnið úr síðu Kristí, lauga þú mig. Písl Kristí, styrk þú mig. Góði Jesús, bænheyr þú mig. Fel þú mig í undum þínum. Lát þú ekki skilja með okkur. Vernda mig fyrir valdi óvinarins. Kalla þú mig á dauðastundinni, og lát mig koma heim til þín, svo að ég geti lofað þig og vegsamað að eilífu með öllum helgum mönnum þínum. Amen.

(a) Við næstu perlu eftir róðukrossinn: Faðirvorið.
(b) Á næstu þremur perlunum: Heil sért þú María
(c) Á þeirri fjórðu: Dýrðarbænina.

Við hjartað á bænabandinu er sagt: Megi Hjarta Jesú í hinu blessaða sakramenti vera blessað, vegsamað og elskað af mikilli ástúð á sérhverju andartaki í öllum Guðslíkamahúsum heimsins nú og að eilífu. Amen.

Á stærri perlunum er sagt: Alhelga Hjarta Jesú! Ég sárbæni þig um að elska þig stöðugt meira.

Á minni perlunum: Alhelga Hjarta Jesú! Þú ert mitt traust.

Við lok hverrar perluraðar er sagt: Alhelga Hjarta Jesú! Vertu hjálpræði mitt.

Þegar hringnum er lokað er aftur sagt: Megi Hjarta Jesú í hinu blessaða sakramenti vera blessað, vegsamað og elskað af mikilli ástúð á sérhverju andartaki í öllum Guðslíkamahúsum heimsins nú og að eilífu. Amen.

Næst: 14. Faustína Kowalska og Hjarta hinnar guðlegu miskunnar

  09:17:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 550 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 13-21

Einn úr mannfjöldanum sagði við hann: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“ Hann svaraði honum: „Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur?“ Og hann sagði við þá: „Gætið yðar, og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé.“ Þá sagði hann þeim dæmisögu þessa: „Maður nokkur ríkur átti land, er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: ,Hvað á ég að gjöra? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum.' Og hann sagði: ,Þetta gjöri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri, og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.' En Guð sagði við hann: ,Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefur aflað?' Svo fer þeim er safnar sér fé, en er ekki ríkur hjá Guði.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil Jóhannes frá Capistrano, prest (1386-1456). Hugleiðing: Blessuð Teresa frá Kalkútta (1910-1997), stofnandi Kærleikssystranna. Einföld braut: „Hvað á ég að gjöra?“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.10.06

  10:56:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1346 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um sköpunarmátt þjáninganna

Nýverið sá ég viðtal við unga konu í sjónvarpinu sem er afar mikið fötluð og ekur um í hjólastól. Engu að síður hefur hún lokið menntaskólanámi og hefur hafið nám í háskóla. Í vetur heldur hún fyrirlestra í framhaldsskólunum. Inntak boðskapar þess sem hún miðlar af reynslu sinni til annarra ungmenna er: FORRÉTTINDI ÞESS AÐ VERA FÖTLUÐ! Við skulum nú íhuga þennan leyndardóm örlítið nánar með hliðsjón af því sem heil. Tómas frá Akvínó segir um þjáninguna í hugleiðingunni með guðspjalli dagsins (22. október).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:16:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 703 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 10. 35-45

Þá komu til hans Jakob og Jóhannes, synir Sebedeusar, og sögðu við hann: „Meistari, okkur langar, að þú gjörir fyrir okkur það sem við ætlum að biðja þig.“ Hann spurði þá: „Hvað viljið þið, að ég gjöri fyrir ykkur?“ Þeir svöruðu: „Veit okkur, að við fáum að sitja þér við hlið í dýrð þinni, annar til hægri handar þér og hinn til vinstri.“ Jesús sagði við þá: „Þið vitið ekki, hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég drekk, eða skírst þeirri skírn, sem ég skírist?“ Þeir sögðu við hann: „Það getum við.“ Jesús mælti: „Þann kaleik, sem ég drekk, munuð þið drekka, og þið munuð skírast þeirri skírn, sem ég skírist. En mitt er ekki að veita, hver situr mér til hægri handar eða vinstri. Það veitist þeim, sem það er fyrirbúið.“ Þegar hinir tíu heyrðu þetta, gramdist þeim við þá Jakob og Jóhannes. En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þér vitið, að þeir, sem teljast ráða fyrir þjóðum, drottna yfir þeim, og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar. Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pétur frá Alcantara (1499-1562), spænskur ögunarlífsmaður og skriftafaðir Teresu frá Avíla. Hugleiðing dagsins: Heil. Tómas frá Akvínó (1225-1274), guðfræðingur í reglu Dóminíkana og kirkjufræðari. Um postullega Trúarjátningu (Collationes In Symbolum apostolorum, art. 4 § 64.70.72-76): „Sá, sem mikill vill verða meðal yðar, verði þjónn yðar.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.10.06

  10:10:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 498 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 8-12

En ég segi yður: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og Mannssonurinn kannast við fyrir englum Guðs. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun afneitað verða fyrir englum Guðs. Hverjum sem mælir gegn Mannssyninum, verður það fyrirgefið, en þeim sem lastmælir gegn Heilögum Anda, verður ekki fyrirgefið. Og þegar þeir leiða yður fyrir samkundur, höfðingja og yfirvöld, hafið þá ekki áhyggjur af því, hvernig eða með hverju þér eigið að verja yður eða hvað þér eigið að segja. Því að Heilagur Andi mun kenna yður á þeirri stundu, hvað segja ber.“
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Hilaríon (um 291-371), eyðimerkurfaðir og upphafsmann munklífis í Palestínu. Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Um trúboðsstarf kirkjunnar (Ad Gentes), § 23-24: Að bera Kristi vitni í öllu sínu lífi

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  06:14:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 814 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

12. Fyrstu föstudaga tilbeiðslan

12, fyrstu föstudagarnir

Það var sjálfur Frelsarinn sem kaus fyrsta föstudaginn í 9 mánuði samfellt sem sérstakan dag til að vegsama hið Alhelga Hjarta sitt. Þar sem takmark þessarar guðrækni er að glæða brennandi elsku á Drottni og til að gera iðrun og yfirbót sökum allrar þeirrar skelfilegu vansæmdar sem honum hefur verið auðsýnd verðskuldar hann stöðugrar elsku okkar. Sífellt er honum auðsýnd vansæmd, fyrirlitning og vantrú í sakramenti elsku sinnar – Evkaristíunni – og þannig iðrumst við og gerum yfirbót fyrir annarra hönd í fyrstu föstudagaguðrækninni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  01:13:29, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 327 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Bush gegn nýtingu stofnfruma úr mannsfóstrum

George W. Bush á heiður skilinn fyrir að beita neitunarvaldi sínu gegn offorsi efnishyggjumanna (flestra demókrata) sem gjörnýta vilja fósturvísa að vild lyfjarisa-auðmagnsins. Honum sé þökk að setja kapítalismanum siðferðisleg mörk í því tilliti. Það var verðugt, að loks þegar hann í 1. skipti beitti því neitunarvaldi, sem forsetanum er falið á hendur, skyldi það vera í þágu lífsins, til að tryggja friðhelgi hins mannlega fósturvísis.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.10.06

  15:45:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 145 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

„Logi elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu“ kominn á íslensku.

Hid Flekklausa hjarta

Nú er rit Erzsebetar Szanto „Logi elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu“ komið út á Vefrit Karmels á pfd formati.

BÆN TIL AÐ GLÆÐA LOGA ELSKUNNAR

Með persónulegu samþykki Páls páfa VI
Nóvember 1973

Af barnslegri trú áköllum við þig María mey svo að logi elsku hins Flekklausa Hjarta þíns sem Heilagur Andi hefur glætt tendri í vanmegna hjörtum okkar eld fullkominnar elsku á Guði og öllu mannkyninu, þannig að við elskum Guð og náunga okkar af einu hjarta ásamt þér.

Hjálpaðu okkur til að miðla þessum heilaga loga til allra manna sem hafa góðan vilja svo að logi elskunnar slökkvi eld hatursins alls staðar á jörðinni, þannig að Jesús, Konungur friðarins, verði einnig Konungur allra hjartna í sakramenti elsku sinnar á hásæti hjartna okkar. Amen.

TENGILL

  09:37:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 336 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Portúgalska þingið ákveður þjóðaratkvæðagreiðslu um fósturdeyðingafrumvarp

PORTÚGAL er eitt fjögurra landa í Evrópu, þar sem ströng ákvæði eru gegn fósturdeyðingum, og eru þau lönd standandi dæmi um það, að alveg á að vera unnt að taka upp slík lög hér á landi. En nú er lagt til í portúgalska þinginu, gegn andstöðu margra, að leyfa fósturdeyðingar. Þar (ólíkt okkar þingheimi árið 1975) er þó ákveðið, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli úrskurða um málið, og á hún að fara fram í janúar nk. – Eftirfarandi stutt frétt birtist um málið á vefsíðu Mbl. kl. 7:25 í dag :

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:24:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 532 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

11. Hin tólf heiti okkar frammi fyrir hinu Alhelga Hjarta Jesú í Guðslíkamahúsinu.

Monstran

1. Knúinn áfram af krafti Heilags Anda vil ég leitast við að elska hið Alhelga Hjarta Jesú af öllu hjarta, af allri sálu og af öllum mætti alla daga lífs míns og staðfesta elsku mína með því að virða kenningar hans.

2. Ég vil gera all sem í mínu valdi stendur til að taka mér elsku Jesú á Guði Föður til fyrirmyndar auk elskuríkrar gæsku hans og örlætis gagnvart bræðrum mínum og systrum, einkum þeim þeirra sem erfitt er að líta á með velvild og elsku.

3. Ég vil taka þátt í helgisiðagjörð Evkaristíunnar af fyllstu guðrækni og meðtaka útdeilinguna af hreinu hjarta og fyllsta þakklæti og iðrun eins og Jesús þráir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:11:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 605 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 1-7

Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda, svo að nærri tróð hver annan undir. Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: „Varist súrdeig farísea, sem er hræsnin. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. Því mun allt það, sem þér hafið talað í myrkri, heyrast í birtu, og það, sem þér hafið hvíslað í herbergjum, mun kunngjört á þökum uppi. Það segi ég yður, vinir mínir: Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða og fá að því búnu ekki meira að gjört. Ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann, er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann. Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Maríu Bertilla Boscardin (1888-1922). Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena (1347-1380), Þriðju reglu dóminíkansystir, kirkjufræðari og einn tveggja verndardýrlinga Evrópu. Samræður 18: „Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.10.06

  10:48:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 513 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

10. Níudagabæn (novena) hins Alhelga Hjarta Jesú

10. Alhelga hjarta

Guðdómlegi Jesús! Þú sagðir „Biðjið og yður mun gefast; knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“ Horfðu til mín þar sem ég krýp nú niður við fætur þína fullur lifandi trúar og trúnaðartrausts á guðdómlegum fyrirheitum þíns Alhelga Hjarta og sem féllu af þínum lofsverðu vörum. Ég kem til þín til að biðja þig um að (Nefnið bónarbæn ykkar í hljóði).

Hvert get ég snúið mér annað en til Hjarta þíns sem er uppspretta allrar náðar og verðskuldunar? Hvert get ég snúið mér annað en til þess fjársjóðs sem felur í sér allt ríkidæmi gæsku þinnar og miskunnar? Hvar get ég knúið á nema á þær dyr þar sem Guð gefst okkur og við gefumst Guði? Ég leita skjóls hjá þér, Hjarta Jesú.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 24 25 26 ...27 ... 29 ...31 ...32 33 34 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net


Fatal error: Uncaught Error: Call to a member function flag() on boolean in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php:215 Stack trace: #0 /home/n982112/public_html/inc/widgets/model/_widget.class.php(629): item_info_line_Widget->display(Array) #1 /home/n982112/public_html/inc/skins/model/_skin.class.php(315): ComponentWidget->display_with_cache(Array, Array) #2 /home/n982112/public_html/inc/skins/_skin.funcs.php(2411): Skin->container('Sidebar', Array) #3 /home/n982112/public_html/skins/custom_skin/index.main.php(240): skin_container('Sidebar', Array) #4 /home/n982112/public_html/inc/_blog_main.inc.php(890): require('/home/n982112/p...') #5 /home/n982112/public_html/index.php(67): require('/home/n982112/p...') #6 {main} thrown in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php on line 215