Blaðsíður: 1 ... 23 24 25 ...26 ... 28 ...30 ...31 32 33 ... 46

17.11.06

  08:45:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 797 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 26-37

„Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins: Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum. Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast. Sá sem þann dag er á þaki uppi og á muni sína í húsinu, fari ekki ofan að sækja þá. Og sá sem er á akri, skal ekki heldur hverfa aftur. Minnist konu Lots. Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf. Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á sömu kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. [Tveir verða á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.]" Þeir spurðu hann þá: „Hvar, herra?" En hann sagði við þá: „Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Elísabetu af Ungverjalandi (1207-1231). Hugleiðing dagsins: Heil. Gregoríos frá Nyssa (335-395), einn Kappadokíufeðranna þriggja, biskup. Hugleiðing 11 um Ljóðaljóðin: Menn átu og drukku, keyptu og seldu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

16.11.06

  18:06:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 93 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hl. Katrín frá Siena – Ó, eilífi Faðir!

Ó eilífi Faðir!
Við vorum hulin
í garði hjarta þíns.
Þú kallaðir okkur fram
úr heilögum huga þínum sem blóm
og krónblöðin eru sálarkraftarnir þrír.
Og í hverjum þeirra og einum
huldir þú alla jurtina
svo að þeir bæru ávöxt í garði þínum,
og gætu horfið að nýju til þín
með þá ávexti sem þú gafst þeim.
Þannig kemur þú aftur til sálarinnar
til að fylla hana með blessun þinni.
Þarna dvelja sálirnar
eins og fiskurinn í sjónum
og sjórinn í fiskinum.

Úr 20. bæninni.

  09:57:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 350 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 22-25

Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.“ Og hann sagði við lærisveinana: „Þeir dagar munu koma, að þér þráið að sjá einn dag Mannssonarins og munuð eigi sjá. Menn munu segja við yður: Sjá hér, sjá þar. En farið ekki og hlaupið eftir því. Eins og elding, sem leiftrar og lýsir frá einu skauti himins til annars, svo mun Mannssonurinn verða á degi sínum. En fyrst á hann margt að líða og útskúfaður verða af þessari kynslóð.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Margrét af Skotlandi (1050?-1093).  Hugleiðing dagsins: Heil. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelsystir og kirkjufræðari. Ævisaga, handrit A, 84 r°: „Guðs ríki er innra með yður.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.11.06

  09:42:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 507 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 11-19

Svo bar við á ferð hans til Jerúsalem, að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt, mættu honum tíu menn líkþráir. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!" Er hann leit þá, sagði hann við þá: „Farið og sýnið yður prestunum." Þeir héldu af stað og nú brá svo við, að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?" Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp, og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Albert hinn mikla (1206-1280). Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes af Krossi. Ljóð andans 34,1: Hversu fögur ertu, vina mín!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.11.06

  09:57:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 636 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Evrópubandalagið verður arftaki Sovétríkjanna

Þann 7. nóvember s. l. greinir LifeSiteNews.com frá ummælum Vladimir Bukovskij, fyrrum sovésks stjórnarerindreka sem birtust í Brussel Journal. Hann komst svo að orði að Evrópubandalagið væri „skrímsli“ sem yrði að tortíma áður en það þróaðist í að verða að öðrum Sovétríkjum. Hann sagði meðal annars: „Sovétríkin voru ríkjasamband sem lét stjórnast af hugmyndafræði. Í dag er hugmyndafræði Evrópubandalagsins stöðnuð sósíaldemókratísk hugmyndafræði og grundvallast að mestu á pólitískum rétttrúnaði. Ég sé með áþreifanlegum hætti hvernig þessi pólitíski rétttrúnaður ryður sér meira og meira rúms sem hugmyndafræðileg kúgun . . . Sjáið til að mynda þessar ofsóknir á hendur sænskum predikara sem varð að sæta nokkurra mánaða ofsóknum vegna þess að Biblían samþykkti ekki samkynhneigð.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:02:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 436 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 17. 7-10

„Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénað, segir hann þá við hann, þegar hann kemur inn af akri: ,Kom þegar og set þig til borðs'? Segir hann ekki fremur við hann: ,Bú þú mér kvöldverð, gyrð þig og þjóna mér, meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið.' Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gjöra það, sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gjört allt, sem yður var boðið: ,Ónýtir þjónar erum vér, vér höfum gjört það eitt, sem vér vorum skyldir að gjöra.‘“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Gertrude (1256?-1302). Hugleiðing dagsins: Úr Spakmælum feðranna: Pelagíus og Jóhannes, 5: Af abba Sylvanusi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.11.06

  10:35:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 514 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 13. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 1-6

Hann sagði við lærisveina sína: „Eigi verður umflúið, að til ginninga komi, en vei þeim er veldur. Betra væri honum að hafa mylnustein um hálsinn og vera varpað í hafið en að tæla einn af þessum smælingjum til falls. Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum. Og þótt hann misgjöri við þig sjö sinnum á dag og snúi sjö sinnum aftur til þín og segi: ,Ég iðrast,' þá skalt þú fyrirgefa honum.“ Postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú!" En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn, gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: ,Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum,' og það mundi hlýða yður.“
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Francis Xavier Cabrini (1850-1917), fyrsta Bandaríkjamanninn sem tekinn var í tölu heilagra.   Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena: Úr samræðunum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.11.06

Íslenzkukennsla fyrir útlendinga og aðgangur þeirra að atvinnu á Íslandi (úr erindi í Útvarpi Sögu 10. 11. 2006)

Ríkisstjórnin tilkynnti í hádeginu 10. nóv., að hún hyggist leggja 100 milljónir króna í íslenzkukennslu útlendinga og nýbúa á næsta ári. Þetta er þó allt of lítið.[1] Ég hafði áður lagt til á annarri vefsíðu, að ríkisframlög til þessara mála yrðu tuttugufölduð. En hver eru framlög ríkisins til íslenzkukennslu útlendinga á þessu ári? Hugsið fyrst út í þetta: Hve miklu eyðum við í menntamál? Sumir sjá jafnvel ofsjónum yfir því, að við leggjum peninga í að kenna útlendingum íslenzku! Hvað ætli það séu margir tugir milljarða, sem íslenzka skólakerfið fær í sinn hlut? En á þessu ári eyðir ríkið einungis 18,8 milljónum í það að kenna útlendingum íslenzku! [2]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.11.06

  16:50:02, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 25 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Kaþólska vefritið Catholica.dk

Catholica.dk er danskt vefrit. Greinarnar í því eru á 'pdf' formi og því þarf forritið 'Acrobat Reader' að vera uppsett á tölvunni:

http://www.catholica.dk/

  16:42:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 10 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Sænska kirkjublaðið Katolsk Observatör

Sænska kirkjublaðið Katolsk Observatör:

http://katobs.se/

  16:42:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 31 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Fréttaþjónusta norsku kirkjunnar á netinu

Á vefsíðu norsku kirkjunnar birtast reglulega fréttir á vefslóðinni:

http://www.katolsk.no/nyheter/

Á slóðinni:

http://www.katolsk.no/broen/

má einnig nálgast norska kirkjuritið Broen á 'pdf' formi.

  16:42:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 15 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Danska kirkjublaðið Katolsk Orientering

Hér er vefútgáfa danska kirkjublaðsins Katolsk Orientering:

http://www.katolskorientering.dk/

  16:42:36, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 16 orð  
Flokkur: Kaþólskir fjölmiðlar

Kaþólska vikuritið The Tablet

The Tablet er breskt vikurit sem hefur komið út síðan 1840:

http://www.thetablet.co.uk/

  10:02:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 418 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 16. 9-15

Og ég segi yður: Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir. Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu. Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón." En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gjörðu gys að honum. En hann sagði við þá: "Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Martein frá Tours (316?-397). Hugleiðing dagsins: Úr Hómilíubók. Um föstu: Og verður þá tekinn af þeim uppgangur himnaríkis hæðar

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

10.11.06

  18:24:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 376 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Logi lifandi elsku eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku

loginn

Nú er Logi lifandi elsku eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslensku á Vefrit Karmels. Jóhannes af Krossi semur Loga lifandi elsku sex árum áður en hann andast meðan hann gegnir enn stöðu svæðisstjóra í Andalúsíu. Hann stendur á hátindi sínum sem andlegur lærifaðir og leiðbeinandi. Með ritinu leggur hann grundvöllinn að guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú sem blásið er nýju lífi í með persónulegum opinberunum hinna heilögu kirkjunnar á komandi öld.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:59:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1600 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Austurkirkjufeðurnir stóðu vörð um Páfadóminn

Upphafið er þetta. Fyrstur kom Pétur postuli:

Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum." (Mt 20. 18-20).

Því næst kom: Heil. Linus (um 66-78).
Þar næst kom: Heil. Anacletus (um 79-91).
Næst Heil. Klement (um 91-109).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:42:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 653 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr er úr Lk 16. 1-8

Enn sagði hann við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann, og var sá sakaður við hann um það, að hann sóaði eigum hans. Hann kallaði hann fyrir sig og sagði við hann: ,Hvað er þetta, er ég heyri um þig? Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.' Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: ,Hvað á ég að gjöra, fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég, hvað ég gjöri, til þess að menn taki við mér í hús sín, þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.' Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: ,Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum?' Hann svaraði: ,Hundrað kvartil viðsmjörs.' Hann mælti þá við hann: ,Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu.' Síðan sagði hann við annan: ,En hvað skuldar þú?' Hann svaraði: ,Hundrað tunnur hveitis.' Og hann sagði honum: ,Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu.' Og húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Leó páfa hinn mikla (d. 461). Hugleiðing dagsins: Heil. Silúan starets frá Aþosfjalli (1866-1938). Um bænina: Öllum í þessum heimi er falið eitthvað ákveðið hlutverk á hendur

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.11.06

  10:51:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 486 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 9. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 2. 13-22

Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar. Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra, og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð." Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: „Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp." Gyðingar sögðu þá við hann: „Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?" Jesús svaraði þeim: „Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum." Þá sögðu Gyðingar: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!" En hann var að tala um musteri líkama síns.

Í dag minnist kirkjan: Vígslu Basilíku hl. Jóhannesar á Lateranhæðinni í Róm. Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Jerúsalem (ca 315- ca 386). Trúfræðin III, 35: Og ekki stóð steinn yfir steini

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.11.06

  10:45:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4898 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (7)

7. Þrengingartími kirkjunnar og endatíminn

Þrengingartími kirkjunnar eftir ofsóknir siðaskiptanna [1] hófst með frönsku stjórnarbyltingunni. Byltingarráðið krafðist þess að allir prestar sværu stjórnarskrá byltingarmanna hollustueið. Píus páfi VI bannaði prestum að gera þetta og ríflegur meirihluti þeirra varð við beiðni hans. Brátt hófust nauðungarflutningar á prestum til Guiana eða þeir voru dæmdir til dauða. Í stjórnarskrárráðinu á árunum 1792 til 1795 sem lýsti yfir stofnum lýðveldisins varð byltingin andsnúin kristindóminum. Kaþólskir voru ofsóttir, fjölmargir prestar myrtir og eitt sinn voru 1500 prestar barðir til dauða. Altari var reist í Notre Dame basilíkunni til heiðurs gyðju skynseminnar og Robespierre reyndi að innleiða dýrkun á hinni æðstu verund.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:47:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 503 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 8. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 25-33

Mikill fjöldi fólks var honum samferða. Hann sneri sér við og sagði við þá: „Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn. Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér, getur ekki verið lærisveinn minn. Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann og segja: ,Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið.' Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um, hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir? Sé svo ekki, gerir hann menn á fund hans, meðan hann er enn langt undan, og spyr um friðarkosti. Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.“
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan John Duns Scotus (1266-1308). Hugleiðing dagsins: Jóhannes af Krossi. Hin myrka nótt sálarinnar 1. 7, 3-4: Um nýliðana í bænalífinu sem forðast krossinn

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.11.06

  17:25:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1678 orð  
Flokkur: Kirkjusaga, íslenzk, Kaþólskir Íslendingar, Jón Arason biskup

Jón Arason biskup og ætt hans

Á 456. ártíð herra Jóns

Óhikað má telja Jón biskup Arason í hópi stórmenna Íslandssögunnar, ekki sízt í kaþólskri kristni, enda var af honum mikil saga, samofin við örlagaríka viðburði í lífi kirkju og þjóðar á 16. öld. Væntanlega verður síðar gert vel við minningu hans herradóms á þessum vefsíðum, auk þess að birta hér sálma hans og kvæði. Í þessari vefgrein verður í örstuttu máli rakin ævi hans og ætt og talinn upp helzti kveðskapur frá hans hendi.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:31:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 539 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 7. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 15-24

Þegar einn þeirra, er að borði sátu, heyrði þetta, sagði hann við Jesú: „Sæll er sá, sem neytir brauðs í Guðs ríki.“ Jesús sagði við hann: „Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. Er stundin kom, að veislan skyldi vera, sendi hann þjón sinn að segja þeim, er boðnir voru: ,Komið, nú er allt tilbúið.' En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni. Hinn fyrsti sagði við hann: ,Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.' Annar sagði: ,Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau. Ég bið þig, haf mig afsakaðan.' Og enn annar sagði: ,Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.' Þjónninn kom og tjáði herra sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn: ,Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar, og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta.' Og þjónninn sagði: ,Herra, það er gjört, sem þú bauðst, og enn er rúm.' Þá sagði húsbóndinn við þjóninn: ,Far þú út um brautir og gerði og þrýstu þeim að koma inn, svo að hús mitt fyllist. Því ég segi yður, að enginn þeirra manna, er boðnir voru, mun smakka kvöldmáltíð mína.”

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Didacus (1400-1463). Hugleiðing dagsins: Heil. Kýrillos frá Jerúsalem (316-386), biskup og kirkjufræðari. Trúfræðslan, Um skírnina 2, 2-3: Hlýðið nú á, ó börn réttlætisins

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.11.06

  12:05:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 790 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Afstaða Marteins Lúters til Maríu Guðsmóður

Sökum tilmæla birti ég hér afstöðu Lúters til Maríu Guðsmóður í sérstakri grein. Þetta er lokakaflinn í 6. kaflanum um Hina þrjá myrku daga.

Við það fólk sem tilheyrir lútersk evangelísku kirkjunni á Íslandi og les þessa umfjöllun vil ég einungis segja þetta: Margir trúbræðra ykkar og systra eru orðin miklu lúterskari en sjálfur Marteinn Lúter var nokkru sinni. Við skulum nú rifja upp nokkur ummæla hans um Maríu Guðsmóður. Lúter sagði meðal annars þetta:

„Hún er full náðar og réttilega sögð vera að öllu leyti án syndar . . . Náð Guðs fyllir hana allri gæsku og eyðir allri illsku úr henni . . . Guð er með henni sem felur í sér að allt sem hún gerði eða á eftir að gera er guðdómlegt og áhrif Guðs í henni. Auk þess vakti Guð yfir henni og verndaði hana gegn öllu sem gat unnið henni tjón.“ [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:26:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1840 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Polaroidbörn

Í tilefni hugvekju heil. Gregoríosar frá Nazíenzen í dag með ritningarlestri dagsins, birti ég hér þýdda grein eftir Richard Stith, en hann er prófessor við lagadeild Valparaisoháskólans í Bandaríkjunum.

Hvers vegna finnst mörgum þeirra sem aðhyllast frelsi í fósturdeyðingum að rök okkar gegn fósturdeyðingum á frumstigi fóstursins vera ósannfærandi eða fáránleg? Íhugið til að mynda hversu iðulega vörnin til verndar fóstrum geta orðið langsótt. Ef einhverjar líkur séu til að vinna sigur í þessum rökræðum verða verjendur ófæddra barna að skilja að röksemdafærsla sem virðist vera skynsamleg í okkar augum geta virkað á andstæðinga okkar sem hreinasta firra.

Ég játa að rök lífsverndarsinna geta reynst langsótt fyrir þá sem hlusta á okkur ef þeir aðhyllast þá skoðun ómeðvitað að fóstrið sé „framleitt“ í móðurskauti.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:21:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 349 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 6. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 14. 12-14

Þá sagði hann við gestgjafa sinn: „Þegar þú heldur miðdegisverð eða kvöldverð, bjóð þá hvorki vinum þínum né bræðrum, ættingjum né ríkum nágrönnum. Þeir bjóða þér aftur, og þú færð endurgjald. Þegar þú gjörir veislu, þá bjóð þú fátækum og örkumla, höltum og blindum, og munt þú sæll verða, því þeir geta ekki endurgoldið þér, en þú færð það endurgoldið í upprisu réttlátra.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Nikulás Tavelic (d. 1391) og félaga, píslarvotta í Landinu helga. Hugleiðing dagsins: Heil. Gregoríos frá Nazíanzen (330-390), einn Kappodíkufeðranna þriggja og kirkjufræðari. Um elsku til hinna snauðu, 4-6: „Með þessum verkum kenndir þú lýð þínum að hinir réttlátu verða að vera gæskuríkir“ (SS 12. 19).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.11.06

  11:27:20, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2165 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (6)

6. Þrengingartímar en ekki heimsendir

Í ávarpi því sem Angelo Sodano kardínáli og forsætisráðherra hins heilaga Sætis flutti þann 13. maí árið 2000 í lok messunnar í Fatíma sem Jóhannes Páll páfi II tók þátt í, komst hann meðal annars svo að orði: „Opinberunin í Fatíma snýst fyrst og fremst um þá styrjöld sem guðsafneitunin háir gegn kirkjunni og kristnum mönnum og sjá má í þeim takmarkalausu þjáningum sem vottar trúarinnar hafa gengið í gegnum í síðustu öld annars árþúsundisins. Þetta er þrengingarganga Krossferils páfa tuttugustu aldarinnar.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:26:43, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1717 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Nicaragua-þjóð svipt þróunaraðstoð frá Íslandi vegna femínískt-pólitískrar andstöðu ÞSSÍ gegn fósturvernd?

Mbl.frétt 3. þ.m. er athyglisverð: 'Þróunaraðstoð við Níkaragva í uppnámi. Alvarlegar afleiðingar banns við fóstureyðingum' [1]. Þar segir af því, að nýsamþykkt lög í Nicaragua-þingi, sem banna fóstureyðingar með öllu, stangist á við jafnréttisáætlun Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), en hún hefur nýlega hafið starfsemi í Nicaragua. Ásamt öðrum slíkum stofnunum mun ÞSSÍ "senda mjög harkaleg mótmæli" að sögn Sighvats Björgvinssonar, frkvstj. ÞSSÍ. Hann gefur einnig í skyn í Mbl.viðtalinu, að Íslendingar muni hætta eða stórminnka þróunaraðstoð til Nicaragua vegna þessarar löggjafar um fósturvernd, sbr. þessi orð í Morgunblaðsfréttinni:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:50:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 584 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 5. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists sunnudaginn 5. nóvember er úr Markús 12. 28-34

Þá kom til hans fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann, að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: „Hvert er æðst allra boðorða?“ Jesús svaraði: „Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.' Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Ekkert boðorð annað er þessum meira.“ Fræðimaðurinn sagði þá við hann: „Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann. Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira.“ Jesús sá, að hann svaraði viturlega, og sagði við hann: „Þú ert ekki fjarri Guðs ríki.“ Og enginn þorði framar að spyrja hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Sylvia (d. 594), móðir Gregors páfa hins mikla.  Hugleiðing dagsins: Heil. Frans frá Sales (1567-1622), biskup frá Genf og kirkjufræðari. Ritgerð um elskuna, 10, 11: Elska guðs glæðir elsku á náunganum

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

04.11.06

  12:30:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3948 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (5)

Opinberanir þeirra Anna-Maria Taigi og Marie Julie Jahenny frá La Fraudais

Ég birti hér loks opinberanir tveggja kvenna til mótvægis við karlana tvo hér að framan sem víkja berum orðum að hinum þremur myrku dögum því að það er ekki tilgangur þessarar umfjöllunar að fara út fyrir þennan ramma. [1] Önnur þeirra er ítölsk og hin frönsk.

Blessuð Anna-Maria Taigi (1769-1837)

Hún fæddist í Síena á Ítalíu þann 29. maí árið 1769 og andaðist í Róm þann 9. júní 1837. Páfar og kardínálar hafa talað um þessa kvæntu konu sem einhverja heilögustu konu allra tíma. Benedikt páfi XV komst svo að orði þegar hún var tekin í tölu blessaðra þann 20. maí 1920, að hún hefði verið fyrirmyndar móðir við þær verstu kringumstæður sem hugsast getur. Iðulega dvaldi hún í andlegum hrifum, vann ótal kraftaverk þegar hún læknaði fólk, gat lesið í hjörtu manna, sagði fyrir um andlát fólks og sá sýnir og óorðna atburði. Hún sagði fyrir um báðar heimsstyrjaldirnar á tuttugustu öldinni. Átján árum eftir andlát hennar var líkami hennar svo vel varðveittar að það var eins og hún hefði sofnað daginn áður. Hér verður nú greint frá spádómi hennar um hina þrjá myrku daga.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:15:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 580 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 1, 7-11

Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum. Jesús gaf því gætur, hvernig þeir, sem boðnir voru, völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið, að manni þér fremri að virðingu sé boðið, 9og sá komi, er ykkur bauð, og segi við þig: ,Þoka fyrir manni þessum.' Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur, er þér er boðið, og set þig í ysta sæti, svo að sá sem bauð þér segi við þig, þegar hann kemur: ,Vinur, flyt þig hærra upp!' Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum, er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Karl Borromeo (1538-1584), siðbótarmann og hvatamann að baki kirkjuþingsins í Trent. Hugleiðing dagsins: Heil. Bernard frá Clairvaux (1091-1153), sístersíani og kirkjufræðari. Predikun 37 um Ljóðaljóðin: Set þig í ysta sæti

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.11.06

  19:46:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1784 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Karl Borromeus

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í nóvember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Karl Borromeus (4. nóvember).

Borromeus-fjölskyldan átti miklar jarðeignir við Maggiore-vatnið, var skyld mikilvægustu aðalsfjölskyldum Ítalíu á þeim tímum og margar jarðeignir kirkjunnar voru nytjaðar af meðlimum fjölskyldunnar.

Karl fæddist 2. október 1538 í Arona. Fjölskyldan bar saman ráð sín um hvað drengurinn skyldi verða og varð hún ásátt um að hann skyldi verða prestur. Hann var krúnurakaður tólf ára og látinn klæðast hempu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:55:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3566 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (4)

Opinberun bróður Davíðs í Medjugorje

Inngangsorð eftir Wayne Weible (1996) [1]

Lesendur fréttabréfs okkar minnast ef til vill frásagnar minnar af því þegar ég snérist til kaþólskrar trúar og einkum þó frásagnar minnar af kynnum mínum af fransiskanabróðurnum David Lopez. Ég minnist á þetta vegna þess sem kemur á eftir um reynsla bróður Davids í Medjugorje og hvernig hann hefur meðtekið yfirskilvitlegar náðargjafir frá þeim Jesú og Maríu.

Ég hitti bróður Davíð í fyrsta skipti í janúar 1990 meðan ég var á löngu ferðalagi um Texas og kom í lítinn bæ á landamærum Texas og Mexíkó sem nefnist Welasco. Hann býr í reynd á stað sem heitir El Ranchilo í einsetumannabyggð sem kennd er við Vora Frú af gæskunni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:33:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 414 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 1-6

Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum. Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur. Jesús tók þá til máls og sagði við lögvitringana og faríseana: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?“ Þeir þögðu við. En hann tók á honum, læknaði hann og lét hann fara. Og Jesús mælti við þá: „Nú á einhver yðar asna eða naut, sem fellur í brunn, mun hann ekki óðara draga það upp, þótt hvíldardagur sé?“ Þeir gátu engu svarað þessu.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Martin de Porres (1579-1639), dóminíkanabróðir frá Perú. Hugleiðing: Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar § 345-349: Merking hvíldardagsins

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

02.11.06

  10:04:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2274 orð  
Flokkur: Hinir þrír myrku dagar

Hinir þrír myrku dagar (3)

3. Opinberun heil. Padre Píós frá árinu 1949.

Þetta er þýðing á einkabréfi sem Padre Pió skrifaði til Herolsbachnefndarinnar sem Vatíkanið skipaði og staðfestir sannleiksgildi og raunveruleika þessarar opinberunar sem Drottinn opinberaði kapúsínaföðurnum frá Pietrelcina sem bar sáramerki (stigmata) Krists. [1]

Nýárskvöld 1949
Jesús: „Sonur minn, sonur minn! Ég hef þráð þessa stund þar sem ég mun að nýju opinbera þér mikla elsku Hjarta míns. Ég elska mennina afar heitt, einkum þá sem gefast mér. Þeir eru mér skjól og huggun í þeirri miklu vansæmd sem mér er sýnd í Sakramenti elsku minnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 23 24 25 ...26 ... 28 ...30 ...31 32 33 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net


Fatal error: Uncaught Error: Call to a member function flag() on boolean in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php:215 Stack trace: #0 /home/n982112/public_html/inc/widgets/model/_widget.class.php(629): item_info_line_Widget->display(Array) #1 /home/n982112/public_html/inc/skins/model/_skin.class.php(315): ComponentWidget->display_with_cache(Array, Array) #2 /home/n982112/public_html/inc/skins/_skin.funcs.php(2411): Skin->container('Sidebar', Array) #3 /home/n982112/public_html/skins/custom_skin/index.main.php(240): skin_container('Sidebar', Array) #4 /home/n982112/public_html/inc/_blog_main.inc.php(890): require('/home/n982112/p...') #5 /home/n982112/public_html/index.php(67): require('/home/n982112/p...') #6 {main} thrown in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php on line 215