Blaðsíður: 1 ... 22 23 24 ...25 ... 27 ...29 ...30 31 32 ... 46

06.12.06

  22:02:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 415 orð  
Flokkur: Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Tvær nýjar fréttir um tvíræðni tæknifrjóvgunar

Nýjar fréttir, sem ekki hafa náð inn í íslenzka fjölmiðla, sjást nú á síðustu dögum á alþjóðavettvangi um tvíræðni tæknifrjóvgunar fyrir heilsu kvenna. Annars vegar bendir ýmislegt til, að inntaka sterkra frjósemislyfja, þ.e. sem þáttur í tæknifrjóvgun, geti skaðað möguleika kvenna til að geta nokkurn tímann eignazt börn. Og hins vegar er það komið í ljós í Ástralíu, að dauðsföll meðal barna getinna með tæknifrjóvgun eru tvöfalt hærri en í fæðingum almennt.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  12:22:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1386 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Nikulás frá Myra

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í desember 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Nikulás frá Myra (6. desember)

Við getum ekki tilgreint nema sárafáar sögulegar staðreyndir úr ævi þessa vinsæla og víðkunna dýrlings. Hið eina sem sagan getur frætt okkur um er að hann hafi verið biskup í Myra, setið kirkjuþingið í Níkeu 325 og dáið árið 350.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:18:34, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 359 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Fólksfækkunarhættan

Ískyggileg fækkun fæðinga í Evrópu – og sérstaða Íra

Samkvæmt frétt frá UK LifeLeague glíma flestar þjóðir Evrópu nú við alvarlegan vanda vegna fólksfækkunar. “Hefðu fósturdeyðingar ekki verið leyfðar með lögum, hefðu þessar þjóðir ekki þurft að glíma við sama vanda. Ný skýrsla frá OECD sýnir, að árið 1990 höfðu allar Evrópuþjóðir fleiri en 1,3 fæðingar á hverja konu, en árið 2002 voru 15 lönd með fæðingastuðul fyrir neðan 1,3 börn á konu, og sex lönd voru með 1,3 til 1,4 börn á konu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.12.06

  01:09:47, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 58 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Ákall (trúarvers)

Lítill má ég þér lúta,
lifandi Guð! sem yfir
himin gnæfir, en heimi
hlífir – já, öllu lífi!
Líkna mér, hjartans læknir,
lát mig ei dapran gráta.
Kom nú, leystu mig, Kristur,
kraft þinn gef þú mér aftur!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

04.12.06

  09:50:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 577 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 4. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 8. 5-11

Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: „Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.“ Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann.“ Þá sagði hundraðshöfðinginn: „Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,' og hann fer, og við annan: ,Kom þú,' og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,' og hann gjörir það.“ Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jóhannes frá Damascus (676?-749). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ §22: „Margir munu koma frá austri og vestri“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:40:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 72 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hinn takmarkalausi vöxtur – Dionysíus Areopagíti.

Vegvísir kristinna
í himneskri speki!
Leið oss handan óvitundar og ljóss,
til fjærsta og hæsta tinds
huliðsheims Ritninganna
þar sem leyndardómur Orðs Guðs
er einfaldur, algildur, óumbreytanlegur
í lýsandi myrkri huldrar þagnar.
Úr djúpi skuggsýni
streymir óumræðilegt ljós
til þess sem er séð.
Í hinu óskynjaða og óséða
liggur fjársjóður handan fegurðar
sem streymir til blinds huga.

03.12.06

  09:54:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 593 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 25-28, 34-36

„Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd. Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.“

Í dag fagnar kirkjan: Fyrsta sunnudegi í aðventu. Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), byskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. Hugvekja um 39. Davíðssálminn: Hinar tvær komur Krists

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

02.12.06

  22:59:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 7711 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Jón Arason í vitund Íslendinga

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, 1. hefti 1989 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

I

Hinn 7. nóvember árið 1950 voru 400 ár liðin, síðan Jón Arason Hólabiskup og synir hans tveir, Ari og Björn, voru teknir af lífi í Skálholti. Þessa viðburðar var minnst með ýmsum hætti bæði norðan lands og sunnan. Minningarathöfn fór fram í Háskóla Íslands á vegum heimspekideildar, og fjölmenn hátíð var haldin á Hólum 13. ágúst það ár.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  17:59:13, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 669 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Hjálparstarf, Jólafasta (aðventa)

Aðventusöfnun Caritas Ísland - reikningsnúmer

Caritas Ísland sem er hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar efndi nýverið til tónleika í Kristskirkju þar sem landskunnir listamenn komu fram og gáfu vinnu sína. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Sigríður Ingvarsdóttir formaður Caritas skrifaði grein í Morgunblaðið föstudaginn 17. nóvember sl. þar sem hún sagði m.a.:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:49:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 324 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 34-36

Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður 35eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Rafal Chyilinski (1694-1741), pólskan fransiskana. Hugleiðing dagsins: Heil. Hippolýtus frá Róm (?-um 235). Hin postullega arfleifð, 41: „Vakið því allar stundir og biðjið“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.12.06

  19:59:44, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 57 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla, Páfinn

Bænarefni páfa í desember 2006

„Að Kristur, af hjarta lítillátur, megi vera forráðamönnum þjóða fyrirmynd um að nota vald sitt skynsamlega og af ábyrgð.“

„Að trúboðar um allan heim megi sinna köllun sinni með gleði og brennandi áhuga og feta af trúfesti í fótspor Krists.“

--
Heimild: Kaþólska kirkjublaðið bls. 6 nr. 12, 2006

  09:58:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 424 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 29-33

Hann sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Jóhannes frá Vercelli (um 1205-1283). Hugleiðing dagsins: John Henry Newman (1801-1890), kardínáli, reglustofnandi og guðfræðingur. PPS IV, 13: Dæmisagan af fíkjutrénu

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.11.06

  18:32:08, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 100 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Kaþólskt bókmenntakvöld í Landakoti

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að mánudagskvöldið 4. desember n.k. verður bókmenntakvöld á vegum Félags kaþólskra leikmanna þar sem lesið verður upp úr nýjum og væntanlegum bókum. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Auður Ólafsdóttir, Jón Gnarr og Ólafur Gunnarsson. Þá les Gunnar Eyjólfsson leikari úr nýútkomnum ljóðmælum Jóns Arasonar biskups.

Upplesturinn hefst kl. 20 og fer fram í safnaðarheimili Kristskirkju í Landakoti, Hávallagötu 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

--
Kaþólska kirkjublaðið nr. 12, 2006 bls. 14.

  10:51:51, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 984 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Áhlaup efnishyggjunnar á stofnfrumur fósturvísa

Nú er byrjað að keyra á stofnfrumumálið, bæði í fjölmiðlum og í athafnasemi manna í heilbrigðisráðuneytinu, sem og þeirra lækna og líffræðinga sem þessu tengjast, til að styðja við frumvarpið sem ætlunin er að renna gegnum þingið. Ein grein er um málið í Mbl. í dag, til að kynna ráðstefnu sem verður kl. 1–6 í dag í Norræna húsinu, og í morgunútvarpi Rúv var viðtal við Svein Magnússon, ráðuneytisstjóra í nefndu ráðuneyti, og Jón Snædal lækni. Nokkuð vel var að því viðtali staðið af hálfu spyrjandans, Kristjáns Sigurjónssonar, fyrir utan það jafnvægisleysi, að þar var einungis rætt við tvo fylgismenn frumvarpsins. Hreinskilnir voru þeir þó í tali sínu (m.a. því, sem ekki er hægt að samþykkja), og athyglisverð atriði komu fram í því viðtali, sem getið verður hér á eftir. En vonlítið mun að treysta því, að fulltrúi Þjóðkirkjunnar í Vísindasiðanefnd standi vörð um hina ævafornu kristnu kenningu, að lífið beri að virða frá upphafi þess .... [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:04:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 4. 18-22

Hann gekk með Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn. Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.“ Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum. Hann gekk áfram þaðan og sá tvo aðra bræður, Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans. Þeir voru í bátnum með Sebedeusi, föður sínum, að búa net sín. Jesús kallaði þá, og þeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föður sinn og fylgdu honum.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés postula, bróðir hl. Péturs. Hugleiðing dagsins: Heil Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), byskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði kirkjufræðari. Hugvekja um guðspjall heil. Jóhannesar 19, 1: Kallaðir fyrstir, fyrstu vottarnir

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.11.06

  09:59:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 606 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 12-19

En á undan öllu þessu munu menn leggja hendur á yður, ofsækja yður, færa yður fyrir samkundur og í fangelsi og draga yður fyrir konunga og landshöfðingja sakir nafns míns. Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar. En festið það vel í huga að vera ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast, því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið. Jafnvel foreldrar og bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu líflátnir. Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns, 18en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar. Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.

Í dag heiðrar kirkjan: Jóhannes frá Monte Corvino (1247-1328), trúboða í Mongolíu og Kína. Hugleiðing dagsins:Heil. Kýpríanos (um 200-258), byskup í Karþagó og píslarvott. Ávinningur þolgæðisins, 13, 15: „Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.11.06

  10:02:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 753 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 5-11

Einhverjir höfðu orð á, að helgidómurinn væri prýddur fögrum steinum og heitgjöfum. Þá sagði Jesús: „Þér horfið á þetta, en þeir dagar munu koma, að hér stendur ekki eftir steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.“ En þeir spurðu hann: „Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?“ Hann svaraði: „Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Það er ég!' og ,Tíminn er í nánd!' Fylgið þeim ekki. En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki. Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis.“ Síðan sagði hann við þá: „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.“
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jakob frá Marche í Acona, Ítalíu (1394-1476). Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI. Úr hugvekju fluttri á 20. Heimsdegi æskunnar: „En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.11.06

Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði

Eftirfarandi grein birtist í Lesbók Morgunblaðsins 7. okt. sl. Vert er að hafa hana aðgengilega hér á Kirkjunetinu, enda tengist hún öðru efni á þessu vefsetri, og hér geta menn nú rætt efni hennar í athugasemdum. –JVJ.

"Þegar æsingurinn í kringum Benedikt páfa og islam fór að hjaðna, áttaði fólk sig á því, að páfinn hafði verið grátt leikinn, orð hans tekin úr samhengi og viðbrögðin viljandi mögnuð upp." Svo segir í nýlegri frétt Páfagarðs (Zenit.org). Í fyrirlestri sínum við háskólann í Regensburg var páfinn í raun að hvetja til samræðna og rökræðu um trúarbrögð í stað þess að útiloka þau frá alvarlegri umræðu, eins og oft á sér stað í samtíð okkar, þar sem trúnni á Guð er vísað á afmarkaðan bás ætlaðan vissum menningarafkima sem að öðru leyti sé lokaður frá menningu og samfélagi Vesturlandaþjóða. Átti menn sig á þessu samhengi páfaræðunnar, "hafa fylgismenn vantrúarinnar í samtíð okkar miklu meiri ástæðu til að gremjast páfanum en nokkrir aðrir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:22:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 360 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 1-4

Þá leit hann upp og sá auðmenn leggja gjafir sínar í fjárhirsluna. Hann sá og ekkju eina fátæka leggja þar tvo smápeninga. Þá sagði hann: "Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir. Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum, alla björg sína."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Francesco Antonio Fasani (1681-1742). Hugleiðing dagsins: Blessaður Charles de Foucauld (1858-1916), einsetumaður og trúboði í Saharaeyðimörkinni og árnaðarmaður Litlu bræðranna og systranna af hinu Alhelga Hjarta. Hugleiðingar um hin heilögu guðspjöll: „En hún gaf af skorti sínum“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.11.06

  10:38:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 614 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 33-37

Pílatus gekk þá aftur inn í höllina, kallaði Jesú fyrir sig og sagði við hann: „Ert þú konungur Gyðinga?“ Jesús svaraði: „Mælir þú þetta af sjálfum þér, eða hafa aðrir sagt þér frá mér?“ Pílatus svaraði: „Er ég þá Gyðingur? Þjóð þín og æðstu prestarnir hafa selt þig mér í hendur. Hvað hefur þú gjört?“ Jesús svaraði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi, hefðu þjónar mínir barist, svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“ Þá segir Pílatus við hann: „Þú ert þá konungur?“ Jesús svaraði: „Rétt segir þú. Ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er af sannleikanum, heyrir mína rödd.“

Í dag fagnar kirkjan: Hátíð Konungsins Krists [1]. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), byskup í Hippo (Norðurafríku), píslarvottur og kirkjufræðari. Hugleiðing 115 um Jóhannesarguðspjallið: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  02:40:14, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 122 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Vitnisburður úr lífsins náðarljóði

Örðug er leiðin allt mitt líf
upp til þín, stærsta gleði.
Sárfættur einum syng ég lof
sálar í heitum óði,
þakkandi hverja gjöf, er gaf
Guð mér í sínu ljóði.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.11.06

  16:17:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1367 orð  
Flokkur: Bænalífið

Um Vinalínu (Vinaleið) hins Alhelga Hjarta Jesú

Hér á kirkju.net hefur Vinaleið íslensku Þjóðkirkjunnar verið mikið til umræðu að undanförnu. En nú hyggst ég ræða um Vinalínu hins Alhelga Hjarta Jesú, þá leið sem Heilagur Andi opinberar okkur þegar sálin hefur lært að þagga niður í sálarkröftum sínum svo að hún geti hlustað á Guð í djúpi verundar sinnar. Eitt sinn komst Jóhannes af Krossi svo að orði: „Faðirinn mælti eitt Orð sem er Sonurinn og þetta Orð mælir hann sífellt í eilífri þögn og í þögninni heyrir sálin það.“ [1] Þannig tekur hjarta að mæla við hjarta, hið Alhelga Hjarta Jesú ræðir við mannshjartað.

Hversu vel hefur ekki Hallgrímur Pétursson, sálmaskáldið mikla, heyrt þessa rödd:

Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna' og sjá,
hryggðar myrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:55:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 644 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 20. 27-40

Þá komu nokkrir saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir oss í ritningunum, að deyi maður kvæntur, en barnlaus, skuli bróðir hans ganga að eiga ekkjuna og vekja honum niðja. Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti tók sér konu og dó barnlaus. Gekk þá annar bróðirinn og síðan hinn þriðji að eiga hana og eins allir sjö, og létu þeir engin börn eftir sig, er þeir dóu. Síðast dó og konan. Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni? Allir sjö höfðu þeir átt hana.“ Jesús svaraði þeim: „Börn þessarar aldar kvænast og giftast, en þeir sem verðir þykja að fá hlutdeild í komandi veröld og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast. Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar. En að dauðir rísi upp, það hefur jafnvel Móse sýnt í sögunni um þyrnirunninn, er hann kallar ,Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.' Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir.“ Þá sögðu nokkrir fræðimannanna: „Vel mælt, meistari.“ En þeir þorðu ekki framar að spyrja hann neins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Kólumkilla frá Írlandi (543?-615). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ § 18: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.11.06

  10:21:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 316 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 24. nóvember er úr Lúkas 19. 45-48

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja 46og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli.“ Daglega var hann að kenna í helgidóminum, en æðstu prestarnir og fræðimennirnir svo og fyrirmenn þjóðarinnar leituðust við að ráða hann af dögum, en fundu eigi, hvað gjöra skyldi, því að allur lýðurinn vildi ákaft hlýða á hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés Dung-Lac (1745-1862) og félaga, víetnamska píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Rómversku helgisiðirnir. Inngangsorðin að helgisiðum kirkjuvígslunnar: „Hús mitt á að vera bænahús“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

23.11.06

  09:36:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 484 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 41-44

Jesús svaraði: „Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður og umbera yður? Fær þú hingað son þinn.“ Þegar hann var að koma, slengdi illi andinn honum flötum og teygði hann ákaflega. En Jesús hastaði á óhreina andann, læknaði sveininn og gaf hann aftur föður hans. Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína: „Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.“

Í dag heiðrar kirkjan: Hl. Klemens I páfa (um 80). Hugleiðing dagsins: Orígenes (um 185–253), prestur og guðfræðingur. Hugvekja 38 um Lúkas: „Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.11.06

  10:18:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 870 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 19. 11-28

Meðan þeir hlýddu á, bætti hann við dæmisögu, því að hann var í nánd við Jerúsalem, og þeir ætluðu, að Guðs ríki mundi þegar birtast. Hann sagði: „Maður nokkur tiginborinn fór í fjarlægt land til þess að taka við konungdómi og koma síðan aftur. Hann kallaði tíu þjóna sína, seldi þeim í hendur tíu pund og sagði við þá: ,Verslið með þetta, þangað til ég kem.' En landar hans hötuðu hann og gerðu sendimann á eftir honum til að segja: ,Vér viljum ekki, að þessi maður verði konungur yfir oss.' Nú kom hann aftur og hafði tekið konungdóm. Þá lét hann kalla fyrir sig þjóna þá er hann hafði selt féð í hendur, til þess að vita, hvað hver hefði grætt. Hinn fyrsti kom og sagði: ,Herra, pund þitt hefur ávaxtast um tíu pund.' Konungur sagði við hann: ,Gott, þú góði þjónn, þú varst trúr í mjög litlu og því skaltu ráða fyrir tíu borgum.' Annar kom og sagði: ,Pund þitt, herra, hefur gefið af sér fimm pund.' Hann sagði eins við hann: ,Þú skalt og vera yfir fimm borgum.' Enn kom einn og sagði: ,Herra, hér er pund þitt. Ég hef haft það geymt í dúki, því að ég var hræddur við þig, en þú ert maður strangur og tekur það út, sem þú lagðir ekki inn, og uppsker það, sem þú sáðir ekki.' Hann segir við hann: ,Illi þjónn, eftir orðum þínum dæmi ég þig. Þú vissir, að ég er maður strangur, sem tek það út, sem ég lagði ekki inn, og uppsker það, sem ég sáði ekki. Hvers vegna léstu þá ekki fé mitt í banka? Þá hefði ég fengið það með vöxtum, er ég kom heim.' Og hann sagði við þá er hjá voru: ,Takið af honum pundið, og fáið þeim, sem hefur tíu pundin.' En þeir sögðu við hann: ,Herra, hann hefur tíu pund.' Ég segi yður: Hverjum sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér.“ Þá er Jesús hafði þetta mælt, hélt hann á undan áfram upp til Jerúsalem.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Cecilíu (þriðja öld). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Hugvekja flutt fyrir verkamenn í Lúxemborg í maí 1985: „Verið frjósöm:” Mannanna verk og Guðsríkið“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.11.06

  09:27:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 553 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 19. 1-10

Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina. En þar var maður, er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur. Langaði hann að sjá, hver Jesús væri, en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lítill vexti. Hann hljóp þá á undan og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá. Og er Jesús kom þar að, leit hann upp og sagði við hann: „Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.“ Hann flýtti sér ofan og tók á móti honum glaður. Þeir er sáu þetta, létu allir illa við og sögðu: „Hann fer til að gista hjá bersyndugum manni.“ En Sakkeus sté fram og sagði við Drottin: „Herra, helming eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur.“ Jesús sagði þá við hann: „Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu, enda er þessi maður líka Abrahams sonur. Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“

Í dag minnist kirkjan: Frumburðarhátíðar hinnar blessuðu Meyjar í musterinu. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Tauler (um 1300-1361), djúphyggjumaður og dóminíkanafaðir. Predikun 68: „Sakkeus, flýt þér ofan!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.11.06

  12:28:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 497 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um forna kaþólska merkingu orðsins afláts

Þar sem umræðan milli okkar Jóns Vals Jenssonar snertir ekki „þráðinn“ í umfjölluninni um Vinaleiðina ákvað ég að koma athugasemdum mínum fram í sérstakri grein, en þar andmæli ég þeim skilningi sem kemur fram hjá Jóni Val um merkingu orðsins afláts. Þar sem Hómilíubókin er ein „náttborðsbóka“ minna er orðið mér afar nærtækt. Þær upplýsingar sem koma fram í Hinni íslensku samheitaorðabók [1] eru í fyllsta samræmi við forna málnotkun vil ég benda á eftirfarandi staðreyndir. Þar segir:

aflát: aflausn, fyrirgefning, lausn, sakaruppgjöf, syndafyrirgefning, syndakvittun.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:24:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 501 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 35-43

Svo bar við, er hann nálgaðist Jeríkó, að blindur maður sat þar við veginn og betlaði. Hann heyrði, að mannfjöldi gekk hjá, og spurði, hvað um væri að vera. Var honum sagt, að Jesús frá Nasaret færi hjá. Þá hrópaði hann: „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ En þeir sem á undan fóru, höstuðu á hann, að hann þegði. En hann hrópaði því meir: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Jesús nam staðar og bauð að leiða hann til sín. Er hann kom nær, spurði Jesús hann: „Hvað vilt þú, að ég gjöri fyrir þig?“ Hinn svaraði: „Herra, að ég fái aftur sjón.“ Jesús sagði við hann: „Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér.“ Jafnskjótt fékk hann sjónina. Og hann fylgdi honum og lofaði Guð. En allt fólkið, er sá þetta, vegsamaði Guð.

Í dag heiðrar kirkjan:Heil. Rose Philippine Duchesne (1769-1852). Hugleiðing dagsins: Heil. Símon nýguðfræðingur (um 949-1022), býsanskur guðfræðingur í Stúdítaklaustrinu í Miklagarði. Um Siðfræði 5: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.11.06

  13:38:57, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 50 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Tónleikar í Kristskirkju

Caritas Ísland hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar efnir til tónleika til styrktar fötluðum börnum í Kristskirkju í dag, sunnudaginn 19. nóv. kl. 16. Landskunnir listamenn koma þar fram og gefa vinnu sína. Allur ágóði mun renna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.

RGB/Mbl 17.11. bls. 36

  10:29:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 645 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 13. 24-32

En á þeim dögum, eftir þrenging þessa, mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með miklum mætti og dýrð. Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né Sonurinn, enginn nema Faðirinn.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Agnesi frá Assisí (1197-1253), systur heil. Klöru. Hugleiðing dagsins: John Henry Newman (1801-1890), kardínáli og guðfræðingur. Parochial and Plain Sermons, Volume 4, n°22 (Edited by W.J. Copeland): „Þið verðið einnig að vera reiðubúnir“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

18.11.06

  17:03:50, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 55 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Fyrirlestur í Landakoti: „Mitt á milli Maríu og Evu“

Næstkomandi mánudagskvöld 20. nóvember kl. 20.00 mun Auður Ólafsdóttir listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands flytja fyrirlestur í Landakoti: „Mitt á milli Maríu og Evu“ um Maríu Magdalenu einn vinsælasta dýrling miðalda og ímyndir hennar í myndlistarsögunni.

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá þessu.

  10:37:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 525 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 18. 1-8

Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: „Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: ,Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.' Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: ,Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann. En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar, áður en hún gjörir út af við mig með nauði sínu.'“ Og Drottinn mælti: „Heyrið, hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?“

Í dag minnist kirkjan: Vígslu basilíka heil. Péturs og Páls.  Hugleiðing dagsins: Meistari Eckhart (um 1260-1327), djúphyggjumaður og guðfræðingur í Dóminíkanareglunni. Andlegar viðræður: „Við verðum sífellt að biðja“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

17.11.06

  22:18:45, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 619 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Örfá orð um „Vinaleið“

Mikið hefur verið rætt um svokallaða „Vinaleið“ að undanförnu. GÞB skrifar á bloggsíðu sína http://mitt.eigid.net/ [1] grein sem ber heitið „Vinaleiðin“. Þar segir greinarhöfundur m.a. að kristilegt siðgæði sé summað upp í gullnu reglunni og að:

„Hugmyndin um kristilegt siðgæði sem eitthvað annað og meira en almennt siðgæði er ósköp falleg sé hugsað eingöngu til kristinna, en hún felur óhjákvæmilega í sér ómaklegan dóm yfir siðferði þess þorra mannkyns sem á sér aðra guði, fleiri eða færri.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:30:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 280 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hl. Teresa Margrét (Redi) – Hjarðmærin Elpina

Hjarðmærin Elpina

Elpina, hjarðmærin
brann af þrá
til að vita hvernig
unnt væri að elska Guð
á jörðinni
og einn daginn grét hún sáran
og mælti þessi orð af vörum
í skóginum:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 22 23 24 ...25 ... 27 ...29 ...30 31 32 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net


Fatal error: Uncaught Error: Call to a member function flag() on boolean in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php:215 Stack trace: #0 /home/n982112/public_html/inc/widgets/model/_widget.class.php(629): item_info_line_Widget->display(Array) #1 /home/n982112/public_html/inc/skins/model/_skin.class.php(315): ComponentWidget->display_with_cache(Array, Array) #2 /home/n982112/public_html/inc/skins/_skin.funcs.php(2411): Skin->container('Sidebar', Array) #3 /home/n982112/public_html/skins/custom_skin/index.main.php(240): skin_container('Sidebar', Array) #4 /home/n982112/public_html/inc/_blog_main.inc.php(890): require('/home/n982112/p...') #5 /home/n982112/public_html/index.php(67): require('/home/n982112/p...') #6 {main} thrown in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php on line 215