Blaðsíður: 1 ... 21 22 23 ...24 ... 26 ...28 ...29 30 31 ... 46

08.01.07

  10:56:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 45 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Guðspjall dagsins

Ég vil minna lesendur kirkju.nets á að lesa má Guðspjall dagsins fyrir árin 2006 og 2007 á:

http://vefrit-karmels.kirkju.net

Einnig má fá það sent daglega í rafpósti með því að senda mér línu:

jonrafn hjá simnet.is þar sem at-merkið kemur í stað hjá.

07.01.07

  10:42:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1747 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

BEAURAING Í BELGÍU 1932: MÓÐIR HINS GULLNA HJARTA OG VALDATAKA HITLERS (7)

ENN OG AFTUR HINIR SMÁU

Fimmtán ár liðu frá því að hin blessaða Mey hafði birst í Fatíma þar til hún opinberðist fimm börnum í Belgíu til að veita huggun sem „Móðir hins gullna hjarta.“ Þetta var sama árið og Hitler var kjörinn ríkiskanslari í Þýskalandi. Óveðursský komandi átaka tóku að hrannast upp. Hún hafði sagt fyrir um þetta í Fatíma, en sá heimur sem fyrirlítur elsku Guðs hlustar ekki á „vafasamar“ raddir. Hann fylgir sínum eigin leiðtogum eftir í blindni dýrðar holdsins, hetjum líkt og Hitler, Benito Mussolini og Stalín. En aðrir láta hrífast af skurðgoðum verðbréfa og glóandi gulls vopnastóriðjunnar og hagnaðarvonar um enn frekari ávinning.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

06.01.07

  10:28:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2158 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

FATÍMA Í PORTÚGAL 1916-17: FRIÐARÁÆTLUN AF HIMNI OFAN (6)

fatima_1

ENGILL FRIÐARINS BIRTIST ÞREMUR BÖRNUM

Enn einu sinni minnir hin guðdómlega ráðsályktun okkur með alvöruþunga á hring vilja síns í Portúgal árið 1916 líkt og í La Salette árið 1846. Það er einnig áhugavert hversu mikla áherslu Guðsmóðirin leggur á töluna 72. Það eru sjötíu og tvö ár sem líða þar til mannkynið sem hefur snúið baki við Guði fær nýja og alvarlega áminningu, og nú af sínu meiri áhersluþunga vegna þess að það lifir á mörkum lífs og dauða, eins langt frá sinni sönnu miðju eins og fjarlægasta reikisstjarnan í sólkerfi okkar, Plútó, í ísköldu myrkri afneitunar, fjötrað í stærilæti eigingirninnar. Vart er unnt að hugsa sér meiri guðsfjarlægð. Það eru einnig sjötíu og tvö ár sem liðu frá því að Guðsmóðirin opinberar okkur tilkomu kommúnismans, uns hann riðaði til falls árið 1989.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.01.07

  12:29:08, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2612 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

KNOCK Á ÍRLANDI 1879: MÓÐIR GUÐS OG ÞÖGULLAR LOFGJÖRÐAR Í SAMFÉLAGI KIRKJUNNAR [5]

Knock_1

SAMFÉLAG LOFGJÖRÐARINNAR OPINBERAST Á GAFLI
SÓKNARKIRKJUNNAR Í KNOCK

Samræmið í opinberunum hinnar blessuðu Meyjar er undravert og eins markvisst eins og að fylgja perlum róasakransins eftir frá uppsprettu sinni, einungis til að hverfa til hennar að nýju í óræðisdjúpi trúarinnar. Leyndardómur Dýrðarbænarinnar sem Guðsmóðirin opinberaði Bernaettu þegar hún bað rósakransinn með henni við hellinn í fyrstu opinberuninni birtist með áþreifanlegum hætti 21 ári síðar í afskekktu þorpi á vesturströnd Írlands sem heitir Knock. Örnefnið Knock er dregið af gelíska orðinu „Cnoc“ sem þýðir hæð. Það er hér sem hin sæla Guðsmóðir leiðir okkur upp á tind hins andlega Síonfjalls.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

04.01.07

  20:01:56, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 119 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúarpælingar

Kærleikurinn staðfestist í kærleika til óvinanna

„Kærleikurinn til náungans verður að staðfestast í kærleikanum til óvinanna og láta skuldbindast að fyrirgefa og vera ekki langrækinn og þar til kemur hetjulund þeirra sem ofsóttir eru, allt til dauða eða án blóðúthellinga, og að fyrirgefa ofsækjendum sínum. Sannur kærleikur til náungans er til fyrir atbeina heilags Anda. Maðurinn getur ekki ímyndað sér nákvæmlega hvernig heimurinn liti út ef Kristur hefði ekki komið til sögunnar. Maður getur aðeins rennt grun í það ef hann lítur þangað sem Kristur er brottrekinn. Þar hefst mannlegt víti.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

03.01.07

  23:18:31, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 114 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Páfinn

Skynsemin má ekki vera blind gagnvart hinu guðdómlega

„Í hinum vestræna heimi ríkir almennt sú skoðun að einungis vísindaleg skynsemi og þær hliðar heimspeki sem henni tilheyra sé algild. En einmitt þær menningarheildir heimsins sem einkennast hvað mest af trúarbrögðum líta svo á að nákvæmlega þessi útilokun hins guðdómlega úr heimi skynseminnar brjóti gegn innstu sannfæringu þeirra. Sú skynsemi sem er blind gagnvart hinu guðdómlega og gerir trúna að eins konar menningarafkima, getur ekki staðið að samræðum milli menningarheima.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:22:41, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1154 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Trúarpælingar

„Guð hefur ákveðið að hann þarfnast okkar allra“

Í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins - ævintýri múmínálfanna eftir Tove Jansson sem út kom hjá forlaginu Erni og Örlygi árið 1968 segir frá heimspekilega þenkjandi bísamrottu. Í stóískri ró dró hún sig í hlé frá skarkala heimsins og notaði tímann til lestrar á bók sinni sem hét: „Um tilgangsleysi allra hluta.“ Bísamrottan lenti síðar í hremmingum og týndi bókinni. Undir lok sögunnar fékk hún samt tækifæri til að hitta galdrakarlinn sjálfan og hennar heitasta ósk var að fá bókina góðu galdraða til baka:

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:19:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 181 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

Hversu margar hafa opinberanir Guðsmóðurinnar verið síðustu aldirnar?

Á 42. Maríuvikunni í Saragossa á Spáni árið 1986 áætluðu sérfræðingar að um 21.000 opinberanir Maríu væri að ræða frá því árið 1000, þrátt fyrir að kirkjan hafi einungis samþykkt um það bil 12 þeirra.

Einungis á 20. öldinni voru um 400 opinberanir skráðar og þar af 200 á árabilinu 1944-1993. Sjö þessara opinberana hafa verið viðurkenndar opinberlega sem yfirskilvitlegar af staðarbyskupum: Fatíma (1917 – Portúgal), Beauraing (1932 – Belgíu), Banneux (1933 – Belgíu), Akita (1973 – Japan), Sýracúsa (1953 – Ítalíu), Betanía (1976 – Venesúela) og nýlega Kibeho (1981 – Rwanda). Við þessar opinberanir má bæta Zeitoun (1968 – Egyptaland) og Shoubra (1983 – Egyptaland) sem páfi koptísku kirkjunnar hefur samþykkt.

Meðal opinberana þeirra sem kirkjan hefur enn ekki tekið afstöðu til eru opinberanirnar í Medjugorje og staðarbyskupinn hefur ekki samþykkt þær. Þannig verður hér aðeins greint frá þeim opinberunum á 20. öldinni sem kirkjan hefur samþykkt. Síðasta viðurkennda opinberunin á 19. öldinni er opinberunin í Knock á Írlandi árið 1879 sem greint verður frá næst í þessari umfjöllun.

Sjá: www.maryofnazareth.com
(Apparitions of the Virgin Mary throughout the World).
 

02.01.07

  10:45:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2488 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

LOURDES Í FRAKKLANDI 1858: DROTTNING OG UPPSPRETTA ALLRAR NÁÐAR (4)

Lourdes_1

GUÐSMÓÐIRIN FRÖNSKUM YFIRVÖLDUM TIL AMA

Þetta var ekki í eina skiptið sem franska Dóms- og menningarmálaráðuneytið sá ástæðu til að blanda sér inn í opinberanir Guðsmóðurinnar á jörðu. Þetta gerðist tólf árum síðar og nú í hlíðum frönsku Pýreneafjallanna. Það var Massy greifi, amtmaður í Tarbes, sem var ábyrgur fyrir allri reglu í héraði því sem Lourdes tilheyrði og það var bæjarstjórinn sjálfur sem leitaði ráðlegginga hans. Greifnn varð dálítið pirraður þegar bæjarstjórinn ónáðaði hann vegna þess að fólk var tekið að safnast saman við einhvern helli í Lourdes þar sem sagt var að sjálf Guðsmóðurin hafði opinberast einhverjum telpuhnokka sem hét Bernadetta Soubirous. En viðbrögð amtsmannsins voru fremur vinsamleg. Meðan „almenn lög og reglur eru virtar“ sá hans háæruverðugheit enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða. Ef til vill tæki fólkinu að fækka eftir páskana?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

01.01.07

  14:17:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Gleðilegt nýtt ár 2007!

Lesendum kirkju.net eru sendar bestu jóla- og nýársóskir með þakkir fyrir lesturinn og athugasemdirnar á liðnu ári. Á þeim tæplega tveim árum sem liðin eru frá því vefritið hóf göngu sína hefur lestur og innlitstölur vefritisins farið fram úr þeim væntingum sem bornar voru í upphafi. Þetta staðfestir að boðskapur hefðbundinnar kristni er síungur og nýr á alltaf brýnt erindi við samtíð sína.

  11:42:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2158 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

LA SALETTE Í FRAKKLANDI 1846: HIN GRÁTANDI GUÐSMÓÐIR Í MIÐJU HRINGS (3)

Salette_1

MÓÐIR TÁRANNA

Það er mannshjartað sem er uppspretta allrar helgunar og hlið til himins í samlíkingu sinni við hið Alhelga Hjarta Jesú og hið Flekklausa Hjarta Maríu, eða eins og Hallgrímur Pétursson kemst að orði í Passíusálmunum:

Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna' og sjá,
hryggðar myrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

31.12.06

  08:56:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 421 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Íkona Guðsmóður hliðsins (Portaitissa)

Í Ivironklaustrinu (spænska klaustrinu) á hinu heilaga Aþosfjalli mátti sjá íkonu af Guðsmóðurinni yfir aðalinnganginum. Hún sýndi hina blessuðu mey sem Hoidigitria eða Vegvísuna (þá sem vísar veginn). Á öllum íkonum af Vegvísunni bendir María Guðsmóðir á Jesúbarnið. Með þessu vill hún segja: HORFIÐ TIL HANS!

Nú í lok gamla ársins og upphafs þess nýja er okkur hollt að rifja eftirfarandi frásögn upp vegna þess að í vissum skilningi göngum við inn um „hlið“ til nýs árs. Íkonunni var komið fyrir í klausturhliðinu yfir innganginum því til verndar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

30.12.06

  09:58:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 701 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Minningardagur Vorrar Frúar af blómunum (Madonna dei fiori) í Bra á Ítalíu

Þann 29. desember árið 1336 var ung og verðandi móðir á ferð og gekk hjá bænasúlu sem helguð var hinni blessuðu Mey. Súlan er staðsett í útjaðri þessa smábæjar sem tilheyrir biskupsumdæminu í Torínó. Tveir málaliðar sem tilheyrðu ræningjahóp sem fóru ránshendi um sveitirnar sátu fyrir ungu stúlkunni, en nafn hennar var Egidia Mathis. Þegar hún gerði sér ljóst að málaliðarnir ætluðu að ráðast á hana þrátt fyrir að hún væri barnshafandi, þá umvafði hún í örvæntingu sinni bænasúlu Guðsmóðurinnar og ákallaði hana um hjálp.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:24:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2435 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

RUE DU BAC Í PARÍS 1830: OPINBERUN ALDARSKEIÐS HINNA TVEGGJA HJARTNA (2)

OPINBERUN MÓÐUR JARÐARINNAR

Rue_du_Bac_I

Catherine Labouré fæddist þann 2. maí 1806 í þorpinu Fain-les-Moutiers í Búrgúndýhéraði í Frakklandi. Hún hóf líf sitt sem nýnemi hjá Kæreiksdætrum Heil. Vincent Pauls 22 ára gömul. Það var ekkert sem aðgreindi Catherine frá hinum nýnemunum í daglegum háttum hennar. Dagurinn hófst klukkan 4 að morgni og eftir morgunmessuna uppfræddi nýnemassystirin hinar verðandi nunnur um köllun Kærleiksdætranna. Hver dagurinn tók við af öðrum í háttbundnu klausturslífinu. Allt frá ungu aldri hafði Catherine þráð mjög að sjá Maríu Guðsmóður og bað ákaft um að verða auðsýnd slík náð. Þann 18. júlí 1830 ræddi nýnemafræðarinn systir María um það hversu mikla elsku heil. Vincent hefði ætíð borið í brjósti til hinnar blessuðu Meyjar. Þetta sama kvöld gekk Catherine til náða klukkan tíu um kvöldið. Síðar innti skriftafaðir hennar hana eftir því hvað borið hafði að höndum þetta sama kvöld og bað hana að skrifa um reynslu sína. Þetta er það sem hún skrifaði:

„Klukkan hálf tólf um kvöldið heyrði ég að einhver kallaði á mig: „Systir, systir, systir!“ Ég reis upp við dogg og leit í þá átt sem röddin barst. Ég sá lítið hvítklætt barn sem mér virtist vera 4 eða 5 ára gamalt. Barnið sagði við mig: „Við skulum fara út í kapellu. Hin blessaða Mey bíður þar eftir þér.“ Sú hugsun hvarflaði að mér, að einhver myndi heyra til mín.“ Barnið sagði þá: „Hafðu ekki áhyggjur af þessu, klukkan er hálf tólf og allir í fasta svefni. Komdu, ég bíð eftir þér.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.12.06

  06:56:52, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4050 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

TEPEYACHÆÐIN Í MEXÍKÓ 1531: MÓÐIR NÝRRAR HEIMSSKIPUNAR (1)

Guadalupe

Það var í hinu blóðþyrsta ríki asteka sem Guðsmóðirin birtist í desember árið 1531 sem boðberi nýrrar heimsskipunar. Þetta var í Tlaltelco, örskammt frá sjálfri höfuðborginni Tenohtitlan (síðar Mexíkóborg), þar sem prestar hins heiðna siðar vígðu hof helgað stríðs- og sólguðinum Huizilopochtli árið 1487 eða einungis fimm árum áður en Spánverjar komu til Nýja heimsins. Við víglu musterisins skipaði astekakeisarinna Auitzotl að 20.000 stríðsföngum væri fórnað goðinu til heiðurs á einum og sama degi. Fórnardýrið var lagt á stein og hjartað rifið úr því lifandi. Þetta var alsiða þegar hof voru vígð. Eitt slíkt hof stóð á Teypeyachæðinni sem helgað var steinhöggorminum mikla Quetzalcoatl.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.12.06

  10:43:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4788 orð  
Flokkur: Opinberanir heilagrar Þeotokos í Medjugorje

Upphaf opinberananna í Medjugorje

Erindi sem flutt var á Patriciufundi í Stigahlíðinni hjá fransiskusarsystrunum um 1990.

Ungmennin sem meðtekið hafa boðskap Guðsmóðurinnar í Medjugorje frá upphafi eru sex að tölu og kom úr ýmsum áttum. Þau heita Ívanka (15 ára), Mírjana (16 ára), Vicka (17 ára), Ívan (16 ára), Marija (16 ára) og Jakov (10 ára), en þetta var aldur þeirra við upphaf opinberananna sem hófust þann 24. júní 1981. Auk þeirra bættust síðan tvær telpur í hópin, Jelena og Marija, báðar 10 ára gamlar (árið 1982) og meðtaka einungis opinberanir hið innra líkt og Catherine Labouré í París árið 1830. Önnur þessara stúlkna, Maríja, hefur sagt að Guðsmóðirin vilji leiða hana með sérstökum hætti til mikillar helgunar og heilagleika. Öll hin eru sjáendur, það er að segja meðtaka myndrænar opinberanir. Sjáendurnir hafa bæði verið rannsakaðir meðan opinberanirnar hafa staðið yfir og að þeim loknum. [1] Í þessum rannsóknum hafa menn beitt allri þeirri tækni sem nútíma læknavísinda hafa yfir að ráða, bæði með töku hjarta- og heilulínurita, auk nákvæmra sjón- heyrnar,- og raddmælinga. Þar fyrir utan hafa verið gerðar nákvæmar mælingar á ljósmagni því sem leikið hefur um sjáendurnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.12.06

  15:59:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 976 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu

Helgaðu sókn þína hinu heilaga og Flekklausa Hjarta Maríu

Sókn Vorrar Frúar af sigrinum er staðsett í miðju verslunarhverfi Parísarborgar, ekki fjarri verðbréfamarkaðinum og umlukin leikhúsum og næturklúbbum. Árum saman hefur þetta verið miðstöð pólitískrar mótstöðu sem þjakað hefur París í svo mörg ár. Sóknin hefur orið vitni að því hvernig allt trúarlíf hefur smám saman liðið undir lok í henni. Kirkjurnar hennar voru mannlausar, jafnvel á mestu hátíðunum, hætt hefur verið að veita sakramentin og önnur trúariðkun með öllu horfið og ekkert virtist megna að snúa þessari hryggilegu þróun við sem nú hafði staðið yfir í meira en tíu ár.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  14:56:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 385 orð  
Flokkur: Kraftaverk, Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Frásögnin af blessuðum Joskíusi


Þann 30. nóvember 1186 á hátíð heilags Andrésar komu munkarnir í Délos saman til morguntíðanna. Í flöktandi kertaljósunum gekk ábótinn um kórinn til að ganga úr skugga um, að allir væru á sínum stað. Að eftirlitsferðinni lokinni og rétt í þann veginn sem hann ætlaði að gefa merkið um að tíðagjörðin hæfist, tók hann eftir auðu sæti á kórbekkjunum.

„Hvar er bróðir Joskíus?“ spurði hann. Undrunarhróp heyrðust og hvískur fór um kórinn, en engin gat svarað spurningu ábótans. „Eitthvað alvarlegt hefur borið að höndum. Það er best að ég fari sjálfur til að kanna málið.“ Og hann hvarf úr kórnum í fylgd nýnema.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:07:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 42 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Guðspjall dagsins í rafpósti

Sú nýjung hefur verið tekin upp að senda þeim sem þess óska guðspjall dagsins ásamt daglegri hugleiðingu í rafpósti.

Þeir sem þess óska geta skráð sig á póstlista með því að senda mér e-mail sitt:

jonrafn@simnet.is

25.12.06

  22:53:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 246 orð  
Flokkur: Fjölmiðlarýni

Kirkjutónlist í RÚV - Sjónvarpi um jólin

Á aðfangadagskvöld jóla sýndi RÚV - Sjónvarpið dagskrárliðinn
„Renée Fleming syngur helgisöngva“ kl. 19.50, rétt eftir að Helgi Skúlason las jólasálminn „Nóttin var sú ágæt ein“ að loknu hléi. Í þessum þætti var þekktum jólasálmum gerð góð skil af söngkonunni Renée Fleming ásamt drengjakór og kammerhljómsveit. Upptakan var líklega gerð í kaþólsku dómkirkjunni í Mainz. Tónleikarnir voru í heild metnaðarfullir og áheyrilegir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  20:23:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 210 orð  
Flokkur: Dulhyggja

Albert Einstein: Skynjun hins dulúðuga er rót allra vísinda

„Hin fegursta og dýpsta tilfinning sem við getum upplifað er skynjun hins dulúðuga. Hún er rót allra sannra vísinda. Sá sem er ókunnugur þessari tilfinningu, sá sem getur ekki lengur undrast og staðið frá sér numinn í óttablandinni lotningu er svo gott sem dauður. Að vita að það sem er óskiljanlegt okkur sé til og það birtist í æðsta vísdómi og hinni æðstu útgeislandi fegurð sem okkar daufu gáfur geta aðeins skilið í sinni frumstæðustu mynd - þessi þekking, þessi tilfinning er miðlæg í sannri trúrækni“ [1]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

24.12.06

  15:26:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 29 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Páfamessan

Ég vil minna fólk á að bein útsending páfamessunnar hefst klukkan 22. 55 í kvöld og má sjá hana á rásum danska, norska og sænska sjónvarpsins (Rás 1).

  14:33:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 277 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Nóttin var sú ágæt ein!

1. Emmanúel heitir hann
herrann minn enn kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

2. Nóttin var sú ágæt ein,
í allri veröldu ljósið skein,
það er nú heimsins þrautar mein
að þekkja hann ei sem bæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

3. Í Betlehem var það barnið fætt
sem best hefur andar sárin grætt;
svo hafa englar um það rætt
sem endurlausnarinn væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

4. Fjármenn hrepptu fögnuð þann,
þeir fundu bæði Guð og mann;
í lágan stall var lagður hann
þó lausnarinn heimsins væri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

5. Lofið og dýrð á himnum hátt
honum með englum syngjum þrátt;
friður á jörðu og fengin sátt,
fagni því menn sem bæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

6. Í Betlehem vil eg nú víkja þá
vænan svein í stalli sjá,
með báðum höndum honum að ná
hvar að eg kemst í færi.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

7. Betlehem kallast kirkjan svinn,
kórinn held eg stallinn þinn,
því hef eg mig þangað, herra minn,
svo heilræðin að þér læri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

8. Upp úr stallinum eg þig tek
þó öndin mín sé við þig sek;
barns mun ekki bræðin frek,
bið eg þú ligg mér nærri.
Með vísnasöng eg vögguna þína hræri.

Einar Sigurðsson frá Heydölum.

GLEÐILEG JÓL!

23.12.06

  14:47:23, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 142 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Merki krossins, 2. hefti 2006 er komið út

2. hefti 2006 af Merki krossins tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er komið út. Meðal efnis er erindi Benedikts páfa XVI í Regensburg frá því í september, opið bréf til páfa frá múslímskum fræðimönnum, greinar efir Árna Þ. Árnason og Edward Booth O.P. , viðtal við Gunnar J. Friðriksson, ljóð og orðasafn.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

20.12.06

  18:59:15, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 159 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Skóli í Betlehem þarf að rífa mötuneytið vegna öryggisveggsins

Independent Catholic News greinir frá því að skóli í Betlehem sem opinn er börnum múslima, kristinna og gyðinga hafi sent út hjálparbeiðni eftir að hafa fengið fréttir af því að hluti skólabyggingarinnar verði að víkja fyrir 'öryggisveggnum' svonefnda sem verið er að byggja umhverfis þorpið.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

19.12.06

  11:47:12, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 439 orð  
Flokkur: Hjálparstarf

Hverjir þarfnast jólagjafa þessi jól?

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar bakþanka Fréttablaðsins í dag og að venju er pistill hennar athyglisverður. Hún skrifar: „Nú í jólaösinni þegar finna skal gjafir handa þeim sem bókstaflega eiga allt, getur verið góð hugmynd að gefa viðkomandi gjöf sem nýt[i]st öðrum sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Með Hjálparstofnun kirkjunnar sem millilið er hægt að gefa snauðum í Afríku innlegg í lítinn bústofn í nafni þeirra sem við viljum gleðja.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

18.12.06

  23:59:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 95 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Opinberanir, Meðugorje

Stytta sem svitnar og sólarundur í Meðugorje?

Enn vekur Meðugorje í Bosníu-Herzegovinu athygli. Á vefsetrinu Youtube eru stutt myndskeið frá fólki sem þangað hefur farið. Hér má t.d. sjá myndir af styttu sem virðist gefa frá sér vökva: [Tengill]. Sama styttan kemur fyrir í lok þessa myndskeiðs þar sem sólin virðist eitthvað einkennileg:[Tengill]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

17.12.06

  11:33:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 861 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Hverjir munu komast til stjarnanna?

Í októberhefti tímaritsins Sky & Telescope er greint frá því að Andrómeda vetrarbrautin stefni í átt til vetrarbrautar okkar og árekstur sé nær óumflýjanlegur. Spurningin sé aðeins hvenær hann verði [1]. Sem stendur er Andrómeda í um 2,5 milljóna ljósára fjarlægð en hún nálgast okkur með 120 kílómetra á sekúndna hraða (432000 kílómetra á klukkustund) en það er 4800 faldur mesti leyfilegur íslenskur hámarkshraði sem er 90 km. á klukkustund. Hætt er við að í þessu tilfelli dugi ekki að hringja í sýslumanninn.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.12.06

  23:47:59, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 688 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

Altarissakramentið

Þetta er hið mesta allra sakramentanna. Í því meðtökum við raunverulegan lifandi líkama og blóð Krists.

Við síðustu kvöldmáltíðina breytti Jesús brauði og vini í líkama sinn og blóð. Hann gaf postulunum tólf vald þetta, og það vald skyldi frá þeim ganga til eftirkomandi biskupa og presta innan kaþólsku kirkjunnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.12.06

Vesturlönd afneita trúarlegum rótum sínum

Sagnfræðiprófessorinn Jonathan Clark á makalaust afhjúpandi, skýra og skemmtilega grein í nýjasta Spectator. 'The West denies its religious roots' nefnist hún. Hvet ég alla enskumælandi til að lesa hana – hún opinberar þann hráskinnaleik, þann undarlega selskapsleik sem Vesturlandamenn – einnig við Íslendingar – hafa leikið í marga áratugi : flóttann frá því að viðurkenna rætur okkar, sem við stöndum þó á, fælnina frá því að ræða saman um trú okkar, feluleikinn um undirstöðuhugsun kristinnar trúar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  17:45:01, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 188 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Þrettándinn

Blessun heimila á þrettándanum

Kaþólska kirkjublaðið greinir í síðasta tölublaði frá blessun heimila í Landakotssókn á þrettándanum: „Í mörgum löndum þar sem kaþólskir menn eru meirihluti íbúa hefur lengi tíðkast að blessa hús og híbýli á þrettándanum.

Á dyrastafinn eru þá skrifaðir með krít bókstafirnir C + M + B og ártalið. Sumir héldu að þaðan væri verið að minnast vitringanna frá Austurlöndum en svo er ekki. Bókstafirnir eru stytting á latnesku orðunum 'Christus mansionem benedicat', sem þýða, Kristur blessi húsið.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.12.06

  09:08:16, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 8454 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Ignatíus Loyola og Jesúítareglan

Grein eftir Gunnar F. Guðmundsson sem birtist áður í Merki krossins, tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, III. hefti 1991 og er endurbirt hér með leyfi höfundarins. (Aths. RGB )

Um þessar mundir eru 500 ár liðin frá fæðingu Ignatíusar Loyola, stofnanda Jesúítareglunnar. Jafnframt minnast jesúítar þess um allan heim, að fyrir 450 árum var regla þeirra formlega stofnuð með bréfi, sem Páll III páfi gaf út 27. september 1540.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.12.06

  13:26:19, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 1042 orð  
Flokkur: Gunnar F. Guðmundsson

Dr. Hinrik H. Frehen biskup – Minning

Dr. Hinrik Hubert Frehen biskup kaþólska safnaðarins á Íslandi andaðist að morgni síðasta dags októbermánaðar 1986. Hinrik Frehen fæddist 24. janúar 1917 í héraðinu Waubach syðst í Hollandi við landamæri Þýskalands og Belgíu. Að loknu námi í menntaskóla Montfort-presta í Schimmert gekk hann í reglu þeirra og vann regluheit sín 8. september 1937. Þá hóf hann nám í heimspeki og guðfræði í prestaskóla Montfortpresta í Oirschot í Hollandi og meðtók prestvígslu 18. desember 1943.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.12.06

  10:57:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 140 orð  
Flokkur: Helgir menn, Jólafasta (aðventa)

„Hin mörgu andlit Maríu“ - Sérfræðileiðsögn í Þjóðminjasafni

Greint er frá því á vef Þjóðminjasafnsins að 12. desember kl. 12.10 mun Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur bjóða upp á fyrirlestur eða leiðsögn sem ber heitið „Hin mörgu andlit Maríu. - María guðsmóðir í Þjóðminjasafninu“. Táknmálstúlkur er með leiðsögninni. Fyrirlesturinn er hluti af röð sérfræðileiðsagna Þjóðminjasafnsins sem boðið er upp á í hádegi annan hvern þriðjudag í vetur.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.12.06

  18:24:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 116 orð  
Flokkur: Vitranir, Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hátíðarmessa til heiðurs Maríu meyjar frá Guadalupe

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að þriðjudaginn 12. desember munu Margrétarsystur halda upp á hátíð Maríu meyjar frá Guadalupe, verndardýrlings allrar Ameríku, en einkum þó Mexíkó, þar sem María mey birtist alþýðumanninum Juan Diego árið 1531 og skildi eftir mynd sína á kápu hans. Hátíðarmessa verður haldin kl. 18 þennan dag í Basilíku Krists konungs, Landakoti. Að messunni lokinni munu systurnar bjóða öllum kirkjugestum í kaffi í safnaðarheimilinu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 21 22 23 ...24 ... 26 ...28 ...29 30 31 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net


Fatal error: Uncaught Error: Call to a member function flag() on boolean in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php:215 Stack trace: #0 /home/n982112/public_html/inc/widgets/model/_widget.class.php(629): item_info_line_Widget->display(Array) #1 /home/n982112/public_html/inc/skins/model/_skin.class.php(315): ComponentWidget->display_with_cache(Array, Array) #2 /home/n982112/public_html/inc/skins/_skin.funcs.php(2411): Skin->container('Sidebar', Array) #3 /home/n982112/public_html/skins/custom_skin/index.main.php(240): skin_container('Sidebar', Array) #4 /home/n982112/public_html/inc/_blog_main.inc.php(890): require('/home/n982112/p...') #5 /home/n982112/public_html/index.php(67): require('/home/n982112/p...') #6 {main} thrown in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php on line 215