Blaðsíður: 1 ... 20 21 22 ...23 ... 25 ...27 ...28 29 30 ... 46

31.01.07

  09:50:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 22 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Hið guðlega Hjarta er tákn elskunnar

„Hið guðlega Hjarta er tákn elskunnar og alls hins innra lífs Jesú Krists“ – J. B. Franzelin, kardínáli.

  09:47:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 106 orð  
Flokkur: Bænalífið

STUTT BÆN TIL HEIÐURS HINU ALHELGA HJARTA JESÚ – Raccoltabænabókin (235)

Allt fyrir þig, Alhelga Hjarta Jesú!
Jesús, lítillátur og auðmjúkur af Hjarta,
megi hjarta mitt verða sem þitt Hjarta.
Alhelga Hjarta Jesú, ég trúi á elsku þína á mér.
Megi hið Alhelga Hjarta Jesú vera elskað alls staðar.
Hjarta Jesú, sem brennur í elsku til okkar,
lát hjörtu okkar brenna í elsku til þín.
Alhelga Hjarta Jesú, verndaðu fjölskyldur okkar.
Guðlega Hjarta Jesú, lát syndara iðrast, bjargaðu hinum deyjandi
og leið heilagar sálir úr hreinsunareldinum.
Alhelga Hjarta Jesú! Megir þú vera elskað og þekkt
og verða að fyrirmynd allra mennskra hjartna. AMEN!

30.01.07

  11:14:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 735 orð  
Flokkur: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Samkynhneigð í leikskóla?

eftir Böðvar Inga Guðbjartsson

Grein þessi birtist í Morgunbl. sunnudaginn 21. jan. 2006. Kirkjunetið leitaði eftir því að fá að endurbirta hana hér. Veitti höfundurinn fúslega leyfi til þess.

Í Fréttablaðinu 2. október 2006 var kynnt bók eftir þau Áka og Berglindi. Bókin er um stúlku sem á tvo feður. Dreifa á bókinni í alla leikskóla landsins.

Það að fara með fræðslu um samkynhneigð inn í leikskóla landsins vekur upp ýmsar spurningar. Hvernig er fræðslan byggð upp og hvert er markmiðið? Á að fræða börn á leikskólastigi, frá 2 ára aldri, um samkynhneigð? Hvað er verið að fræða börnin okkar um?

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:12:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 272 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

HELGUNARBÆN – eftir bandaríska byskupinn J. F. MacDonald (sjá sálm 51. 12)

Elskuríki Faðir á himnum. Við komum til þín til að gefast þér í elsku. Við biðjum þig um að uppfylla fyrirheit þitt um að gefa okkur öllum nýtt hjarta. Við biðjum þig um að skapa þetta nýja hjarta í öllum börnum þínum. Við vegsömum þig Faðir fyrir að hafa þegar uppfyllt þetta fyrirheit í Jesú Kristi, Syni þínum. Hann er hið nýja Hjarta sem fyrirhugað er öllum mönnum. Við biðjum þig, Faðir, um að móta okkar eigin hjörtu til samræmis við þetta Hjarta. Gef kirkju þinni Hjarta hans sem hið nýja hjarta hennar: Hjarta sem er lifandi og nærist á Anda þínum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

29.01.07

  21:43:04, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1912 orð  
Flokkur: Ýmsir höfundar

Hinir heilögu – Fyrirmyndir á lífsleið okkar: Tómas frá Aquin

(Eftirfarandi grein sem Torfi Ólafsson þýddi úr þýsku birtist í Kaþólska kirkjublaðinu í janúar 2005 og er endurbirt hér með leyfi ritnefndarinnar og þýðandans. (Aths. RGB )

Hl. Tómas frá Aquin (28. janúar)

Hinn frægi lærdómsmaður og kirkjufræðari, Tómas frá Aquin, var kominn af aðalsætt von Aquino greifa í Langbarðalandi. Hann fæddist 1225 í Roccasecca og var sendur fimm ára gamall til náms í Benediktsklaustrið Montecassino. Árið 1236 hélt hann áfram námi við háskólann í Napólí og ákvað 1243 að ganga í reglu Dominikana.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:41:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 34 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Uppspretta elskunnar, Hjarta Jesú

„Uppsprettu elskunnar, Hjarta Jesú, gat enginn séð: En einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans, og rann jafnskjótt út blóð og vatn (Jh 19. 34)“ – Heil. Katrín frá Siena

  09:31:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 207 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

IÐRUNARBÆN – eftir Karl Rahner

sacred„heart_13

Miskunnarríki Faðir. Í ævarandi elsku þinni til mannanna sendir þú oss Jesú sem meðalgangara vorn til að friðþægja fyrir syndir vorar andspænis heilagri og eilífri hátign þinni. Með dauða sínum og upprisu varð hann lausnargjald sökum synda vorra. Í elsku endurlausnar sinnar vann hann þennan sigur með því að bera syndir heimsins og höfnun elsku þinnar.

Þú vilt að vér öðlumst hlutdeild í píslum friðþægingarinnar. Vér megnum og verðum að taka þátt í píslum hans í sársauka, hryggð og dauða hins leyndardómsfulla líkama, kirkjunni. Þetta er hlutdeild í elsku þinni á vegferð hennar í heiminum. Með lífi voru, bænum, iðrun og þjáningum viljum vér fullvissa þig um að í athöfnum og sannleika höfum vér tekið þátt í fórn þeirri sem hann bar fram fyrir þig, Faðir, og endurtekin er í hvert sinn sem Evkaristían er höfð um hönd.

Styrktir í náð Anda þíns viljum vér að vér verðum eitt í lífi voru og dauða með elsku endurlausnar þeirrar sem streymdi frá Hjarta Æðstaprests vors sem var hlýðinn allt til dauða. Þetta biðjum vér um í trú og í hans nafni. AMEN.

28.01.07

  11:10:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 39 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Án hins Alhelga Hjarta glatast allt

„Þeir sem finna engan stað í bænum sínum fyrir ímynd hins gegnumnísta Hjarta munu auðveldlega gleyma eða glata að fullu og öllu hinu sanna inntaki píslargöngunnar, krossins og friðþægingarinnar“ – Henri de Lubac.

  10:36:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 134 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÁKALL TIL HINS UPPRISNA, ÁSTMÖGURS MANNKYNSINS – eftir Peter Berulle, kardínála (d. 1829)

sacred„heart_6

Drottinn Jesús Kristur! Hjarta þitt er opið að eilífu, að eilífu gegnumstungið. Dýrð þín hylur ekki þetta sár vegna þess að það er kærleikssár. Þetta opna sár spjótsins er tákn um þetta innra sár Hjarta þíns. Þetta sár er sérkenni þitt. Þú deilir því ekki með öðrum sem gengu í gegnum sömu píslirnar og voru krossfestir. Þetta er eilíft sár allt til dauða, Frelsari minn, en leiðir til lífs. Sár þitt, Drottinn minn, er ekki eins og önnur sár vegna þess að þau eru afmáð í upprisunni. Lof sé hinum eilífa Föður sem hefur markað þig, Son sinn, með þessu sári svo að við getum dvalið í Hjarta þínu að eilífu. AMEN.

27.01.07

  12:29:24, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 371 orð  
Flokkur: Málefni samkynhneigðar á sviði þjóðfélags og kirkju

Ráðstefna um lausn frá samkynja kynlífsháttum

Hér er staddur um þessar mundir Alan Chambers, forseti Exodus International, samtaka fyrrverandi samkynhneigðra manna, sem horfið hafa frá þeirri kynhneigð. Ég var í fyrradag á ágætri samkomu hjá hópi trúaðra manna úr ýmsum söfnuðum í Gúttó í Hafnarfirði, þar sem Alan flutti sitt fyrsta erindi hérlendis (þýtt jafnóðum á íslenzku).

Alan þessi er líklega um eða undir fertugu; hann er nú kvæntur maður, og eiga þau hjónin tvö börn. Hann hefur verið kristinnar trúar frá bernskuárum og sótt sína kirkju reglulega. En í fyrrnefndu erindi sínu lýsti hann því, hvernig hann frá því u.þ.b. á níu ára aldri upplifði tilfinningar til sama kyns, sem ágerðust, unz hann fór um margra ára bil út á braut homosexúels lífernis. En þar kom, að hann eignaðist sína reynslu af þeirri hjálp Guðs sem leiddi hann, þrátt fyrir óyfirunna tilfinningu framan af, til rétts vilja og vals, af þeirri braut sem hann var á.

Alan er maður hógvær og opinn í vitnisburði sínum, ódæmandi, minnist þess sífellt í umfjöllun sinni, að Guð elskar alla menn, og gefur góða innsýn í erfiðleika margra samkynhneigðra við að glíma við tilfinningar sínar, eftir að þeir fara að upplifa að þeir hallist fremur að eigin kyni en hinu. Það er óhætt að hvetja menn til að kynna sér reynslu hans, fræðandi og sanngjarnan málflutning, sem miðast umfram allt við að ná til samkynhneigðra, bera því vitni að Guð elski þá og geti hjálpað þeim frá þeirri hneigð í samkynja kynlíf, sem þeir ráða vart eða ekki við af eigin mætti.

Alan Chambers verður bráðlega í Kastljóss-viðtali, sem þegar hefur verið tekið upp. Hann er með dagleg erindi eða ráðstefnuinnlegg á ferð þeirra hjóna hingað frá fimmtudegi til sunnudags. Hann verður í dag, laugardag, ræðumaður á ráðstefnu um samkynhneigð í Fíladelfíu, frá kl. 10-15.00 (létt máltíð í hádeginu; rádstefnugjald: 1000 kr.). Einnig mun hann tala í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík á morgun, sunnudag, kl. 11:00.

  10:09:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 27 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Að gera hjartað að ímynd sinni

„Að gera hjartað að ímynd sinni felur í sér að helga sjálfan sig eina Hjartanu sem ber ekki fram lygar og er umvafið þyrnum“ – Jacques Maritain

  10:01:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 54 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN FYRIR DEYJANDI SYNDURUM – Pispusfeðurnir

heart_small

Ó, gæskuríki Jesús og Ástmögur sálnanna. Ég bið þig sökum angistar
þíns Alhelga Hjarta og hryggðar flekklausrar Móður þinnar,
að lauga syndara alls heimsins í blóði þínu sem nú eru
angistarfullir og munu deyja á þessum degi.
Hjarta Jesú sem eitt sinn var angistarfullt,
miskunna þú hinum deyjandi. AMEN.

26.01.07

  09:30:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 69 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Takmarkalaus elska hins guðlega Hjarta

„Sagt hefur verið að guðrækni sú sem auðsýnd sé hinu Alhelga Hjarta feli í sér alla aðra guðrækni. En hvort sem hún sé svo margþætt eða ekki er rétt að segja að hún eigi sér engin takmörk nema þau sem skilningsgeta okkar og máttur til að elska setur henni“ – Móðir Jane Erskine Stuart.

  09:17:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 74 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN TIL AÐ ÖÐLAST ÁKEFÐ Í BOÐUN ORÐSINS – eftir heil. Margaret Marie Alacoque (d. 1690)

Drottinn Jesús Kristur sem elskar mennina með svo ástríðfullum hætti, að þú getur ekki lengur hamið loga þessarar elsku. Gef að þessi elska megi breiðast út með minni hjálp. Opinbera þig fyrir mönnunum með minni hjálp og auðga þá með ríkidæmi þínu sem felur í sér alla þá náð sem þeir þarfnast til að frelsast og helgast. AMEN.

(Bæn sem Kristur kenndi Margaret Marie sjálfur).

25.01.07

  10:34:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 18 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Síðusár Krists opinberar elsku hans á okkur

„Síðusár Krists opinberar gnægtir elsku hans, elsku Hjarta hans á okkur öllum“ – Heil. Anselm frá Kantaraborg.

  10:20:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 57 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN UNDIR ÖLLUM KRINGUMSTÆÐUM – eftir heil. Gertrudi hina miklu (d. 1301)

sacred„heart_13

HENTUG SEM NÍUDAGABÆN
Alhelga Hjarta Jesú. Þú hefur svo iðulega opinberað Hjarta þitt sem tákn um sífellda elsku þína okkar í garð. Af fyllsta trúnaðatrausti horfi ég nú til Hjarta þíns sem þú gerðir að þínu í holdtekjunni og veit að þú munt veita mér þá náð sem ég bið þig nú um. AMEN.

24.01.07

  09:16:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 25 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Ég fann þetta Hjarta!

„Ég fann þetta Hjarta í hinni tilbeiðsluverðu Evkaristíu, Hjarta Konungs míns, vinar míns, bróður míns“ – Heil. Bernard frá Clairvaux.

  09:10:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 108 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN FYRIR SJÁLFUM MÉR – Raccoltabænabókin (263)

Ó, helgasta Hjarta Jesú, uppspretta allrar blessunar, ég tilbið þig. Ég elska þig og sármæddur vegna minna eigin synda ber ég bersyndugt hjarta mitt fram fyrir þig. Gerðu mig auðmjúkan, þolinmóðan, hreinan og fullkomlega hlýðinn vilja þínum. Gef gæskuríki Jesú að mér megi auðnast að lifa í þér og fyrir þig. Verndaðu mig á hættustund, huggaðu mig í armæðu minni, gef mér heilsu til líkama og sálar. Veittu mér liðsinni í tímanlegum efnum og allt sem ég geri verði til blessunar og ég njóti náðar heilagrar dauðastundar. AMEN.

23.01.07

  09:48:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 30 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Allt sem hann gerði var þrungið elsku

„Allt sem hann gerði var þrungið elsku. Á vegferð sinni á jörðinni var Kristur hið Alhelga Hjarta Guðs, sem laukst upp fyrir öllum göngumóðum“ – Francois Mauriac.

  09:20:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 76 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN FYRIR EINHVERJUM SÉRSTÖKUM – arfleifðin (höfundur ókunnur)

sacred„heart_10

Megi náð og blessun hins Alhelga Hjarta vera með þér.
Megi friður hins Alhelga Hjarta umvefja þig.
Megi verðskuldun hins Alhelga Hjarta vaka yfir þér.
Megi logi hins Alhelga Hjarta glæðast í þér.
Megi hryggð hins Alhelga Hjarta hugga þig.
Megi ákafi hins Alhelga Hjarta gagntaka þig.
Megi dyggðir hins Alhelga Hjarta ljóma í orðum þínum og verkum.
Megi ljúfleiki ásæis fullsælunnar verða þín eilífu laun. AMEN.

22.01.07

  08:49:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 112 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Spakmæli

Vísindi mín eru elskan!

Stundum öfunda ég þá sem eru svo lánsamir að vera guðfræðingar! En rís bænin – hið guðdómlega ásæi – ekki miklu hærra í þekkingu, elsku og mætti, heldur en háleitasti lærdómur? Skynjunin er dýpri, meira upplýsandi og ber meiri ávöxt en fræðimennska. Hvað mig sjálfa áhrærir, þá er guðfræði mín – vísindi mín – elskan í sameiningu hjarta míns við Guð í Jesú Kristi og við hina blessuðu Mey. Hvorki meira né minna!

Marthe Robin, úr bókinni Prend ma vie Seigneur (Taktu líf mitt, Drottinn) eftir bróðir Peyret (Desclee De Brouwer Editions).

21.01.07

  10:28:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 543 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hugleiðing um ljósmynd á sunnudagsmorgni (frá vinkonu í Kanada)

proskyneo

Tjaldbúð hins Gamla sáttmála var forgildi hinnar komandi kirkju: Kristslíkamans. Þetta er boðskapur hinnar guðdómlegu ráðsályktunar á þessum stað sem lögð er áhersla á með dúkbreiðunum beggja vegna sjálfs inngangsins sem voru skjannahvítar. Þetta er ekki vegur hinna stærilátu. Þeir snúa baki við þessum stað auðmýktarinnar fullir fyrirlitningar. Þessi sannindi er lögð enn frekari áhersla á með þeirri staðreynd, að öll börn hins Gamla sáttmála urðu að skríða á fjórum fótum undir dúkbreiðu inngangsins vegna þess að þau gengu nú inn til staðar sem var helgaður Lifandi Guði Abrahams, Ísaks og Jakobs sem heilög jörð. Þetta er Konungsvegurinn til dýrðar okkar himneska Föður!

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:53:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 64 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

BÆN UM AÐ SAMLÍKJAST HJARTA JESÚ – arfleifðin (höfundur ókunnur).

sacred„heart_9

Elska Hjarta Jesú, taktu að loga í hjarta mínu.
Kærleiki Hjarta Jesú, gagntak hjarta mitt.
Styrkur Hjarta Jesú, styrktu hjarta mitt.
Miskunn Hjarta Jesú, miskunna hjarta mínu.
Speki Hjarta Jesú, uppfræddu hjarta mitt.
Vilji Hjarta Jesú, stjórnaðu hjarta mínu.
Vandlæting Hjarta Jesú, brenndu upp hjarta mitt.
Flekklausa Mey, ákallaðu Hjarta Jesú sökum mín.
Amen.

20.01.07

  09:56:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 226 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

HJARTA KRISTS, ALTARI ALHEIMSINS – bæn Br. Davids Stendl-rast O.S.B.

Elskuríki Faðir! Þú sendir þinn elskaða Son í heiminn til að gefa okkur líf í Anda helgunar þinnar, elsku og einingar. Þegar þú skapaðir alheiminn bjó einungis ein fyrirhugun þér í huga – Guðmennið – sem allt beinist til. Þegar þú skapaðir hjörtu okkar, bjó aðeins eitt Hjarta þér í huga: Hið Alhelga Hjarta. Hjörtu okkar dragast til Hjarta hans. Það er einungis í Alhelgu Hjarta hans þar sem hjörtu okkar finna frið.

Þegar við tökum að skilja Hjarta hjartna okkar verður okkur þetta ljóst. Bænin nær fram að ganga þegar okkur lærist að hlusta á þig tala í djúpi okkar eigin hjartna. Þegar við finnum okkur sjálf í Hjarta hjartna okkar finnum við Jesús Krist sem miðju alheimsins. Þar er það hans Hjarta sem er altarið þar sem elska og bænir eru sífellt bornar fram fyrir þig.

Ljúk upp hjörtum okkar gagnvart þessu Alhelga Hjarta. Meðtak allar „bænir okkar, verk og þjáningar“ á altari þessa Hjarta. Ljúk upp hjörtum okkar svo að þau verði sífellt næmari gagnvart vilja þínum í bænum okkar og verkum, þannig að við verðum eitt með honum í Heilögum Anda sem ber fram fyrir þig fullkomna elsku, lofgjörð og þakkargjörð nú og um aldir alda, Jesús Kristur. Amen.

19.01.07

  09:36:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 155 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÞRÁ EFTIR ANDA KRISTS – Stefano Fridolin (d. 1498)

sacred„heart_2

Himneski Faðir! Gjafir þínar okkur til handa eru fjölþættar, en ein þeirra felur í sér allar hinar. Þetta er Heilagur Andi, háleitust gjafa Guðs. Hjarta Jesú er verðugustu og hreinustu híbýli Heilags Anda. Hann dvelur þar ekki einungis vegna áhrifa náðarinnar eða tímabundið, eins og gegnir um aðra menn. Hann lifir þar með eðlislægum hætti, óaflátanlega og fullkomnlega í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og í öllum dyggðum hans án nokkurs ófullkomleika. Hann dvelur hér sífellt og að eilífu. Guð minn! Í skírninni og fermingunni sendir þú okkur Heilagan Anda til að gera sér bústað í sálum okkar. Gef að við hlustum sífellt á hann og verðum fúsir samverkamenn hans og hann verði samferðamaður okkar eigin anda þar til við munum lifa með þér að eilífu á himnum.

18.01.07

  09:12:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 79 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÞRÁ EFTIR KRISTI – Bæn eftir Bernadínu frá Siena (d. 1444)

heart_small

Jesús minn! Þú hefur elskað okkur af öllu þínu Hjarta, allt til dauða á krossi. Þú hefur lokið Hjarta þínu upp fyrir okkur með síðusári þínu. Þú hefur boðið okkur að ganga inn í þessa ósegjanlegu elsku. Snúum okkur þannig til Hjarta þíns, þessa djúpræða Hjarta, þessa þögla Hjarta, þessa Hjarta sem gleymir engum, þessa Hjarta sem veit allt, þessa Hjarta sem elskaði okkur og brennur í elsku. Umvefjum það og hverfum aldrei frá því aftur.

16.01.07

  09:52:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 514 orð  
Flokkur: Hið flekklausa hjarta Maríu, Hirðisbréf páfa

Útdráttur úr hirðisbréfi Píusar páfa XII, Mystici Corporis, frá 29. júní 1943

heart_of_mary

„Elskuverðu bræður! Megi Meymóðir Guðs heyra bænir föðurhjarta vors – sem er jafnframt vorar eigin bænir – að allir megi öðlast elsku á kirkjunni sökum hennar sem var fyllt guðlegum anda Jesú Krists í syndlausri sál sinni umfram allar aðrar skapaðar verur, hennar, sem „í nafni alls mannkynsins“ gaf samþykki sitt svo að „Guðsonurinn gæti sameinast mennsku eðli í hinu andlega brúðkaupi.“

Þegar í skauti Meyjarinnar bar Kristur og Drottinn okkar þegar þann háleita titil að verða höfuð kirkjunnar. Í undursamlegri fæðingu opinberaði hún hann sem uppsrettu yfirskilvitlegs lífs og boðaði hann nýfæddan sem spámann, konung og prest fyrir gyðingunum og heiðingjunum sem komu til að tilbiðja hann. Auk þess varð Sonur hennar við bænum Móður sinnar í „Kana í Galíleu“ þar sem hann framkvæmdi kraftaverk svo að „lærisveinar hans trúðu á hann.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

15.01.07

  12:19:01, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 5950 orð  
Flokkur: Opinberanir heilagrar Þeotokos í Medjugorje

DROTTING FRIÐARINS: OPINBERANIR MARÍU GUÐSMÓÐUR Í MEDJUGORJE

Frásögn þessi birtist upphaflega í Úrvali, 1. hefti, janúar 1990. Fróðlegt er að sjá nú í upphafi árs 2007 hvernig spádómsorð Guðsmóðurinnar í Fatíma og Medjugorje hafa ræst til fulls.

medjugorje_1

Krossinn á Krizevac

Tæplega hefur faðir Smoljan, sóknarprestur við Jakobskirkjuna í Medjugorjesók í Herzegóveníu í Júgóslavíu grunað hvað framtíðin átti eftir að bera í skauti sér þegar honum bárust boð frá Píusi páfa XII vorið 1932 um að koma samstundis til Rómar. Undrun hans varð enn meiri er hinn heilagi faðir tjáði honum að hann hefði meðtekið opinberun um að reisa skyldi kross á hæstu hæðinni í sókninni. Faðir Smoljan sneri þegar í stað heimleiðis til að láta reisa krossinn á Krizevachæð (Krosshæðinni).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

14.01.07

  09:59:30, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1607 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

SHOUBRAHVERFIÐ Í KAÍRÓ 1986: OPINBERANIRNAR Í KIRKJU HEIL. DEMÍÖNU (14)

shoubra_1

LJÓSBJARMAR FRÁ KIRKJUNNI UPPLÝSA
NÆRLIGGJAND HÚS

Þriðjudaginn 25. mars 1986 hóf hin heilaga Mey að opinberast í Kirkju heil. Demíönu [1] í Shoubrahverfinu í Kairó. Kirkjan er lítil og fátæk koptísk kirkja sem staðsett er í Papadouplo sem er eitt þéttbýlasta úthverfið í allri borginni og aðliggjandi götur eru afar þröngar, um 4 metra breiðar.

Guðsmóðirin birtist hjá turnum kirkjunnar sem eru tveir og íbúarnir sem bjuggu í húsunum andspænis kirkjunni voru þeir fyrstu sem urðu hennar varir. Ljósið sem streymdi frá henni lýsti upp híbýli þeirri og þeir sáu hana í fullri líkamsstærð umvafða ljósi þar sem hún var yfir vesturturninum. Opinberunin endurtók sig nokkrum sinnum og fréttirnar voru fljótar að breiðast út og fólk flykktist að úr öllum áttum og þröngar göturnar umhverfis kirkjuna fylltust af fólki. Fólkið vakti heilu næturnar og baðst fyrir og söng sálma.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

13.01.07

  09:26:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1443 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

ZEITOUN Í EGYPTALANDI 1968: HINN BLESSAÐA MEY Í HRINGIÐU BORGARLÍFSINS (13)

GUÐSMÓÐIRIN Á KÚPLI KIRKJUNNAR Í ZEITOUN

zeitoun_1

Hin blessaða Mey í Zeitoun. Sjá má
eina af dúfunum dularfullu yfir höfði
Meyjarinnar.

Þann 2. apríl 1968 voru tveir vélvirkjar við vinnu sína á bílaverkstæði beint á móti Kirkju hl. Maríu í Zeitoun, en þetta er eitt úthverfa Kairó. Skyndilega veittu þeir því athygli að hvítklædd nunna virtist standa á kúpli á miðju þaki kirkjunnar. Þar sem þeir óttuðust að systirin gæti farið sér að voða hljóp annar mannanna inn í kirkjuna til að sækja prest, en hinn vélvirkinn hringdi í neyðarsíma lögreglunnar og bað um aðstoð.

Þegar presturinn hljóp út úr kirkjunni til að ganga úr skugga um hvað málið snérist, varð hann sá fyrsti sem gerði sér ljóst að hér var um opinberun Maríu meyjar að ræða. Presturinn og vélvirkjarnir sáu hina blessuðu Mey skírt og greinilega í nokkrar mínútur eins og mannfjöldinn sem tók að safnast saman til að bera þetta undur augum.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

12.01.07

  09:39:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4130 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

RÚANDA Í AFRÍKU 1981-1989: MÓÐIR ORÐSINS OPINBERAST Í SKÓLA Í KIBEHO (12)

kibeho_1

Skálmöld ríkti í Rúanda á árunum 1980 og 1981. Því sem næst öll líkneski af hinni blessuðu Mey í þorpum landsins voru eyðilögð eða þeim stolið. Nokkrir prestar voru hættir að biðja rósakransinn sökum áróðurs ákveðins hóps guðfræðinga sem boðuðu ákaft, að slík guðrækni heyrði fortíðinni til. Á þessu tímaskeiði ákvað hin blessaða Mey að birtast í Kibeho sem er í suðurhluta landsins, fátækasta landsvæðinu í Rúanda, en þar höfðu tveir prestar haldið vöku sinni og hrifu fólkið með sér með predikunarstarfi sínu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

11.01.07

  08:11:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1585 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

BETANIA Í VENESÚELA 1976: MARÍA MEY, MÓÐIR OG HUGGARI ALLRA ÞJÓÐA (11)

betania_1

Sjáandanum í Betania í Venesúela, Mariu Esperanza, gafst að njóta fjölmargra yfirskilvitlegra náðargjafa í lifanda lífi. Meðal annars bar hún sáramerki Krists (stigmata) og var gædd lækningagáfu auk þess að geta birst á tveimur stöðum samtímis líkt og Padre Pio og gat sagt fyrir um óorðna atburði. Eitt óvenjulegasta fyrirbrigðið sem opinberaðist á líkama Mariu Epseranza var rós sem birtist óvænt á brjósti hennar. Þetta fyrirbrigði endurtók sig sextán sinnum. Hostían efnisgerðist hvað eftir annað í munni hennar og sterkan rósa- og ávaxtailm lagði frá líkama hennar. Hún andaðist þann 7. ágúst 2004 eftir að hafa háð erfiða baráttu við parkinsonsjúkdóminn. Eftir andlát hennar fylltist herbergið á sjúkrahúsinu af sterkum rósailmi. Hún var 75 ára gömul þegar hún andaðist.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

10.01.07

  10:36:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1359 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

AKITA Í JAPAN 1973-1981: SKELFILEG VARNAÐARORÐ (10)

akita_1

SJÁANDINN

Vitranirnar í Akita í Japan hófust þann 12. júní árið 1973 í litlu trúarsamfélagi sem nefnist Samfélag þjónustumeyja Evkaristíunnar. Ofurskærir geislar tóku að leiftra út frá guðslíkamahúsinu í þessu litla japanska klaustri. Þann 28 sama mánaðar birtust blæðandi krossmark óvænt á höndum einnar systranna, Agnesar Katasuko Sasagawa. Þann 6. júlí tók blóð að seytla úr tréskurðarmynd af hinni blessuðu Mey, en hún var skorin úr katasuravið. Hin blæðandi sár á höndum styttunnar hafa birst nokkrum sinnum aftur og þann 29. september hurfu sárin og í stað þeirra birtist ilmandi útferði. Árið 1975 tók styttan að úthella tárum aftur og þetta endurtók sig meira en 100 sinnum á næstu sex árum sem fjölmargir urðu vitni að, þar á meðal staðarbyskupinn, John Shojiro Ito í Niigata.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.01.07

  09:39:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1382 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

SÝRACUSA Á SIKILEY 1953: HIN GRÁTANDI GUÐSMÓÐIR Á HEIMILI JANNUSOHJÓNANNA (9)

syracuse_1

Þau Antonina Jannuso og eiginmaður hennar, Angelo Jannuso, voru nýlega kvænt og ekki vel stæð fjárhagslega og bjuggu því tímabundið hjá móðir hans og bróðir í Sýracusa. Í reynd voru þau dæmigert nútímafólk. Antonina var „pínulítið“ trúuð en Angelo átti sér aðra trú sem stangaðist á við nafn það sem hann bar og hann hafði hlotið í skírninni. Á áratugunum eftir síðari heimstyrjöldina átti kommúnistaflokkurinn sterk ítök í hugum fólks á Sikiley og Angelo Jannuso var ákafur stuðningsmaður Togliattis og satt best að segja ekki góður kaþólikki. Meðal brúðkaupsgjafanna var veggmynd úr gipsi af hinu Flekklausa hjarta Maríu sem fjöldaframleitt hafði verið í Toskana. Þegar Antonina varð þess áskynja að hún var vanfær tók að bera á blóðsýkingu (toxemia) sem lýsti sér í krampaköstum og tímabundinni blindu. Læknirinn ráðlagði henni að dvelja sem mest í rúminu meðan á meðgöngunni stæði. Antonina leitaði á náðir bænarinnar sem kom Angelo harla spánskt fyrir sjónir.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.01.07

  11:17:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1913 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

BANNEUX Í BELGÍU 1933: MÓÐIR HINNA ANDLEGU SNAUÐU (8)

banneux_1

HIN BLESSAÐA MEY Í GARÐI BECOFJÖLSKYLDUNNAR

Í upphafi hljómuðu þessar fréttir um hina blessuðu Mey hneykslanlega í eyrum hins guðhrædda Abbé Louis Jamin, sóknarprests í Banneux. Hann hafði þekkt þessa stúlku, Mariette Beco, síðastliðin fimm ár. Það var klukkan sjö að kveldi þess 15. janúar árið 1933 þar sem þær Mariette og móðir hennar voru enn önnum kafnar við húsverkin þar sem þetta byrjaði allt saman. Mariette hafði sest á litla bekkinn við gluggann sem snéri út í garðinn, þegar hún tók skyndilega eftir ljósi þarna úti í myrkrinu. Hún sá konu í myrkrinu þetta vetrarkvöld sem stóð til hægri við hana þaðan sem hún horfði. Það virtist lýsa af konunni. Fyrstu viðbrögð hennar voru einungis að segja: „Ó!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 20 21 22 ...23 ... 25 ...27 ...28 29 30 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net


Fatal error: Uncaught Error: Call to a member function flag() on boolean in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php:215 Stack trace: #0 /home/n982112/public_html/inc/widgets/model/_widget.class.php(629): item_info_line_Widget->display(Array) #1 /home/n982112/public_html/inc/skins/model/_skin.class.php(315): ComponentWidget->display_with_cache(Array, Array) #2 /home/n982112/public_html/inc/skins/_skin.funcs.php(2411): Skin->container('Sidebar', Array) #3 /home/n982112/public_html/skins/custom_skin/index.main.php(240): skin_container('Sidebar', Array) #4 /home/n982112/public_html/inc/_blog_main.inc.php(890): require('/home/n982112/p...') #5 /home/n982112/public_html/index.php(67): require('/home/n982112/p...') #6 {main} thrown in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php on line 215