Blaðsíður: 1 ... 18 19 20 ...21 ... 23 ...25 ...26 27 28 ... 46

11.03.07

  12:34:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1023 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um heiðrun og tilbeiðslu

Í dag sem er þriðji sunnudagurinn í föstu heiðrar kirkjan heil. Teresu Margrét Redi (d. 1770). Þetta gerir kirkjan daglega, það er að segja að hún velur einn hinna heilögu og bendir á þá sem fyrirmynd til breytni. Systir Teresa Margrét var einungis 23 ára gömul þegar hún andaðist. Hún er næst yngst þeirra kvenna sem hafin hefur verið upp við altarið í tölu hinna heilögu. Hin hét einnig Teresa og var frá Lima í Perú. Hún var einungis nítján ára gömul þegar hún andaðist!

Víkjum fyrst að orðinu heiðrun, að auðsýna einhverjum heiður. Í fornkirkjunni var þetta nefnt duleia á grísku. Maríu Guðsmóður er sýnd sérstök heiðrun. Þetta nefndu hinir fornu feður og mæður kirkjunnar á grísku hyperduleia eða sérstaklega mikla heiðrun. Þegar á annarri öld auðsýndu þeir Guðsmóðurinni slíka hyperduleia eins og við sjáum til að mynda í skrifum Tatíans (d. 160). Frá upphafi og fram á daginn í dag er gerður strangur munur á latreia eða tilbeiðslu og heiðrun. Guð einn í Þrenningu er tilbeðinn: Honum einum er kristnum mönnum ætlað að tilbiðja.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  08:30:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 574 orð  
Flokkur: Bænalífið

Hún skal merja höfuð þitt

Opinberanir Maríu Guðsmóður komu út á pfd-formati á Vefritum Karmels í fyrir tveimur dögum (síðdegis). Aldrei hefur neitt rit notið eins mikilla vinsælda á Vefritum Karmels: 331 heimsókn á tæplega tveimur sólahringum sem er það langhæsta fram að þessu.

Sjálfur er ég sannfærður um að það verði Guðsmóðirin sem sameini kirkjuna að nýju, eins og sagt er fyrir í 1M 3. 8. Eða eins og segir í riti Erzebet Szanto um hið Flekklausa Hjarta Maríu:

Jesús varaði okkur við: „Öll kirkjan er í mikilli hættu og þið getið ekki komið neinu til leiðar með jarðneskri viðleitni. Einungis Alhelg Þrenning og hin blessaða Mey í samvinnu við heilaga engla, hina heilögu og þeirra sálna sem þú hefur hjálpað, geta bjargað kirkjunni.“

Við skulum taka saman höndum á þessum náðartímum. Gerum við okkur ljóst hvílíka ósegjanlega andlega náðargjöf við öðlumst hjá hinni blessuðu Mey með loga elsku hennar.

Eitt sinn spurði Elísabet: „Hvað er logi elskunnar?“ Jesús svaraði: „Logi elsku Meymóður minnar er ykkur það sem örkin var Nóa!“ Og hin blessaða Mey svaraði: „Logi hins Flekklausa Hjarta míns er sjálfur Jesús Kristur!“ (bls. 151).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

09.03.07

  11:08:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1608 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Fólksfækkunarvandamálið

Átök kærleiksríkrar og kærleikssnauðrar þekkingar

Ef við ættum að skilgreina samtíma okkar með einni setningu, þá getum við sem best gert það með því að segja að hann sé tímaskeið átaka kærleiksríkrar og kærleikssnauðar þekkingar. Sjálfur sagði Drottinn meðan hann dvalið með okkur á jörðu: „Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki til að færa frið, heldur sverð“ (Mt 10. 34). Með þessum orðum skírskotaði hann til stríðs kærleikans. Í hinni kristnu opinberun færði hann okkur kærleiksríka þekkingu elskunnar, eða með orðum Jóhannesar guðspjallamanns:

Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent Einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi Son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar (1Jh 4. 7-10).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

08.03.07

  09:37:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 371 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Barnabarnabarn þekkts hörundslitaðs þræls, Dred Scotts, berst fyrir réttindum ófæddra barna til að binda enda á fósturdeyðingar

ST. LOUIS, 7. mars 2007 (LifeSiteNews.com) – Í marsmánuði 1856 dæmdi Hæstiréttur Bandaríkjana blökkumanninn og þrælinn Dred Scott óæðri mannveru. Í dag bendir barnabarnabarn hans, Lynne Jackson, á mál hans sem lýsandi vita vonar hvað áhrærir full mannréttindi allra borgara, án tillits til aldurs, líkamsstærðar eða sjálfsstæðis.

Þann 6. mars 1857 var ákveðið að Dred Scott og sérhver afkomandi hörundslitaðra afkomenda af Afrískum uppruna, hvort sem um þræl eða frjálsan mann væri að ræða, teldist ekki borgari í Bandaríkjunum með hliðsjón af Stjórnarskránni. Hörundslitaðir, kvað ákvæðið úr um „eru ekki borgarar í Bandaríkjunum, heldur óæðri mannverrur og með öllu óhæfir til að eiga samskipti við hvíta kynstofninn, bæði í samfélagslegu og pólitísku samhengi og njóta þannig ekki þeirra réttinda sem bæri hvítum mönnum.“ Þetta ákvæði var afnumið í 13 stjórnarskrárbreytingunni tæplega tíu árum síðar með afnámi þrælahalds árið 1865.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

07.03.07

  15:56:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 842 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Jafnframt því sem andstæðingar kaþólsku kirkjunnar ásaka hana um aukna dánartíðni vegna eyðni, leiðir tölfræðin þveröfugar niðurstöður í ljós.

LONDON, 5. mars 2007 (LifeSiteNews.com) – Kaþólska kirkjan myrðir „milljónir“ vegna kenninga sinna um hreinlífi, trúfestu í hjónabandinu og með því að vilja ekki breyta „stefnu“ sinni um að banna notkun smokkar í baráttunni gegn EYÐNI. Þetta er vinsælt og augljóslega viðloðandi umfjöllunarefni meðal stórs hluta blaðamanna.

Fréttaskýrendur, einkum enskir, lýsa því yfir með reglubundnum hætti að Jóhannes Páll páfi II og arftaki hans, Benedikt XVI, séu ábyrgir fyrir dauða milljóna manna vegna andstöðu sinnar við getnaðarvarvarnir, einkum smokkanotkun.

Polly Toynbee, blaðamaður hjá The Guardian, notaði tilefnið þegar Jóhannes Páll II andaðist til að segja að Vatíkanið væri „boðberi mannvonsku og hræsni í nútímanum.“ Toynbee hélt því fram að „með banninu á smokkanotkun bæri kirkjan ábyrgð á dauða milljóna kaþólikka og annarra á þeim svæðum í Afríku þar sem kaþólskir trúboðar væru ráðandi og alls staðar annars staðar í heiminum. Í löndum þar sem 50% íbúanna eru eyðnismitaðir eru milljónir munaðarlausra barna fórnardýr kúríunnar.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:52:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 445 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

J’ accuse – ég ásaka

Þetta eru hin fleygu orð sem rithöfundurinn Zola viðhafði á sínum tíma þegar hann skrifaði hið víðfræga bréf sitt þegar hann ásakaði frönsk stjórnvöld fyrir meðferðina á Dreyfusi. Það var reyndar ekki hann, heldur annar víðfrægur franskur rithöfundur sem kom í heimsókn til Íslands þann 8. júní 1901. Þetta var Victor Hugo ásamt eiginkonu sinni og þeim dr. Jean Charcot, og M. Bonniers. Ferðalangarnir heilsuðu meðal annars upp á föður Ypes Hamon (1864-1925), franskan prest sem starfaði þar á vegum franska sjómannatrúboðsins (Apôtre des Marins). Saga föður Hamons er ein sér afar merkileg. Eftir að hafa verið lokaður inni í Beijing í Kína í boxarauppreisninni ásamt öðrum Evrópumönnum, var hann sendir til Nýfundnalands og síðar Íslands þar sem hann starfaði í mörg ár. Að Íslandsdvölinni lokinni var hann sendur til eyjarinnar Martineque í Indlandshafi. [1]

Nú höfum við þremenningarnir skrifað efni á þessa vefsíðu í dágóðan tíma og vinsældir hennar farið fram úr björtustu vonum sjálfs upphafsmannsins, Ragnars Geirs Brynjólfssonar. Í því fárviðri lyga og rangtúlkana sem ganga um kirkjuna í fjölmiðlum veraldarhyggjunnar bæði hér á landi og um allan hinn Vestræna heim er mikilvægt að halda vöku sinni og verjast þessu fárviðri eftir fremsta megni. En þremur einstaklingum eru takmörk sett í þessum efnum.

Þannig höfum við engin tök á því sjálfir að þýða fjölmargar greinar sem birtast daglega á kaþólskum veffjölmiðlum. Þar sem fjölmargt kaþólskt fólk á Íslandi er ágætlega menntað hvet ég það til að koma til samstarfs við okkur og þýða eina og eina grein. Öll vitum við hversu yfirhlaðnir störfum kaþólskir prestar eru á Íslandi, en við getum lagt okkar að mörkum með því að koma sannleikanum á framfæri. Hristið af ykkur slyðruorðið og látið ekki aðeins nöldrið í kirkjukaffinu nægja, nöldur sem kemur mest frá þeim sem leggja sjálfir ekkert af mörkum, nöldur sem felst í því að ekkert sé gert! Minnist orða Frelsarans: Sælla er að gefa en að þiggja! Ég ásaka þá meðlimi kirkjunnar sem hafa alltaf nægjan tíma til að gera allt annað en það að leggja eitthvað af mörkum sannleikanum til varnar

[1]. Þetta má lesa í lítilli bók sem vinir hans gáfu út að honum látnum: Le P. Yves Hamon, Assomptioniste, Aumônier à Terre-Neuve et en Islande, eftir E. Lacoste, Maison de la bonne presse, Paris, 1929.

06.03.07

  10:52:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 281 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Sænskir trúarleiðtogar vara við „fósturdeyðingarparadís“

STOKHÓMUR, Svíþjóð, 4. mars 2007 (Zenit.org). – Kristnir trúarleiðtogar í Svíþjóð vara við því að Svíþjóð verði breytt í „fósturdeyðingarparadís,“ eftir að ríkisstjórninn lagði til að konum af erlendum uppruna yrðir heimilað að koma til Svíþjóðar til að fara í fósturdeyðingu á síðari stigum meðgöngu.

S. l. sunnudag skrifuðu Anders Arborelius, kaþólski byskupinn í Stokkhólmi og leiðtogi sænsku Hvítasunnukirkjunnar, Sten Gunnar Hedin, grein í eitt af víðlesnustu dagblöðum Svíþjóðar þar sem þeir fordæmdu þessa ráðagerð stjórnvalda.

Göran Hägglund úr Kristilega demókrataflokknum hefur stutt þessa áætlun sænskar heilbrigðisyfirvalda til að heimila erlendum konum að fara í fósturdeyðingar í Svíþjóð þegar lögin í þeirra eigin heimalandi eru strangari.

„Við sjáum okkur knúða til að hvetja kristna kjósendur til að kjósa ekki samsteypustjórnina í kosningunum 2010,“ skrifuðu þessir trúarleiðtogar. „Sem kristnum einstaklingum ber okkur skylda til að standa vörð um mannhelgina.“

Þeir héldu áfram: „Sem kristnir einstaklingar höfum við þungar áhyggjur af því að sænska ríkisstjórnin er að undirbúa lög sem heimila erlendum konum að koma hingað í fósturdeyðingu á síðari stigum meðgöngu.

Sem kristnir einstaklingar hvetjum við heilbrigðis- og félagsmálaráðherrann til að gera Svíþjóð ekki að fósturdeyðingarparadís . . . Við biðjum stjórn jafn auðugs ríkis og Svíþjóðar til að gera meira fyrir þær konur sem þarfnast hjálpar til að ala börn, bæði í okkar eigin landi og erlendis.“

ZE07030420/JRJ

  05:09:17, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 324 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Fastan

Af formælingum og dauðatáknum

Ungur vinur minn sagði við mig um daginn: „Íslensku krakkarnir í skólanum mínum blóta svo mikið. Þau nota ljót orð sem byrja á h, a og d. Af hverju hætta þau þessu ekki? Mér líður illa í skólanum þegar ég heyri þetta.“ Þessi ungi vinur minn sem hefur alið allan sinn aldur í kaþólsku kirkjunni er af erlendu bergi brotinn og honum hefur verið kennt að það sé ekki góð hegðun að blóta og formæla.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

05.03.07

  02:40:49, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 97 orð  
Flokkur: Samkirkjuhreyfingin

Sameinast Þjóðkirkjan kaþólsku kirkjunni?

Um það var m.a. rætt í Silfri Egils í gær, og um það efni á ég nú alllanga grein á þessari Moggabloggsíðu minni og vísa hér með til hennar. En í Bretlandi og hinu alþjóðlega biskupakirkjusamfélagi (Anglican Church) er nú rætt af nokkurri alvöru (og að gefnum mörgum tilefnum) um hugsanlega sameiningu þess við kaþólsku móðurkirkjuna. Þjóðkirkjupresturinn Baldur Kristjánsson hefur nú gerzt opinber málsvari þess, að hans eigin kirkja "sameinist undir merkjum páfans í Róm." Þetta eru nokkur tíðindi, bræður og systur.

02.03.07

  00:05:59, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 917 orð  
Flokkur: Greinar eftir Sr. Róbert Bradshaw (dó 1993)

BIBLÍAN - ORÐ GUÐS

Biblían er helgasta bók, sem rituð hefur verið. Hún hefur að geyma orð Guðs; hún segir okkur frá Guði og því, sem hann hefur kennt okkur. Í Biblíunni fræðumst við um þýðingu og tilgang lífsins; við lærum, hvað það er, sem Guð ætlast til af okkur; okkur eru kennd boðorð Guðs; við erum vöruð við því, að eftir dauðann bíður okkar dómur; við lærum um lífið eftir dauðann.

Biblían er raunar ekki ein bók, heldur safn bóka. Í henni eru alls 72 bækur. 45 þeirra voru ritaðar fyrir daga Krists, og nefnast Gamla testamentið. 27 bækur Biblíunnar voru ritaðar eftir daga Krists og nefnast Nýja testamentið.

Orðið "testamenti" merkir samningur eða sáttmáli, sem Guð gerir við mennina. Bókin Exodus, sem gjarnan er kölluð Önnur Mósebók, er þungamiðja og mikilvægasta bók Gamla testamentisins, því að hún greinir frá þeim sáttmála, eða því testamenti, sem Guð gerði við þjóð sína. Inntak hans er þetta: "Ef þið haldið boðorð mín, getið þið verið þess fullviss, að ykkur bíður eilíf hamingja. Þið eruð þjóð mín, og ég er Guð ykkar." Og síðan innsiglar hann þennan sáttmála með því að leiða þjóð sína, undir forystu Móse, út úr þrælahúsinu Egyptalandi inn í frelsi hins fyrirheitna lands.

Það er auðvelt að sjá, hvernig Nýja testamentið hefur hlotið nafn. Það greinir frá alveg nýju skipulagi eða sáttmála, þar sem Guð sendir, ekki aðeins spámann, heldur sinn eigin Son, til þess að deyja fyrir okkur á Golgata og frelsa okkur þannig úr þrældómi syndarinnar.

Mikilvægustu bækur Nýja testamentisins eru hin fjögur guðspjöll Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar. Þau segja frá lífi og kenningum Jesú Krists, stofnun kirkjunnar og dauða og upprisu Jesú. Fimmta bókin í Nýja testamentinu, sem er Postulasagan, er sömuleiðis mjög þýðingarmikil, því að hún greinir frá komu hins Heilaga Anda og sögu frumkirkjunnar.

Hver ritaði Biblíuna? Það voru menn, sem Guð valdi sérstaklega til þess hlutverks. Sennilega hafa margir þeirra ekki gert sér grein fyrir því, að það væri Guð sjálfur, sem leiðbeindi þeim og stjórnaði við skriftirnar. Höfundarnir höfðu hver sinn eigin stíl, sín persónueinkenni og meira að segja sínar takmarkanir. En þeir voru innblásnir af Guði, svo að þau trúarlegu sannindi, sem þeir skrásettu, voru í raun og sannleika opinberun frá Guði. Þess vegna getum við sagt, að Biblían sé innblásið rit, hún sé Guðs orð.

En verðum við þá að trúa öllu, sem í Biblíunni segir? Eigum við, svo að dæmi sé tekið að trúa því að Guð hafi skapað heiminn á sjö dögum, eins og stendur í Biblíunni? Svarið er það, að við verðum að trúa því, sem Biblían segir, þegar hún greinir frá sannindum trúarinnar, og þar á meðal auðvitað opinberunum Guðs til mannanna og sögu hinnar útvöldu þjóðar hans. En Biblían var ekki skrásett sem vísindarit og gerir enga kröfu til þess að teljast nákvæm í vísindalegum efnum. Ef höfundur Genesis, sem gjarnar er nefnd Fyrsta Mósebók, ætlar sér að skýra út einhver þýðingarmikil sannindi um Guð, hikar hann ekki við að setja á blað ólíkindalega frásögn, til þess að einfalda mál sitt, alveg eins og kennari leggur áherslu á mikilvæga hluti, með því að segja börnunum dæmisögu. Þess vegna skipti það höfund Genesis ekki meginmáli, hvenær eða hvernig Guð skapaði heiminn. Aðalatriðin eru þau sem koma fram í lýsingu hans, að það hafi verið Guð, sem skapaði heiminn og alla hluti; að hann hafi skapað þetta úr engu; að sköpunarverk Guðs sé háð þeim reglum, sem hann ákvað; og að sköpun mannsins sé hápunkturinn í sköpunarverki Guðs.

Allir ættu að eiga Biblíuna og sýna henni mikla lotningu. Hún er heilög, vegna þess að hún er Guðs orð. Það er ekki aðeins, að hún segi sögu hinna andlegu forfeðra okkar - við skulum muna það, að við erum andlegir afkomendur Abrahams - heldur finnum við einnig í henni ljóslifandi frásögn um það, að Guð sjálfur elskar hvert og eitt okkar.

Heilagri ritningu er ekki ætlað það eitt að vera til skrauts. Við ættum öll að lesa hana að staðaldri. Þó að þú hafir kannski ekki ennþá vanið þig á þennan góða sið, er ekki orðið of seint að byrja. Mig langar til að stinga upp á því, að þú byrjir þá á Nýja testamentinu, sérstaklega guðspjöllunum, því að þau eru ekki aðeins mikilvægustu bækurnar í Biblíunni, heldur einnig þær fallegustu og áhrifamestu.

Það að lesa hina heilögu ritningu er áskorun til okkar; það er tilboð; hún er saga um ást. Hún er eins og fersk uppsprettulind í eyðimörk. Við skulum ekki láta okkur sjást yfir það að neyta vatnsins úr henni.

01.03.07

  10:47:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 467 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Útgefandi og stofnandi tímarits fyrir lesbískar blökkukonur snýr baki við samkynheigð til að „gefa Guði hjarta sitt og sál – eftir Meg Jalsevac

Breytir markmiði tímarits síns til að hjálpa öðrum til að segja skilið við kynvillu

TRENTON, NJ., 28. febrúar 2007 (LifeSiteNews.com) – Charlene Cothran, atkvæðamikil lesbía úr baráttusveit blökkukvenna fyrir jafnrétti homma og lesbía og útgefandi vinsæls tímarits sem höfðar til virkra samkynhneigðra blökkumanna hugðist ekki breyta neinu áhrærandi líf sitt. Allt líf hennar og jarðneskur ávinningur átti sér djúpar rætur í samfélagi samkynhneigðra. En sökum áhrifa frá predikara einum sem ráðlagði Cothran að gefa Kristi hæfileika sína, þá hefur Cothran snúið baki við lífi sínu sem lesbía og helgað líf sitt því að hjálpa öðrum til að gera hið sama.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

28.02.07

  23:35:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 164 orð  
Flokkur: María Guðsmóðir

María, konan sem Guð valdi

"María fæddi Jesú, son Guðs."

Þessi fáu orð fela í sér lofgjörð okkar til Maríu. María, konan sem Guð valdi til að gegna einstöku hlutverki í veraldarsögunni. Það var hlutverk hennar að vera móðir Messíasar.

Þetta var sagt fyrir af spámönnum Gamla testamentisins. Þeir sögðu að Messías kæmi til að frelsa fólk sitt og að hún myndi fæða hann. Og þannig gerðist þetta allt samkvæmt áformi Guðs. Engri annarri konu hefur nokkru sinni hlotnast annar eins heiður og sá sem Maríu hlotnaðist frá Guði.

Það var líka áform Guðs, að hlutverk Maríu sem móður skyldi ekki taka enda þegar Jesús sneri aftur til himnaríkis heldur yrði hún líka móðir fylgismanna Jesús. Þar erum við meðtalinn! Guð vill að við elskum hana sem okkar himnesku móður.

  17:56:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2254 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Guðrækni hins helgasta Hjarta Jesú í kirkju nútímans

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (12)

6. 13. FIMMTA TÍMASKEIÐIÐ (1956- ): NÚVERANDI TÍMASKEIÐ

Árið 1956 markaði straumhvörf í sögu guðrækni hins Alhelga Hjarta! Á þessu ári gaf Píus páfi XII út hið meistaralega skrifaða Hirðisbréf sitt „Haurietis Aquas – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta,“ eftir að hafa talað um hið Alhelga Hjarta í fjölmörgum útvarpsþáttum sínum og annars staðar. Þar fjallaði hann ítarlega um grundvöll guðrækninnar í ljósi Ritninganna, kirkjufeðranna og helgisiðanna og hvatti fræðimenn til að rannsaka þetta efni nánar. Án þess að vanmeta hið mikla framlag hl. Margaret Marie Alacoque – sem hann sagði að skipaði „heiðurssæti“ fyrir að hafa glætt guðræknina – benti hann á þá staðreynd að bæði guðræknin og Hátíð hins Alhelga Hjarta hafi verið þekkt áður en hún kom til sögunnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:08:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1587 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Klámvæðing stúlkubarna – eftir föður John Flynn

RÓM 27. febrúar 2007 (Zenit.org).– Óheilbrigð klámvæðing setur ungar sem eldri stúlkur í sífellt meiri hættu eru niðurstöður skýrslu sem gefin var út þann 19. febrúar s. l. á vegum American Psychological Association (APA). Skýrslan sem heitir „Report of the APA Task Force on the Sexualization of Girls," eru niðurstöður rannsókna á efni og áhrifum ýmsra fjölmiðla: Sjónvarps, tónlistarmyndbanda, sönglagatexta, tímarita, kvikmynda, tölvuleikja og Internetsins.

Rannsóknarhópurinn kannaði einnig áhrif auglýsingaherferða sem beinast að stúlkum.

„Við höfum nægileg gögn í höndum til að segja að kynvæðingin hefur neikvæð áhrif á ýmsum sviðum, bæði hvað áhrærir huglæga afstöðu, líkamlegt og sálrænt heilsufar og heilbrigða þróun kynlífsins,“ segir dr. Eileen Zurbriggen, stjórnandi rannsóknarhópsins og prófessor við sálfræðideild „The University of California,“ Santa Cruz, á blaðamannafundi í kjölfar útkomu skýrslunnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  01:23:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 439 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Kristindómur og stjórnmál

Að farga fóstri til að koma í veg fyrir vansælt líf síðar meir?

"Ég hef séð of mörg börn vansæl vegna þess að foreldrarnir hugsa ekki nógu vel um þau, viljum við virkilega bæta á þann fjölda?" Þannig spyr ung kona í langri umræðu um fósturdeyðingar á annarri vefsíðu í gær. Þetta svar birtist þar í gærkvöldi:

Kannski ekki endilega, en viljum við SAXA Á ÞANN FJÖLDA? Um það snýst spurningin á þessari vefsíðu.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

27.02.07

  23:36:25, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 117 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Hann varð aldrei stærðfræðingur

Það var einu sinni stúdent sem vildi verða stærðfræðingur. Í nokkrar vikur sótti hann tímana samviskusamlega á hverjum degi og gerði heimavinnuna sína samviskusamlega á hverju kvöldi.

Einn daginn varð hann mjög þreyttur á allri tímasókninni og heimavinnunni. Hann sá að það var mjög erfið vinna að vera stærðfræðingur. Hann fletti í gegnum stærðfræðibókina sína og sá í fyrsta skipti að lausnirnar á dæmunum voru aftast í bókinni. Hann ákvað að framvegis skyldi hann aðeins skrifa niður lausnirnar í stað þess að eyða mörgum klukkutímum í að læra.

Auðvitað varð hann aldrei stærðfræðingur!

  23:26:16, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 349 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Jesús heldur áfram að lækna í gegnum okkur!

Veikindi og þjáningar hafa alltaf verið meðal stærstu vandamála, sem fólk hefur orðið að horfast í augu við í lífinu. Þegar við erum alvarlega veik, verðum við fljótt vanmáttug og auðsæranleg. Við verðum hrædd. Og þegar við erum mjög veik, finnum við stundum fyrir návist dauðans.

Vanheilsa getur gert okkur reið, þunglynd og bitur. Stundum snúumst við gegn Guði þegar við erum veik, vegna þess að við sökum hann.

En vanheilsa getur líka haft gagnstæð hrif. Hún getur hjálpað okkur til að þroskast, svo að við sjáum skýrar hvað er mikilvægt og hvað ekki í lífi okkar. Mjög oft getur vanheilsan hvatt okkur til að leita að Guði og snúa okkur til hans.

Samúð Jesú með hinum sjúku og hinar mörgu lækningar hans eru tákn um það að Guð vakir yfir okkur og lætur sér annt um okkur. Frelsari okkar læknar ekki aðeins líkamann með því að taka burt sjúkdóma. Hann læknar líka sálir okkar með því að taka burt syndina. Samúð hans gagnvart öllum sem þjást gengur svo langt að hann gerir jafnvel þeirra þjáningar að sínum eigin. "Ég var sjúkur og þér vitjuðuð mín."

Ást Jesú á hinum sjúku hefur varðveist um aldir í kirkjunni. Fyrst í klaustrunum, þar sem hinir sjúku fundu skjól. Seinna helguðu margar prestareglur og nunnureglur sig því að annast sjúka.

Til að finna dæmi um það þurfum við ekki að leita mjög langt. Við þurfum aðeins að minnast þess að þrjú af sjúkrahúsunum hér á Íslandi voru í mörg ár rekin af Sankti Jósefs systrum og Fransiskus systrum. Þessar systur og þúsundir fleiri víðsvegar um heim hafa helgað æfi sína því að hjálpa sjúkum. Þær feta í fótspor Jesú.

Jesús heldur áfram að kenna, lækna og þjóna — í gegnum okkur!

  14:12:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1746 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Staðreyndir um áhættuna sem fósturdeyðingar hafa fyrir táningsstúlkur

Grein þessa fékk ég senda frá „The Elliot Institute“ í New York. Hún er úr fréttablaði þeirra: Vol. 6, No. 4 -- Feb. 26, 2007. Engar sambærilegar íslenskar rannsóknir eru fyrir hendi, en ekki er ólíklegt að táningsstúlkur á Íslandi séu gæddar sömu sál og sálarlífi og jafnaldrar þeirra í Bandaríkjunum. Í reynd eru margar rannsóknarniðurstöðurnar byggðar á gögnum frá Norðurlöndunum 

Sjálfsmorðstilraunir 6 sinnum líklegri

Táningsstúlkur eru 6 sinnum líklegri til að reyna sjálfsmorð á síðustu sex mánuðum meðgöngu en þær sem ekki hafa farið í fósturdeyðingu [1]

Táningsstúlkur eru 4 sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en fullorðin kona sem fer í fósturdeyðingu, [2] og fósturdeyðing tengist iðulega hugsunum um sjálfsmorð meðal fullorðinna kvenna [3]

Sjálfsmorðstíðni meða kvenna sem hafa farið í fósturdeyðingu er 6-7 sinnum hærri meðal kvenna sem hafa farið í fósturdeyðingu. [4]

Táningsstúlkur sem fara í fósturdeyðingu eru líklegri til að glíma við sálræn vandamál [5] og það er þrisvar sinnum líklegra að þær verði að leggjast inn á geðsjúkrahús en táningsstúlkur almennt. [6]

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:31:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2517 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Guðrækni hins helgasta Hjarta Jesú í kirkju nútímans

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (11)

6. 8. ÖLD ERFIÐRAR BARÁTTU

Erfiðustu hundrað árin í sögu guðrækninnar komu í kjölfar þessara vitrana! Hl. Margaret Marie þjáðist vegna þess að hún var misskilin í tíu ár áður en hennar eigin regla samþykkti þann boðskap sem Kristur hafði fært henni í hendur. Sjálfur gaf Drottinn til kynna, að það yrði blessaður Claude da Columbiere (1641-1682) og Félag Jesú (Jesúítarnir) sem myndu breiða guðræknina út með sérstökum hætti.

Andstæðan kom úr mörgum áttum í senn. Sumt mátti rekja til biskupa þeirra og presta sem aðhylltust Jansenismann með hinni einstrengingslega afstöðu sinni til Guðs. Sumt mátti rekja til vaxandi frjálshyggju, skynsemishyggju og guðleysis sem lífsafstöðu og þjóðfélagsviðmiðun, annað til þess að inntak guðrækninnar þarfnaðist í upphafi nákvæmari skilgreininga bæði í ljósi Ritningarinnar og guðfræðinnar. Sumt mátti rekja til þess að inntak vitrananna var túlkað frjálslega og annað til þess að „allt nýtt“ var litið tortryggnisaugum í kjölfar siðaskiptanna. Nokkrum sinnum kom það fyrir að hið heilaga Sæti vísaði á bug beiðnum um að guðræknin nyti opinberrar viðurkenningar á árabilinu 1697 til 1765. Engu að síður tóku leikmenn guðrækninni opnum örmum í persónulegu bænalífi sínu ásamt fjölmörgum prestum og meðlimum í trúarreglunum. (Leikmennirnir tóku engan þátt í andstöðu klerkastéttarinnar!).

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

26.02.07

  17:51:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 232 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Finnið elsku Guðs í Kristi krossfestum, segir páfi

Hvetur hina trúðu til að horfa til síðusársins á föstutímanum

VATÍKANIÐ, 25. febrúar 2007 (Zenit.org).– Benedikt XVI hvetur alla kristna menn til að sannreyna elsku Guðs með því að íhuga Krist krossfestan.

Þannig komst páfi að orði í dag, fyrsta sunnudaginn í föstu, áður en hann bað Englabænina ásamt mannfjöldanum sem safnast hafið saman á Péturstorginu. Hann greindi fólkinu frá einkunnarorðum þessarar föstu: „Þeir munu horfa til þess sem þeir gegnumstungu.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  13:59:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1601 orð  
Flokkur: Bænalífið, Hið Alhelga Hjarta Jesú, Guðrækni hins helgasta Hjarta Jesú í kirkju nútímans

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (10)

6. 6. FJÓRÐA TÍMASKEIÐIÐ (1673-1956):
ÖLD HL. MARGARET MARIE ALACOQUE

Hl. Magaret Marie Alacoque (1647-1690) meðtók nokkrar vitranir þar sem Drottinn okkar opinberaði sig henni sem hið Alhelga Hjarta. Afleiðingin varð sú vegna þessara vitrana og boðskapar þeirra, að þessi aldagamla guðrækni tók á sig ákveðna mynd sem hefur haldist í því sem næst þrjár aldir. Sú ímynd sem birtist henni sjónum var Kristur íklæddur rauðum og hvítum kyrtli með Hjarta á brjóstinu sem varð að einhverri vinsælustu ímyndinni sem dregin hefur verið upp af Jesú í aldanna rás.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:22:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2205 orð  
Flokkur: Sr. Kristján Björnsson

Guð er ætíð í morgunskímu hverrar gleðistundar

Prédikun á konudegi, sunnudegi í föstuinngangi - 18/02/07

Lagt er út af guðspjalli Lúkasar, 18.31-34, en hér er farinn langur inngangur að undri upprisunnar á þriðja degi. Á þeirri leið er fjallað all mikið um mannhelgina og hina heilsusamlegu hlið föstunnar, sem færir okkur nær Guði, og hvernig það minnir okkur á það er Guð gerist algjörlega nálægur í þjáningu mannsins minnstu barna.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  11:17:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 442 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Vissulega ber María Guðsmóðir umhyggju fyrir smælingjunum

Í dag, þann 26. febrúar, minnist kirkjan Vorrar Frúar af akrinum, en það var heil. Denis sem helgaði henni kirkju í París í Frakklandi árið 250 (Hann er sem sagt nafndýrlingur föður Denis í Maríukirkjunni í Breiðholti). Eftirfarandi frásögn er vitnisburður eins feðranna í Maríureglunni:

„Hin blessaða Mey veitti mér vernd allt frá bernskuárunum. Tveggja ára að aldri var ég enn bundinn við vögguna og þjáðist af lömunarveiki svo ég gat ekki hrært legg né lið. Ef ég hreyfði mig örlítið tók ég að veina af kvölum og brast í óstöðvandi grát. Þetta reyndist foreldrum mínum, bræðrum og systrum afar bagalegt, einkum á nóttinni þegar allir vildu sofa.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

25.02.07

  23:41:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 458 orð  
Flokkur: Messan

Jesús er til staðar í Altarissakramentinu

Það eru margir í heiminum í dag sem neita að trúa því að Jesús hafi verið Sonur Guðs. Þetta sama fólk viðurkennir e.t.v. að hann hafi verið andríkur en það hafi verið allt og sumt. Fólkið sýnir Jesú ákveðna virðingu og fylgir honum að vissu leyti. Ef það viðurkenndi, hver hann væri í raun og veru, þá mundi fólkið sýna honum enn meiri virðing, og fylgir honum betur eftir.

Hver ætti virðing okkar að vera þá gangvart Jesú þegar við vitum að hann er í raun og veru Sonur Guðs almáttugs? Hversu vel ættum við að fylgja honum þegar við vitum að hann er ekki einungis andríkur maður, heldur að hann sé önnur persóna Heilagrar Þrenningar? Er hann ekki vor konungur konunganna og æðstur drottinn vor?

Það er hægt að finna út hversu mikla virðingu við berum fyrir Drottni vorum Jesú Kristi með því að sjá hversu mikla virðingu við berum fyrir honum í Altarissakramentinu. Jesús er til staðar í Altarissakramentinu okkar vegna.

Þetta sakramenti er sérstakt tákn Guðs um kærleika hans og umhyggju fyrir okkur. Þarna er hann á meðal okkar á mjög sérstakan hátt.

Konungur okkar kemur til okkar sem í mynd brauðs og víns. Hann er Brauð Lífsins. Hann kemur til okkar sem fæða. Venjuleg fæða gefur okkur líf og hjálpar okkur að endurnýja líkama okkar. Venjuleg fæða veitir okkur þrótt og ánægju. Altarissakramentið gefur okkur andlegt líf og gerir gott úr þeim skemmdum er syndin veldur. Það veitir okkur andlegan þrótt og ánægju.

Í hverri messu sem við sækjum þá fögnum við nærveru Jesús meðal vor. Hann talar til okkar Þegar við hlustum á ritningarlestrana og prédikunina. Í byrjunmessunar biðjum við hann um fyrirgefningu syndanna. Þegar við berum hvort öðru friðarkveðju, þá biður hann okkur að fyrirgefa þeim sem hafa syndgað geng okkur. Þegar messunni er lokið, heldur hann áfram að vera hér í guðslíkamahúsinu, til að við getum verið með honum.

Það er til saga um prest sem tók eftir konu sem sat ein í kirkjunni og bað til Jesú í guðslíkamahúsinu. Klukkustund seinna, sá presturinn að hún var þar enn. Önnur klukkustund til viðbótar leið og enn var hún þar í bæn. Þegar þar var komið, gekk presturinn til konunnar og spurði hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert fyrir hana. „Nei, þakka þér fyrir, faðir“, svaraði hún. „Ég hef fengið alla þá hjálp sem ég þarf á að halda frá Jesú.“

24.02.07

  23:37:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 326 orð  
Flokkur: Messan

Löngu liðnir atburðir eru að gerast aftur

Ár hvert halda Gyðingar upp á páska, sömu viku og við köllum páskaviku. Einn hápunktur hátíðarinnar hjá Gyðingum er, þegar fjölskyldan borðar saman páskamáltíðina. Þeir neyta sama málsverðar — þ.e.a.s., ósýrð brauð, beyskar kryddjurtir og lambakjöt og drekka vín — sem forfeður þeirra átu og drukku nóttina sem þeir yfirgáfu Egyptaland. Engill Guðs fór yfir Egyptaland þessa fyrstu nótt og þeir urðu frjálsir eftir að hafa verið þrælar.

Þessi páskamáltíð er ekki aðeins minningarathöfn vegna löngu liðinna atburða. Gyðingar trúa því að er þeir neyti páskamáltíðarinnar, þá einhvern veginn, gerist það sama og gerðist er þeir yfirgáfu Egyptaland. Löngu liðnir atburðir eru að gerast aftur. Þessi máltíð minnir Gyðinga kröftuglega á að þeir eru kvaddir til að breyta frá syndaþrælkun og eigingirni yfir í betra líferni.

Það atriði sem ég vil vekja athygli á er: eins og vissir liðnir atburðir verða uppvaktir fyrir Gyðinga, með páskamáltíðinni; þá er það eins fyrir okkur, í messunni. Atburðir síðustu kvöldmáltíðarinnar og krossfestingarinnar, gerast aftur. Salur síðustu kvöldmáltíðarinnar og Golgata verða á vissan hátt uppvaktir í messunni.

Fyrir Gyðinga í dag, eru þessir gömlu atburðir endurvaktir til þess að þeir breyti til bættara lífernis, samkvæmt þessum atburðum. Fyrir okkur í dag, eru atburðir þjáninga og dauða Krists endurvaktir, svo að við munum breyta lífum okkar, eftir þessum atburðum. Fórn Jesús á krossinum var borin einu sinni, fyrir okkur öll, og fyrir messuna verður hún uppvakin í lífum okkar. Eins oft og fórn Jesús á krossinum er haldin hátíðleg á altarinu, heldur frelsun okkar áfram.

  10:52:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1079 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

„Er þá Kristi skipt í sundur?“ (1Kor 1. 13)

Orð Páls postula komu mér í huga þegar ég hlustaði á viðtalið við séra Kristján Björnsson, Þjóðkirkjuprest í fréttunum á Stöð 2 á fimmtudagskvöldið um ummæli séra Hjartar Magna. Orð Páls blessaðs hljóða svo

„Því að mér hefur verið tjáð um yður, bræður mínir, af heimilismönnum Klóe, að þrætur eigi sér stað á meðal yðar. Ég á við þetta, að sumir yðar segja: „Ég er Páls," og aðrir: „Ég er Apollóss," eða: „Ég er Kefasar," eða: „Ég er Krists." Er þá Kristi skipt í sundur?“ (1Kor 1. 11-13).

Séra Kristján vitnaði í ummæli Fríkirkjuprestsins málglaða á Tjarnarbakkanum, séra Hjartar Magna. Í hita umræðunnar kallaði séra Hjörtur Magni Þjóðkirkjuna „kirkju djöfulsins!“ Slík ummæli særa alla djúpt, hvaða kirkjudeild sem þeir svo tilheyra.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  09:13:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 83 orð  
Flokkur: Bænalífið

Dagleg rósakransbæn fyrir mæðrum og ófæddum börnum!

Heil sért þú, María, full náðar, Drottinn er með þér, blessuð sért þú á meðal kvenna, og blessaður sé ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir! Bið þú fyrir oss syndugum mönnum, og sérstaklega fyrir þeim mæðrum og ófæddu börnum sem gangast undir fósturdeyðingar á næstu dögum. Úthell náð loga elsku þíns Flekklausa Hjarta yfir íslensku þjóðina og allt mannkynið, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

23.02.07

  23:31:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 120 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Að fara með bæn daglega um að fóstureyðingum linni

Lífsverndarfólk getur skipt sköpum með bænum sínum og fórnfýsi, því lífsverndarbaráttan er fyrst og fremst andleg barátta gegn öflum hins illa.
Við getum ekki hunsað þá staðreynd að um 900 fóstureyðingar eru framkvæmdar á hverju ári á íslandi.
Sum af þessum deyddu börnum gætu hafa orðið nágrannar okkar eða vinir barna okkar.
Kannski framtíðar tengdasonur eða tengdadóttir.
Að segja ekki neitt og gera ekki neitt andspænis slíku óréttlæti gangvart deyddum börnum, er nokkurs konar þáttaka með fóstureyðingum.
Vilt þú gera eitthvað?
Að minnsta kosti fara með bæn daglega um að fóstureyðingum linni á Íslandi.

  10:47:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2011 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Guðrækni hins helgasta Hjarta Jesú í kirkju nútímans

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (9)

6. 1. HIN SÖGULEGA ÞRÓUN GUÐRÆKNINNAR

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú er ekki hugarfóstur 17. aldarinnar eða heilagrar Margaret Marie Alacoque. Í einni mynd eða annarri á hún sér rætur í frumkirkjunni. Sögu guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú má skipta í eftirfarandi tímaskeið, hvert með sínum bókmenntum, listum og helgisiðum: [12]

A. Þróunarskeið: Tímaskeið kirkjufeðranna til 800.
B. Fyrsta tímaskeiðið (800-1200): Vöxtur í klaustrunum.
C. Annað tímaskeiðið (1200-1400): Öld hinna miklu djúphyggjumanna.
D. Þriðja tímaskeiðið (1400-1673): Frá klaustrunum til leikmannanna.
E. Fjórða tímaskeiðið (1673-1956): Öld hl. Margaret Marie Alacoque.
F. Fimmta tímaskeiðið (1956- ): Núverandi tímaskeið guðrækninnar.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

22.02.07

  18:28:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 321 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Galli og synd er ekki það sama.

Galli og synd er ekki það sama. Galli er veikleiki í skapgerð okkar sem gerir okkur auðveldara fyrir að drýgja vissar syndir. Ágallinn er varanlegur nema við losum okkur við hann.

Aftur á móti er syndin eitthvað sem við drýgjum á gefnu augnabliki.

Við skiljum betur muninn á galla og synd ef við hugsum okkur að gallinn sé rótin og syndin laufblöðin. Það er þannig með arfann sem við reynum að reita í garðinum að það er ekki nóg að slíta blöðin, við verðum einnig aðrífa upp ræturnar. Að öðrum kosti munu laufblöðin vaxa fljótt aftur. Það sama á við syndina í lífi okkar, hún mun endurtaka sig nema því aðeins að við losum okkur við þann ágalla sem veldur henni.

Að megin hluta eru ágallar mannsins sjö að tölu eftir því sem kaþólskir guðfræðingar segja okkur. Suma þeirra höfum við öll í einhverju mæli.

Fyrsti ágallinn er HROKI. Hroki er uppspretta margra synda eins og gegndarlausrar framagirni, ofurtrúar á eigin andlegri getu, hégóma, monts og svo framvegis.

Sá næsti er ÁGIRND. Ágirnd er uppspretta margra synda eins og þjófnaðar, fjársvika, arðráns, vinnusvika, okurstarfsemi og svo framvegis.

Þriðji ágallinn er LOSTI. Lostinn er uppspretta margra synda sem ganga gegn hreinlífi.

Fjórði er REIÐI. Reiðin er uppspretta margra synda eins og mannvígs, deilna, haturs, meinfýsi, skemmda á eignum og svo framvegis.

Fimmti ágallinn er ÓHÓF. Óhóf er uppspretta synda eins og ofáts og ofdrykkju.

Sjötti er ÖFUND. Öfundin er uppsprettasynda eins og rógburðar, óvildar og svo framvegis.

Sjöundi er LETI. Leti er uppspretta margra synda eins og að vanrækja fjölskylduna og vinnuna, að fara ekki til messu á sunnudögum að ásettu ráði, að biðjast aldrei fyrir og svo framvegis.

  15:49:07, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 273 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Kirkjusaga nýaldar, alþjóðleg

Ekki er allt sem sýnist – af fráfalli Vesturlanda frá Guðstrú

Hafi kristin trú staðið höllum fæti hér í álfu fyrir þremur áratugum, um það leyti sem andkristin löggjöf um fósturdeyðingar var keyrð í gegn í flestum vestrænum ríkjum, þá hefur ástandið ekki skánað í þeim efnum, eins og við ættum flest að vita. Í Sovétveldinu voru virkir kristnir menn ofsóttir, en þeim er ekki (ennþá) stungið í fangelsi fyrir vitnisburð sinn meðal þessarar þjóðar, þótt hitt tíðkist í æ meira mæli, að þeir séu hæddir og affluttir í orðum á vefsíðum og í fjölmiðlum. En lítum nú til upprifjunar og íhugunar á smápistil úr Kirkjuritinu, tímariti Prestafélags Íslands, í 3. hefti þess 1975, í erlendum fréttaþætti ritstjórans, þess mæta manns sr. Guðmundar Óla Ólafssonar í Skálholti:

"Guði sé lof fyrir járntjaldið!"

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:31:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1336 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú, Guðrækni hins helgasta Hjarta Jesú í kirkju nútímans

Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (8)

5. 1. GRUNDVÖLLUR GUÐRÆKNINNAR HJÁ KIRKJUFEÐRUNUM

Tímaskeið kirkjufeðranna hefst við lok ritunar Nýja testamentisins og nær allt til tíma Gregors hins mikla páfa (d. 604) í Vesturkirkjunni og til hl. Jóhannesar frá Damaskus (d. 750) í Austurkirkjunni. Hugmyndir þeirra er það sem nefnt er kirkjufeðraguðfræðin. Þrátt fyrir að þessir höfundar bentu ekki á Hjarta Jesú sem tákns hinnar takmarkalausu elsku, þá fjölluðu þeir um allar þær lykilhugmyndir sem nærðu þessa guðrækni.

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

  10:06:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 298 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Kirkjan er brúðurin sem mynduð var úr síðusári Krists, eins og Eva var sköpuð úr síðu Adams

Þann 22. febrúar 1931 opinberaðist Jesú systur Faustínu í Plock í Póllandi. Hann var íklæddur hvítum kyrtli og hann hóf aðra hendina upp í blessunarskyni, en hinni þrýsti hann að brjósti sínu. Frá kyrtlinum streymdu tveir ljósgeislar: Annar hvítur, hinn rauður.

Systirin leit á Jesús í þögn og heyrði hann bera upp eftirfarandi bón: „Þú verður að gera málverk samkvæmt þessari fyrirmynd með áletruninni: Jesús, ég treysti þér. Í fyrstu vil ég að þessi mynd verði heiðruð í kapellu þinni og síðan um allan heiminn. Ég gef þetta fyrirheit: Það hjarta sem heiðrar þessa mynd mun ekki fyrirfarast.“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

21.02.07

  23:27:42, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 191 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Hversu vel þekki ég sjálfan mig?

Hversu vel þekki ég sjálfan mig?

Þessa mikilvægu spurningu ætti hver og einn ætti að spyrja sig. Margir dýrlingar hafa í skrifum sínum gefið góðar ráðleggingar í þeim efnum. Spurningin er mikilvæg vegna þess að ef við reynum að svara henni getur það þroskað andlegt líf okkar. Það gerir okkur kleift að sjá okkur í því ljósi sem Guð sér okkur. Þetta er að sjálfsögðu merking sannrar auðmýktar — að sjá sjálfan sig í því ljósi sem Guð sér okkur. Engin sýndarmennska, ekkert er falið, við birtumst eins og við erum í raun og veru með alla okkar kosti og galla.

Heilagur Antoníus mikli, sem kallaður hefur verið faðir munkalífs, var fæddur í Egyptalandi í kringum árið 251. Margt af því sem hann skrifaði hefur varðveist fram á okkar tíma. Eftirfarandi sagði hann eitt sinn um auðmýktina: „Ég sá ginningar óvinarins hvert sem litið var og ég sagði: „Hvað fær staðist slíkar ginningar?“ Og ég heyrði rödd sem sagði við mig:„Auðmýktin“.“

  11:19:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 363 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Sósíalistar við sama heygarðshornið að vanda: Forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi heitir því að lögleiða líknarmorð

París, 20. febrúar 2007 (LifeSiteNews.com) – Frambjóðandi sósíalistaflokksins sem vill leysa Jacques Chirac af hólmi sem forseti Frakklands í komandi kosningum í apríl hefur heitið því að lögleiða líknarmorð. Í sjónvarpsviðtali í gærkveldi sagði Ségolène Royal: „Það er tímabært að berjast fyrir þessu á opinberum vettvangi. Ég myndi lögleiða þetta til að gera fólki kleift að horfast í augu við miklar þjáningar af reisn!“

Öll færslan - smellið hér til að lesa alla færsluna »

1 ... 18 19 20 ...21 ... 23 ...25 ...26 27 28 ... 46

Síðustu athugasemdir

Síðustu pistlar

Kirkju.net er óháð vefrit sem inniheldur aðallega efni tengt kaþólskri trú en einnig um trúmál almennt. Markmiðið er að miðla fróðleik og stuðla að skoðanaskiptum og umræðu innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og að kynna kaþólsku kirkjuna fyrir þeim sem utan hennar eru. Aðalsíða vefritsins sækir pistla inn á bloggsíður og skrifa höfundar hvers bloggs pistla sem hafa kaþólskt eða annað trúarlegt efni sem meginþema. Skoðanir settar fram í pistlunum eru höfundanna sjálfra og ber ekki að túlka þær sem skoðanir trúfélaga eða annarra bloggara. Höfundar bera ábyrgð á efni sem þeir birta á sínu bloggi. Athugasemdir við pistlana eiga að vera á íslensku, málefnalegar og fullt nafn höfundar á að koma fram. Athugasemdum er ritstýrt af höfundi hvers bloggs fyrir sig. Gestapennar innan eða utan kaþólsku kirkjunnar eru einnig velkomnir að senda inn greinar sem eru birtar undir „Ýmsir höfundar.“

Leit

Flokkur

Sr. Denis O'Leary

Kirkjuvefbók Ragnars

Jón Valur Jensson

Ýmsir höfundar

Jón Rafn Jóhannsson

Kirkju.net


Fatal error: Uncaught Error: Call to a member function flag() on boolean in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php:215 Stack trace: #0 /home/n982112/public_html/inc/widgets/model/_widget.class.php(629): item_info_line_Widget->display(Array) #1 /home/n982112/public_html/inc/skins/model/_skin.class.php(315): ComponentWidget->display_with_cache(Array, Array) #2 /home/n982112/public_html/inc/skins/_skin.funcs.php(2411): Skin->container('Sidebar', Array) #3 /home/n982112/public_html/skins/custom_skin/index.main.php(240): skin_container('Sidebar', Array) #4 /home/n982112/public_html/inc/_blog_main.inc.php(890): require('/home/n982112/p...') #5 /home/n982112/public_html/index.php(67): require('/home/n982112/p...') #6 {main} thrown in /home/n982112/public_html/inc/widgets/widgets/_item_info_line.widget.php on line 215